Dagur - 11.03.1967, Blaðsíða 5

Dagur - 11.03.1967, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Simar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar ög afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON . Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Verðuppbælur sjáv- arvara komnar upp í 350 millj. kr. SNEMMA í vetur sagði forsætisráð- herrann í ræðu, að þjóðin stæði á vegamótum velgengni og vandræða. Með velmeguninni átti hann við markaðs- og aflagóðæri „viðreisnar- innar“, en vandræðin stafa af hinum öra vexti verðbólgunnar, sem búin er að gleypa allar verðhækkanir. er- Iendis og meira til. Hlutverkið, sem núverandi ríkisstjórn tók að sér, var að koma í veg fyrir þessa verðbólgu, en það hefur mistekizt, sem kunn- ugt er. Síðasta tákn vandræðaástandsins er frumvarp það, um „ráðstafainit- vegna sjávarútvegsins“, sem stjómin lagði fyrir Alþingi nú fyrir skemmstu. Samkvæmt þessu frum- varpi, ef að lögum verður, greiðir ríkissjóður á árinu 1967 samtals 100 millj. kr. í verðuppbætur á allan þorskafla upp úr sjó (5% og 11%) og þar að auki 20 millj. kr. á línu- fisk og handfærafisk. Enn fremur á að greiða 130 millj. kr. í verðupp- bætur til frystihúsanna og raunar 50 millj. kr. til viðbótar, sem sagt er að greitt sé til framleiðniaukningar en er í rauninni verðuppbót í hlutfalli við framleiðslumagn. Loks á að greiða fiskverkunarstöðvum 10 millj. kr. verðuppbót, sem ekki er bundin við frystingu. Samtals em þetta 310 millj. kr. Af þessari upph^eð em 230 milljónir króna nýmæli á þessu ári. Enn em þó ótaldar 40 millj. kr., sem ríkissjóður greiðir sérstaklega upp í taprekstur togaranna og er sú upp- hæð verðuppbóta á sjávarvömr kom- in upp í 350 millj. kr. Tillag ríkisins til aflatryggingar- sjóðs (áætluð 34,5 millj. kr.) er þá ekki meðtalin og ekki heldur það sem greitt verður af ríkisábyrgðar- lánum fyrirtækja á Jjessu sviði (sl. ár 30—40 millj. kr.). Nú munu einhverjir e. t. v. hugsa sem svo, að þegar þessar verðuppbæt ur hafa verið greiddar úr ríkissjóði muni rekstur þorskveiðaútgerðarinn ar og frystihúsanna standa með blóma á þessu ári. Því miður er víst ekki útlit fyrir að svo verði. Fiskverð ið upp úr sjó mun ekki mega lægra vera, eftir öllum sólarmerkjum að dæma og mikill meirihluti frystihús- anna verst í vök. Verðuppbætumar em greiddar vegna vandræðaástands- ins, en ekki til að skapa gróða á fisk- veiðum eða í fiskvinnslu. Fréttir Irá Búnaðarþingi AFGREITT hefir verið frá Bún aðarþingi erindi Búnaðarsam- bands S.-Þing. varðandi stofn- lánadeild landbúnaðarins. Ályktun: Búnaðarþing beinir þeirri áskorun til sjómar Búnaðar- banda íslands, að láta fyrirvara um hækkun stofnlána vegna hugsanlegrar breytingar á skráðu gengi íslenzkrar krónu aðeins ná til lána, sem veitt eru af erlendu fé, teknu að láni eft- ir 1962 og einungis í því hlut- falli, sem erlent fé er, af heildar lánunum. Þingið telur, að ekki sé heim- ilt að framkvæma ákvæði 12. gr. stofnlánadeildarlaganna þannig, að aðilar, sem fengið hafa stofnlán eftir 1962 greiði halla, sem hljótast kann af gengishalla erlendra lána, sem tekin voru fyrir þann tíma. Erindi Þórarins Kristjánsson ar um vinnuathuganir við út- keyrslu búfjáráburðar, tækni- •búnað við hirðingu búfjár o. fl. . Ályktun: Búnaðarþing felur stjórn Bún. ísl. að