Dagur - 25.02.1967, Blaðsíða 2

Dagur - 25.02.1967, Blaðsíða 2
Jónas Jónsson frá Hriflu: BRÉF TIL AUSTFIRÐINGA SÉRFRÆÐINGAR OG BORGARAR MARGIR hallast að þeirri skoð un að kunnáttumenn í verk- fræði og skyldum greinum verði að ráða mestu um flestar framkvæmdir í verklegum og félagslegum málum. Þessir menn gera oft lítið úr dóm- greind hinna almennu borgara, jafnvel varðandi verk, sem beir kosta sjálfir og bera fjárhags- lega ábyrgð á. Þetta er þó vafa- söm kenning þar sem íslending ar hafa mikla reynslu úr allri sinni sögu um þá staðreynd að þeir hafa öldum saman orðið að vera sínir eigin sérfræðingar, jafnvel um hin vandasömustu mál, t. d. að finna fsland og hyggja það á hálfri öld og hafa síðan án vísindalegra áhalda skarpskyggni og þreklund til að uppgötva aðra heimsálfu á vest urhveli jarðar. Þó koma alltaf til sögunnar vandasöm mál til úrlausnar þar sem algengir borgarar verða að leggja fram nokkuð af reynsluviti með sér- fræðingum til að leysa mikil vandamál. Eitt atriði úr sögu Dags á Akureyri getur verið til skýringar á því atriði hvernig það lánast stundum nú og vel þegar venjulegir borgarar og kunnáttumenn í séi'fræðum vinna saman að lausn vanda- mála. Enn er kunn sú saga að hingað barst frá útlöndum skæð fjárpest, kennd við karakúl. Hún breiddist út um mikinn hluta landsins og lá við land- auðn. Þjóðin beitti mörgum sér fræðingum, innlendum og . stundum útlendum til að finna ráð við þessum vágesti. En það kom ekki að neinu gagni. Land auðnin var yfirvofandi í mörg- um af beztu sveitum landsins. Þá gerðist það, að einn venju- legur borgari ritaði í Dag á Ak ureyri litla hugvekju um, að ef til vill yrði bezta ráðið í þessu yfirvofandi hallærismáli að taka upp gamalt húsráð, það héti fjárskipti. Bændur Suður-Þing .eyinga töldu tillöguna þess, virði að hún væri reynd. Þeir skiptu sýslunni í þrjú hólf og létu hvert hólf vera sauðfjár- laust í eitt ár, en fluttu þá inn lítinn, heilbrigðan stofn vestan af fjörðum. Þetta lánaðist vel. Fjárskiptunum var haldið áfram og kunnáttumenn unnu með leiðtogum bændanna að þessu máli og nú er pestinni út- rýmt. En því má ekki gleyma í sögu framfaranna að kunnáttu mennirnir gátu ekki einir fund- ið þá lausn sem bezt hentaði fyrr en þeir unnu í samræmi við lífsreynslu borgaranna í landinu. Rafmagnsmál íslendinga hef- ur verið leyst með heilbrigðu samstarfi kunnáttumanna og al mennra borgara, nema á Aust- urlandi. Þar er þetta mál að miklu leyti óleyst enn. Þegar síðara heimsstríðinu var lokið og Vestmenn höfðu haft hér her um stund í landi sem þeir höfðu veitt drengilega aðstoð meðan Hitler og Stalín hugðust her- taka það. Vestmenn vildu skilja vel við íslendinga á marga vegu. Þeir gerðu kleift að reisa nokkrar raforkustöðvar fyrir þjóðina, á Suðurlandi, Vestur- landi bg fyrir norðan. Þeir veittu ennfremur fulla fjárhags lega aðstoð til að koma hér á fót tveim iðjuverum, áburðar- verksmiðju og verksmiðju til sementsframleiðslu. Marghátt- uð iðnaðarframleiðsla gerist nú í þeim fjórðungum sem séð hef ur verið fyrir verulegum raf- orkuframkvæmdum. En fyrir sorglega ógæfu týndust Aust- firðingar að mestu leyti úr lest- inni í þessu efni. Þar var Lagar foss að mörgu leyti einn álitleg asti virkjunarstaður á landinu. Kunnáttumenn og borgarar við urkenndu þessa ágætu stað- hætti og það var mælt með virkjun Lagarfoss, bæði af öll- um almenningi og í þinginu þar sem Lagarfoss var um stund einn af hinum ákveðnu virkj- unarstoðum. Velvild Vest- manna og stuðning við raforku mál á íslandi átti vissulega sama erindi til Austfirðinga og annara landsmanna. En valda- menn landsins og nokkrir áhrifa miklir kunnáttumenn