Dagur - 01.03.1967, Blaðsíða 2

Dagur - 01.03.1967, Blaðsíða 2
2 RITSTJÓRI: INGÓLFUR SVERRISSON fólkið hefur orðið „Stefna SUF breiðist óðfluga um landið” segir ÆF í Þjóðviljanum VERKAMAÐURINN hóf upp raust sína s.l. föstudag um tillögur ungra Framsóknar- manna í utanríkis- og varn- armálum. — Þó greinarkom Verkamannsins væri stutt, þá kenndi þar ýmissa grasa, en flest voru þau visin og held- ur óásjáleg. Þar eru tillögur ungra Framsóknarmanna af- greiddar á mjög sannfærandi hátt í tveim orðum — sem „loðnar og tvíræðar11. Ekki er reynt að færa rök að þessum skilningi Verkamannsins á til lögunum, þótt ekki sé að efa það, að að baki þessum tveim orðum búi háfleyg speki, byggð á haldgóðum rökum, þó ekki hafi þeirra verið get- ið. En á meðan Vm. lumar á rökfærslunni, er ekki við öðru að búast en mörgum þyki þessi „málefnaauðgi“ hans heldur þunnur þrettándi. Sú staðhæfing Vm. að tillögur ungra Framsóknarmanna séu „loðnar og tvíræðar“ hlýtur að koma venjulegu fólki all kynlega fyrir sjónir, að ekki sé meira sagt. í þeim er þess m. a. getið skýrt og skorin- ort, að herinn hverfi af landi brott á fjórum árum. Ekki getur það talizt mjög flókin yfirlýsing eða torskilin, ekki sízt þar sem hún er skráð á íslenzka tungu og ætti að vera öllum íslendingum auð- skilin — ef þeir vilja. Enginn frýr Verkamanninum vits, en hinsvegar læðist að sá grunur, að nú hafi þeir brugð ið yfir sig sauðagærunni til að hylja það, sem undir býr. — Sannleikurinn er nefnilega sá, að kommúnistar vilja enga 'þá lausn hermálanna, sem felur í sér brottflutning setu- liðsins. Ef herinn hyrfi úr landi, væru þeir búnir að missa úr höndunum það mál- efni, sem haldið hefur þeim á floti hingað til og þeir stæðu eftir eins og reyttar hænur, sem að síðustu myndu krókna úr kulda þrátt fyrir mikil gól og hamagang. Þessvegna er það, að þegar þeir sjá nú fram á að sam- staða ætlar að nást á breið- um grundvelli, þá reyna þeir að flækja málið og staðhæfa, að ekkert gagn sé í því að herinn hverfi úr landi meðan ísland er í NATO. Þeir eru sér þess meðvitandi, að næg samstaða fengist aldrei um úr sögn úr NATO og því skal stefnt að því, af þeirri ein- földu ástæðu, að það er von- laust. Gildir þá einu hvort þeir þurfa að éta ofan í sig . fyrri ummæli. Á meðan kommúnistar töldu að vonlaust væri að fá samstöðu um það, að herinn hyrfi úr landi, skrifuðu þeir fjálglega um nauðsyn þess, að hann færi hvað sem öðru liði. í bók, sem Æskulýðsfylkingin gaf út 1958, segir svo um þessi mál. „Enda þótt svo virðist, sem þessir síðustu stóratburð- ir (þ. e. landhelgisdeilan) ætli framar öðru að verða þess valdandi, að íslendingar reki herinn af höndum sér og hefji sig þannig upp úr áralangri niðurlægingu, þá er full á- stæða til að minna á, að þessir atburðir eru sem hégómi einn hjá þeim ógnarrökum, sem í dag mæla gegn hersetunni og liljóta að knýja hvern viti bor inn mann til að játa, að her- setan er ekki aðeins fullkom- in heimska, heldur glæpur við þjóðina.“ (Leturbr. hér). Þarna virðist það vera tak- mark í sjálfu sér, að herinn fari, þar eð það var talinn hreinn glæpur við þjóðina að hafa hann hér. Nú er hins veg ar von til þess að samstaða ná ist um að losna við glæpinn, en þá finnst þessum frómu mönnum eftir allt saman, að sá glæpur sé þeim dýrmætari en svo, að þeir hafi efni á því að missa hann; í glæpinn skal halda, hvað sem tautar og raular. Hjá þessum mönnum helgar tilgangurinn meðalið og er því sízt að furða þó hið „loðna plagg“ sé þeim þyrnir í aug- um. Þeim finnst farið heldur óvarlega með fjöreggið sitt og nú liggi lífið við að koma því í öruggt skjól. Svo virðist, sem taugar kommúnista séu nú alveg að bresta undan þeirri staðreynd, að tillögur ungra Framsókn- armanna séu líklegar til ár- angurs og sem mundu þá um