Dagur - 04.03.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 04.03.1967, Blaðsíða 1
HOTEL Herbergis- pantanir. Ferða- skriístofan Túngötu 1. Akureyri. Sími 11475 Ferðaskrifstofan Túngötu 1. Sími 11475 Skipuleggjum ódýrustu ferðirnar til annarra landa. Nýtt síldarleitarskip sjósett í Englandi SÍLDARLEITARSKIP ÞAÐ, sem íslendingar eru að láta smíða í Englandi og á að bera nafnið Árni Friðriksson, var sjó sett á miðvikudaginn. Viðstadd ir voru sjávarútvegsmálaráð- herra, ambassador íslands í Bretlandi, Jakob Jakobsson fiskifræðingur og ýmsir aðrir gestir. Kona Jakobs gaf skipinu nafn við þetta tækifæri. Skipið verður afhent 1. júní nk. og breytist þá öll aðstaða til síld- arleitar til hins betra. Stærð skipsins er tæpar 500 lestir og eru tvær rannsóknarstofur um borð. Það verður gert út af Haf rannsóknarstofnuninni. Q FRÁ BÆJARSTJÚRN Á BÆ J ARST J ÓRN ARFUNDI á Akureyri þriðjudaginn 28. febrúar voru m. a. þessi mál tekin til meðferðar: Malbikun Akureyrarflugvallar. Samningur við flugmálastjóra. Borizt hafði erindi dagsett 8. febrúar sl. frá flugmálastjóra. í bréfinu óskar flugmálastjóri eftir að Akureyrarbær haldi áfram á næsta sumri malbik- unarframkvæmdum á Akureyr arflugvelli, og vísar til viðræðna við bæjarstjóra í janúar sl. og staðfestir eftirfarandi atriði frá þeim viðræðum: a) Byi-jað verði strax að vinna steinefni í malbikunar- blöndu, sem nægi í þann hluta flugbrautar, sem enn er ómal- bikaður, miðað við 30 m. breidd og 11 cm. þykkt lag. b) Malbikaðir verði 500 lengdarmetrar næsta sumar. Verði fé fyrir hendi til frekari malbikunar mun flugmálastjórn in óska eftir henni síðar. c) Greiðsla fyrir umbeðna malbikun fari öll fram á þessu ári. Byrja skal strax að greiða fyrir unnið efni þannig: Kr. 1 millj. greiðist fyrir febrúarlok, kr. 500 þús. greiðist í marz, kr. 500 þús. í apríl, eftirstöðvar NORÐURVERK BLAÐIÐ leitaði fregna um hið nýja norðlenzka verktakafyrir- tæki, Norðurverk h.f., hjá þeim Árna Ámasyni, form. og Hauki Árnasyni, er voru aðalhvata- menn félagsstofnunarinuar. Svöruðu þeir spurningum og fer viðtalið hér á eftir: Norðurverk h.f. — Hvað er það? Síðla árs 1965 var auglýst forútboð vegna lagningar Kisil- vegar í Þingeyjarsýslu. Þá urðu nokkrar umræður manna á milli hér í bænum, að æskilegt væri að hér norðanlands skap- aðist aðstaða til að hægt væri að annast slíkar framkvæmdir. Kirkjuvikan hefst á morgun Haukur Árnason og Árni Árnason. (Ljósm. E. D.) H.F.OG KtSILVEGURINN Upp úr þeim umræðum varð það úr, að stefna skyldi að stofnun félags með almenni’i þátttöku og skapa á þann hátt stórt verktakafyriræki, sem annaðist þau verkefni sem ekki hafa verið framkvæmanieg af þeim fyrirtækjum sem starf- andi er.u í bænum. Þannig mundi hið nýja fyrir- tæki aðeins auka möguleika okkar Norðlendinga til að sjá sjálfir um uppbyggingu okkar landshluta án þess þó að ráðast á þau fyrirtæki, sem nú starfa í bænum. Stofnfundur fyrirtækisins var síðan haldinn sunnudaginn 12. febrúar og þar ákveðið nafnið Norðurverk h.f. og að hlutafé yrði 2 milljónir í fyrstu en gæti hækkað í 4 milljónir króna. — Nú þegar hefur safnazt það mikið, að útlit er fyrir að not- uð verði liámai’ksheimild um hlutafé. En nú stendur yfir al- mennt útboð hlutabréfa og eru þau seld í Landsbankaútibúinu á Akureyri, auk þess er í ráði að hefja sölu hér í nágrenninu. Því að við lítum á þetta sem norðlenzkt fyrirtæki. Tilboð