Dagur - 04.03.1967, Blaðsíða 5

Dagur - 04.03.1967, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síniar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar hJ. Rannsóknar krafizt í UMRÆÐUM í sameinuðu Alþingi sem fóru fram 30. nóv. sl. bar störf utanríkismálanefndar á góma, og fór ust Emil Jónssyni utanríkisráðherra þá m. a. orð á þessa leið: „I»að er alveg rétt, að það eru miklu færri mál borin undir utan- ríkismálanefnd heldur en vert væri og sennilega rétt væri. En það er af því, að fyrrv. utanríkisráðherra taldi, að hann hefði orðið þannig fyrir barðinu á utanríkismálanefnd, að hann gæti ekki trúað henni fyrir málum. Ég held, að mér sé óhætt að segja það eftir honum, að trúnaðar- mál, sem nefndinni hafi verið sagt frá, hafi verið borin út og komið í blöðum, og þess vegna vildi hann ekki fyrir sitt leyti, að henni væru fengnar allar upplýsingar, sem ann- ars hefði verið rétt að nefndin fengi. Ég skal ekkert segja um þetta. Ég þekki það ekki svo vel.“ í sjónvarpsviðtali, sem utanríkis- ráðherra átti við nokkra blaðamenn 10. febr. sl., barst talið að þessu efni. Morgunblaðið sagði frá þessu viðtali daginn eftir (11. febr.), og hófst frá- sögn blaðsins á þessa leið: „Á blaðamannafundi í sjónvarp- inu í gærkvöldi sagði Emil Jónsson utanríkisráðlierra, formaður Alþýðu- flokksins, að á árunum 1960 og 1961 hefðu trúnaðarmál, sem lögð voru fyrir utanríkismálanefnd Alþingis lekið út og birzt aðallega í Þjóðvilj- anum og einnig í Tímanum. Utan- ríkisráðherra sagði, að meðan svo væri, mundi hann ekki leggja trún- aðarmál fyrir nefndina.“ Næsta dag (12. febr.) birti Mbl. svo forustugrein undir fyrirsögninni: „Trúnaðarbrot framsóknarmanna og kommúnista.“ í greininni var sagt, að utanríkisráðherra hefði upplýst það í sjónvarpsþætti, að „á árunum 1960 og 1961 hafi trúnaðarmál, sem lögð voru fyrir utanríkismálanefnd Al- þingis, verið gerð opinber, aðallega í Þjóðviljanum, en einnig í Tíman- um. Á fundi í sameinuðu þingi 15. febr. sl. vék Emil Jónsson utanríkis- ráðherra enn að þessu máli og taldi sig eingöngu hafa haft ummæli Guð- mundar í. Guðmundssonar, fyrrv. utanríkisráðherra, fyrir því, að ekki væri hægt að treysta utanríkismála- nefnd fyrir trúnaðarmálum. Þessu til áréttingar vitnaði ráðherrann í um- mæli, sem fyrrv. utanríkisráðherra lét falla á fundi utanríkismálanefnd- ar. 4. febrúar 1964. Þeim ummælum fyrrv. utanríkisráðherra var þá strax mótmælt í nefndinni, og ráðherrann nefndi engin dæmi máli sínu til sönn unar. Var álitið, að ráðherrann hefði (Framhald á blaðsíðu 6). SJALFSMORÐ OG SAMVIZKA eftir Olaf Gunnarsson, sálfræðing SAMKVÆMT fréttum ís- lenzkra blaða bafa nokkrir ung lingar flutt hátíðar sínar úr fögr um óbyggðum og sveitum til höfuðborgarinnar, þar sem þeir eiga heima. Á þessum hátíðum er enginn eðlismunur, en bráð- greindur embættismaður kall- aði þær að loknu Þjórsárdals- ævintýrinu fræga. „Veizlusiði heldri manna í Reykjavík und- ir beru lofti.