Dagur - 08.03.1967, Blaðsíða 7

Dagur - 08.03.1967, Blaðsíða 7
7 - í HEIMASVEIT HELGA MAGRA (Framhald af blaðsíðu 5) Holtsseli. Á Finnastöðum býr Ketill Guðjónsson og á nýbýl- inu Árbæ býr Óttar Ketilsson. í Hraungerði býr einsetumaður inn Ólafur Kristjánsson, Ytra- felli Jón Kristinsson og er það nýbýli, en á Möðrufelli býr Ingvar Kristinsson. Á Gils- bakka býr Jóhannes Jakobsson og á nýbýlinu Árbakka Ólafur Jakobsson og erum við þá komnir á leiðarenda. Ekki sakar að geta þess hér að lokum, að flestir karlmenn í bændastétt eiga bæði konu og afkomendur þótt ekki sé þeirra getið hér, og margar konur koma við sögu í opinberu fé- lagslífi, menningar- og líknar- málum nú, eins og ætíð áður, allt frá því að Grundar-Helga skóp sér sess í eyfirzkri sögu. Og um afkomendurna er það fyrst og fremst að segja, um leið og velfarnaðaróskir til fólksins alls eru fram bornar, að þeim er þörf að skilja snemma þá gæfu, að vera bornir til arfs og starfs í einu fegursta og veðursælasta héraði landsins, þar sem feður og mæður hafa unnið dyggilega fyrir framtíð þeirra. E. D. iiíliiiiiisiiil -LANDSMÁLAÞATTUR (Framhald af blaðsíðu 5.) áherzlu á iðnað, sem hafði verið lítið rekinn þar áður. Það átti fyrst og fremst að stuðla að upp byggingu varanlegra atvinnu- tækja, og vörur, framleiddar til útflutnings eða til að spara inn flutning, áttu að sitja fyrir. Þá er næst að geta þess, að Norður-Noregsáætlunin var framkvæmd, og þegar tímabili fyrstu áætlunarinnar var lokið, voru árar ekki lagðar í bátinn, heldur var starfið fært út og stofnaður nýr sjóður, sem hafði allt landið að umdæmi og nefn- ist „Distriktenes utbyggnings- fond“, og starfar alveg eftir sömu línum. Síðan hefur starf- inu verið haldið áfram og ríkið séð um, að aldrei skorti fé til stuðnings við þá, sem eitthvað vilja leggja á sig til uppbygg- ingar í héruðunum. Mikið af fjármagni sjóðsins fer ennþá til Norður-Noregs, en auk þess til fjölmargra hér- aða, einkum í Norður-Þrænda lögum og Suður-Þrændalögum og Vestanfjalls. Öll landsfylkin, 18 að tölu, hafa fengið einhvern TIL SÖLU: WILLY’S JEPPI, árg. 1946. Uppl. í síma 2-13-26. TIL SÖLU: VOLVO AMAZON, árg. 1964. Uppl. í síma 1-16-00. TIL SÖLU: CITROEN, árg. 1946. Selst ódýrt. Uppl. í síma 1-24-24. TIL SÖLU: Jeppabifreiðin A—1360, árg. 1942. Uppl. í síma 1-10-82 á daginn og 2-14-27 á kvöldin. TIL SÖLU: CONSUL CORTINA, árg. 1965. Uppl. í síma 1-20-68. Gunnar Lórenzson. gullbrúðkaupsdegi okkar 3. þessa mánaðar, © styrk, en borgarfylkin tvö, Oslo og Bergen, engan. Af framansögðu er það ljóst, að Norðmenn hafa snemma gert sér ljósa grein fyrir vanda málum byggðanna og hérað- anna, sem liggja fjarri þeim miðstöðvum, sem fjármagn og fólk leitar til. Þeir líta á það sem eðlilegan hlut, að öll þjóðin kosti þær að- gerðir, sem nauðsynlegar eru til að spoma við byggðaeyð- ingu og þeir líta svo á, að þeim peningum sé vel varið frá þjóð- hagslegu sjónarmiði. Norðmenn létu heldur ekki sitja við orðin tóm, heldur hóf ust handa og tóku myndarlega á málunum. Þetta ættu íslendingar að kynna sér vel og rækilega, og mætti þá vera, að það breytti hugsunarhætti þeirra að ein- hverju leyti. Eiginkona mín, JÓNA SIGURLÍNA ALFREÐSDÓTTIR, sem andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akurevri 5. þessa mánaðar, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju laugardaginn 11. marz kl. 13.30. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. I»ór Árnason. Innilegt þakklæti til allra hinna mörgu, nær og fjær, er sýndu samúð og vinarhug með þátttöku, kveðj- um og minningargjöfum við andlát og útför JÓNÍNU JÓNSDÓTTUR frá Sunnulivoli, Dalvík, er lézt hinn 25. febrúar síðastliðinn. Börn og vandamenn. OKiflaMOMWSðflMwtMeesaai £ ••• \ © Öllum peim konum og körlum, nœr og jjccr, sem f * árnuðu okkur heilla og glöddu okkur á marguislegan ^ ® /7/7/7 n 1 * I- fcerum við hjartanlegustu palikir og biðjum ykkur allr- | © ar blessunar. X I HREFNA GUÐMUNDSDÓTTIR, | © BERNHARÐ STEFÁNSSON. t | 1 NOTUÐ ELDAVEL óskast til kaups. Tilboð leggist inn á afgr. blaðsins, merkt eldavél. Kaupum HÆNUR til lógunar, 2 ára og yngri Vel jum úr hænur, sem ekki eru í varpi, ef um verulegt magn er að ræða. Benni Jensen, sími 1-23-89, Víkingur Guðmundsson, Grænhól, sími um 02. Skagfirðingafélagið Akureyri. SPILAKÖLD í Sjálfstæð- ishúsinu (Litla sal) föstudaginn 10. þ. m. ikl. 20.30. Dans á eftir. Nefndin. FÉLAGSVIST og DANS í Alþýðuhúsinu föstudag- inn 10. marz kl. 8.30. Húsið opnað kl. 8. Geislar íeika. Skemmtiatriði. Allir velkomnir án áfengis. S. K. T. G. á frúr og eldri konur, stærðir 42—48 SOKKAR með silfur- og gullþræði Fyrir fermingarstúlkurnar: KÁPUR - KJÓLAR UNDIRKJÓLAR SLÆÐUR og HANZKAR MARKAÐURINN SÍMI 1-12-61 □ RÚN .-. 5967387 = Frl. I. O. O. F. 1483108Í4 I. O. O. F. RB. 2 - 1153881/2 — I SAMEIGINLEG guðsþjónusta fyrir Akureyrar- og Lög- mannshlíðarsóknir verður í Akureyrarkirkj u n.k. sunnu- dag kl. 2 e. h. Biskupinn, herra Sigurbjörn Einarsson predikar. Sálmar: 579, 25, 43, 23, 675. Sóknarprestar. MÖÐRU V ALL AKL AU STURS- PRESTAKALL (allar sókn- ir). Kirkjukvöld verður í Möðruvallakirkju n.k. sunnu dag kl. 9. Þar mun biskupinn, herra Sigurbjörn Einarsson, flytja ræðu. Gunnar Rafn Jónsson, nemandi í MA, seg- ir frá námsdvöl í Bandaríkj- um Ameríku á vegum kirkj- unnar og sýnir litskugga- myndir. Þá verður fjölbreytt ur söngur undir stjórn Birgis Helgasonar. — Sóknarnefnd og sóknarprestur. SUNNUDAGASKÓLI Akur- eyrakirkju er á sunnudaginn kemur kl. 10.30 f. h. Þá talar biskupinn herra Sigurbjörn Einarsson við börnin. Mætið vel og -stundvíslega. Sóknar- prestar. KRISTILEGAR samkomur í Alþýðuhúsinu. Boðun fagn- aðarerindisins (Það sem var frá upphafi) I. Jóh., 1, — fimmtudaginn 9. marz kl. 20.30 og mánudaginn 13. marz kl. 20.30. Allir eru velkomnir. John Holm. Calvin Cassel- man. FILADELFÍA, Lundargötu 12. Samkomur verða þrjú kvöld í röð: Miðvikudag, fimmtu- dag og föstudag (8.