félagsins í Kísilveg? Tilboðin í Kísilveginn áttu að hafa borizt í síðasta lagi 15. febrúar s.l. Þegar þau voru (Framhald á blaðsíðu 5). KIRKJUVIKAN á Akureyri hefst á morgun, eins og áður er frá sagt hér í blaðinu, og hefst með æskulýðsmessu, þar sem Jón Aðalsteinn Baldvinsson nemandi í MA predikar en séra Pétur Sigurgeirsson þjónar fyr ir altari. Æskulýðsmessan hefst kl. 2 e. h*. Að kveldi mánudags verður æskulýðskvöld með fjölbreyttri dagskrá. Jón Kristinsson fram- ÍSINN á Mývatni er nú allt upp í 70 cm. t. d. í Flóanum, þar sem hann er mestur. Bændur, sem land eiga að vatninu og veiði- rétt, hafa lagt net undir ísinn. En veiði er misjöfn. Silungur- inn er sæmilega vænn. Samgöngur í Mývatnssveit eru fremur erfiðar, en þó ganga trukkbílar og mjólk er enn flutt kvæmdastjóri kirkjuvikunnar flytur ávarp, nemendur úr MA flytja ávörp og söng, ræðu flyt- ur séra Jakob Jónsson prestur í Hallgrímssókn, og orgelleik á undan og eftir annast Konráð Konráðsson. Á þriðjudagskvöldið flytur Rafn Hjaltalín ávarp og séra Jakob Jónsson ræðu, Karlakór Akureyrar syngur og fleira verður til fagnaðar. Q til Húsavíkur, enda betra færi niðri í dölunum en hér í upp- sveitinni. Q Bændaklúbbsfundinum sem boðaður var mánudaginn 6. þ. m. verður frestað vegna veikinda Guðmundar Knútsen dýralæknis. Q Sjötíu sentimetra ís skiptast síðan jafnt á þá mán- uði ársins, sem eftir eru. Bæjarstjórn samþykkti, að Akureyrarbær taki að sér um- beðnar malbikunarframkvæmd ir og felur bæjarverkfræðingi og settum bæjarstjóra að gera uppkast að heildarsamningi við flugmálastjóra, sem lagður verði fyrir bæjarráð. Neitað hækkun kirkjugarðs- gjalds. Tekið var fyrir að nýju erindi sóknamefndar Akureyrar- kirkju um að hækka kirkju- (Framhald á blaðsíðu 6). Isingin lætur ekki að sér hæða. Jafnvel þvottasnúrur bera merki hennar. (Ljósm. E. D.) I Akureyrardeild KEA eru 2589 félagar lagsráðsfundi fyrir skömmu og blaðið sagði þá frá, og verður hér ekki endurtekin. Að skýrslu framkvæmdastjór ans lokinni hófust frjálsar um- ræður og fyrirspurnir voru fram bornar. Meðal ræðu- manna var Tryggvi Þorsteins- son og þakkaði hann 10 þús. kr. gjöf deildarinnar til skátahreyf ingarinnar á Akureyri og skýrði frá fyrirhuguðum fram- kvæmdum skátanna. Sigmund- ur Björnsson beindi þeim tii- raælum til Akureyrardeildar K. E. A. að hún styrkti skíðalyft- una í Hlíðarfjalli. Framkvæmda stjóri svaraði ýmsum fyrir- spurnum og m. a. frá Jóni Asp- ar um lán Húsnæðismálastjóm (Framhald á blaðsíðu 6). Aðalfundur deildarinnar var haldinn 28. febr. AÐALFUNDUR Akureyrar- deildar KEA var haldinn á Hótel KEA 28. febrúar. Ármann Dalmannsson, formaður deildar innar, setti fundinn og stjórn- aði honum, en Sigurður Jóhann esson var fundarritari. Deildarstjórinn flutti skýrslu deildarinnar. Þar kom m. a. fram, að Haraldi Þorvaldssyni, sem hætti störfum í stjóm Ak- ureyrardeildarinnar á síðasta ári, var færð gjöf, sem er þakk lætisvottur fyrir vel unnin störf. Mjólkurframleiðsla í deild- inni var minni en áður eða 742 smálestir og heildargreiðslur til mjólkurframleiðenda nálega 4,4 millj. kr. Framleiðendur voru 14 að tölu. Lógað var 1304 dilk- um og var meðalvigtin 13,74 kg. Framkvæmdastj. KEA, Jakob Frímannsson, flutti skýrslu um rekstur og hag Kaupfélags Eyfirðinga árið 1966, efnislega líka þeirri, er hann flutti á fé-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.