“ Höfundur þessarar greinar benti á árunum 1962—’63 á, að hverju myndi stefna í þessum málum ef ekki yrðu gerðar á- kveðnar ráðstafanir. Ábyrg yf- irvöld virtu ábendingamar að vettugi og uppskera nú eins og þau sáðu. Ef athuguð. eru þau lögmál, sem hættulegar nautnir og verknaðir þeim tengdir lúta, má gera ráð fyrir, að atburðir þeir, sem nú hafa orðið nokkr- um mönnum tilefni til umræðna í fjölmiðlunartækjum, muni verða smámunir einir í saman- burði við það, sem innan skamms ógnar íslenzku þjóð- lífi og þá einkum æskunni. Hér er átt við neyzlu ákveðinna eit- urlyfja og afbrota, sem hafa ekki náð til íslands svo neinu nemi, en allt bendir til að svo muni verða. Bæði eiturlyfjaneyzlan og af- brotin eru tákn en ekki orsök, alveg eins og skortur á vínlaus- um skemmtistöðum er afleiðing en ekki orsök. Orsakimar fel- ast í almennu hugarfari þjóðar innar og þeirri afstöðu, sem það skapar. í árslok 1962 sagði ég meðal annars í grein í dagblaðinu Vísi, sem birtist 13. des., að eftir 5 ár væri líklegt, að sjálfsmorð um myndi hafa fjölgað til muna á íslandi ef ekki yrði stungið fótum við ákveðnum ósóma. Allt var látið reka á reiðanum og sjálfsmorðunum hefur þegar fjölgað óhugnanlega, ári fyrr en ég sagði til um. Æskan verður á næstu árum í enn meiri hættu hvað þetta snertir. Hversvegna er þá íslenzkri æsku sérstaklega hætt? Aðeins fáar ástæður af mörgum skulu nefndar.. 1. Sökum stærðar landsins og fámennis þjóðarinnar er tiltölu lega auðvelt að smygla hvers konar vamingi til íslands. Smygl eiturlyfja er flestu smygli auðveldara, þar eð þau eru yfirleitt mjög fyrirferðar- lítil. Að baki eiturlyfjasmygli standa alþjóðlegir glæpahring- ir, samvizkulausir menn, sem einskis svífast. íslendingar eru yfirleitt fremur hrekklaus þjóð (sbr. m. a. sölu bandarískrar stúlku á ógildum ávísunum) og myndu ekki vara sig á eitur- lyfjasölum fyrr en allt væri komið í óefni. 2. íslenzk börn eru yfirleitt ekki alin upp til sjálfsvirðingar. Þau skortir þann innri aga, sem gerir manninn aff sjálfstæðri, hugsandi veru, sem ekki má vamm sitt vita í neinu. íslend- ingar vilja yfirleitt ekki takast á hendur ábyrgð ef annars er kostur. Umræður um mál t. d. í stærsta dagblaði íslands sýna þetta Ijóslega. í áðumefndu blaði er urmull nafnlausra greina, jafnvel eftir böm og ung linga. Sorpblaðasiðgæðið eða öllu heldur skortur á siðgæði, er einkennandi fyrir ísland eitt Norðurlandanna og er þjóðinni vægast sagt til lítils sóma. 3. Forustumenn íslenzki-a fræðslumála hafa í meira en 20 ár verið illa menntaðir og skort þá mannkosti, sem störf þeirra krefjast ef vel á að vera. Nú- verandi menntamálaráðherra hefur gert sig sekan um að vinna vísvitandi heillamálum æskunnar allt til óþurftar ef þau hafa ekki samræmzt til- finningakenndu mati hans sjálfs. Oljóst er talað um umbæt ur á fræðslumálum, en á því sviði eru íslendingar langt á eft ir öðrum þjóðum. Myndi ekki þurfa að hreinsa allmikið til í forustuliði fræðslumálanna áð- ur en ráðist er í breytingar svo nokkru nemi? Það þótti ekki snyrtilegur búskapur í minni sveit að gefa nýja og góða töðu á stallinn en moka ekki flórinn. 4. íslendingar hafa aðlagazt leynivínsöluhugsunarhætti, en slíka verzlun hafa dómstólarnir látið að miklu leyti afskipta- lausa. Leynisala eiturlyfja er enn auðveldari en sala áfengis. Það þarf ekki einu sinni fínan stöðvarbíl til þess að fram- kvæma slíka sölu. 5. Ábyrgðarleysið á fjölmörg um sviðum íslenzks þjóðlífs er sérstaklega áberandi og hvers- konar óknyttir og afbrot eru af sökuð af fjölmiðlunartækjum, almenningi og jafnvel dóms- stólum. Ef hægt er að benda á áþekkan ósóma annarsstaðar halda menn að það afsaki slæmt framferði á íslandi í stað þess að taka karlmannlega afstöðu til málsins eins og það liggur fyrir. Fjöldi manna er frá náttúr- unnar hendi svo veikgeðja að þeir þurfa siðrænt aðhald ef vel á að fara. Afstaða. slíkra manna mótast að miklu leyti af orðum en þó einkum gerðum þeirra, sem mest völd hafa hverju sinni. 