vinna að því við Rannsóknarstofnun landbúnað- arins, að hún hefji nú þegar skipulegar tilraunir með vinnu brögð og tæknibúnað við fóðr- un og hirðingu búpenings, til- færslu búfjáráburðar o. fl. Verði jafnan höfð samvinna við Teiknistofu landbúnaðarins þannig að sem fyrst verði unnt að taka tillit til hagkvæmra nýj unga í þessum efnum við gerð teikninga að nýjum peningshús um og breytingum á eldri hús- um. Tillaga til þingsályktunar um endurskoðun laga um jarða- kaup ríkisins o. fl. Send af Al- þingi. Ályktun: Búnaðarþing telur að 1. tölu- liður þessarar ályktunar sé leystur að mestu, ef samþykkt verður frumvarp til laga um jarðeignasjóð ríksins, sem nú liggur fyrir Alþingi. Búnaðarþing telur þó rétt að skipuð verði nefnd af Alþingi til að gera tillögur um aukna fjölbreytni í atvinnulífi sveit- anna og um fjáröflun samkv. 3. og 4. tölulið þingsályktunarinn- ar og mælir því með samþykkt tillögunnar, breyttri á þann veg. Erindi Búnaðarsambands Dalamanna um bústofnslán. Ályktun: Búnaðarþing felur stjórn Bún. ísl. að vinna að því við Alþingi og ríkisstjóm, að stofn- að verði hið fyrsta og starf- rækt Bústofnslánadeild við Veð deild Búnaðarbanka fslands. Deildin hafi það hlutverk að lána frumbýlingum hagstæð lán til kaupa á búfé. Erindi Mjólkursamsölunnar um styrk til rannsóknar á júg- urbólgu í kúm. Ályktun: Búnaðarþing telur, að Mjólk- ursamsalan hafi unnið mjög þarft verk í heilbrigðismálum þjóðarinnar með því að koma upp rannsóknarstofu til skipu- lagðrar útrýmingar á júgur- bólgu í mjólkurkúm. Til þess að þessi starfsemi nái tilætluðum árangri er nauðsyn legt að gert verði heildarskipu- lag um útrýmingu á júgurbólgu í kúm á öllu landinu og að tryggt verði nægilegt fjármagn til þessarar starfsemi. Búnaðarþing felur stjórn Bún. ísl. að vinna að framgangi þessa máls við yfirdýralæknis- embættið og landbúnaðarráðu- neytið. Erindi Gunnars Guðbjarts- sonar og Guðmundar Jónasson- ar um breytingu á reglugerð um búfjárflutninga. Búnaðarþing samþykkti til- lögu þeirra er hljóðaði svo: Búnaðarþing ályktar að fela stjóm Bún. ísl. að vinna að því við menntamálaráðuneytið að fá nauðsynlegar breytingar á reglugerð um búfjárflutninga o. fl. frá 6. september 1958. Það er að bætt verði inn í reglugerðina ákvæði um að heimilt sé að flytja búfé á aft- anívögnum, þegar um stuttar vegalengdir er að ræða. Að sjálfsögðu sé þess krafizt að allur útbúnaður sé í full- komnu lagi svo að vel fari um skepnurnar. Um þetta verði haft fullt samstarf við dýra- verndarráð. Breytingartillaga við girðinga lög nr. 10 1965. Ályktun: Búnaðarþing felur stjórn Bún. ísl., að beita sér fyrir því að svofelld breyting verði gerð á girðingalögum nr. 10 frá 1965. Að inn í 7. gr. laganna á eftir orðunum „eins og segir í 5. gr.“ komi ný setning. Um girðingakostnað milli af- réttarlanda gilda sömu reglur og um landamerkjagirðingar sé að ræða. Framhald greinarinn- ar komi síðan óbreytt. Erindi sýslunefndar Ámes- sýslu varðandi hundahreinsun. ÁJyktun: Búnaðarþing felur stjóm Bún. fsl. að láta athuga í sam- ráði við heilbrigðisyfirvöld, hvort ekki sé rétt að breyta lagaákvæðinu um eftirlit með hundahreinsun á þann veg, að það verði falið héraðsdýra- læknum, K. G. Verklegar fram- kvæmdii* í liættu SEGJA MÁ, að það þyki ekki tíðindum sæta, þó að ríkis- stjórnin hafi