Dagur - 01.03.1967, Blaðsíða 8

Dagur - 01.03.1967, Blaðsíða 8
8 SMÁTT OG STÓRT Undirbúningsnefnd kirkjuvikunnar á Akureyri: (frá vinsfri) Jón Kristinsson, Jón Júl. Þorsteinsson, Jakob Tryggvason, séra Pétur Sigurgeirsson, Björn Þórðarson, séra Birgir Snæbjörnsson, og Rafn Hjaltalín. — Dúa Björnsson vantar á myndina. (Ljósmynd: E. D.) Kirkjuvikan á Akureyri heíst á sunnudaginn NEFND SÚ, er uridirbýr kirkju vikuna á Akureyri, kallaði fréttamenn á sinn fund í kiricju kapelluna á sunnudaginn og lét þeim í té þær fréttir, að fimmta kirkjuvika Akureyrarkirkju hæfist á sunnudaginn og lyki sunnudaginn 12. marz. En í und irbúningsnefnd eiga sæti sókn- arprestamir, séra Pétur Sigur- geirsson, séra Birgir Snæbjörns son, form. sóknarnefndar, Jón Júl. Þorsteinsson, kirkjuorgan istinn, Jakob Tryggvason, Rafn Hjaltalín, kennari og Dúi Björnsson, kirkjugarðsvörður. Fyrsta kirkjuvikan á Akur- eyri árið 1959 var mjög vel sótt og þær, sem á eftir fóru. En þær eru haldnar annað- hvort ár, og eru eins konar há- tíðavikur kirkjunnar með fjöl- breyttri dagskrá. Framkvæmda Stjórn hefur Jón Kristinsson annazt og gerir það enn. Sam- kvæmt fyrirhugaðri dagskrá kemur nú fleira ungt fólk fram en áður, á þessari kirkjuviku. Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, heimsæk ir söfnuðinn og prédikar í kirkj unni, ennfremur séra Jakob Jónsson, séra Ingþór Indriða- son, séra Bolli Gústavsson og séra Kári Valsson, svo eitthvað sé nefnt, auk heimaprestanna og leikmanna, yngri og eldri, sem flytja bæði talað orð og annast söng. Dagskrá kirkjuvik unnar mun verða borin í hvert hús í bænum fyrir helgina og er hún því ekki rakin hér frekar. Sæluvikan undirbúin Sauðárkróki 28. febrúar. Sælu- vikan er nú undirbúin af kappi á Sauðárkróki. Hún hefst 9. apríl og stendur í átta daga. — Félagsheimilið Bifröst sér um allan undirbúning hennar. Leik félag Sauðárkróks æfir sjón- leikinn „Hve gott og fagurt11. Kvenfélag Sauðárkróks æfir „Deliríum bubonis“. Þrír kórar munu syngja. Úrvals kvikmynd Framboðslisfinn á Austurlandi Egilsstöðum 27. febr. Vegir eru að verða erfiðir á Héraði. Snjó bílar annast flutninga yfir Fjarðarheiði, Oddsskarð er ó- fært, en Fagradal og þar með leiðinni til Reyðarfjarðar er haldið opinni með daglegum mokstri. Sagt er, að hreindýr hafi komið til byggða, en ekki eru þau hér á götum Egilsstaða- kauptúns eða næsta nágrenni. En ekki er óeðlilegt þótt þau leyti byggða, því að mikið fann férgi virðist að sjá til fjalla. Auka-kjördæmisþingi, sem haldið var fyrir kjördæmið á vegum Framsóknarmanna á Reyðarfirði, er nýlokið. Þing- sókn var góð, einkum frá þeim stöðum, er greiðar eiga sjóleið- irnar. Fulltrúar voru 60, auk stjórnar samtakanna. Þingfor- seti var Guðmundur Björnsson, Stöðvarfirði og varaforseti Kjartan Björnsson stöðvar- stjóri. Framboð flokksins var ákveð ið í Austurlandskjördæmi og skipa hann: Eysteinn Jónsson, alþm. Páll Þorsteinsson, alþm. Vilhj. Hjálmarsson, bóndi, Brekku, Mjóafirði. Tómas