Dagur - 11.03.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 11.03.1967, Blaðsíða 1
HCXTEL H»r bor gis-pantanir. B ^m Forða- Vivi^pbS skrlfstofan Túngötu 1. ¦fl^pl m^títírjB Akureyri. Sími 11475 L. árgangur — Akureyri, laugardaginn 11. marz 1967 — 19. tbl. r * I "f 1 f Túnqölu 1. Feroaskrifstofansín.MMTs Skipuleggjum ódýrustu ferðirnar til annarra landa. ÞINGEYSKUR SNJOR ERHVÍTASTUR Ófeigsstöðum, Kinn, 9. marz. í dag skein vetrarsól yfir hvíta jörð og mikið fannfergi. Nú er ekki sólskins skúra blæja held- ur frost og harðindi. En snjór- inn er hvítari hér í Þingeyjar- sýslu en nokkur annar snjór, svo talað sé á þingeyska vísu. • Fyrir fáum dögum áttu gull- brúðkaup hjónin Klara Arn- grímsdóttir og Marteinn Sig- urðsson Yztafelli. Þann dag var versta veður, nær ófært um sveitina og auk þess stórhríðar- spá. En hjónin gerðu sér samt dagamun, því að þau gáfu ung-- mennafélagi sveitarinnar mynd arlega peningagjöf í tilefni dags ins. Það hefur sett niður geysi- » Guðjón Einarsson tók þessa mynd af brunanum niikla í Lækjargötu í gærmorgun mikinn snjó í logni. í gær var erfitt bílfæri og svo blindað að menn óku útaf. En nú eru komn ar slóðir, stórum bílum sæmi- legar. B. B. */*viv^sr*/sVN/\/*^yv^>/v*v^/"síN/^vrf-^v ÁHUGI Á RÆKJUVINNSLU Á SAUÐÁRKRÓKI Sauðárkróki 10. marz. Hér hef- ur verið skíðanámskeið sem hófst á laugardaginn fyrir börn á aldrinum 7—12 ára og er á vegum æskulýðsnefndar ung- Listi Alþýðu- bandalagsins LISTI Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra var birtur í gær. Listann skipa þessir menn: Björn Jónsson, Hjalti Haralds son, Benoný Arnórsson, Sveinn Júlíusson, Gunnar Eydal, Freyr Bjarnason, Angantýr Einars- son, Páll Árnason, Hörður Adólfsson, Sveinn Jóhannesson, Þór Jóhannsson og Tryggvi Helgason. Q mennasambandsins og Tinda- stóls. Mikil þátttaka er í nám- skeiðinu og munu 80—100 börn sækja það. Næsta laugardag hefst einnig skíðanámskeið á Hofsósi á vegum æskulýðs- nefndar óg Höfðstrendings. Bátar eru að byrja að leggja netin núna og er fyrsta um- vitjun í dag. Forsvarsmenn Fiskiðju Sauðárkróks og verka kvennafélagsins Öldunnar flugu í gær til Hólmavíkur til þess að kynnast af eigin raun rækjuvinnslu. En hér er mikill áhugi fyrir þessari grein og hef ur Fiskiðjan hér verið með til- raunir í því sambandi og rækj- an þá flutt af Húnaflóamiðum á bílum frá Hvammstanga. — Vænta Sauðárkróksbúar þess að hér takist vel til, og að þetta kunni að bæta eitthvað úr því tímabundna atvinnuleysi sem hér er. St. G. í GÆRMORGUN kom upp eldur í Lækjargötu 12 í Reykjavík og var slökkviliðið kallað út kl. 5.28, og síðan slökkviliðið á Reykjavíkurflugvelli. — Dagur leitaði upplýsinga um brunann hjá Rúnari Bjarnasyni slökkviliðs- stjóra og sagðist honum efnilega svo frá: Kvaðningin kom frá lög- reglunni og varð strax ljóst að um mikinn eldsvoða væri að ræða og var allt varaliðið þegar kallað á vettvang. Eldurinn var í Lækjargötu 12, tveimur samstæðum timburhúsum A og B. Lækj argata 12 var alelda þegar slökkviliðið kom á staðinn -SSÍS5SSÍÍS5ÍSSS4SÍSSÍSSS5ÍS i Stórbruni í Reykjavík Þr jú íbúðarhús brunnu í