Dagur - 04.03.1967, Blaðsíða 2

Dagur - 04.03.1967, Blaðsíða 2
2 - Skátarnir og amtsmannshúsið (Framhald aE blaðsíðu 8). í munnlegri greinargerð, sem fulltrúi skáta flutti ráðinu, þeg- ar bréfið var lagt fram, var það undirstrikað að skátar telja það ekki æskilegt að tengja starf- semi sína eingöngu við þetta hús, en miða að því að eiga bækistöðvar í hinum ýmsu bæj arhverfum, þótt þetta hús verði aðalstöð þeirra í framtíðinni. Bent var á, að í húsinu má hafa margs konar æskulýðsstarf semi, sem ekki er beint skáta- starf s. s. aðstöðu fyrir ljós- myndaklúbba, módelsmíði o. s. frv. auk þess sem hægt er að hafa þárna námskeið í mörgum greinum, myndasýningar og „op ið hús“. í framkvæmdaáætlun, sem ráðinu barst varðandi húsið kemur í ljós, að skátamir gera ráð fyrir að ljúka fyrst við þá hæð hússins, sem hægt er að nota fyrir námskeið og opið hús. Að öllu þessu athuguðu virðist æskulýðsstarfsemi í bæn um mikill fengur að þessu húsi og ráðið vill fyrir sitt leyti stuðla að því, að það verði sem fyrst fullbúið. í umræddu bréfi og greinar- gerðinni, sem því fylgdi, kom sú skoðun fram að stefna beri að því, að miðstöðvar fyrir maigháttað æskulýðsstarf verði til í hinum ýmsu bæjarhverf- um, og að þær verði eign ein- hverra félagasamtaka og rekin af þeim með tilliti til allrar æskulýðsstarfsemi í hverfinu. Með þessum hætti notast bezt það sjálfboðastarf, sem félögin hafa yfir að ráða. Oft mun hag kvæmara fyrir bæjarfélagið að styrkja starfsemi í þessa átt, en að byggja og reka þessa staði sjálft. í þessu sambandi má benda á Pálmholt og Iðavelli. Ráðið er hlynnt þessum sjón- ai-miðum og telur að Hafnar- stræti 49 geti í'.eign skátanna orðið miðstöð fyrir æskulýðs- starfsemina í innbænum og fyr- ir nokkurn hluta suðurbrekk- unnar. Æskulýðsráð hefur fyrir sitt leyti ekkert að athuga við teikn ingar af húsinu, sem því hafa borizt, og væntir þess að skát- arnir fái sem bezta fyrirgreiðslu í sambandi við þessar fram- kvæmdir. Ráðið mun notfæra sér það húsnæði, sem þarna fæst til æskulýðsstarfsemi eftir því sem hægt verður og um semst. Formaður ráðsins, æskulýðs- fulltrúi og fulltrúar skáta hafa rætt þetta mál við settan bæjar stjóra, Valgarð Baldvinsson, og mælzt til þess, að það verði kynnt fyrir bæjarráði og bæjar stjórn. Á fundinum með bæjarstjóra kom í ljós, að skátarnir hafa þegar reynt að tryggja sér fram lag úr félagsmálasjóði og standa vonir til að þeir fái það allt greitt á næstu fjórum til fimm árum. Þar sem það skiptir miklu máli fyrir skátana í sambandi við lánsútveganir og annað, hvernig bæjaryfirvöldin líta á þessa ráðagerð, sendum við hér með afrit af bréfum og áætlun, sem okkur hefur borizt, og ósk- um þess að bæjarráð segi álit sitt á þessu máli, og jafnframt á því, hvort ekki er nú þegar þörf á að marka stefnuna, varð andi æskulýðsheimili í bænum í framtíðinni.“ Þá skýrði æskulýðsfulltrúi frá að ráðinu hafi verið boðið á umræðufund um æskulýðs- mál, sem skólafélagið „Huginn“ gekkst fyrir í Sjálfstæðishús- inu þ. 14. þ. m. Þar fóru fram miklar umræður um þessi mál. (Úr fundargerðum bæjar- stjórnar). SÖGUR UR SKARÐSBÓK FLESTIR kannast af orðspori við þá bók, sem keypt hefur verið dýrust til íslands, og marg ir hafa leitt hana augum eftir að hún fluttist heim úr langri útlegð. Aftur á móti hefur al- menningur átt þess lítinn kost að kynna sér efni hennar af eig- in lestri, þar til nú, að út eru komnar Sögur úr Skarðsbók, en það er þriðja ritið í Bóka- safni AB, hinum nýja flokki ís- Ienzkra merkisrita frá fomum tíma og nýjum, sem hófst fyrir skemmstu með Kristrúnu frá Hamravík, eftir Guðmund G. Hagalín og Lífi og Dauða, eftir Sigurð Nordal. Það er Ólafur Halldórsson cánd. mag. sem séð hefur um samantekt og útgáfu þessarar forvitnilegu bókar, en