Dagur - 04.03.1967, Blaðsíða 7

Dagur - 04.03.1967, Blaðsíða 7
T DRAUMUR (Framhald a£ blaðsíðu 5.) liðið bezt á ævi minni — þar var á þeim árum ógrynni síld- ar, svo mig kitlar þægilega alla leið ofan í maga, þegar ég minn ist þeirrar fullsælu. Við lágum þarna nokkrir kunningjar í torf unum svo mánuðum skipti, og þurftum ekki annað að gjöra en gleypa og melta —og mikið fór okkur fram. En allsstaðar eru hættur. Einn góðan dag vissi ég ekki fyrr til en torfan tók allt í emu að þéttast saman frá öllum hlið um, með ómótstæðilegu afli, þar til við ætluðum alveg að kremjast í þrengslunum. Ég var út við einhvern voðalegan vegg, sem kreppti svona óskiljanlega að. Allir, stórir og smáir börð- ust fyrir lífi sínu að reyna að ná andanum, ég var rétt að segja efst svo mörgum hefur liðið enn ver. En allt í einu rifnaði vegg- urinn, svo við sluppum úr þess- ari skelfilegu písund — en þá var óhugnanlegur valur lemstr aðra og dauðra fiska, sem blasti við augum. Þannig endaði sú sæluvist, — og ég dróst burt dasaður og fullur viðbjóðs. Svona hélt ég áfram umhverf is landið, margt dreif á dagana: mai'gskonar ævintýri, sem með smá-tilbrigðum líktust þó oft einhverju því sem ég þegar hef sagt. Þá fór ég og að halda fyrir lestra, því fræðslu okkar er mjög ábótavant. Ég hef drepið hér á nokkrar hættur, sem ber að varast, — en því miður verður að játa og við urkenna að okkar vísindi þekkja ekki önnur ráð til bjarg ar, en að temja sér góða eftir- tekt, og vera fljótur að forða sér, ef háska ber að, sem þýðir aldrei að bregða hraðar við en svo, að hugsa fyrst hvað hyggi- -legt er að gjöra. Þá ber og held ur að varast að vera í miklu fjölfiski, því þar eru hættur meiri, að öðru jöfnu. Einn er sá háski sem ég enn hef ekki nefnt, en mætti þó allra sízt gleymast. Hann er sá, að nokkrir höfuðóra-þorskar eru farnir að impra á því, að ofan sjávar kunni að vera til miklu fullkomnai'a líf en okkar. Þetta er augljós fjarstæða, og ræð ég ykkur til að leggja það vel á minnið. Svo oft hef ég hprft á eftir kærum vinum mín um, sem með einhverjum dular fullum hætti hafa ærzt og strokkað sig upp úr sjónum, að ég veit að þeir eiga ekki aftur- kvæmt — hvað sem af þeim verður. Þið vitið það sjálf, að þið missið andann ef þið rekið höfuðið upp úr vatninu, því ræð ég ykkur endregið til að halda ykkur við það sem þið sjáið sjálf, en láta alla draumóra eiga sig, og trúa staðfestum niður- stöðum vísindanna. Nú hef ég í hyggju að fara til Grænlands og Nýfundnalands í fyrirlestraferð. Mig hefur líka lengi langað til þess að víkka dálítið sjóndeildarhring minn — þó varla sé allt full-kannað enn hér við land — en máske að gef ist tóm til þess síðar“ —. Sólin vai'paði brennheitum geislum á lognsléttan hafflötinn á grunnsævinu. Fræðarinn þok aði sér því smásaman í skugg- ann af bryggjunni, eftir því sem hún hækkaði á lofti, en til- heyrendur hlustuðu svo fjálg- lega, að þeir gáfu sér varla tóm til þess að anda —. Ég rakti gætilega úr færinu mínu, beitti gimilegum lifrar- broddi lét hann síga varlega nið ur, rétt framan við æruverðugt nef fræðarans og blakaði hon- um þar örlítið til. Mörgum boð anda menntá og vísinda hefur orðið full-örðug freisting að sjá góðan bita, vera má að fræðar- inn hafi verið farinn að þorna í kverkum, eftir langa og snjalla tölu. Svo mikið er víst, að hann greip bitann, og renndi honum niður í vetfangi. Því, sem næpt gjörðist, er örðugt