leið hrifsa af þeim glæpinn. Kemur það glögglega í ljós í Þjóðviljanum sl. viku í þætti ungra kommúnista, en þar segir; „Það er súrt í brotið fyrir okkur Æskulýðsfylking- arfélaga að játa, að stefna S. U. F. breiðist óðfluga um land ið. Við höfum teflt okkar snjöllustu ræðuskörungum gegn ungum Framsóknai-- mönnum; við höfum sett val- inkunna ritgerðarsmiði til starfa við að forma álykt- unargerð, en ekkert fær heft sigurför ályktunar S. U. F. Svo virðist sem þjóðfylking sé að skapast um þessar til- lögur um lausn hernámsmál- anna og ungir Framsóknar- menn standi með pálmann í höndunum.“ (Leturbr. hér). Svo mörg voru þau orð. Og nú grípa kommúnistar í síð- asta hálmstráið með því að rægja og tortryggja tillögur S. U .F. og hver veit nema stjómarflokkarnir reyni að hjálpa þeim í þeirri viðleitni, annað eins hefur nú gerzt. Ungir Framsóknarmenn ganga ótrauðir að því verkefni að koma utanríkis- og varnar málum íslands úr þeirri sjálf- heldu, sem þau eru nú í. Þeir byggja tillögur sínar og mál- flutning í samræmi við hag íslenzku þjóðarinnar og láta raddir öfgamanna, hvort sem þær koma frá hægri eða vinstri, sér í léttu rúmi liggja. Forysta ungra Framsóknar- manna í þessum efnum fer ef laust í taugarnar á þeim, sem hugsa meir um sinn eigin stundarhag en hag þeirrar þjóðar, sem ísland byggir. — Við slíkri taugaveiklun verða þeir sjálfir að finna ráð. is. Frá ársþiiigi UMSE á Dalvík ÁRSÞING Ungmennasambands Eyjafjarðar, hið 46. í röðinni, var haldið í barnaskólanum á Dalvík 25. og 26. febrúar. Þrátt fyrir mjög óhagstætt veður og erfitt bílfæri, sóttu 59 fulltrúar þingið. Vantaði aðeins fulltrúa frá einu félagi, af þeim 15, sem í sambandinu eru, en nokkrir gestir, þ. á. m. frá ÍSÍ og UMFÍ, LEIKUR ÍMA OG KA KA og ÍMA léku í körfuknatt- leiksmóti Akureyrar á sunnu- dagimi. Leikar fóru svo, að ÍMA vann með 38 stigum gegn 27. Stigahæsti einstaklingur hjá ÍMA var Róbert Magnússon með 11 stig, en stigahæstir hjá KA voru þeir Hörður Tuliníus, Jón Stefánsson og Gunnlaugur Ingólfsson með 6 stig hver. Næsti leikur mótsins fer fram í íþróttaskemmunni á morgun. Sjá auglýsingu urh það á öðrum stað. gátu ekki mætt. Sveinn Jónsson, formaður UMSE, setti þingið með ræðu og drap á ýmis mál, sem efst eru á baugi hjá sambandinu. Einnig minntist hann tveggja í- þróttafrömuða, þeirra Bene- dikts G. Waage og Erlings Páls sonar, sem létust á s.l. ári. Forsetar þingsins voru Jón Stefánsson og - Guðmundur Benediktsson, en ritarar Hauk- ur Steindórsson, Klara Arn- björnsdóttir og Magnús Krist- insson. Þóroddur Jóhannsson fram- kvæmdastjóri UMSE flutti starfsskýrslu sambandsins fyrir s.l. ár, sem sýndi að starfið á árinu hafði verið fjölþætt og yf irgripsmikið. Er skýrslan birt í heild í nýútkomnu Ársriti. — Birgir Marinósson gjaldkeri skýrði reikninga sambandsins, en reks.turshalli varð rúmar 35 þúsund krónur á s.l. ári. Mikill áhugi ríkti á þinginu fyrir málefnum ungmennasam- bandsins. Sr. Bolli Gústavsson, sem ver ið he.fur í stjórn UMSE síðan 1964, baðst nú undan endur- kjöri og voru honum fluttar þakkir fyrir störf sín í þágu sambandsins. Stjórn UMSE skipa nú; Sveinn Jónsson Kálfs skinni formaður, Haukur Stein dórsson Þríhyrningi ritari, Birg ir Marinósson Engihlíð gjald- keri, Eggert Jónsson Akureyri varaformaður, allir endurkjörn ir, og Sigurður Jósefsson Torfu felli meðstjórnandi, sem kjörinn var í stað sr. Bolla. í þinglok bauð umf. Svarf- dæla fulltrúum og nokkrum gestum til rausnarlegrar veizlu í nývígðu skátaheimili á Dalvík. Tóku þar margir til máls, m. a. Sigurður Jósefsson, sem flutti mjög athyglisvert erindi um vettvang ungmennafélaganna. Þingið naut mjög góðrar fyr- irgreiðslu ó Dalvík í umsjá Umf. Svarfdæla, en formaður félagsins er Heimir Kristinsson kennari. Fulltrúum var sýnt