gærmorgun til kaldra kola og tugmilljóna tión varð á húsi Iðnaðarbankans og leið ekki nema örstutt stund þangað til aS rúður á suðurgafli Iðnaðarbankans, nýlega byggðu fimm hæða steinhúsi, brotnuðu' af hitan- um. Endurinn læsti sig þá í gegnum þessa glugga jafn- óðuní og þeir brotnuðu og komst inn á fjórar efri hæð- ir hússins. Afgreiðslusalinn á fyrstu hæð tókst að verja enda ekki gluggar þar á suð urgaflinum. Verðmæt skjöl bankans brunnu ekki. Lang- mest fjárhagslegt tjón varð í þessu húsi. En samstæðu húsin, Lækjargata 12, brunnu til kaldra kola svo og Vonarstræti 2, áfast timb urhús. Mörg önnur hús voru í hættu svo sem gamla Iðn- skólahúsið og Iðnó og auk þess húsnæði Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur. Vatni var náð úr Tjörninni og úr nálægum brunahönum í Kirkjustræti. Við fengum til aðstoðar slökkviliðið á Reykjavíkurflugvelli sem með sínum nýja dælubíl var til ómetanlegs gagns. Einnig fengum við aðstoð nokkurra lyftubíla, sem auðvelduðu slökkvistarfið. Ekki er vitað til að fólk hafi slasazt í elds- voða þessum nema kona ein brenndist lítilsháttar. Auk þriggja húsanna, sem brunnu til kaldra kola skipt ir brunatjónið í húsi Iðnaðar bankans eflaust milljóna- tugum. O 6JARMIIILOSNAÐI AF SKERJAGARÐINUM BJARMI II frá Dalvík, sem strandaði á mánudagskvöldið austan við Stokkseyri, náðist í gærmorgun á flóðinu af skeri því sem hann stóð á og var dreg inn upp í mjúka sandfjöruna. ^/,,A's/N^«'s*s/N#s*h4M^íA?áááááááááí5AAíi2^s's*s#N^^^ Ræðustóll frjálsrar hugsunar brotinn MEÐ RÉTTU hefur það sagt verið, að Ríkisútvarpið ætti að vera ræðustóll frjálsrar hugsunar og vettvangur um ræðna um hin margþættu mál einstaklinga og þjóðar, bæði andleg og veraldleg, innan ramma siðmannlegrar framsetningar og undir stjórn útvarpsráðs og á ábyrgð þess eins. Hér á landi hefur stofnun in verið talin frjáls, eins og í öðrum menningarlöndum. Nú hefur verið brotið blað í þessu efni. Meirihluti út- varpsráðs hefur hlýðnast ríkisvaldinu og bannað vin- sælan útvarpsþátt, Þjóðlíf. Þetta er hneyksli, sem fjöldi manns úr öllum stjórnmála- flokkum hefur fordæmt og jafnframt hafa þeir skorað á útvarpsráð að endurskoða af stöðu sína og flytja þátt þann um heilbrigðismál, sem ríkisstjórnin lét banna flutn ing á. Með því að banna þátt inn Þjóðlíf, hefur ríkisstjóm in tekið í sínar hendur stjórn á dagskrá útvarpsins. Frelsi og lýðræði er í hættu statt. Ræðustóll frjálsrar hugsun- ar í Ríkisútvarpinu brotinn niður af einræðistilhneig- ingu ráðherra. Q KS*W4í«*«4«WÍ*5*5*í«í«4íí^^ Þar liggur hann nú. Var gengið þurrum fótum fram að skipinu á fjörunni í dag. Margskonar hjálpartækjum hafði verið komið fyrir í landi til þess að draga skipið inn fyrir skerjagarðinn, en lítið reyndi á þau. Gert hafði verið til bráða- birgða við botngöt skipsins og háflæðið í gærmorgun lyfti skip inu að mestu upp af skerinu. Örskammt frá er renna gegn- um skerjagarðinn og standa vonir til að þar verði hægt að draga skipið út á háflæði og í brimlausum sjó. (Samkv. viðtali við Stefán Jasonarson í Gaulverjabæ).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.