Dagur - 25.02.1967, Blaðsíða 7

Dagur - 25.02.1967, Blaðsíða 7
SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). Sérfróðir menn, sem sendir voru utan í fyrra til að kynna sér starfsemi tækniskóla í Dan- mörku, Noregi og Vestur- Þýzkalandi, sögðu það sam- hljóða álit erlendra tækniskóla nema, er þeir ræddu við, að tímabært sé að gera nemendum fært að Ijúka fullnaðarprófi hér á landi í ýmsum greinum tækni fræðinnar. FJÖLDI TÆKNIFRÆÐINGA Fróðir menn segja nú, að hér á landi ættu miðað við fólksfjölda og það, sem tíðkast í nágranna- löndunum, að vera starfandi um 800 tæknifræðingar, en þeir munu nú vera um 150. Talið er, að hin hraðvaxandi tækniþróun - Endurskoðun stjórn arskrárinnar (Framhald af blaðsíðu 4). eða aðrar nýjar samtakaheild ir, er hafi sjálfstjórn í sér- málum, enda leiti nefndin um þetta álits sýslunefnda, bæjarstjórna, borgarstjórnar Reykjavíkur, fjórðungssam- banda og Sambands ísl. sveit arfélaga. Nefndin Ijúki störfum svo fljótt sem hún fær við kom- ið og skili tillögum sínum til Alþingis." Veizlubakkar verð kr. 135.00 Óskabúöin Sími 2 11 15 nútímans auki mjög þörfina fyr ir sérmenntaða menn af þessu tagi. Mun það eiga við hér eins og annarsstaðar ef íslendingar eigi að geta haldið sínum hlut í atvinnumálum og framkvæmd- um á komandi árum. Verkfræð ingar munu vera hér um 300 talsins. Fréttatilkynning DREGIÐ hefur verið í happ- drætti „Hjálparsjóðs æsku- fólks". Þessi númer hlutu vinn- ing: 1, 51, 110, 120, 364, 367, 499, 580, 588, 589, 634, 651, 675, 676, 709, 853, 881, 899, 952, 1106, 1121, 1138, 1159,1299,1300,1317,1336, 154*7, 1600, 1636, 1650, 1707,1746, 1819,1837, 1937, 2277, 2376, 2416, 2539, 2596, 2747, 2936, 3038, 3075, 3152, 3173, 3271, 3465, 3521, 3586, 3639, 3700, 3749, 3801, 3805, 3960, 3961, 4011, 4026, 4068, 4319, 4518, 4522, 4772, 4776, 4779, 5001, 5018, 5065, 5069, 5164, 5250, 5415, 5442, 5495, 5500, 5501, 5592, 5659, 5836, 6225, 6239, 6361, 6365, 6367, 6387, 6398, 6462, 6556, 6922, 7037, 7045, 7115, 7336, 7507, 7511, 7546, 7583, 7625, 7783, 7786, 8128, 8347, 8357, 9003, 9145, 9244, 9267, 9315, 9317, 9360, 9438, 9470, 9548, 9580, 9639, 9647, 9692, 9705, 9707, 9721, 11094, 11467, 11705,11760,12005, 12364,12380,12745, 12995,12997, 13846, 13915,14037, 14039, 14258, 14264, 14370, 14446,14854,15056, 15151, 15407, 15491,15556,15590, 15701, 15939, 15946,16162, 16292, 16346, 16867,17055,17324, 17453, 17457, 17463, 17731, 17745, 18086, 18118,18453, 18570,18760, 18773, 18821, 18878,18889, 19066,19526, 19805, 20030, 20088, 20199, 20269, 20355, 20493, 20502, 20681, 20876, 20912, 21019, 21663, 21700, 21888, 21948, 21958, 22086, 22472, 22478, 22672, 22695, 22891, 22896, 23026, 23483, 23550, 23962. Vinninga sé vitjað til Magnús ar Sigurðssonar, skólastjóra Hlíðarskóla fyrir apríl-lok. (Birt án ábyrgðar) ÓLAFÍA INGIBJÖRG KLEMENZDÓTTIR, vistkona í Elliheimilinu Skjaldarvík, lézt í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 21. febrúar s.l. — Jarðarförin fer fram frá Akureyrar- kirkju miðvikudaginn 1 marz kl. 1,30 síðdegis. Aðstandendur. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við fráfall eiginmanns míns, föður okkar og stjúpa míns, JÓNS E. SIGURÐSSONAR, forstjóra. Sérstakt þakklæti okkar til Oddfellowbræðra og Karla- kórsins Geysis fyrir þá virðingu, sem þeir sýndu hinum látna við kveðjuathöfn í Akureyrarkirkju. Laufey Pálsdóttir, Sólveig Björg Jónsdóttir, Valdimar Jónsson, Eyvindur Sigurðsson, Steingrímur J. Þorsteinsson. Innilegt þakklæti til allra, er auðsýndu okkur samúð og hluttekningu, við andlát og jarðarför föður okkar FREYSTEINS SIGURÐSSONAR. Sérstakar þakkir færum við stjórn Iðju, félags verk- smiðjufólks, og söngmönnum úr Karlakórnum Geysi. Börn og