Dagur - 08.03.1967, Page 1

Dagur - 08.03.1967, Page 1
HOTEL Herbergis- pantanir. Ferða- skriístoían Túngötu 1. Akureyri. Sími 11475 L. árgangur — Akureyri, miðvikudaginn 8. marz 1967 — 18. tbl. Ferðaskrifsfofan Túngötu 1. Sími 11475 Skipuleggjum ódýrustu ferðirnar til annarra landa. Sendlar með vörurnar á bakinu Siglufirði 7. marz. Hér er nú kominn svo mikill snjór að að- eins er bílfært um aðalgötuna og á sumum stöðum eru göng grafin að dyrum húsa. Sendlar verzlana verða að bera vörurn- ar á bakinu heim til húsmæðr- anna. Skaflar eru víða á aðra mannhæð. Allt er slétt yfir að líta, skíðafæri ágætt Skíðamót íslends vei’ður hér um páskana og verður þá ef- laust margt um manninn. Hafliði fandaði nýlega sæmi- lega góðum afla af heimamið- um og er væntanlegur í kvöld eða á morgun með afla á ný. J. Þ. HÁKÁRL VEIDDURI VOPNAFiRDl Ytri-Nípum 6. marz. Hákarla- veiðar hófust hér á Vopnafirði fyrr en undanfarin ár, eða í febrúar. Þrjár trillur lögðu þá línur sínar en alls munu sex trillur stunda þessar veiðar héð an í vetur. Þetta eru bátar af stærðinni 2.5—8 tonna. Hver bátur hefur 3—4 línur, en á hverri línu eru 9—11 krókar. Bezta beitan er selur, úldinn eða nýr. Hákarlamiðin eru hér úti í fjarðarmynninu, um tveggja klukkustunda stím og lengra þó þegar á líður, því þá BATUR FRA SÚÐAVÍK FÓRST VÉLBATURINN Freyja frá Súðavík fórst í fiskiróðri, með' fjögurra manna áhöfn, 1. marz. Þeir sem fórust voru: Birgir Benjamínsson, form., Jón Lúðvík Guð- mundsson, Páll Halldórsson og Jón Hafþór Þórðarson. □ færir hákarlinn sig utar. Nú þegar hafa veiðzt 10 hákarlar og eru menn bjartsýnir um góða veiði, ef sæmilega gefur á sjóinn. Og ekki hefur markað- inn vantað. Sjómenn verka há- karlinn sjálfir. Áður var hákarl inn veiddur vegna lifrarinnar, en nú er minna um hana hugs- að. Ekki er róið til fiskjar og fá menn helzt rauðsprettu í soðið, sem veidd er í Núpslóninu í net undir ísnum. Hrognkelsi er í þessum lónum þegar lengra líður á veturinn. En lón þessi eru annars þekktári af laxi, er þar gengur , og upp í Vestur- dalsá og svo silungi, sem þar er oft mikið af. Þ. Þ. Tveir slökkviliðsbílar á hafnarbakkanum er eldurinn kom upp í Jóni Kjartanssyni. (Ljósm.: E. D.) Eldur í fiskiskipinu Jóni Kjart- anssyni frá Eskifirði UM kl. 15 á mánudaginn kom upp eldur í hinu góðkunna fiski skipi, Jóni Kjartanssyni fi’á Eskifirði, þar sem það lá við Torfunefsbryggju. — Nokkrar skemmdir urðu í vistarverum áhafnar áður en slökkviliðið réði niðurlögum eldsins. f fyrrinótt brann bærinn Bakki í Glerárhverfi til kaldra kola. Fólk var þaðan flutt fá- um dögum áður, en húsið var þó hitað upp. Slökkviliðið og lögregla kom á staðinn. Vegur þangað var þungfær. Vatn náð- ist ekki. Hús það, er hér rnn ræðir, var lítið og nokkuð við aldur og stóð norðan Glerár litlu ofar en gamla rafstöðin. (Frá lögreglunni.) FJÖGURRA HREPPA SKÖLIA FLJÖTSDALSHÉRAÐI NÝJA BENSINIÐ í FYRRADAG hófst sala á hinu nýja 93 oktana benzíni. Gamla benzínið var með oktantöluna 87. Samtímis hækkaði benzín- Verðið um 35 aura lítrinn, en sú verðhækkun á að vinnast upp með betri nýtingu. Q SVEITARFÉLÖG hafa á síðari árum og á ýmsum stöðum haft samvinnu um úrlausn í fræðslu málum, stundum tvö eða jafn- vel nokkur. Laugalandsskóli á Þelamörk er dæmi um eyfirzka samvinnu í þessu efni og komu fjórir hreppar þar upp myndar legum heimavistarbai-naskóla. Austur á Héraði, í hinum víð fræga og fagra Hallormsstaða- skógi, var í sumar risin ný og mikil bygging, heimavistar- barnaskóli fyrir fjóra hreppa, Valla-, Skriðdals-, Fljótsdals- og' Fellahreppa. Þar hófst kennsla 12. janúar nú í vetur. Skólastjóri er Guðjón Jónsson frá Hólmum í Reyðarfirði. Staðurinn er undrafagur. Þar nærri er húsmæðraskóli, reist- ur 1930, og þar er líka gamall bóndabær, Hallormsstaður, og auk