Árnason, lögfr., Rvík. Kristján Ingólfsson, skólastjóri, Eskifirði. Víglundur Pálsson, bóndi, Ref- stað. (Framhald á bls. 6). ir verða sýndar öll kvöldin og dansað verður sex kvöld. Dálítill snjór er kominn í hér aðinu. Hér hefur verið leiklistar- námskeið á vegum Verka- kvennafélagsins Oldunnar og hefur Ragnhildur Steingríms- dóttir verið leiðbeinandi. Þátt- takendur eru 15—20 talsins. Karlakórinn hér á staðnum hafði söngskemmtun 18. febrú- ar við góða aðsókn og undir- tektir. Kórinn hafði notið þjálf unar Ingibjargar Steingríms- dóttur og bar þess gott vitni. Hér hefur verið alveg fiski- laust en 3—4 bátar eru undir- búnir og munu síðar hefja veið- ar með net. St. G. KVENNAKOR OG KANTÖTUKÓR f sambandi við frétt á öðrum stað í blaðinu — um stofnun kvennakórs á Akureyri — er Kantötukórs Akureyrar aðeins getið. Til gamans má geta þess til viðbótar, að fyrsta æfing þess kórs var 23. október 1932 og í febrúar næsta ár var stofn- fundurinn og um leið fyrsti söngfundurinn. Fyrsti konsert- inn var svo lialdinn 31. marz 1933 og var þá Alþingishátíða- kantatan sungin. Síðasta fund- argerð kórsins er frá 14. októ- bér 1955. Þá stóð kórinn uppi söngstjóralaus því að Björgvin Guðmundsson tónskáld, sem var stjórnandi kórsins og lífið og sálin í allri starfsemi hans hætti — stjórnaði siðasta kon- sertinum 4. maí 1955. KIRKJUVIKAN Á sunnudaginn hefst kirkju- vika á Akureyri, sú fimmta, sem lialdin er í Akureyrar- kirkju. Reynslan hefur sýnt, að þá er kirkjusókn mikil og að menn hafi þótzt hafa eitt- hvað til kirkju sinnar að sækja, enda fjölbreytt dagskrá. En til- gangurinn er einmitt sá að efla kirkjusókn og ná á þann hátt til sem flestra í söfnuðinum til að flytja þeim fagnaðarerindið. Predikanir, ræður leikmanna, upplestrar, hljómlist og söngur ætti að laða unga og aldna til kirkju sinnar. Eftirtektarverðar umræður um kirkjunnar mál undanfarið hafa efalaust vakið til aukinnar umhugsunar um stöðu kirkjunnar í þjóðfélaginu og vonandi einnig um þátt trú- arinnar í lífi einstaklingsins. FÓR HÚSAVILLT Maður sá, sem skrifar ramma- klausu á baksíðu síðasta Verka manns og kallar sig I, virðist eitthvað ringlaður, þótt hann sé munnglaður, og liefur farið húsavillt. Útreikningar þeir, er Asnerískur píanósnilllRgur heldur tonleika á Ak. LAUGARDAGINN 4. þ. m., kl. 3 e. h. mun ameríski píanósnill ingurinn Marjorie Mitchell halda tónleika í Borgarbíó á vegum íslenzk-ameriska félags . ins. ■ • ■ Ungfrú Mitchell mun leika verk eftir Bach, Mozart, Cho- pin, Barber og Debussy, en húri hefur undanfarin ár ferð- ast víða um heim og haldið fjölmarga sjálfstæða tónleika við mjög góðar undirtektir, enda er hún talin ein af efni- legustu píanóleikurum Banda- ríkjamanna. Auk þess hefur hún komið fram sem einleikari með mörgum frægustu sinfóníu hljómsveitum — bæði austan hafs og vestan. Þá hefur hin unga listakona einnig leikið inn á hljómplötur og leikið einleik bæði í útvarps- og sjónvarps- sölum. Er ekki að efa að marg- ir Akureyringar vilji nota