5. Nú eins og fyrir 4—5 árum þegar ég ræddi þessi mál ítar- legast í greinum, sem birtust í Vísi og Tímanum veltur mest á því hvernig ábyrg stjórnarvöld bregðast við. Munurinn er sá einn, að nú er hættan enn meiri en fyrr og líf enn fleiri ungmenna í mikilli hættu. Mannvit og samvizka þeirra, sem á næstu árum stjóma fræðslu- og félagsmálum lands- ins getur haft veruleg áhrif á það hversu margir farast í þeim hættum sem brátt steðja að. □ LEIKA MANN OG KONU Ólafsfirði 3. marz. Hér er kom- inn töluverður snjór og hafa vegir um sveitina ekki verið ruddir. Bændur annast flutn- inga á vörum að og frá búum sínum með dráttarvélum og hafa ekki skapazt bein sam- gönguvandræði. Á meðan gæftir voru sæmi- legar aflaðist töluvert, en nú hafa ógæftimar algerlega haml að veiðum. Jónas Ásgeirsson skíðakenn- ari er hér um þessar mundir og kennir skólanemendur á skíð- um. Skíðafæri er gott. Leikfélag Ólafsfjarðar hyggst nú æfa sjónleikinn Mann og konu. Sæmilega gengur að fá kvenfólkið til að taka að sér hlutverk í leiknum, en verr að fá karlmennina. Svolítið hefur veiðzt af sil- ungi í net undir ísnum á Ólafs- fjarðarvatni. 1». J. D R ÉG lokaði bókinni og lagðist útaf. Allt frá því að ég las í bernsku bók Flammarions, „Ur anía“, hafði ég a. m. k. í aðra röndina trúað því, að vera kynnu fleiri himinhnettir byggðir mönnuðum verum en jörðin okkar. En nú hafði ég verið að lesa ritgerð eftir há- lærðan og heimsfrægan mann, sem ekki var myrkur í máli um það, að engin pláneta í okkar sólkerfi gæti fóstrað neitt æðra líf. En — vísindin vita nú sannar lega lengra nefi sínu, því nú horfa þau jafnvel svo skiptir milljónum ljósára út í veröld- ina. Samt hafa þau ekki komið auga á neina stjörnu, sem trú- að sé fyrir öðru eins hlutverki eins og okkar jörðu, sem frá örófi alda virðist hafa verið kjörin til þess að bera kórónu sköpunarverksins: mannkynið. Sem að líkum lætur, hlýtur speki vísindanna að rota Tóm- asareðlið í ómenntuðum manni — og frá þessum þönkum sofn- aði ég, áður en langt leið. En — ég hafði heldur örðugar draum farir: Eftir ýmislegt leiðinda- vafstur, var ég allt í einu horf- inn til bernskunnar, og farinn að stikla um bakkann í litla sjávarþorpinu, hálfsvangur, og lítt búinn klæðum, en léttur í lund og á fæti, eins og þá heyrði til. En ekki undi maður nú lengi algjöru iðjuleysi á þeim árum, og af gömlum vana datt mér í hug að skreppa ofan á bryggju og reyna að veiða. Færið var líka alveg í stíl við þátíðina: hvítgljáandi grá- sleppu-öngull, örlítil blýsakka og seglgarn, vafið upp á spýtu, svo allt færið rúmaðist vel í litlum buxnavasa. Álitlegan lifrarbrodd fann ég mér í leið- inni, í slóg-hrúgu í fjörunni. Ég gekk létt og varlega fram bryggjuna, til þess að styggja ekki það, sem þar kynni að vera í námunda, og leit varlega fram af brúninni. Jú — ekki var þar nein ördeyða: Töluverð torfa af ufsaseiðum synti þar kviklega fram og aftur, og tíndi ætis-agnir frá slógi, sem fleygt hafði verið í sjóinn,. Nokkru fjær mátti, með