nú lagt fram frumvarp um ný fjárframlög um verðuppbætur á útfluttar sjávarafurðir. Það hefir ekki leynt sér undanfarið, að slík aðstoð hlaut að vera óhjákvæmileg eins og málum er nú komið af völdum verðbólgunnar. Hitt er svo nýtt alvörumál og uggvænlegt, sem fram er komið í þessu sambandi, þar sem stjórnin ætlar nú að standa straum að verulegum hluta hinna nýju útgjalda með því að minnka framlög til verklegra framkvæmda um 10% eða 65 millj. kr. og draga 20 millj. kr. af jöfnunarsjóðsfé sveitarfélaganna, sem að líkindum kemur einnig niður á verklegum fram- kvæmdum víðsvegar um landsbyggðina. Hér í blaðinu var fyrir nokkrum árum varað við þeirri hættu, sem í því fæl- ist fyrir framtíðina að lækka hundraðshluta verklegra fram- kvæmda t. d. hafna, vega, skóla, raforkuframkvæmda o. s. frv. af heildarupphæð fjárlaganna eins og gert hefir verið. Nú sýnir reynslan eins og vænta mátti, að þegar aðrir út- gjaldaliðir þurfa enn að hækka eiga verklegar framkvæmdir í vök að verjast. Vegið er í hinn sama knérunn og þann er sízt skyldi. ' □ NÝTT KERFITIL DREIFINGAR UPPLÝSINGA UM KJARNORKUNA Arfurinn dýri og félagshyggjan STIGIÐ hefur verið fyrsta skrefið til að koma á kerfi fyrir alþjóðleg skipti á upplýsingum um friðsamlega notkun kjarn- orkunnar. Hópur sérfræðinga, sem ný- lega hafði málið til athugunar í aðalstöðvum Alþjóðakjamorku stofnunarinnar (IAEA) í Vínar borg, er í meginatriðum sam- mála um áætlunina, sem á að RÖKRÆÐUR Það er athyglisverð nýbreytni og þörf, sem ríkisútvarpið hef- ur staðið að, að undanförnu. Á ég þar við samtalsþættina og rökræður, sem fram hafa farið að undanförnu, bæði um andleg og veraldleg málefni. Þar koma fram ýms viðhorf, sem eru um hugsunarverð og af má læra. Þannig lagaðar rökræður eru nauðsynlegar og ætti að gera þetta að föstu útvarpsefni, nokkrum sinnum á ári hverju. Það, sem fram hefur komið, verður ekki gert að umtalsefni að sinni, en ekki getur neinum dulizt, að bseði hinir andlegu og veraldlegu leiðtogar hafa lent í varnarstöðu og eigi siður þeir, sem með andlegu málin fara. Það eru hrein undur að hlusta á málflutning þeirra, og ekki er auðmýktinni fyrir að fara, sem mig minnir þó að sé einn af hornsteinum kristinnar trúar, og má Andrés Kristjánsson vel una sinni hispurslausu ein- lægni. Rökræður sem þessar eru nauðsynlegar, þær varpa ljósi yfir það sem er að gerast, jafn- framt því, að almenningi gefst kostur á að fylgjast með og kynnast viðhorfum þeirra, sem trúað hefur verið fyrir fram- 'kvæmd á málefnum þjóðarinn- ar, og mætti slíkt nokkurt gagn gera. S. G. ÞJÓÐGARÐUR ÍSLENDI-NGA f sept. sl. átti ég þess kost, að líta Þingvelli í þriðja sinni. Veð ur var fagurt, en gustaði svo- heita INIS (International Nuclear Information System). Fram kom allhörð gagnrýni á þeim hætti sem nú er á dreif- ingu nýrra niðurstaðna og ann- arra upplýsinga um kjarnorku- rannsóknir. Ætlunin er að nota rafeindaheila til að samræma upplýsingar hvaðanæva úr heiminum, og er búizt við að INIS-kerfið verði talsvert ódýr ara en það sem nú er notað. Q litið af norðri, og þótt sólar nyti að fullu varð veðrið dálítið kaldsamt. Vegurinn frá Reykjavík var þurr og harður og dálítið vara- samur, því nýlega hafði hann verið yfirkeyrður með bindings lausri möl en bílaumferð var mikil og við lá að sumir misstu bíla