gleymdu Lagarfossi og Austfirðingum um stund. En fólkið á Austur- landi hélt fullum trúnaði við Lagarfoss. Það kom á leiksviðið sem reyndir kunnáttumenn, þeir fundu sprænu bak við Hall ormsstaðaskóg þar sem hún lið ast fram um sléttar eyrar. Þess ir kunnáttumenn og nokkrir valdamenn í Reykjavík höfðu þá samráð um það að bjóða Austfirðingum þessa virkjunar- aðstöðu til að fullnægja þörf héraðsins um raforku. Þá urðu átök um stund um málið. Aust- firðingar héldu fast við líftaug atvinnumála í fjórðungnum, raf orku úr Lagarfossi. Á móti voru litli.r kunnáttumenn og pólitísk ir 'yaldamenn. Sennilega hefur þeim þótt þessi framkvæmd heldur mikil fórn fyrir þjóðina, en mótstaðán á Austurlandi var svo eindregin að þeir sem stóðu fastast með litlu stöðinni á eyr unum bak við Hallormsstaða- skóg sendu sérstaka trúboða austur til að sannfæra fólkið um að litla stöðin við Grímsá væri þó alltaf betri en ekki neitt. Meðán stóð á þessari bar- áttu ritaði ég nokkrar hvatn- ingagreinar í Alþýðublaðið, en andstæðingarnir. \báru/ sjgur af hólmi á öllum vígstöðvúm. En nú bárust tíðindi frá Austur-i landi um ótrúlegan gróða síld- veiðiskipanna, þau fluttu óhemju magn og f jármæti inn á allar hafnir austanlands. Fólkið streymdi þángað hvaðanæfa af landinu, verkamenn til vinnu, fésýslumenn til gróðabragða. Síldarmagnið hefur sum árin verið virt á -hálfan annan milljarð íslenzkra króna. Þá bauðst mér enn tækifæri til að túlka mál Austfirðinga. Ég kom lítilli grein í Alþýðublaðið um Lagarfoss og síldargróðann. Ég benti á að nú væri tími til að virkja Lagarfoss og tryggja Austurlandi um langa' framtíð nægilega raforku fyrir heimilin, smáiðnaðinn og þá stóriðju ' í sambandi við síldveiðarnar, er nú virtist blasa við um stund. Tveimur dögum síðar varð ég fyrir óvæntri ánægju. Eyfirzk- ur nafni minn, sem er þingmað ur Austfirðinga og mun búa skammt frá Lagarfossi, sendir mér nýtt þingskjal, þar er hann flutningsmaður að nýju sókn- armáli. Hann vill, sem von er, tengja allar rafstöðvar á Aust- urlandi saman í eitt fyrirtæki. og þar er Lagarfoss vissulega stærsti aflgjafinn. Hinar stöðv- arnar eru smávirkjanir við fjallalæki. Að síðustu hefur síldariðjan gert óhjákvæmilegt að reisa við flestar austfirzkar hafnir margar benzínstöðvar. Enn bættust þau tíðindi við, að W2J stór Lagarfosssamkoma var haldin á Egilsstöðum. Þangað komu fulltrúar frá öllum sveit- arfélögum á Austurlandi. Kjós- endur buðu til sín þingmönnum sínum og valdamönnum úr landsstjórninni og helztu kunn áttumönnum í raforkumálum. Á fundinum stóðu fulltrúar Austfirðinga fast saman um þá tillógu, að nú yrði hafizt handa um virkjun Lagarfoss fyrir Austurland. Tillögur þessar hafa síðan verið birtar með skýringum í . öllum blöðum landsins. En það er of snemmt fyrir Austfirðinga að hrósa happi í Lagarfossmálinu, þó að mörg rök hnigi nú til eflingar þeirra málstað. Norðlendingar þurfa að stækka Laxárstöðina fyrir þarfir í fjórðungnum. Sér- staklega er á þeim slóðum á- mælisvert að Norður-Þingeyj- arsýsla hefur verið næstum úti lokuð frá þessari náttúru-upp- sprettu. Þar eru blómlegar byggðir í vexti og nokkuð þétt- býli, Kópasker, Raufarhöfn og Þórshöfn. Þar var lengi vel lítið um rafmagn, en að lokum var farið að bæta'lítið eitt úr þörfum Norður-Þingeyinga með olíustöðvum. Kunnáttu- mennirnir héldu að það væri ekki fjárhagslega arðbært að leiða raforku frá Laxá yfir Reykjaheiði í Kelduhverfi og þaðan áleiðis yfir vestursýsl- una. Vel má vera að sérfræð- ingar í raforkumálum geti leitt einhver rök að því að það sé í bili auðveldara og ef til vill ódýrara að nota olíuvélar fyrir Norður-Þingeyjarsýslu iremur en að leiða