aðgætni, greina eina tvo sandkola í botninum, og utar örlaði á silungum í uppivöðu. Allt var þetta matur, — ef aðeins heppnin vildi nú vera með mér, að hjálpa til að ná einhverju af því. Ég seildist því í vasann eftir færinu — en tók þá allt í einu AU M eftir því, að þessir sæbúar voru að masa saman — og það sem var enn furðulegra: Ég skildi allt sem þeir sögðu. Mér féllust alveg hendur og ég fór að hlusta í ofvæni á þetta und- ur. Ufsa-seiðin mösuðu ósköp líkt og við krakkarnir, svo ég hefði varla hlustað lengi á þau, en þá sá ég koma töluverða torfu af þyrsklingum og stút- ungum — svona eins og þar væru einir tveir bekkir úr barnaskóla og einn úr háskóla. Hópurinn synti hratt og fjör- lega inn lygnuna, upp með bryggjunni, „Heyrðu, Gaji, stendur nokk uð til — eða hvað erum við eig inlega að slóa hingað,“ heyrði ég eina stútungsdömuna segja við sinn næsta kavallei'a. — „Veiztu það ekki,“ svaraði sá, stimamjúkur, „það er væntan- legur hingað hálærður og víð- förull þorskur, til að halda fyrir lestur, og þetta þótti einna lík— legastpr staður til að hlusta á hann.“ Og ætlar hann svo ekki að vera „presis", sagði skvísan. „Ó, — þetta er svo frægur og tig- inn þorskur, að ekki má taka til þess“, sagði gajinn afsakandi. En þau höfðu ekki lengi beðið þegar höfðinginn birtist í eigin persónu, ekki var hann mjög stór, en þó hinn virðulegasti í öllu fasi. Hann var mjög út- eygur — enda hafði hann áreið anlega bæði hugsað og kafað djúpt. Með honum fylgdust álengdar þrír árennilegir stein- bítar, sem voru lífverðir hans. Hann bandaði aðeins við þeim með sporðinum, — og drógu þeir sig þá hæversklega í hlé. Síðan steig hann tígulega áfram upp á lága flúð, sem bar öllu hærra en söfnuðinn, virti hann fyrir nokkur tálkna-tök, en hóf síð- an mál sitt: „Virðulega samkoma. Ég þakka innilega þann heiður sem þið hafið sýnt mér, með því að boða mig hingað. Ég skyldi prísa mig sælastann meðal þorska, ef lærdómur minn og lífsreynsla mætti koma ykkur að nokkru gagni, í vanda ykkar. Veitir varla af því, þegar þið, kæru ungþyrski, hleypið nú bráðum heimdraganum, að brýna fyrir ykkur varkárni í hvívetna. „Vits er þörf þeim víða fer“ — en varkámi ekki síður. Ég hef all-víða verið, og þar af leiðandi kynnzt marg- víslegum hættum og örðug- leikum. U R Ég fæddist í Faxaflóa — og fékk fljótt að kynnast ýmsum hættum, en sem á sér, slapp og einhvemveginn frá þeim öllum, með heppni og nokkrum hygg- indum — þó oft munaði mjóu, að ég enti ævi mína í vargkjöft um. Mig bar austur á Selvogs- banka, og óx ég þar brótt úr þangi, innanum rángjarnan ruslara-lýð, sem ég slapp oft nauðuglega frá. Varð ég því snemma tortrygginn og sérvit- ur, einrænn og hirti lítt um troðnar slóðir. Þá var það einn dag, að ég heyrði hræðilega dunreið — og áður en ég gat áttað mig á þessu, kom veltandi með mikl- um hraða ógurleg fylking og stefndi beint á mig, þitta líktist mörgum steinhnullungum hlið við hlið, með stuttu millibili. Sá ég vísan dauða minn, ef ég yrði fyrir þessari skriðu, en hún var komin of nærri mér, til þess að ég gæti flúið. Þá bjargaði snar- ræðið mér, eins og oft fyrr og síðar. Ég skaust ofan í þrönga klettaskoru, sem hlífði mér alveg á meðan þessi fítons-fylk ing fór yfir — en hún ýmist marði undir sér eða hreif með sér fjölda af okkar þjóð, og veit ég