þessa þrjú íbúðarhús og á Mörkinni er aðsetur starfs- manna skógræktar ríkisins. — Hallormsstaðaskógur veitir skjól, sem aðrir skólastaðir njóta ekki hér á landi. Og hann eflir trú allra, er þangað koma, á gróðurmoldina og lífsmátt trjánna. Trén tala til manna á því máli, sem ekki verður mis- skilið. Ég kom í sumar í Hallorms- staðaskóg, en hafði komið þar áður svo mér kom skógurinn ekki ókunnuglega fyrir sjónir. Mér gafst tími til að virða fyrir mér vöxt barrtrjánna frá síð- ustu heimsókn. Vera má, að það sé tilgangslítið að skrifa um Vðxandi kosningahrollur í Sjálfstæðismönnum syðra Hafa fengið ofnæmi fyrir útvarpsþáttum NÚ í VETUR hefur Ólafur Grímsson frá ísafirði, ungur maður, háskólamenntaður, haft á hendi stjórn á nýjum útvarpsþætti sem nefndur er Þjóðlíf. Eru þetta viðtöl við fólk á ýmsum aldri og úr ýms um stéttum og hafa þau yfir- leitt mælzt vel fyrír. Einn þessara þátta var tek- inn á segulband í Vestmanna- eyjum og þar rætt við útvegs- menn og sjómenn. Eftir flutn ing þess þáttar bar það til tíð- inda að ritstjórar Morgun- blaðsins stukku upp á nef sér og réðust með ofstopa á Ólcif Grímsson. ‘Sögðu hann vera Fl-amsóknarmann og hafa sýnt pólitíska hlutdrægni við upptöku Vestmannaeyjarþátt arins. Héldu því þó fram í öðru orðinu að þáttur þessi hefði verið ríkisstjórninni til framdráttar. Síðan hefur Morgunblaðið lagt Ólaf Gríms son í einelti svo furðu hefur vakið. Nú nýlega átti svo stjórn- andi þáttarins tal við fimm lækna og einn stjórnarráðs- fulltrúa um heilbrigðismál. Var þar meðal annars rætt um Slysavarðstofuna í Reykja vík, en þegar til kom bannaði meirihluti útvarpsráðs að flytja heilbrigðismálaþáttinn í útvarpinu á tilsettum tíma. Út af þessu hafa orðið miklar umræður í Reykjavíkurblöð- unum. Læknamir fimm og stjórnarráðsfulltrúinn hafa birt mótmælagreinargerð í blöðunum og andmælt ásök- unum Morgunblaðsins á Ólaf Grímsson, að því er þennan þátt varðar. En ritstjórar Morgunblaðs- ins sitja við sinn keip, segja a'ð Ólafur Grímsson sé „launaður erindreki Framsóknarflokks- ins“ til þess settur að „brjóta hlutleysi útvarpsins". Er Morgunblaðinu þetta naumast sjálfrátt, og gizka menn á að kosningahræðsla valdi þeirri taugaveiklun sem hér er sýni- lega á ferðum. Manni verður á að spyrja: Eru ekki útvarpsráðsmennim- ir þrír, sem bönnuðu lækna- þáttinn, launaðir erindrekar stjórnarflokkanna? Og er for- maður útvarpsráðs, Benedikt Gx’öndal, ekki launaður i’it- stjóri hjá Alþýðuflokknum? Er útvarpsráðsmaðurinn Sig- urður Bjarnason ekki launað- ur ritstjóri hjá Sjálfstæðis- flokknum? Er útvarpsráðs- maðurinn Þorvaldur Garðar Kristjánsson ekki launaður framkvæmdarstjóri Sjálfstæð isflokksins? Hvað geta svo þessir menn (Framhald á blaðsíðu 2). þann skóg, nema sem hvatningu til fólks um að koma þar og sjá. Á hæð einni ofan við húsmæðra skólann sézt vel yfir mikinn hluta skógarins, og skólastað- irnir blasa við. Niður við Lagar fljót er Atlavík með sína sér- stæðu fegurð. Nær miðju skóg arins er gróðrarstöðin. En á meðan björk og barrviðir sofa vetrarsvefni í Hallormsstaða- skógi, nema húsmæðraefni nyt- söm fræði í sínum skóla og börn in undirstöðu almennrar mennt unar í nýja skólanum. Nemend- ur beggja skólanna njóta að hluta tilsagnar sömu kennara og getur farið vel á því þar sem skólar eru í nábýli. Börnin eru um 70 talsins í þessum fjórum (Framhald á blaðsíðu 2.) IÍVÖLDVERÐAR- FUNDUR FUF FUF Á AKUREYRI heldur kvöldverðarfund n.k. föstudag að Hótel KEA og hefst hann með borðhaldi kl. 7.30 e. h. Um ræðuefni fundarins verður „Málefni Norðurlands". Frum- mælandi verður Áskell Einars- son frá Húsavík. Að lokinni framsöguræðu verða frjálsar umræður. Félagar eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. □

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.