straum frá Laxár- virkjun. En þetta er mannlegt mál og frá því sjónarmiði er ályktun raforkumanna háska- lega röng. Norður-Þingeyingar eru góðir, greindir og atorku- samir borgarar eins og annars staðar á landinu. Ef málstaður þess héraðs hefði verið ræki- lega túlkaður gagnvart valdi þings og stjórnar þegar Laxá var virkjuð, þá væri fyrir löngu þúið að leiða prku þaðan um mikinn hluta Norður-Þingeyj- arsýslu. En ég bæti þessari rök- semd hér við af því að henni hefur aðallega verið beitt gagn- vart Lagarfossi og Austfirðing- um. En móti þeirri röksemd verður að bæta svari sem ekki verður mótmælt. Kunnáttu- menn og valdamenn landsins brugðust málstað Austfirðinga um Lagarfoss. Þeir bera ábyrgð á rafstöðinni við Grímsá. Borg- ararnir á Austurlandi vissu vel að Grímsá verður næsta vatns- lítil, bæði vetur og sumar. Frost og sumarhiti gera hana að svip- lítilli sprænu. Allt ólánið við Grímsárvirkjunina stafar af því að málið er leyst á svokölluðum hagfræðigrundvelli. Það var ekki spurt um lífseynslu eða staðarþekkingu heldur dauðar tölur og að spara fé. Tölurnar frá Grímsá, verða varanlegt ósigurstákn kunnáttumanna sem reyna að leysa mál með köldum heilabrotum. Nú er ráð gert að móðga Austfirðinga með því að virkja ekki Lagar- foss fyrr en einhverntímann í framtíðinni. í stað þess á að stækka virkjunina við Laxá til muna og leiða raforkuna aust- ur á hérað og þar niður um alla firði. En á leiðinni eru mikil og snjóþung öræfi, Mývatnsöræf- in, Hólsfjöll og óbyggðar heið- ar. Vitaskuld er hægt að leggja rafmagnslínu yfir þessar slóðir, en það er löng leið' og mjög ótrygg. Það vill svo til að ég get borið vitni. Ég var með sjö Reykvíkingum, kennurum og skrifstofumönnum á leið til Ak ureyrar um þessa vetrarleið. Farið var með skipi austur fyr- ir land frostaveturinn 1918. Við Austurland var hafíshella. Lá við að Lagarfoss sykki með farm og farþega. íslag hlóðst á skipið, þilfar og siglur, eitt fet á þykkt. Við komum að lokum til Seyðisfjarðar og bjuggum landferð með póstinum til Akur eyrar. Við vorum viku á leið- inni til Akureyrar. Pósturinn var afbragðsmaður að hreysti og afli og þeim kostum sem með þarf í óveðrum. Hann lét okkur innisetumenh nú búast eins og í heimsskautaferð í leðurjakka, leðurskó, mývatnshettu og loð- húfur. Pósthestarnir voru fremstir í röðinni. Tveir lausir hestar gengu með og þar feng- um við Reykvíkingarnir að hvíla stund og stund. Við reynd um ekki að leyna því að við værum ekki hetjur eins og póst urinn. Ferðin var örugg og að nokkru eftirminnileg undir ágætri forustu. VÍð feistum í Möðrudal. Þar var verið að byggja. Frostið var 35 stig. Við Reykvíkingar vorum látnir fara úr leðurfötum en vafðir inn í ullarteppi. Fólkið þekkti vetrar frostið, en enginn kvartaði um húskulda. Næsta dag komum við að Grímsstöðum. Það var stórkostleg vin í þessari miklu fjallaeyðimörk. Hús- freyja bauð okkur fyrst kaffi með tíu kökutegundum. Allur annar aðbúnaður var ógleyman legur. Ég furðaði mig á þessari miklu rausn og þeim mannlega hlýleik sem kom fyrir okkur langferðamenn á þessum tveim frægu bæjum, sem eru gras- eyjar menningarinnar í hinni miklu óbyggð. Sem betur fer eru ekki allir vetur harðir eins og 1918. En nú verða kunnáttu- menn í rafmagnmálum og þing- menn og ráðherrar að skilja það í eitt skipti fyrir öll að í þess- •um rafmagnsmálum er marga að minnast. Beitt hefur verið langvinnri vanrækslu í raforku málum Austfirðinga, það má ekki halda áfram á þessari leið. Rafmagnsmálin eru að veru- legu leyti tilheyrandi heimi vél ann, en þó fyrst og fremst heimi mannanna. Ég hef farið yfir þessi háfjöll í 35 stiga frosti. Vaskir menn