ekkert um afdrif þeirra sem þar hurfu. Oft hef ég brotið kvarnir mínar um það, hvað komið geti ærlegum hnullung- um til að haga sér svo fólslega — en árangurslaust. Síðan hef ég alltaf hlustað vandlega eftir þessari dunreið, og verið fljót- ur að forða mér, þvert úr leið, ef ég hef heyrt til hennar ein- hversstaðar. Ur þessu færði ég mig austur í Meðallandsbugt, og undi mér þar vel um tíma — en einu sinni gjörði þar foráttu-brim, svo mig hafði nærri rekið á grunn, sem orðið hefði minn bani. Þá fékk ég og sand í tálknin, — sem er stór-hættulegt. Þá var það einu sinni þegar ég var upp við Grindavíkur- hraun, að ég sá nokkra gríðar- stóra þorska, fasta í einhverjum hálfósýnilegum vegg. Ég hafði nærri flanað í þennan voða, en lét þeirra víti mér að varnaði verða og synti varlega í burtu. Sá ég þá marga fiska fasta í samskonar ófögnuði, en tókst með gætni að þræða út úr þess- um háskalegu ógöngum. Næst hélt ég austur að Hval- bak, en þar var ekki friður fyr- ir hvalavörgum í stórum þvög- um, svo ég hélzt þar ekki við. Næst hvarf ég til Berufjarð- ar, þar var indælt að vera: nóg æti, rólegt, og mátulega hlýtt, en lítið um allan ránskap. En einu sinni þegar ég lá þar eitt friðsælt kvöld, ásamt nokkr um kunningjum, fann ég sting- andi sársauka í styrtlunni, rétt eins og í hana hefði rekizt karfabein — og með sama var ég dreginn af stað aftur á bak, upp — upp, hvernig sem ég streytist við. Það birti óður eft- ir því sem hækkaði, og ég vissi mér bráðan bana búinn, ef ég lenti upp úr sjónum, en þá rifn aði út úr styrtlunni — og örið ber ég enn. Aldrei vissi ég hver ósköp þetta voru. Við Austfirðina er gott að vera — nema hvað þar er hættu samt, sem víðar. Einu sinni var ég í ágætum félagsskap út af Norðfjarðareyjum þegar kom eitthvað óláns-lóð með langri rófu aftur úr, dettandi beirit ofan í hausinn á mér og meira en hálf-rotaði mig, á meðan ég var að jafna mig eftir höggið, sá ég að líka lá rófa niður úr lóðinu, sem kræktist í einn fé- laga minn, — og upp var hann dreginn með æmum hraða. Þá m'inntist ég atviksins á Beru- firði, og flúði í ofboði. Oft hef ég séð eitthvað líkt þessu, en alltaf veldur það mér sama hræðslu-hrollinum, hvenær sem ég sé það. Þó óvíða séu fegurri kórallar í broti eða fjölbreyttara skel- dýralíf en við Austfirði hafði ég þar ekki langa dvöl úr þessu. Einu sinni henti það mig inni á Þistilíirði, að grípa marhnút á grunnsævi, hann var með við- bragðsharðasta móti, og snerist svo, að gaddamir læstust í kok ið á mér, svo ég komst í mikla hættu. Ræð ég ykkur heldur til að forðast þá ókind — en að minnsta kosti, ef þið neyðist til að leggja ykkur hann til munns, að gleypa hann rétt, þ. e. að láta hausinn ganga á undan. Á Héraðsflóa er betra að koma ekki mjög nærri landi, því þar, eins og inn á Axar- firði og víðar, eru gráir, loðnir gráðugir Vargar, með tennur líkar og lífverðimir mínir, er betra að vara sig á þeim, því margur fiskur hafnar í maga þeirra. Einu sinni tók ég mig til að heimsækja frænda minn, sem var forstjóri norður á Heklu- banka, hafði mér verið tjáð að þar mundi vera helzt að leita frama. Hann hafði um sig mikla hirð stórra þorska, en þeir voru gráðugir og rángjarnir, svo ég var alls ekki óhultur fyrir því að þeir gleyptu mig — enda var ég ekki fullvaxinn þá. Hélt ég svo bráðlega þaðan. Á