hið vandaða íþróttahús Dalvík- ur, sem ráðgert er að taki til starfa á þessum vetri. í UMSE eru alls 909 félagar í 15 sambandsfélögum. (UMSE). Flokksþing Frámsókn- arfiokksins EINS OG auglýst hefur verið, verður flokksþing Framsóknar- flokksins haldið í Reykjavík dagana 14. til 19. marz. Jafnframt sjálfu þinginu verð ur minnzt hálfrar aldar afmæl- is Framsóknarflokksins. Félög ungra Framsóknar- manna í kjördæminu eru hvött til að kjósa fulltrúa sína á þing ið sem allra fyrst og hafa sam band við skrifstofu Framsókn arflokksins á Akureyri. □ BRIDGEKLÚBBUR F. U F. ÞRIDJA og síðasta umferð tví- menningskeppninnar fer fram að Hótel KEA n. k. sunnudag og hefst kl. 2 e. h. □ NEMENDASKIPTI. — Heimili vantar á Akureyri fyrir einn skiptinema kirkjunnar næsta vetur. Er þar um að ræða dreng eða stúlku frá Banda- ríkjunum, sem á að ganga í skóla hér og dvelja eitt ár í landinu. Uþplýsingar gefa sóknarprestamir. FÖGUR ORÐ OG STAÐREYNDIR NU hafa þrír stjórnmálaflokk- a'r í Norðurlandskjördæmi eystra lagt fram lista til fram- boðs í alþingiskosningunum x vor. Aðeins Alþýðubandalags- menn eru eftir og virðist vera hálfgerð tangarfæðing hjá þeim. Mesta athygli hefur listi Fram sóknarflokksins vakið og þá fyrst og fremst vegna þess hve margt ungt fólk skipar listann að þessu sinni. Bæði Sjálfstæð- ismenn og Alþýðuflokksmenn hafa lýst því yfir, að kosninga- baráttan sé hafin, og virðist mikils óstyrks gæta í þeim her- búðum. Alþýðumaðurinn byrj- aði kosningarbaráttuna á því, að biðja Framsóknarmenn að kjósa Braga á þing! Auk þess boðar hann norðlenzka sókn eins og s.l. vor. Þeir, sem lesa íslending, eiga bágt með að skilja þetta sóku- artal AM, því þar stendur eft- irfarandi í leiðara sama dag og Sjálfstæðismenn birtu fram- boðslista sinn: „Það er ekki of- sögum sagt af framvindu mála hér í kjördæminu, þegar það er staðhæft, að undanfarin ár séu einstakt framfaraskeið. Hver byggð hefur verið styrkt til fleiri og stærri átaka en nokkrix sinni fyrr.“ Stjórnarliðar fara ekki glæsi- lega af stað í sinni kosninga- baráttu. Kratar heimta norð- lenzka sókn, en Sjálfstæðis- menn tala um „einstakt fram- faraskeið11. Það er því ekki úr vegi, að ungt fólk hugleiði þetta nokkru nánar. Það vita allir, að talsvert hefur verið gert hér nyrðra á þeim árum, sem nú- verandi í'íkisstjóm hefur setið, enda hafa sjálfsagt engir ímynd að sér að ekkert yrði gert. Hins vegar er algjört öfugmæli að tala utn „einstakt framfara- skeið“, því eins og allir vita, hefur fólki sama og ekkert fjölgað í kjördæminu, eða að- eins um 300 á síðasta ári. Þess vegna hlýtur unga fólkið að spyrja: Ef „hver byggð hefur verið studd til fleiri og stærri átaka en nokkru sinni fyrr“, — hvernig stendur þá á því, að fólki fjölgar ekki í kjördæm- inu? Urigt fólk hlýtur að af- biðja þá stjórnarstefnu, sem veldur því, að fólki fjölgar ekk- ert, þótt það búi við „einstakt framfaraskeið“. Þess má geta hér, að fólksfjölgun í Kópavogi einum, var á 8. hundrað á síð- asta ári, eð’a heilmingi meiri en i öllu Norðurlandskjördæmi eystra. Ekki er ofsögum sagt, að fögrum orðum er beint til unga fólksins í sama tölublaði íslendings, en í öfugmælastíl: „Manngildið er máttur Sjálf- stæðisstefnunnar, bjartsýni og athafnaþrá eiga þar örugga framrás. Þetta metur obbinn af unga fólkinu að verðleikum og skipar sér í raðir Sjálfstæðis- flokksins.“ Þetta eru fögur orð, en hvern ig má það vera ef „obbinn af unga fólkinu" kýs Sjálfstæðis- flokkinn, að hann tapar fylgi x hverjum kosningum. Það vita allir, að þeir árgangar, sem ,fá kosningarétt árlega, eru miklu fjölmennari en hinir eldri, og um 40% af öllum kjósendum í vor eru milli 21 árs og fertugs. Staðreyndin er sú, að unga (Framhald á blaðsíðu 7)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.