mundu jafnvel í ótíð brjótast yfir þessi öræfi til að gera við bilanir á líflínu Austfirðinga, en það á ekki að byggja framtíð íslendinga á sálarlausum útreikningum. Þeir geta líka brugðizt eins og vís- indin sem Grímsárvirkjun hvíl- ir á. Lagarfossmál Austfirðinga er nú sótt af réttum aðila með mikilli festu og af ítrustu hátt- vísi. Þeirr'i sókn verður aS halda áfram. Jón Sigurðsson. kenndi varnarlausri þjóð að beita almennum áskorunum frá þjóðinni móti valdboði útlend- inganna. Nú er hægt að ná til þingmanna, ráðherra og sér- fræðinga í raforkumálum með undirskriftum. Það munu Aust firðingar vafalaust gera ef með þarf. Þeir hafa líka annað for- dæmi. Misheppnuðum kunnáttu mönnum og valdamönnum í stjórn landsins og Reykjavíkuc* borg kom til hugar sú fásinna að hleypa illa stæðum togurum inn í landhelgina og sópa þar ungviðinu eins og úrgangi a£ illa hirtri kaupstaðagötu. Þá reis fólkið í öllum verstöðvum landsins með fullri alvöru gegn þessari ráðstöfun. Mótmæli komu í blöðum og útvarpi dag eftir dag þangað til að stjórntn sá að fólk hafði rétt fyrir sér og lýsti yfir sem betur fór, að land helgislögin yrðu ekki rofin meS léttúð og lagabroti. Sömu að- ferð munu Austfirðingar vænt- anlega nú beita í þessu máli, ef þess þarf með. Q Þakkarorð BUINN var ég að lofa því — í Degi — 25. janúar sl. að rita ekki fleira um Hans Nielsen Hauge og köpuryrði séra Benja míns Kristjánssonar í hans garð. En í tilefni einnar setningar í hinni yfirlætislausu (?) grein hins stórlærða klerks í Degi 4. febrúar, verð ég að biðja Dag fyrir þessi þakkarorð. í hinni nefndu grein minni varpaði ég fram spurningunni: „En var ekki Kristur ,.lítt menntaður" maður? Þótt ekki væri það nú svo slæmt að hann væri „lítt menntaður bóndi". Séra Benjamín svarar þessari spurningu minni í grein sinni í Degi 4. febrúar, en fyrst segir hann, og beinir orðum sínum til mín og „Sæmundar á Sjónar- hæð" — manns sem ég veit eng in deili á: „Þeir fullyrða, að postularnir og jafnvel Kristur sjálfur hafi verið „lítt menntaður", og sjá ekkert athugavert. við það." — Þannig skrifar klerkur, en ég leyfi mér að undirstrika hin ósönnu orð hans. Ég þakka séra Benjamín fyrir fróðleik um menntun Krists, hans var von og vísa að láta þar mikið af mörkum, af lærdómi. Hins vegar get ég ekki þakkað augljós ósannindi um mig og málflutning minn, sem hann ber á borð fyrir lesendur Dags. — Ekkert hefi ég sagt um „post ulana", og ekkert hefi ég „full- yrt" um Krist. Slíkt er ekki mitt meðfæri, læt séra Benja- mín það eftir. Þetta er svo sem gömul og kunn aðferð sem klerkur beitir nú, að gera andmælanda upp orð sem hann hefir aldrei sagt né ritað, og veitast svo að hon- um fyrir ummælin. Ég held að slíkur málflutningur skaði ger- andann meira en þann sem fyr- ir verður, og köpuryrði kler'ks um mig persónulega bíta ekki þegar þau eru byggð á slíkum forsendum. Reykjavík, 8. febrúar 19S7 i Árni G. Eylands. Dísa Pétursdóttir sigr- aði með yfirburðum EINMENNINGSKEPPNI B. A. lauk síðastl. þriðjudag. Þetta var fjögra kyölda keppni og var mjög skemmtileg allan tím ann. Keppt var í þrem riðlum, 16 manns í hverjum riðli. Heildarúrslit urðu þau að ein menningsmeistari Bridgefélags Akureyrar varð, stig Dísa Pétursdóttir 1556 2. Ármann Helgason 1491 3. Halldór Helgason 1488 4. Halldór Blöndal 1459 5. Jóhann Gauti 1458 6. Magni Friðjónsson 1432 7. Guðm. Þorsteinsson 1426 8. Soffía Guðmundsdóttir 1412 9. Mikael Jónsson 1396 10. Baldur Árnason 1388 Næsta keppni verður sveita- hraðkeppni (4 kvöld) og hefst hún annan þriðjudag, 7. marz, en næsta þriðjudag verður opið fyrir æfingar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.