Grímseyjarsundi hefur mér (Framhald á blaðsíðu 7) ÝMSAR FRÉTTIR FRÁ BUNAÐARÞINGI MÁNUDAGINN þ. 20. febr. sl. var Búnaðarþing sett í Bænda- höllinni í Reykjavík. Formaður Búnaðarfélags ís- lands, Þorsteinn Sigurðsson, setti þingið með ræðu. í upphafi ræðu sinnar' minntist hann hins fallna foringja íslenzkra bænda, Steingríms Steinþórssonar, fyrr verandi búnaðarmálastjóra og alþingismanns, sem lézt nú á þessum vetri. Bað ræðumaður alla viðstadda að rísa úr sæt- um og votta hinum látna með því virðingu sína og þökk. í ræðu sinni gat form. nokk- urra mála, sem lögð yrðu fyrir þetta búnaðarþing og ylti það á nokkru fyrir íslenzka bænd- ur hvernig með yrði farið. Næst á eftir formanni flutti Ingólfur Jónsson landbúnaðar- ráðherra ræðu, og þar sem ræð ur þeirra form. Bún. ísl. og landbúnaðarráðherra komu bæði í útvarpi og dagblöðum, er ekki ástæða til að rekja efni þeirra hér. Þá var skipuð kjörbréfanefnd til að athuga kjörbréf búnaðar- þingsfulltrúa, vegna þess að kosning þeirra hafði farið fram á siðasta ári. Nefndin úrskurð- aði alla réttkjörna til setu á Búnaðarþingi næstu 4 ár. Þá var að síðustu skipað í nefndir, svo sem venja er til. Á fyrstu dögum Búnaðar- þings eru yfirleitt stuttir þing- fundir. Þá eru mál lögð fram og vísað til nefnda, sem að sjálf- sögðu taka jafnskjótt til starfa. Þegar þetta er skrifað hafa 3 mál verið afgreidd frú Búnaðar þingi. Stjórn Bún. fsl. hafði óskað eftir, að þeir Ásgeir L. Jónsson og Ólafur E. Stefánsson athug- uðu lög nr. 10 1952 um heimilis hjálp í viðlögum. Árangurinn af þeirri athugun varð frumvarp tií laga um vinnuaðstoð til bænda vegna sjúkdóma, slysa o. fl., sem stjórn Bún. ísl. lagði fyrir Búnaðarþing. Með lítilsháttar breytingum samþ. Búnaðarþing frumvarpið. Er fyrsta grein þess svohljóð- andi: Búnaðarsamböndum og hreppabúnaðarfélögum er heim ilt að starfrækja í umdæmum sínum vinnuaðstoð til bænda í viðlögum skv. lögum þessum. Hlutverk hennar er að veita bændum vinnuaðstoð, þegar sannað er með vottorði læknis, að aðstoðar sé þörf um stundar sakir vegna sjúkdóma, slysa eða dauðsfalla. Nýtist starfskraftar þeir sem ráðnir eru til aðstoðar skv. framansögðu ekki að fullu, er stjómum búnaðarsambanda eða búnaðarfélaga heimilt að veita hjálp, þó aðrar ástæður séu fyrir hendi. í frumvarpinu er ákvæði um að búnaðarsambóndum og bún- aðarfélögum er heimilt að gefa eftir hluta af greiðslu fyrir veitta aðstoð eða fella greiðslu alveg niður, þegar efnalítill bóndi á í hlut, eða aðrar sér- stakar ástæður eru fyrir hendi. Ríkissjóður endurgreiðir % þess halla, sem viðkomandi fé- lagsstofnanir verða fyrir af að- stoð þessari. ™ Frumvai-p til laga um breyt- ingu á umferðarlögum nr. 26 2. maí 1958. Frá n. d. Alþingis. í frumvarpinu er lagt til að unglingar yngri en 14 ára fái ekki, án ökuskírteinis, að aka dráttarvél við jarðyrkju og hey skaparstörf utan alfaravegar. Ályktun Búnaðarþings er svo hljóðandi: Búnaðarþing mælir ekki með samþ. frumvarpsiris. Hins vegar- mælir Búnaðarþing með að cft-‘ irlit með öryggisbúnaði dráttar véla verði aukið frá því, sem nú er. í greinargerð með ályktun- inni lítur Búnaðarþing svo á að- dráttarvélaslysin séu jafn tíð eða tíðari hjá fullorðnum en hjá unglingum og þá oftar á þjóð- vegum en heima á einstökum býlum. Að öðru leyti mundi samþykkt frv. stórlega