Dagur - 22.02.1967, Side 8

Dagur - 22.02.1967, Side 8
8 SMÁTT OG STÓRT í sólbaði á suðlægum slóðum. Kynningarkvöld hjá ferðaskrifstoíunni Úlsýn Á SUNNUDAGINN hafði Ferðaskrifstofan Útsýn í Reykjavík kynningarkvöld í Sjalfstæðishúsinu á Akureyri. Var þar fjallað um ferðaval fólks til útlanda og ferðalýsing- ar gefnar. Ferðaskrifstofan hef ur ekki áður haft umboJbmann hér fyrir norðan, en Aðalsteinn Jósefsson bóksali hefur tekið að sér umboð Útsýnar og undirbjó hann kynningarkvöldið. Ingólfur Guðbrandsson for- Stjóri og eigandi Útsýnar, sem er kunn ferðaskrifstofa, var þarna mættur og flutti hann fróðlegt erindi um ferðalög al- mennt, undirbúning þeirra og möguleikana til að hafa af þeim bæði gagn og gaman. En Ingólf- ur hefur unnið að ferðamálum um 20 ára skeið og er þaul- vanur fararstjóri. Sjmdar voru við þetta tæki- (Framhald á blaðsíðu 5.) ALÞtNGISKOSNINGAR 11. JÚNÍ Sú FRÉTT héfur borizt, að Bjarni Benediktsson forsætis- ráðherra hafi tilkynnt formönn um þingflokkanna þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar, að rjúfa þing og láta Alþingiskosningarnar fara fram 11. júní, í stað síðasta sunnudags í júní, svo sem lög mæla fyrir. Vald til að ákveða kosningar var áður í höndum konrmgs en er nú í höndum forsetans. í reyndinni hefur þó forsætisráð herra þetta vald. Búnaðarþingið situr á rökstólum BÚNAÐARÞING hið 49. í röð- inni hófst í Bændahöllinni á mánudaginn. Þorsteinn Sigurðs son formaður B. í. setti þingið með ræðu. Minntist hann sér- staklega Steingríms Steinþórs- son fyrrv. búnaðarmálastjóra og ráðherra sem andaðist á sl. ári, en drap síðan á mörg og mikilvæg mál, er liggja fyrir Búnaðarþingi. Má þar nefna f járhagsáætlun Búnaðarfélags íslands 1967, frumvarp til laga um vinnuaðstoð við bændur, rannsóknir á húsdýrasjúkdóm- um, frumvarp til laga um lax- og silungsveiði og m. fl. Enn- fremur ræddi hann um fóður- Skotæfingar í íþrótta- skemnmnni um helgina HIÐ nýstofnaða Skotfélag Ak- ureyrar, sem áður hefur verið frá sagt, fær um helgina Axel Sölvason formann Skotfélags Reykjavíkur til að kenna skot- mönnum meðferð skotvopna, skotfimi og öryggisreglur. — Kennslan fer fram í íþrótta- skemmunni kl. 9—-12 fyrir há- degi á sunnudaginn, en áður munnleg kennsla um ýmsa þætti þessarar íþróttagreinar, í Gagnfræðaskólanum. Skotfélag Akureyrar athugar nú staði í nágrenni bæjarins undir útisvæði til sumaræfinga. bætismálið og önnur mál er ofarlega eru á baugi hjá bænda stétt landsins. Ingólfur Jónsson landbúnað- arráðherra ávarpaði þingið og gerði meðal annars framleiðslu, framleiðni og fjármunamyndun landbúnaðarins að umtalsefni. Verður e. t. v. síðar sagt frá ræðu ráðherra og formanns Búnaðarfélags íslands. □ Það er látið í veðri vaka, að þingrof og síðan kosningar 11. júní sé gert vegna síldarsjó- manna, en það mun fyrirsláttur einn því að þeir geta kosið áður en þeir fara á sjóinn og enginn veit nú hvenær þeir almennt fara til síldveiða. Hitt mun sönnu nær, að ástæðan sé önn- ur e. t. v. kjarasamningar og annað, sem óþægilegt er að taka ákvörðun um og reynt verður að fresta fram yfir kosningar. Reynslan hefur sýnt, að norð lenzkri veðráttu er oft þannig farið, að erfitt er um ferðir á landi fyrrihluta júnímánaðar. Minnast menn í því sambandi Alþingiskosninganna 1963. Q meðalvigtin Meðalvigt dilka í sláturhúsum KEA varð s.I. haust 13,73 kg á móti 13,93 kg árið áður. Dilkar á Akureyri reyndust 13,74 kg. Hæst varð meðalvigt í Höfða- hverfisdeild, 14,16 kg, næst í Öngulsstaðadeild, 14,15 kg og í Öxndæladeild, 14,04 kg. FÓÐURBÆTIRINN HEFUR LÆKKAÐ í VERÐI Loks hefur innflutningur korns og kjamfóðurs verið gefinn frjáls og lækkar verð þess til mikilla muna. Þessvegna lækk- aði fóðurblanda úr kr. 6,90 í kr. 5,70. Þessi mikla röskun á verðhlutfalli milli innlenda fóð ursins, töðunnar, og hins er- lenda mun mjög auka notkun hins erlenda fóðurs.. Að sjálf- sögðu er þjóðinni hagkvæmara að kaupa ódýra vöru inn í land ið en dýra. Hins vegar verður mjólkur- og kjötframleiðsla í landinu að byggjast á grasrækt inni og innlendri fóðuröflun að mestu leyti og ber að hlynna að þeirri framleiðslu sem allra mest. ÚR BRÉFI „Ég er útlendingur frá Austur- ríki og á marga mjg góða vini hér.