Dagur - 25.02.1967, Síða 8

Dagur - 25.02.1967, Síða 8
8 SMÁTT OG STÓRT Nýja skipið Brettingur NS 50 liggur liér við togarabryggjuna á Akureyri, en heldur brátt suður til veiða. (Ljósm.: E. D.) Nýja skipið Breiiingur kom til Akureyrar IIINGAÐ kom til Akureyrar nýtt fiskveiðiskip á miðviku- dagskvöldið, Brettingur NS 50. Eigandi er Tangi h.f. á Vopna- firði. Þár á síldarverksmiðjan mestan lrlut, ásamt Tryggva Gunnarssyni frá Brettingsstöð- um, kunnum aflamanni. Hið nýja skip er 317 smálestir brúttó og 138 nettósmálestir. Aðalvél skipsins er 800 hestafla Lister og tvær hjálparvélar framleiða 52 kw. af raforku hvor. Skrúfan er hæggengari og hefur meiri niðurfærslu en venja er og er það að sumu leyti betra. Skipið hefur hliðar- skrúfur, sem eru 70 hestafla hvor. Síldarleitar-, siglinga- og öryggistæki eru af beztu gerð. Sjónvarp var sett í Bretting. Blaðið náði um stund tali af Tryggva Gunnarssyni skip- stjóra og spurði hann um álit hans á skipinu. Skipið virtist mjög gott sjóskip í heimsiglingu og ganghraði rúmar 11 mílur að jafnaði. Frágangur sýnist vand aður en tveggja og hálfs sólar- hrings ferð er lítil reynsla á nýju skipi. Hlutafélagið Tangi h.f. hefur keypt annað skip, heldur stærra, Kristján Valgeir, sem er nærri nýtt 356 smálesta skip og er á loðnuveiðum. Bretting- úr fer bráðlega suður, fyrst á loðnuveiðar en síðar verður þorskanótin tekin — og svo verður farið á síldveiðar næsta vor, sagði Tryggvi. Um útlit og horfur næstu síld Körfuknattleikur EINS OG auglýst er á öðrum stað í blaðinu fer fram körfu- knattleikur I íþróttaskemmunni á morgun, sunnudag. Það er fyrsta auglýsta körfuknattleiks keppnin, sem hér er háð og ástæða til að veita henni at- hyglh O arvertíðar, sagði skipstjórinn, að mikil síld hefði verið 'á mið- um í haust og vetur. Síldar- gangan til Noregsstranda hefði verið mjög mikil nú í vetur, e. t. v. aldrei eins mikil. En ógæftir hefðu hamlað veiðum, þar, svo að um helmingur síldar bátanna hefði enn engan afla fengið. Ástandið væri hið versta Tryggvi Gunnarsson. Egilsstöðum 23. fehrúar. Upp- lýstur hefur nú verið þjófnaður inn á Seyðisfirði. Maður einn, er vann í Síldarverksmiðju rík- isins í sumar, reyndist sekur og var hann handtekinn í Reykja- vík. Mikill hluti þýfisins, eða um 70 þús. kr., fannst heima hjá honum við húsrannsókn. Pen- ingarnir voru geymdir í plast- poka, nokkuð af þeim var blautt og sumt sviðið. Strax og inn- brotið var framið féll sterkur grunur á þennan mann. En hann var þá léttur í máli og spurði meðal annars yfirvald í þessu efni, því auk aflabrests væri netatjón mikið. í sam- bandi við síldveiðar okkar hér við land verðum við að leggja vaxandi áherzlu á að nýta bet- ur aflann og auka þannig verð- mæti hans. Gildir þetta líka um aðra þætti fiskveiðanna, sagði Tryggvi. Aðspurður um þorskinn, sagði Tryggvi: „Ég held við séum að verða búnir með hann. Það er naumast hægt að fá fisk í mat- inn hálft árið. Það er áreiðan- lega búið að ofveiða þorskinn". Nýju fiskiskipin, með fáum und antekningum, henta aðeins til nótaveiða, og byggð til síld- veiða. En hæpið er að gera þessi nýju, dýru skip út á línu eða net, a. m. k. á meðan stofnkostn aður liggur þyngst á. Brettingur kostaði rúmar 18 milljónir króna. Dagur þakkar þessar upplýs- ingar, og árnar hinu nýja skipi, áhöfn þess og eigendum allra heilla. □ staðarins að því áður en hann hvarf á brott, hvort hann ætlaði ekki að taka sig til yfirheyrslu? En er hann kom au^tur nú fyr- ir nokkrum dögum, þá væntan- lega orðinn auralaus, þóttu ferðir hans mjög grunsamlegar, t. d. gekk hann frá Egilsstöðum tii Seyðisfjarðar í versta veðri í stað þess að taka sér far með snjóbílum sem þá gengu yfir heiðina. Þýfið hafði hann falið fyrir austan en hélt nú með það heimleiðis og var handtekinn við heimkomuna. Sagt ex', að innbx-otið á Seyð- KARTÖFLUR Neytendasaintökin kærðu í sum ar Grænmetisverzlun landbún- aðarins fyrir meinta ólöglega verzlunarhætti á innfluttum kartöflum og fylgdu kærunni fast eftir með fréttatilkyiming- um. Saksóknari hefur nú til- kynnt, að af opinberri hálfu verði ekki fyrirskipaðar aðgerð ir í málinu. Hins vegar hefur fors|tjóri Grænmetisverzlunar- innar til athugunar að kæra Neytendasamtökin fyrir fram- komu þess í málinu. SKÓGRÆKTIN 1966 Árið 1966 voru gróðursettar 900 þús. trjáplöntur á vegum