skerða nýtingu vinnuafls landbúnað- arins. Norðurverk h.f. (Framhald af blaðsíðu 1) opnuð kom í Ijós, að tilboð Norðurverks h.f. var lægst, en við gerðum aðeins tilboð í lagningu vegarins á tveim ár- um fyrir ca. 33,9 millj. kr. — Annars voru tilboðin þessi: Á einu ári: Vegalagnir h.f. (Þingeyjarsýslu) Almenna krónur 43.299.723 byggingafélagið h.f. (Reykjavík) 40.230.667 Loftorka h.f. (Rvík) í áfanga A 19.584.843 Steingr. Felixson og fleiri í áfanga B 17.040.302 36.625.145 Á tveimur árum. krónur Almenna byggingafélagið h.f. (Reykjavík) 36.743.887 Vegalagnir h.f. (Þingey j arsýslu ) 36.457.425 Loftorka h.f. (Rvík) í áfanga A 18.651.016 Steingr. Felixson og fleiri í áfanga B 15.890.356 34.541.372 Norðurverk h.f. (Akureyri) 33.884.851 Ákveðið er nú að taka tilboði okkar og standa samningar nú yfir. Hvar liggur nýi vegurinn? Vegurinn á að liggja frá Þing eyingabraut við Laxamýri upp Reykjahverfi, víðast hvar með- fram gamla veginum, fram að Geitafelli síðan um Hólasand og að Grímsstöðum við Mývatn. Áætlað er að byrja vegalagn- inguna við Geitafell um 1. júní Erindi Búnaðarsamb. S.-Þing. um tollalækkun af snjóbílum og erindi Þórarins Kristjánssonar um eftirgjöf tolla af snjóbílum, vélknúnum snjósleðum og snjó beltum á dráttarvélar. Ályktun: Búnaðarþing felur stjóm Bún. Isl. að vinna að því að toll ur verði lækkaður eða niður felldur, sem hér segir: 1. Tollar af snjóbílum, sem læknishéruð hafa keypt á tveim : ur sl. árum og kaupa framvegis, verði eftirgefinn að fullu, 2. Tollur af vélknúnum snjó- sleðum verði lækkaður veru- lega og eftirgefinn að íullu upp rekstrarfél. eða sveitarfél., sem kaupa þá í því augnamiði að nota þá við fjárleitir á heiðum, þegar snjór er kominn. 3. Að tollur af snjóbeltum á dráttarvélar verði sami hundr- aðshluti af verði þeirra eins og er á vélunum sjálfum. K. G. og kísilvegurlnn í sumar og leggja þar ca. 2 km. kafla, en þar er yfir tvær ár að fara og blautar mýrar. Þegar því er lokið verður fengin rudd leið meðfram öllu vegastæðinu. Samtimis verður byrjað á undir byggingu vegarins við Gríms- staði og haldið niðuryfir Hóla- sand og lokið við veginn niður fyrir Geitafell. En á þann hátt naá notast við þessa leið vetrar- mánuðina. Síðara sumarið verður svo lokið við vegalagninguna í Reykjahverfi. Með hvaða tækjum verður verkið unnið? Þegar hafa verið ákveðin kaup á þrem stórum jarðýtum, fjórum 14 tonna vörubílum og þriggja rúmmetra uppmoksturs vél. Áætlað er að vélarnar verði látnar vinna í tuttugu tíma á hverjum sólarhring og aðra hvora helgi, í það minnsta bjart asta tíma sumarsins. Framkvæmdastjóri þessa verks hefir verið ráðinn Rolf Árnason tæknifræðingur. Aðrar framkvæmdir sem hugsað er til eru t. d. væntan- leg Laxárvirkjun, gerð ýmissa hafnarmannvirkja og áfram- haldandi vegalagnir. Dagur þakkar þesar upplýs- ingar. Q Akureyrartogararnir KALDBAKUR fór á veiðar 1. marz. SVALBAKUR seldi afla sinn í Hull 28. febrúar, 115 tonn fyrir 9022 pund eða 9.43 pr. kg. Væntanlegur heim á laugardags Írvöld. HARÐBAKUR seldi afla sinn í Cuxhaven 2. marz, 161 tonn fyrir 145.000 mörk eða 9.73. pr. kg. Hélt heimleiðis samdæg- urs. SLÉTTBAKUR seldi afla sinn í Grimsby 1. marz, 114 tonn fyrir 11092 pxmd eða 11.64 pr. kg. Væntanlegur á sunnudags- kvöld. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.