—10. marz), kl. 8.30 alla daganá. Ræðumaður á samkomunum verður Afríkukristniboðinn Gunda Liland, sem starfað hefur við kristniboð í Swazi- landi í 32 ár. Allir eru vel- komnir á þessar samkomur meðan húsrúm leyfir. Fíladel fía. CALVIN CASSELMAN og JOHN HOLM tala á samkom unni á Sjónarhæð sunnudag- inn 12. marz kl. 5 e. h. Mikill söngur. Allir velkomnir. AKURE YRING AR! | Kynningarsamkoman 'sem átti að verða 25. febrúar en féll niður vegna veðurs, verður n.k. laugardag 11. þ. m. í Kristni- boðshúsinu ZION. Komið og kynnist starfsemi Gideonsfé- lagsins. Allir velkomnir, kon- ur og karlar. Aðalræðumaður verður Ólafur Ólafsson kristniboði. — Gideonsfélagar Akureyri. KVIKMYNDASÝNINGAR fyr ir börn úr Sunnudagaskóla Akureyrarkirkju í kirkju- kapellunni: Fimmtudag kl. 5 e. h. stúlkur á 13. bekk og aftar í kirkjunni beggja meg- in. Föstudag kl. 5 e. h. dreng irnir allir. Sóknarprestar. GÓUGLEÐI. Húnvetningafélag ið á Akureyri heldur sína ár- legu góugleði í Alþýðuhúsinu nk. laugardag. Sjá augl. í blaðinu í dag. FRÁ Styrktarfélagi vangefinna. 10.000 kr. peningagjöf frá St. Sig. á Dalvík. — Með þakk- læti móttekið. — Jóhannes Óli Sæmundsson. HJÓNAEFNI. Nýlega opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Droplaug Eiðsdóttir, Þúfna- völlum, Hörgárdal, og Hjör- leifur Halldórsson, ' Steins- stöðum, Öxnadal. FRÁ SKOTFÉLAGI AKUR- EYRAR. Námskeið það, í meðferð skotvopna og skot- fimi, sem féll niður um dag- inn, fer fram um næstu helgi í Gagnfræðaskólanum kl. 2 e. h. á laugard. og í Iþrótta- skemmunni kl. 9—12 fyrir hádegi á sunnud. Þátttaka óskast tilkynnt stjóm Skot- félagsins. — Sjá frétt á bls. 2 í blaðinu í dag. FUNDUR verður haldinn í Hjúkrunarkvennafélagi Ak- ureyrar í Systraseli mánu- daginn 13. marz kl. 21.00. HNÍFSDALSÖFNUNIN. — Kr. 1000 frá S. J. Beztu þakkir. Birgir Snæbjörnsson. I.O.G.T. st. Brynja nr. 99 hefur skemmtikvöld að Bjargi fimmtudaginn 9. marz kl. 8.30 e. h. Fjölbreytt skemmti- atriði. Góðar veitingar. Hljóm sveit. Aðgangseyrir 50.00 kr. Félagar! Takið með ykkur gesti. Æ. t. FRÁ Þingeyingafélaginu. Mun- ið spilakvöldið að Bjargi föstudaginn 10. marz nk. kl. 20.30. Fjölmennið. Nefndin. #LIONSKLÚBBUR AK- UREYRAR. — Fund- ur í Sjálfstæðishúsinu fimmtudaginn 9. marz kl. 12,00. FRÁ ÞÝZK-ÍSLENZKA FÉ- LAGINU. Kvikmyndasýning í Geislagötu 5, 3 hæð, föstud. 10. þ. m. kl. 9 e. h. Sýndar verða fréttamyndir, mjög falleg litmynd um fiskveiðar og iðnað, knattspyrnuþjálfun og leikkaflar. Félagsmenn! fjölmennið og takið með ykk ur gesti. Stjómin. FRÁ SJÁLFSBJÖRG. Eins og áður hefur ver ið tilkynnt, hyggjast Sj álf sbj argarf élög á Norðurlandi efna til Danmerkurferðar á vori kom ándi. Margir hafa þegar látið skrá sig til þátttöku, en þó eru enn allmörg sæti laus. — Er því hér með skorað á alla þá aðalfélaga, sem hug hafa á að taka þátt í ferðinni að hafa hið fyrsta samband við ein- hvern stjómarmeðlima. Enn- fremur verður styrktarfélög- um gefinn kostur á þátttöku, og er þess óskað, að þeir, sem áhuga hafa, hafi samband við stjórnina eigi síðar en fyrir 15. marz. — Sjálfsbjörg Akur eyri. LESTRARSKÓLINN Glerár- hverfi. Nýtt námskeið hefs.t 13. marz. TUNGUMALANAM! Tek að mér að leiðbeina byrjendum í ensku, dönsku og þýzku. Uppl. í síma 1-23-84 eftir kl. 4 á fimmtudag og föstudag.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.