hann stendur flestum íslendingum framar að kunnáttu í þeim efn- um, er lúta að íslenzkri rit- mennsku og bókagerð til forna. Ritar hann skilmerkilegan inn- gang að sögunum, þar sem sam- an er komið mikið af skemmti- legum fróðleik — og sumpart allnýstárlegum. Svo er t. d. um þá upphafskafla, sem greina frá tæknilegri hlið fornrar bóka- gerðar, allt frá fyrstu verkun þeirra skinna, sem ætluð voru til bókfells og þar til bókin var fullskráð og bundin, en um alla þá merkilegu hluti, sem þar til heyrðu, hafa íslenzk fræðirit og kennslubækur látið sér furðu- lega hljótt. Eða hvað eru þeir margir, sem vita, að blekið var búið t'il úr sortulyngi? Sögur úr Skarðsbók eru að sjálfsögðu misjafnar að lista- gildi, en þar sem bezt lætur nær stíll þeirra og frásögn slíkum hreinleika, að helzt minnir á itiginn einfaldleik fornrar helgi- listar. Og sennilega er það hvergi ofmælt, sem útgefand- inn segir í lok hinnar merku ritgerðar sinnar, að „þeir sem gerðu þýðingar helgar hafa sumir hverjir verið mestu stíl- snillingar allra alda á voru máli. Vér höfum ekki’efhl'á«að setja ljós þeirra undir mæliker“. Þór sigursæll í körfulaiattleik Á FIMMTUDAGINN voru lið Þórs sigursæl í körfuknattyeik um í íþróttaskemmunni nýju. En þar kepptu þá sex lið. Þau voru þessi: Eitt frá Mennta- skólavíkur, annað frá Mennta- skólanum á Akureyri, tvö frá KA og tvö frá Þór. Keppnin var útsláttarkeppni. Fyrsti leikurinn var milli b- liðs KA og b-liðs Þórs og sigr- aði Þór með 14 stigum gegn 11, eftir framleigndan leik. Næst léku IMR og IMA og sigraði IMA með 17 stigum gegn 13. Þriðji leikurinn var milli a-liðs KA og a-liðs Þórs og sigraði Þór með 15:12. JTjórði leikur var milli IMA og b-liðs Þórs og sigraði Þór með 17:10. Fimmta .leik milli a- og b-liða Þórs lauk með sigri a-liðs, sem skoraði 24:18. Stigahæsti maður mótsins var Bjarni Jónasson með 21 stig. Næstir og jafnir voru Pétur Sig urðsson og Ævar Jónson með 11 stig. ÁRSÞING íþróttabandalags Ak ureyrar, hið 23. í röðinni, verð- Ur háð miðvikudaginn 8. marz n.k. kl. 20.20 í. fundarsal banda- lagsins í íþróttahúsi Akureyrar, og er það fyrri þingdagur. Fulltrúar, sem eiga setu á þinginu, eru 36 talsins, auk full trúa með málfrelsi og tillögu- rétti. Dagskrá fyrri þingdagsins er sem hér segir: 1. Fundarsetning og í'annsókn kjörbréfa. Til gamans má geta þess, að í liði ÍMR voru a. m. k. tveir landsliðsmenn í körfuknatt- leik. (Aðsent. 2. Kosning fundarstjóra og rit- ara. 3. Skýrslur stjórnar ÍBA og sér ráða. 4. Reikningar ÍBA og sérráða. 5. íþróttamannvirki (íþrótta- fulltrúi). 6. Fjárhagsáætlun ÍBA. 7. Erindi félaga og sérráða. 8. Tilnefndir fulltrúar félaga í sérráð ÍBA. 9. Nefndakosningar. (Fréttatilkynning). Arsþing Iþróttabandalagsins SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8) sagt, að útgerðarmenn í Ný- fundnalandi hyggi á mikla upp byggingu togaraflota síns, þrátt fyrir markaðstregðu á fiski. Togarafloti þeirra er nú 47 tals- ins eða álíka mikill og hann var mestur hér á landi. En ákveðið er að smíða 142 togara næstu árin, einkum í nýrri skipasmíða stöð á Nýfundnalandi, sem inn- an skamms tekur til starfa og á að skila einum togara á mán- uði. Jafnframt þessari áætlun verður fjöldi sjómanna og tæknimanna þjálfaðir til starfa á þessum nýja togaraflota Kanadamanna. JAFNVÆGISRÁÐSTÖFUN EÐA HVAÐ? Húsnæðismálastjórn fær orð í eyra um þessar mundir, og mjög að vonurn, þar sem hús- byggjendur þykjast eiga rétt annarrar og betri fyrirgreiðslu en þar er veitt. Óstaðfestar fregnir herma, að húsnæðis- málastjóm hafi afgreitt 62% byrjunarlána til húsbyggjenda í Reykjavík og Kópavogi, enn meira í Vestmannaeyjum, en að eins 33.8% til Akureyringa. Sé þetta réjtt, eiga AkureyringaT ýmislegt vantalað við þessa stofnun. Og ekki