tengdabörn. - Landsmálaþáttur (Framhald af blaðsíðu 5) hætti og trúleysi á getu íslend- inga til að standa sjálfstæðir. Forysta Sjálfstæðisflokksins er gegnsýrð af auðvaldshyggju, sem gerir hana lina gegn ásókn þeirra þjóða, þar sem sama skipulag ræður. Alþýðuflokkurinn er í her- leiðingu hjá íhaldinu, og svip- uðu máli gegnir um foringja hans. Hins vegar munu kjós- endur hans margir hafa svipaða afstöðu til þessara mála og Framsóknarmenn. Alþýðubandalagið er undar- lega samsettur flokkur, ef flokk skyldi kalla. Þegar sleppt er til tölulega fámennri kommúnista- klíku, sem ræður Þjóðviljanum og alltaf nær undirtökunum aftur, þrátt fyrir tilraunir fi-jáls lyndari vinstri manna til þess að skapa nýjan flokk, er fjöldi af kjósendum hans einnig sama sinnis, og mundu fylgja einhuga íslenzkri utanríkisstefnu. Af þessu er það ljóst, að Framsóknarmenn verða að hafa forystuna í öllum sjálfstæðis- málum þjóðarinnar, og sam- skiptum við aðrar þjóðir. Ungir Framsóknarmenn hafa þegar tekið þá forystu og mark að stefnuna. Nú ríður á miklu, að sem flestir styðji hana á virkan hátt. Á næstunni verður að taka afstöðu til margra mjög afdrifa ríkra mála, svo sem til Efna- hags- og Tollabandalags. — Álsamningunum verður ekki hrundið úr því sem komið er, en á miklu veltur að þar verði vel staðið á verði og fast hald- ið á rétti íslendinga. Herinn verður ekki látinn fara á næst- unni nema því aðeins að Fram sóknarmenn komist í þá að- stöðu á næsta þingi að þeir ráði þar úrslitum. Hér hefur aðeins verið drep- ið á nokkur atriði íslenzkra sjálfstæðismála, en þó ekki minnzt á eitt hið stærsta, sem er grundvöllur alls, en það er uppbygging íslenzkra avinnu- vega um landið allt, eins og gæði landsins gefa tilefni til — hvar sem þau finnast. Á það skal minnzt í næstu þáttum. ? - Hvað gera (Framhpld af blaðsíðu 1). Á okkar tímum hlýtur mennt unaraðstaða uppvaxandi kyn- slóðar í norðlenzkum sveitum, sem annarsstaðar, að vera höf- uðkrafa og mismunur á þeirri aðstöðu milli sveita og kaup- staða má engin vera. Mönnum er jafnan tíðrætt um afurða- verð, framleiðslu og tekjur bændanna. En hversu fer um dreifbýiismenninguna ef sveita fólk verður verr menntað vegna lélegrar aðstöðu en annað fólk í landinu? Því má enginn una og ekki ástæða til þess. Hins vegar þarf enginn að búast við, að ríkisvaldið eða yfirmenn fræðslumála byggi skóla fyrir Eyfirðinga eða aðra, án frum- kvæðis og atorku þeirra, sem skólanna ^iga að njóta. Foreldrar, fræðsluráð sýsl- unnar, skólanefndir, kennarar og aðrir, sem áhuga hafa, þurfa að taka hóndum saman um úr- bætur fræðslumálanna. Sjálf- sagt er að flýta ákvörðunum með allri gát og með hagsmuni alls héraðsins fyrir augum, og æskilegt er, að unnið sé að þess um málum fyrir opnum tjöld- um. ? '7»l»i......¦¦¦»¦. I ¦ ¦wyTKjyiyjn |i| JÓHANN STEINSSON talar á samkomunni að Sjónarhæð n.k. sunnudag kl. 5 e. h. — Sæmundur G. Jóhannesson stjórnar. Allir velkomnir. KRISTILEGAR samkomur í Alþýðuhúsinu. Boðun fagnað arerindisins (Það sem var frá upphafi) I. Jóh.,. 1, mánudags kvöldið 27. febr. kl. 20.30. AU ir eru velkomnir. John Holm, Calvin Casselman. DRENGJADEILD: — Fundur mánudags- kvöld kl. 8. Stjórnin. NEMENDASKIPTI. — Heimili vantar á Akureyri fyrir einn skiptinema kirkjunnar næsta vetur. Er þar um að ræða dreng eða stúlku frá Banda- ríkjunum, sem á að ganga í skóla hér og dvelja eitt ár í landinu. Upplýsingar gefa sóknarprestarnir. FRA SJALFSBJÖRG. Munið aðalfundinn í Bjargi á morgun •¦— sunnudgg — kl. 3 e. h. Stjórnin. INNANHÚSSMÓT KA fer fram í íþróttaskemmunni n.k. sunnudag kl. 4 e. h. Keppt verður í hástökki með og án atrennu, langstökki og þrí- stökki án atrennu. Keppend- ur eru beðnir að mæta stund víslega. KA. FÖGUR MINNINGARGJÖF. Stjórn