á Islandi. Margir þeirra eru kennarar. Ég get ekki annað sagt, en að bezta Norðurlanda- þjóðin sé sú íslenzka og allur heimurinn veit, að hér ríkir menning á háu stigi. En þann 29. og 30. janúar s.l. fór ég í pósthúsið. Þar gengu nokkrir piltar á þroskaaldrin- um, 13—17 ára, alveg fram af mér. Þeir voru að bjástra við pósthólfin og reyna að opna þau. — Eigendur pósthólfanna borga fyrir þau og eiga því rétt á að hafa þau í friði.“ Foreldrar, kennarar og lög- regla ættu að standa í vegi fyr- ir því að Akureyri verði borg glæpa og skemmdarverka eins og Reykjavík virðist á góðri leið með að verða." Blaðið þakkar bréfið. VANDAMAL í HÖFUÐ- BORGINNI Einar Ágústsson og Þórarinn Þórarinsson flytja á Alþingi frumvarp til laga um ungmenna hús í Reykjavík. Segir þar, að ríkið og Reykjavíkurborg skuli byggja slíkt samkomuhús í sam einingu — „fyrir skemmtanir æskufólks“. í ungmennaliúsinu megi „aðeins fara fram þær skemmtanir, sem hollar og þroskavænlegar eru fyrir æsku fólk“ og að áfengisneyzla skuli þar bönnuð. Upplýst er að í Reykjavík séu nú 12 samkomu hús eða veitingahús með vín- veitingaleyfi, og séu ungmenni þau, er hér um ræðir, því úti- lokuð frá því að sækja þar dansskemmtanir. Auðvitað er það ófært, að ungmenni liöfuð- borgarinnar geti ekki sótt skemmtanir, en væri sú lausn ekki fær til bráðabirgða, að fækka vínveitingaleyfunum og opna þar með nokkra samkomu staði fyrir ungmennunum? AFBROT — EN EKKI ÆVINTÝRI „Ég heyrði á piltunum, að þeim fyndist það ævintýri að opna pósthólfin, en í mínum augum er þetta innbrot. Þetta verður að stöðva. — Þessir unglingar liafa eyðilagt marga hluti. — Þetta mega Akureyringar ekki láta fram hjá sér fara. Nemcndur og kennarar Ilúsmæðraskólans á Laugum í Reykjadal í heimsókn hjá samvinnu- mönnum á Akureyri. Forstöðukona í vetur er Fanney Sigtryggsdóttir. (Ljósm.: G. P. K.) VARNARLIÐIÐ OG ATLANTSHAFS- BANDALAGIÐ Sunnudaginn 12. febrúar héldu ungir Framsóknármenn og ung ir Sósialistaflokksmenn kapp- ræðufund í Reykjavík um ýmis atriði í sambandi við brottför vamarliðsins. Fundurinn var haldinn á Hótel Borg og var húsfyllir við umræðurnar. Það er í frásögu fært af þessum fundi, að Ragnar Arnalds alþm. sem þama var mættur, hafi svarað fyrirspurn frá Tómasi Karlssyni og Má Péturssyni á þá Ieið, að vel gæti svo farið, ef Alþýðubandalagið stæði að rík- isstjórn, að þá þættu önnur mál mikilsverðari en brottför vam- arliðsins og úrsögn úr Norður- Ailantshafsbandalaginu. Þetta er skilið svo, að Alþýðubanda- lagið niyndi ekki gera þessi atriði að skilyrði fyrir þátttöku í ríkisstjórn, ef til kæmi. „EKKI BÓLAÐI A BARÐA“ I tilkynningu, sem forsætisráð- herra flutti á Alþingi í þing- byrjun í haust, skýrði hann frá því m. a., að stjórnin myndi leggja fram snemma á þingi frumvarp til nýrra skólakostn- aðarlaga, en í slíkum lögum eru m. a. ákveðið um skiptingu stofn- og rekstrarkostnaðar skólanna milli ríkissjóðs og ann arra aðila, sem að þeim standa, þ. e. sveitar- og sýslufélaga. Mun endurskoðun lagana vera búin að standa lengi yfir og ýmis vilyrði gefin af ráðamönn- um í því sambandi. Þegar kom- ið var fram í miðjan febrúar og ekki bólaði á stjórnarfrumvarp inu, lögðu þeir Ingvar Gíslason og Páll Þorsteinsson fram svo- (Framhald á blaðsíðu 5)

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.