mun þetta þykja rétt spor í þá átt, að við- halda jafnvægi í byggð lands- ins eða rétta hlut Norðlendinga. BLAÐAÚTGÁFAN Blaðaútgáfa stjómmálaflokk- anna var í vikunni á dagskrá á Alþingi vegna fyrirspumar. Þar upplýsti forsætisráðherrann, að í athugun væri að létta á ein- hvern hátt rekstur dagblað- anna, svo sem með greiðslum frá opinberum aðilum fyrir veitta fréttaþjónustu. En hagur dagblaðánna í Reykjavík’ gð einu undanteknu, er bágborinn. Sú hætta er fyrir hendi, að stjórnmálablöð gefist upp, en þá fái önnur eins konar einok- unaraðstöðu um skoðanamynd- anir almennings og er það mjög hættulegt í Iýðræðisþjóðfélagi. HEFUR MARGT AF DEGI LÆRT I íslendingi 23. febrúar birtist viðtal um byggðajafnvægismál við Lárus Jónsson bæjargjald- kera í Ólafsfirði, sem er í 5. sæti á lista Sjálfstæðismanna. Ráða má af viðtalinu, að Lárus sé áhugamaður á þessu sviði og hafi lesið margt af því, sem birzt hefur í Degi undanfarin ár um ofvöxt höfuðborgarinnar, hættuna, sem yfir landsbyggð- inni vofir og forystuhlutverk Akureyrar á Norðurlandi. EN ÞYKIR VÆNNA UM FLOKKINN SINN Vill nú svo vel til, að sögn Lár- usar, að „brezka utanríkisráðu- neytið“ liefur komið auga á þennan áhugamann okkar á norðurhjara og boðið honum lieim og lxefur hann nú í huga að kynna sér byggðajafnvægis- mál í Bretlandi. Ymislegt er vel mælt og réttilega í spjalli Lár- usar við íslending og óskar Dag ur honum góðrar ferðar. Hitt kemur þó glöggt fram að enda þótt honum þyki vænt um norð lenzkar byggðir og vilji hlynna að þeim, þykir honum þó enn vænna um flokkinn sinn og sæti sitt á framboðslistanum. Þess vegna getur hann ekki lát ið þá menn úr öðrum flokki njóta sannmælis, sem verið liafa lærifeður hans í þessum mál- um, og hreytir að þeim ónotuni í stað þess að rétta þeim hlýja hönd. Vonandi lærist honum í London, að Atvinnubótasjóður- inn er takmörkuð meinabót og forysta fjármálaráðherrans ekki einhlýt í öllum málum. INGÓLFUR VILLTUR Á NÝ Ingólfur Árnason sendir Degi kveðju sína í Verkamanninum í gær. Hann álpaðist dyravillt- ur héma um daginn, en var leiðbeint. Þetta hefur hann sýni lega tekið til greina, þótt hann liafi gleymt að þakka fyrir sig. Nú er það erindi hans að ráð- leggja Framsóknarmönnum hér í kjördæminu um skipan fram- boðslista. Þessar ráðleggingar hans koma heldur í seinna lagi, því að listinn var birtur fyrir nokkru síðan, og leiðinlegt fyrir hann í sama blaði að „eta ofan í sig“ ummæli um einn af fram- bjóðendum Framsóknarmanna. Ingólfur fer aftur dyravillt eða öllu heldur listavillt, því að enn hefur flokksmönnum hans ekki tekizt að hnoða saman lista, og ætti sá listi þó að vera honum meira áhugaefni. Um a£ rekslista einstakra flokka í her- stöðvarmálum, sem um er rætt í sömu grein, verður fjallað þeg ar Degi finnst ástæða til. Ing- ólfur þarf ekki að óttast, að flokki hans verði þá gleymt. LÖGLEG GIFTING EÐ A ÓLÖGLEG í næsta mánuði mun Hæstirétt ur taka fyrir mál um það, hvort gifting manns og konu, sem pró fessor í guðfræði við Háskól- ann gaf saman og entist ekki nema átta mánuði, hafi verið löglegt eða ólöglegt. Konan ósk aði búskipta, en þá hélt maður- inn því fram, að gifting þeirra væri ólögleg. Þetta gerðist á Eskifirði. Nú verður væntan- lega úr því skorið hvort gifting sé lögleg, ef aðrir aðilar en við- komandi sóknarprestur eða sýslumannsembætti á hverjum stað gefa brúðhjón saman. □ NLU PRESTAKÖLL AUGLÝST MEÐ auglýsingu dags. 14. febr. hefur biskupinn auglýst 9 presta kll laus til umsóknar. Þessi prestakll eru auglýst: Eskifjörður, Mosfell í Árnes- prófastsdæmi, Saurbær, Staf- holt, Sauðlauksdalur, Bíldudal- ur, Möðruvellir í Hörgárdal, Skinnastaður og Sauðanes. — Umsóknarfrestur er til 31. marz.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.