sína útaf. Allt gekk þó slysalaust og þegar horft var yfir Þingvallasveitina kom manni í hug vísubotn Stein- gríms: „Ekkert fegra á fold ég leik, en fagurt kvöld á haustin“. Þama blasti við manni hinir fegurstu litir, hvert gras og lyngtegund bar sinn lit, jafnvel skófir á steinum. En hvað? Það var eitthvað fleira sem fyrir augu bar — eitthvað sem ekki átti þama heima, eða var þetta ekki þjóðgarður íslendinga, sem framsýnir menn fengu framgengt með lögum frá Al- þingi fyrir nokkrum árum, að yrði friðað svæði og kosin nefnd til þess að sjá um, að svo yrði í framkvæmd. En friðurinn er úti. — Eitthvað hefur gerzt — engin Þingvallanefnd til, eða hvað? Og þó svo væri, þá er hún skilningslaus á hvað meint er með friðun Þingvalla. Mitt í þessu friðaða umhverfi er búið að klessa niður sumar- bústöðum — búið að opna svæð ið fyrir almenningi, það er ekki hægt, eða rétt að neita neinum um að byggja samskonar bú- staði þama og fyrir eru. Fagrir staðir eru víða um land og ekki nema eðlilegt, að fólkið í þétt- býlinu óski eftir að fjarlægjast (Framhald af blaðsíðu 8) byggðarlögum, færðist gleði- bros um andlit hans og ég sá að augu hans ljómuðu. Það skipti hér engu máli hvort þessir fram tíðarmöguleikar voru á hans eigin jörð eða jörðum annarra manna. Og bjartast sýndist verða yfir honúm þegar talið barst að rýrðarjörð á hinum enda sveitarinnar, þar sem hann sá hilla undir stórbýli, ef landareignin væri ræst fram og ræktuð. Sjálfur átti hann stórt tún og þjóðvegur lá við tún- garð hans. En hann sagði hvað eftir annað: Minnstu túnin og minnstu bæirnir í sveitinni, þau verða að stækka og allir verða að fá veg heim til sín. Þá mun sveitinni vegna vel. Af einhverjum ástæðum tók ég sérstaklega eftir því, hvern- ig bóndi hagaði orðum sínum að þessu leyti. En við nánari athugun minntist ég þess, að ég hafði heyrt fleiri bændur tala á sömu lund, eða svipaða, og síð- an hefi ég oft veitt hinu aama athygli, þegar ég hefi verið á ferð á sömu slóðum. Þetta er sú félagshyggja, sem hefur verið að þróast með þjóðinni á 19. og 20. öld: Að hugsa um hag annarra jafnframt sínum eigin hag. Að gera sér grein fyrir þýðingu þess, að sveitarfélaginu eða þjóð arheildinni vegni vel og að hafa áhuga fyrir sameiginlegri fram för. Að láta sér ekki nægja vel- gengni sjálfs sín, nema annars staðar miði í sömu átt. Að hafa ys og þys öðru hvoru. Hins veg ar er það þjóðarskömm ef Þing vellir verða gerðir að einhvers- konar fótaskinni og ber að hreinsa þessa óværð, sem á þá hefur fallið, hið allra fyrsta. Mjög var ánaégjulegt á að hlusta og frétta, að til eru. þeir, sem stendur ekki á sama hvern ig þarna er að verið, sem kom fram í útvarpserindi Árna Vág 19. febrúar sl. og skömmu áður hafði þetta verið til umræðu hjá stúdentafélaginu í Reykja- vík. Heiður sé hverjum þeim, sem varðveita vill þennan sögustað íslendinga, með öllum sínum sérkennileika og fegurð, sem sýna vill og sanna að til séu í landi voru aðrir en þeir, sem ekki ná að hugsa lengra en um munn og maga. Heyrt hef ég haft eftir merk- um manni sem ekki er lengur ofar moldu, að í Almannagjá væru samankomnar fleiri blómategundir á einum stað, en nokkursstaðar annarsstaðar á landinu. Væri ekki gaman að fjarlægja nú veginn úr gjánni og stuðla að því, að þetta mætti aftur verða, þá væri vel að