að lýsa svo að það veri nema svip- ur hjá sjón: Ongullinn kræktist einhversstaðar í maga þorsks- ins, hann tók ógurlegt viðbragð með busli og boðaföllum, svo tilheyrendurnir flúðu skelfdir í EINAR „ríki“ skrifar um bjart- sýna stjómmálamenn og „bein“ í viðreisnarboðskapnum í þætti sínum „Úr verinu“ í Mbl. 26. febr. sl. Kemst hann m. a. svo að orði: „Nú fara kosningar í hönd, og þá eru stjórnmálamennirnir bjartsýnir. Háttvirtir kjósendur vilja ekki, að fjandinn sé málað sitt undir velgengni atvinnulífs- ins og þjóðarbúsins í heild. Þeir þurfa að hafa stöðuga, vel borg aða atvinnu, þeir standa ef til vill í stórræðum, svo sem hús- byggingum og mega ekki við neinum skakkaföllum af völd- um samdráttar og kreppu. Og auðvitað hlýtur hver ríkis allar áttir eins og laufblöð fyrir stormi. Seglgarnið skarst inn í höndina á mér — en ég ætlaði ekki að sleppa, hvað sem taut- aði. Maginn togaðist að hálfu út um gin fræðarans, og hann lamdi með sporðinum sjóinn í freyðandi löður — en þá réttist öngullinn og þorskurinn slapp. Ó, — þeir bannsettu, skít- deigu grásleppu-önglar. Þeir hafa margt forboðið orð lokkað út úr ungum og óheppnum veiðimönnum, — en sem betur fer, eru þeir eilíflega horfnir í tímans haf. Þegar slaknaði á spennu auga bragðsins, fann ég fyrst hve sárt mig sveið í höndina undan seglgarninu, — og við það vakn aði ég, enn í hálf-gjörðu upp- námi. O,—jæja. Það veitir líklega varla af því, að þessi áhuga- sami fræðari fái að halda áfram að upplýsa eitthvað sína þjóð, þegar frónskir fiskimenn ferð- ast vítt um heim, til þess að kenna vanþróuðum þjóðum ný- tízku aðferðir við að hóp-veiða alsaklausa þorska, sem eru viss ir um að ekkert æðra líf sé til ofar vatnsborði — og eru sælir í sinni trú. Og mikið hljótum við einnig að vera sælli en ella, og ánægð ari með okkar jörð, þegar við höfum það skýrt staðfest af vís- indunum, að hún sé hin göfug- asta stjarna í alheiminum — og höfum það svo í bakhöndinni að geta sprengt hana í dust, ef við skyldum samt verða leiðir á henni. St. Rv. 24. 1966. Guðm. Þorsteinsson frá Lundi. stjórn, því oftast eru það þær, sem móta stefnuna, að miða að því að auka almenna velmegun. Það verður bezt gert með því að stuðla að velgengni atvinnu- veganna, auka framleiðsluna og framleiðnina eins og nú er sagt. Svo koma útgerðarmenn og fyrstihúsamenn og segja sínar sig ekki, freðfiskurinn falli í verði, tilkostnaðurinn vaxi og þeir séu í hinum verstu krögg- um. Hvað á almenningur að hugsa, þegar hann hlustar á hinn bjart sýna stjórnmálamann, sem sér alla vegi færa, og svo framleið- andann, sem ekki sér fram úr daglegum erfiðleikum. Fólk vill mega trúa því, sem óskhyggjan segir, en rekur sig óþyrmilega á staðreyndirnar, eins og stund um vill verða í lífinu. Allt getur verið tvíeggjað. Bjartsýni, sem ekki er raunhæf, getur verið varhugaverð. Hún ýtir undir kröfur og aukna verðbólgu, sem er stjói-nmálamönnunum öllu öðru erfiðara viðfangs. Almenn ingur verður því að taka full- yrðingar um áframhaldandi góð æri og svo aftur spádóma um kreppu eins og maður, sem fær fisk á diskinn sinn. Hann borð- ar fiskinn, en skilur beinin eft- ir.“ Þetta skrifar fyrrverandi vara þingmaður viðreisnarstjórnar- innar og lætur aðalmálgagn sitt birta. Orð hans eru hógvær, en „hnútur fljúga um borð.