Skóg ræktar ríkisins og skógræktar- félaganna og er það heldur minna en næsta ár á undan. Girðingar Skógræktar ríkisins eru nú 220 km. og eru 26 þús. ha. innan girðingar. Girðingar skógræktarfélaganna eru 324 km. og eru 530 ha. innan þeirra girðinga. Nytjar íslenzkra skóga eru litlar. Skógræktarstöðin á Mógilsá kostar nálega 5 millj. kr. Frá Sambandslýðveldi V. Þýzkalands barst skógræktinni 700 þús. kr. gjöf, sem varið verð ur til tækjakaupa fyrir Mógilsá. EKKI STARFI SÍNU VAXINN Síðan bæjarfulltrúar íhaldsins á Akureyri unnu sér það til vanvirðu og fylgjendum sínum til skapraunar, að tilkynna Bjarna Einarssyni fullan stuðn- ing sinn við bæjarstjórakjör, setjast síðan að samningaborði með honum, ásamt bæjarfull- trúum Framsóknar og Alþýðu- flokks, semja við hann um launakjör — og svíkja hann síðan — hefur fslentlingur birt margar og Iangar gremar um atburðinn. En söguritarinn er ekki starfi sínu vaxinn af því hann vill breyta staðreyndum. Á því liefur liann þó engin tök þar sem hver einasti bæjarbúi veit liið sanna í málinu. Stráks- legt orðbragð um Dag er svo sérþáttur, sem hér verður ekki gert að umtalsefni að öðru leyti en því, að hver og einn ræðir málin af þeirri háttvísi, sem hann er maður til. isfix'ði, einkum meðferð logsuðu tækja er peningaskápurinn var opnaður með hafi borið hand- lægni mannsins gott vitni þótt vex'knaðurinn sé að öðx'u leyti ekki til fyrirmyndar. Menn draga nú andann léttar því að fjöldi manns lá undir gi-un á Seyðisfirði. Föl er á jörð í byggð, en Fjai'ðai'heiði og Oddsskai'ð ófær bílum. En Fagi’idalur er fær. Staðaskai'ð til Fáski'úðsfjarðar hefur aldi’ei verið rutt, en hins vegar er ágætur vegur út fyrir Vattamesskriður, sem eru á milli Reyðarfjarðar og Fáski'úðs fjai'ðai'. Þar var hafinn vega- (Framhald á blaðsíðu 7) TÆKNIFRÆÐIKENNSLAN Samkvæmt lögunum frá 1963 starfar nú tveggja vetra tækni- skóli í Reykjavík og undirbún ingsdeildir í Reykjavík og á Akureyri. Þeir sem lokið hafa prófi í undirbúningsdeild og tveggja vetra tækniskóla í Reykjavík hafa þar með lokið fyrrihluta tæknináms og fá þá aðgang að síðarahluta tækni- náms í Danmörku eða Noregi og geta lokið fullnaðarprófi í tæknifræði eftir tveggja vetra nám þar. Nám íslenzkra tækni- fræðinga tekur þá 4 vetur, 2 hér og 2 erlendis, auk undirbúnings deildar. Fast að 40 nemendur munu hafa lokið fyrrihluta- prófi hér. TÆKNIFRÆÐINGAR OG TÆKNISKÓLINN f lögiun frá 1963 segir svo, að sá eigi rétt á að fá ráðherraleyfi til að kalla sig tæknifræðing (ingeniör), sem lokið liafi „fulln aðarprófi frá tekniskum æðri skóla, sem Tæknifræðingafélag íslands viðurkenni sem full- gildan skóla í þeirri grein“. — Sanxa ár (1963) var heimilað með lögum að stofna Tækni- skóla íslands í Reykjavík og greiða kostnað við liann úr rík- issjóði ásamt undirbúningsdeild í Reykjavík og á Akureyri. f sömu lögum er lieimilað, að „starfrækja aðrar bekkjar- og skóladeildir Tækniskólans á Ak ureyri, enda sé að því stefnt, að þar rísi sjálfstæður tækniskóli“. — Tæknifræðingar, sem hér voru, er lögin voru sett, höfðu lilotið sérmenntun sína erlendis. TÆKNIFRÆÐI OG VERKFRÆÐI Tæknifræðinámi svipar til verk fræðináms, cn undirbúningur er að jafnaði með öðrum hætti. Til inngöngu í verkfræðideild Háskóla fslands eða erlenda verkfræðiháskóla þarf stúdents próf úr stærðfræðideild mennta skóla. En tækniskólar eru fyrst og fremst ætlaðir þeim, senx lok ið hafa sveinsprófi í iðngrein. Nemendur með gagnfræða- menntun og tilskylda verklega þjálfun, fá þar þó einnig inn- göngu í undirbúningsdeild, en stærðfræðistúdentar með verk- lega þjálfun munu hér fá inn- göngu í 2. deild sjálfs tækni- skólans. TILLAGA UM FULLNAÐAR- PRÓF HÉR Nú flytja þeir Gísli Guðmunds son, Ingvar Gíslason og Einar Ágústsson á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að „hefja svo fljótt sem unnt er nauðsyn- legan undirbúning til þess, að hægt verði að láta fara fram fullnaðarpróf í tæknifræði við Tækniskóla íslands, enda sé að því stefnt, að slík próf geti haf- izt í Reykjavík eigi síðar en vor ið 1970 og á Akureyri eigi síð- ar en vorið 1972 — Jafnframt verði í tækniskóla gefinn kostur á styttra sémámi til að mennta aðstoðarfólk sérfræðinga" — (Framhald á blaðsíðu 7.) Innbrotsþjófurinn fundinn og menn draga andann létfar

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.