ver- ið, fleira mætti þama gera, sem minnti á liðna tíma án mikils kostnaðar, og vonandi tekur Stúdentafélag Reykjavíkur mál þetta upp á sína arma og með aðstoð góðra manna og reynir að bjarga því sem bjargað verð- ur svo hægt sé að sanna öðrum þjóðum að við séum menn fyrir svona litlu. S. G. löngun til að stuðla að því, sem er til sameiginlegs gagns fyrir alla, og vinna að því í félagi við aðra. Að vilja ekki láta neina dragast afturúr í sameiginlegri framsókn til meiri framfara og betra lífs. Félagshyggjan meðal almenn ings er nú meiri en hún var fyrr um í þessu landi. Nú sem fyrr kveður þó stundum við í öðrum tón. Sumir segja: Félagshyggj- an er upprunnin í hugskoti draumóramanna." Hún er óraun sæ draumórastefna. Vissulega á félagshyggjan sína drauma, en gildi hennar er meira en ekki minna af þeim sökum. Því að hún felur í sér máttinn til að gera draumamyndir sínar að veruleika. Oeigingjörnum mönn um er hún að jafnaði vel að skapi, þótt þar séu einnig und- antekningar því að persóna hvers manns er að jafnaði mörg um þáttum saman slungin. En jafnvel þeir menn, sem taldir eru í eigingjarnara lagi, geta, ef þeir eru jafnframt framsýnir, oft á tíðum ekki komizt hjá að gera sér grein fyrir möguleik- um félagshyggj unnar til þess að fullnægja óskum þeirra sjálfra. Við íslendingar á 19. og 20. öld höfum tekið þann hugsunar hátt í arf frá eldri kynslóðum, að hverjum manni standi næst að sjá um sig og sína. Þeir, sem þetta hafa ástundað með auð- sæustum árangri, hafa löngum notið mikillar virðingar, þótt ekki fylgdi þeirri virðingu alltaf almennt lof eða almennings- hylli. Um sjálfa sig hafa menn reynt að sjá með því, að afla sér eignarhalds eða umráða á verð mætum og um hag niðja sinna, með því að gerast þess umkomn ir að eftirláta þeim verðmæti í arf. Ekki skulum við draga það í efa, að það hafi haft og hafi enn sitt gildi, að sjá um sig og sína á þennan hátt, og ekki ber að lasta slíka viðleitni, held- ur fremur að lofa. Aldrei hefur þó þessi aðferð einhlít verið, og sízt er hún það nú á tímum. Eitthvað mun þann mann skorta, þótt góss eigi nóg eða gangandi fé, sem hfir í sam félagi örsnauðra þegna, sem ekki geta notið meira af þeim félagslegu lífsgæðum eða þæg- indum, sem nú tíðkast og eitt- hvað — kannski nokkuð mik- ið — mun hann verða að láta af hendi rakna áður en lýkur. Betur væri hann settur í vel- megandi samfélagi bjargálna manna, jafnvel þótt það hefði á sínum tíma kostað hann nokk- uð að vera með í því, að efla almannahag. Greitt getur það götu þeirra, sem eru að hefja göngu sína út í lífið, að fá pen- inga eða aðrar eignir í arf eftir efnaða foreldra eða forfeður. Hitt mun þó skipta meira máli, að eiga þess kost að lifa lífi sínu í því umhverfi og í því sam- félagi, sem getur veitt hverjum manni tækifæri til að njóta krafta sinna og stutt hann, þeg- ar þess er þörfin. í hverju því samfélagi, þar sem til er búkot eða betlistofur, getur það orðið sérhvers manns hlutskipti að gista hreysið, jafnvel þeirra, sem frá höfuðbólum koma eða skrauthýsum, svo sem reynslan vottar. Sá, sem vill verja kröftum sínum til þess að skapa afkom- Síðustu 100 árin hefur félags hyggja verið áhrifarík hér á landi. Ekki sú félagshyggja sem sköpuð er með heraga í styrj- öld eða byltingu, heldur sú, sem byggð er á frjálsri hugsun