“ Q Eiginmaður minn, HALLDÓR SIGURGEIRSSON, fyrrv. bóndi, Öngulsstöðum, verður jarðsunginn frá Munkaþverárkirkju þriðju daginn 7. marz kl. 1.30 e. li. Þorgerður Siggeirsdóttir, PETRA SIGRÍBUR STEINDÓRSDÓTTIR, sem andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akurevri 1. þessa mánaðar, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 8. marz, kl. 13.30. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Sveinar Rósantsson. Um bjartsýna stjórnmalamenn ur á vegginn, og það- er- óskop '• farir ekki sléttar. Margir segja skiljanlegt. Þeir eiga margir allt þá vera með barlóm, þegar þeir kvarta undan, að útgerðin beri FRÁ kristniboðshúsinu ZION. Sunnudaginn 5. marz. Sunnu dagaskóli kl. 11 f. h. Samkoma kl. 8,30 e. h. Ingunn Gísla- dóttir hjúkrunarkona (kristni boði) talar. — Allir hjartan- lega velkomnir. BÆDNAKLÚBBSFUNDINUM, sem boðaður var mánudaginn 6. þ. m., verður frestað vegna veikinda Guðmundar Knut- sen, dýralæknis. KRISTILEGAR SAMKOMUR í Alþýðuhúsinu. Boðun fagnað arerindisins (Það sem var frá upphafi) I. Jóh., 1. — Sunnu- daginn 5. marz kl. 15,30 og fimmtudaginn 9. marz kl. 20,30. — Allir eru velkomnir. — John Holm. Calvin Cassel- man. KYLFINGAR! — Munið aðal- fundinn í Sjálfstæðishúsinu^ (litla sal) kl. 4 í dag (laugar- dag). — Stjórnin. MINNINGARSPJÖLD Kven- félagsins Hlífar verða fram- vegis seld í Bókabúðinni Huld og hjá Laufeyju Sig- urðardóttur. BRIDGEKLÚBBUR F.U.F. — Þriðja og síðasta umferð tví- menningskeppninnar fer fram að Hótel KEA n.k. sunnudag og hefst kl. 2 e. h. SAMKOMA að Sjónarhæð n.k. sunnudag kl. 5 e. h. Stuttorð- ar skýringar á Daníelsbók. — Allir velkomnir. Sæmundur G. Jóhannesson. TRYGGING ER NAUÐSYN FERDA-OG FARANGDRS IRYGGING eitt simtal og pér eruð tryggður ALMENNAR TRYGGINGAR f HAFNARSTRÆTI 100 AKUREYRI SÍMI 11600 ÞINGEYINGAFÉLAGIÐ, Ak- ureyri. Félagsvist að Bjargi föstudaginn 10. marz n. k. og hefst kl. 20,30. Skemmtiatriði. Allir velkomnir. — Nefndin. SKÓLASKEMMTUN verður í Oddeyrarskólanum í dag og á morgun. — Þar verður til skemmtunar: Kórsöngur, leik sýningar, barnadansar, hljóð- færaleikur, fimleikar o. fl. SLYSAVARNAKONUR, Akur eyri. — Munið aðalfundinn í Alþýðuhúsinu þriðjudaginn 7. þ. m. kl. 8,30 e. h. — Mætið vel og stundvíslega og takið með ykkur kaffi. — Stjórnin. ST.-GEORGSGILDHE). Fundur í Völubóli, 6. marz kl. 20,30. - Rannsóknar krafizt (Framhald af blaðsíðu 4). séð við nánari athugun, að ásakanir hans hefðu ekki við rök að styðjast, þar sem þeim var ekki hreyft meira að sinni. Það hefur nú gerzt, að nú« verandi utanríkisráðherra virðist hafa tekið þessar órök studdu fullyrðingar fyrir- rennara síns alvarlega og fært þær fram sem afsökun fyrir því, að hann hefur ekki haft það samstarf við utan- ríkismálanefnd, sem lög gera ráð fyrir. Jafnframt eru stjórnmálablöð farin að byggja á þessum fullyrðing- um árásir á utanríkismála- nefnd eða a. m. k. á suma þá menn, sem þar hafa átt sæti. Þar sem hér er beint að þing mönnum þungum ásökun- um um brot á trúnaðarskyld- um, hefur Þórarinn Þórarins son, alþm. og ritstjóri, nú flutt í neðri deild Alþingis tillögu til þingsályktunar um að deildin kjósi, samkv. 39. gr. stjórnarskrárinnar, nefnd alþingismanna til að fram- kvæma rannsókn á því, hvort ásökun fyrrv. utanríkisráð- herra hafi við rök að styðj- ast þanig, að utanríkismála- nefndarmenn hafi gert sig seka um trúnaðarbrot í utan- ríkisráðhenatíð hans. ný sending. FERMINGARKÁPUR í úrvali. MARKAÐURINN SÍMI 1-12-61

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.