Sparisjóðs Akureyrar hefir fært Æskulýðsfélagi Akureyrarkirkju fagra minn- ingargjöf, — kr. 10.000.00 — sem gefin er til minningar um Jón E. Sigurðsson kaup- mann, sem andaðist 8. þ. m. Fyrir hönd félagsins viljum við þakka gefendum ágæta gjöf og hugulsemi. Blessuð sé minning Jóns E. Sigurðsson- ar. Sóknarprestar. TIL Fjórðungssjúkrahússins: Gjöf frá Theodór Gunnlaugs- syni, Bjarmalandi, til minn- ingar um Egil Þórláksson, kennara, kr. 1000.00. Gjöf frá Öskudagsliði Þorsteins' Ei- ríkssonar til H-deildar kr. 148.00. Frá Öskudagsliði Lísu Bjarkar og Lísbetar til Barna deildarinnar kr. 150.00. Gjöf frá bræðrunum Baldri og Gísla Sigurðssonur, vinna, að upphæð kr. 2.537.00. — Með þökkum móttekið. G. K. Pét- ursson. MUNIÐ minningarspjöld Elli- heimilis Akureyrar. Fást í Skemmunni. - Skátaheimili vígt (Framhald af blaðsiðu 1) eldri skáta á Akureyri, sem er verndari Skátafélags Dalvíkur og var frumkvöðull að stofnun þess fyrir 6 árum. Félagsforingi skátanna á Dal vík er Jóhannes Haraldsson. Hefur hann beðið blaðið að færa gefendum og öðrum stuðn ingsmönnum kærar þakkir skátanna. Um síðustu helgi hélt starfs- fólk Útibús KEA á Dalvík þorra blót í Samkomuhúsinu. Var þar margt manna, gnægð matar og mikil skemmtun. Meðal skemmtikrafta var Ómar Ragn arsson. J. H. SLYSAVARNAKONUR Akur- eyri. Aðalfundur deildarinnar verður í Alþýðuhúsinu þriðju daginn 7. marz kl. 8.30 e. h. Mætið vel og takið með kaffi. — Stjórnin. FRA MNGEYINGAFÉLAG- INU. Munið spilakvöldið að Bjargi laugardaginn 25. febr. kl. 20.30. Framhaldsvist. Fjöl- mennið. — Nefndin. KVENFÉLAGIÐ FRAMTÍDIN hefir nýverið gefið Elliheim- ilinu í Skjaldarvík húsgögn í borðstofu þess og Elliheimili Akureyrar húsgögn í fordyri heimilisins, stigakrók. Stjórn Elliheimilanna færir Fram- tiðinni sínar beztu þakkir fyrir þessar ágætu gjafir. — Stjórn Elliheimilis Akureyr- ar og Elliheimilisins í Skjald arvík. GJAFIR OG AHEIT. f Hnífs- dalssöfnunina: Frá Vestfirð- ingafélaginu á Akureyri kr. 10.000.00. Ágóði af hlutaveltu barna í Glerárskóla kr. 11.270.00. — Til hjartveika drengsins í Reykjavík (ágóði af hlutaveltu nokkurra telpna) kr. 2.655.40. — Til Rauða krossins frá þremur telpum kr. 30.00. — Beztu þakkir. P. S. TIL Styrktarfélags vangefinna: Gjafir frá M. S. kr. 1.000.00 og L. H. kr. 1.000.00. Með þakklæti móttekið. Jóhannes Oli Sæmundsson. - Innbrotsþjófurinn (Framhald af blaðsíðu 8). gerð í fyrra gegnum mestan hluta skriðanna, en kaflinn fi-á skriðunum að Kolfreyjustað er veglaus en hefur þó verið far- inn á bifreiðum. Þarna á að vera framtíðar vegur, lengri en sá eldri en snjóléttari. Lengi vel var talið nær ógjörlegt að leggja veg um þessar skriður, en með nýtízku vegagerðaráhöldum eru þeir örðugleikar yfirstígnir. Áð- ur en vegir frusu var víða kom- in holklaki. Nú hefur fryst og vegir skánað. Menn hafa nú bætt við einni árstíð í tilefni af ástandi veganna og heitir hún drullutíminn. Nær hann oft langt fram á sumar meðan veg- ir, ef vegi skyldi kalla, eru ófærir eða hálfófærir. Menn sannfærast æ betur um það að farsæl lausn raforku- málanna á Austurlandi er bund in við virkjun Lagai-foss. Munu Austfirðingar halda því máli til streitu og ekki sætta sig við loðin svör og vangaveltur þeirra, sem stjórna raforku- málum landsins. í góðu tíðinni um daginn var kappsamlega unnið við nýbygg- ingar og var rokið í að steypa. Útlit er fyrir að minna verði um einstaklings framkvæmdir svo sem íbúðabyggingar nú í ár, en verið hefur. Margir sem áttu rétt á lánum um sl. áramót fengu þau ekki frá Húsnæðis- málastjórn ríkisins. Og útlit er fyrir að þeir sem byrja nú á þessu ári muni enga umbun hljóta í lánamálum á þessu ári. V. S.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.