og þroska. En spurningin er þá þessi: Tekst félagshyggjuþjóð- inni, íslendingum, að vemda og hagnýta hina miklu félagseign ef henni tekst það, þá verður það hinni vaxandi félagshyggju að þakka fyrst og fremst. Sú félagshyggja, sem innan sveítar eða sýslu hefur stefnt að því að gera jafnvel kotbýlin að ný- tízku bújörðum, hún mun á vettvangi landsmálanna stefna að því, svo langt sem máttur hennar nær, að styðja til fram- endum sínum fjárhagslegt og almennt öryggi, gerir það bezt á þann hátt, að hjálpa til þess að skapa góð lífsskilyrði fyrir alla í sínu samfélagi á komandi sína, landið, vernda hana og hagnýta giftusamlega, til handa þeim, sem nú lifa, og niðjum þeirra frá kyni til kyns? Vonandi tekst henni það. En sóknar þá landshluta, sem í vök eiga að verjast og byggðarlög innan þeirra, stefna að verndun og eflingu landsbyggðar á ís- landi. G. G. tímum: Beti'a land. Betra þjóð- félag. Betri sambúðarhættir manna í milli, samhliða hollu uppeldi. Þetta er dýrmætasti og öruggasti arfurinn, sem hægt er að láta bami í té nú á tímum, hvað svo sem áður hefur verið. Þetta er hugsjón félagshyggj- unnar, en það er líka hagnýt aðferð til að sjá um sig og sína. Eignarrétturinn er friðhelg- ur, segir í stjómarskránni. Þar er átt við rétt einstaklinganna, eins eða fleiri saman, til þess að eiga út af fyrir sig það, sem þeir hafa aflað eða fengið eignar- heimild á með löglegum hætti. Þennan rétt viljum við, af góð- um og gildum ástæðum, í heiðri hafa. En það, sem mest er um vert, eigum við í félagi, íslend- ingar allir. Það er landið sjálft. Þjóðin á landið í heild og eign- arréttur hennar á því er form- Undanfamar vikur hafa veríð hér í bæ tveir erlendir menn og liaft hér samkomur. SI. SUnnudag höfðu þeir samkomu í Alþýðuhúsinu, og var þessi mynd þá tekin af þeim Calvin Casselman og John Holm. Þeir munu tala á samkomu á Sjónarhæð n.k. sunnudág kl. 5 e. h. (Ljósm.: E. B.) lega og óvéfengjanlega viður- kenndur af öðrum þjóðum. Þessi sameiginlegi eignarréttur er hinum æðri. Hans má neyta, ef þjóðarnauðsyn krefur, enda komi fullt verð fyrir það, sem af hendi er Iátið. Það er í rauninni ævintýri líkast, að ein smæsta þjóðin af öllum smáum skuli eiga slíkt land, eiga það ein, og hin gjöf- ulu mið við strendur þess. Hverju er það að þakka? Það er þeim að þakka, sem námu þetta land í öndverðu, ekki hluta þess, heldur landið allt. Og það er að þakka afkomend- um landnámsmannanna, sem héldu áfram að byggja landið allt. Með hinni dreifðu byggð hélt hin örsmáa þjóð áfram að helga sér landið og skilaði því þannig í hendur okkar, sem nú lifum. Út frá þröngu einstaklings- sjónarmiði margra manna kann það að vera sérvizka ein, að halda landinu í byggð. Landið er svo stórt, einstaklingarnir svo fáir, að þeim þyrfti ekki að verða skotaskuld úr því að koma sér fyrir í landnámi Ing- ólfs, einu saman, og lifa þar, sem kallað er, mannsæmandi lifi. Ein félagsleg nauðsyn alþjóð- ar — og nauðsyn framtíðarinn- ar — leggur á hendur okkar þá - skyldu að halda áfram að ^yggja landið okkar eins og þeir gerðu, forfeður vorir í önd verðu og þeirra niðjar í þúsund ár. Jafnframt ber að minnast þess, að ísland er ekki aðeins félagseign okkar allra, sem nú lifum í landinu. Þjóð heldur áfram að lifa þótt kynslóðir komi og fari. Landið var og er félagseign kynslóðanna, einnig þeirra, sem á eftir koma. Getur nokkuð gott ÞEGAR JESÚS hafði komið fram á sjónarsviðið í Gyðinga- . landi, og fylgendur hans voru að kynna hann fyrir öðrum, — var einn úr hópi Gyðinganna, sem lét sér fátt um finnast, þeg ar hann vissi úr hvaða byggðar lagi Jesús var, og spurði: „Get- ur nokkuð gott verið frá Naza- ret?