þetta tækifæri til að sjá og heyra þessa ágætu listakonu, en hún heldur aðeins eina tónleika á Akureyri að þessu sinni. □ Hesfar ganga enn í Bárðardal HESTAR ganga enn í framan- verðum Bárðardal. Þar hefur löngum verið snjólétt í vetur og hestarnir eru enn í góðum holdum. Nú er komið þæfings- færi í dalnum þótt mjólk hafi verið flutt á traustum bílum. Þorrinn var mildur austur þau- og skemmtu menn sér þá við spil, söng og dans. Nú liggur slíkt niðri vegna ótíðar. Enn hefur Pétur Kristjánsson á Litlu-Völlum skotið þrjár tófur til viðbótar og allar við rafmagnsljós, eins og hinar fyrri. Rafhlöðu og ljósi var komið fyrir við skotbyrgið. Q Marjorie Miíchell. hann gerir að umtalsefni og fjalla um kosningasigur Hanni- bals 1963 og „viðreisnina“, er að finna í Morgunblaðinu eftir kosningar það ár. En þar kemst blaðið að þeirri niðurstðu, að á sigri Ilannibals þá, liafi fram- liald „viðreisnarinnar“ byggzt, þótt ótrúlegt sé. Það, sem Dag- ur hefur um þetta fjallað, er tekið úr aðalinálgagni íhalds- ins og greinilega innan tilvísun- armerkja, sem óþarfi er fyrir læsan mann að látast ekki sjá. ÓTTI INGÓLFS ÁRNA- SONAR Um leið og rammaklausuhöf- undinum, sem sennilega er Ing- ólfur Árnason, ef marka má fátið á manninum, er vísað til vegar og liann leiddur á fund Morgunblaðsmanna, sem út- reikningana gerðu og birtu, er rétt að benda honum á fleira. Hann lætur að því liggja í grein sinni, að það sé ekki gott ef Bjöm Jónsson falli nú fyrir . Jónasi frá Yztafelli. Sú hræðsla lians á sér aðra rót en skrif Dags, því að á þetta liefur ekki verið minnzt. En ef hann er svo hræddur, sem liann lætur, ætti hann ekki að láta það upp- skátt. Bjöm kemst á þing sem uppbótarþingmaður, þótt ótti Ingólfs hefði við rök að styðj- ast. ÞRIÐJI FOKKERINN Flugfélag fslands liefur ákveð- ið að kaupa þriðju flugvélina af Fokker-Friendship-gerðinni ef nauðsynleg leyfi fást, en með enn kraftmeiri hrcyfluin. Vegna ört vaxandi vöruflutn- inga verður hin nýja vél með stórum vörudyrum, sem auð- velda flutning stærri og þyngri hluta en áður var hægt að ann- ast. AUÐUNN MEÐ GÓÐ- AN AFLA Hrísey 27. febrúar. Hér er kom- in,n klofdjúpur snjór og menn halda sig mest innan dyra. Að- eins einn bátur hefur veitt í net og var góður afli í síðustu viku, eða 7—10 tonn í róðri. Er það Auðunn, sem rær. Og í dag var aflinn með mesta móti. — Bátar, sem á floti voru, hafa verið settir á land og er verið að vinna við þá, þegar sæmilega viðrar og þeir búnir undir sjó- sókn í vor og sumar. Þ. V. IINNIÐ VIÐ FÉLAGS- HEIMILIÐ Ófeigsstöðum 27. febrúar. Hér er ill færð en brotizt um á sterkum bifreiðum. Unnið er af kappi við félagsheimili sveitar- innar og eru það síðustu for- vöð áður en allt fer á hausinn og efnahagskerfið hrynur. Þá viljum við hafa okkar menn- ingarstofnun og skemmti- og menntastað. Ekki er enn talað um hey- leysi, en þegar svona blæs verð ur manni hugsað til vorsins, sem stundum kemur seint. B.B.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.