“ Mér flaug þetta í hug, þegar ég las grein Ketils Indriðason- ar í síðasta tölublaði Dags, þar sem hann er að furða sig á því, að við skyldum láta tvo skipti- nema kirkjunnar segja frá utan för sinni, þar sem þeir fengu að kynnast blómlegu kirkjulífi og gestrisni bandarísku þjóðarinn ar, — og að þau fjögur urig- menni, sem sungu skyldu nóta enskan texta í söng sínum.. Nokkur undánfarin : ár hefir islenzka kirkjan góðu heilli tek ið þátt í mjög merkilegu al- þjóðastarfi, en það eru hin kristilegu ungmennaskipti, sem stofnuð voru til þess að eyða fordómum og hatri þjóða í milli, — en með auknum kynn- um á trú og lífsvenjum annarra þjóða er hægt að ná langt á þeirri braut. Þessi nemenda- skipti hófust eftir seinustu heimsstyrjöld, er prestur einn úr kirkju bræðranna í Ameríku vann að því að unglingar frá þýzkum heimilum kæmu vest-r ur um haf til ársdvalar á vegum þeirrar kirkjudeildar. — á sl. sumri fékk ég af eigin' raun að kynnast hreyfingunni og sá þá, hvernig ungmenni frá mörgum þjóðum og með ólík tiingumál sýndu hvemig hægt var að starfa saman í sátt og bróðerni að hugsjón bræðralags í heim- inum. Ég álít það hið brýnasta verk efni að vinna í þessa átt, og þess vegna er hin kristilega hreyfing nemendaskiptanna, sem hófst í Bandaríkjunum einn þátturinn í því jákvæða verið frá Nazaret? starfi, sem þarf að sameinast um. Okkur — sem að kirkjuvik- unni stöndum — fannst tilvalið, að fá skiptinema til að fræða safnaðarfólk um þessa starf- semi, og skiptu þessi tvö ung- menni verkefninu milli sín, þar sem annað þeirra sagði frá ferðalaginu til og frá Ameríku, en hitt um reynsluna af dvöl- inni þar. — Af máli þeirra var Ijóst, að við getum margt lært af starfi kirkjunnar í Banda- ríkjunum, og kom mér það ekki að óvörum. — Ég er þeirrar , skoðunar, að við eigum að læra það gott, sem við getum af öðr- um þjóðum, og á þann hátt mun menning okkar standa enn öruggari fótum. Að ekki megi nota enska tungu í einstaka tilfelli í kirkj- unni tel ég fráleitt, — ef það er gert af kunnáttu og list. Og það vil ég segja um söng nemend- anna, að hann ber að þakka, eins og annað, sem þetta kvöld kom fram. Einkanlega var það einsöngur ungu stúlkunnar, sem var framúrskarandi, list- rænn og fagur, og hreif kirkju- gesti. Við erum í mikilli þakkar skuld við allt það fólk, sem legg ur okkur lið á kirkjuvikunni kvöld eftir kvöld af fómfúsum vilja og áhuga. Ef við erum svo þröngsýnir í okkar þjóðmetnaði að þola ekki að fram komi hið góða og kristilega í fari annarra þjóða hvort sem það er túlkað í söng eða frásögn, — þá eigum við eitthvað eftir að læra til þess að geta sameinast í bæn séra Matthíasar, sem er lokasöngur kirkjuvikunnar. Nóg er hinu haldið á lofti, sem miður fer í heiminum og_ veldur illindum. Kirkjan á einn texta, sem hún vill útleggja með lífi sínu og starfi, — en það er texti kær- leikans, og honum er ekkert tungumál óviðkomandi. P. S.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.