Dagur - 15.03.1967, Blaðsíða 2

Dagur - 15.03.1967, Blaðsíða 2
Akureyringar koma á Akureyrarflugvöll frá vel heppnaðri skiðakeppni syðra. (Ljósm.: E. D.) r Unglingameistaramót Islands: SKÍÐAFÓLK FRÍ AKUREYRI FÓR ÞANGAÐ SIGURFÖR HINGAÐ komu á mánudaginn keppendur þeir frá Akureyri, er tekið höfðu þátt í Unglinga- meistaramóti íslands, sem háð var í nágrenni Reykjavíkur um síðustu helgi. Keppendur voru 21 að tölu, fararstjórar Oðinn Árnason og Stefán Jónasson, en þjálfari Reynir Pálmason. För þessara ungmenna frá Akureyri til keppni í höfuðborg inni var hin ágætasta. Akureyr ingar virðast nú vera að færa sig upp á skaftið í skíðaíþrótt- inni. Keniur það fram sem fyrr var spáð, að rækt sú er lögð var við að kenna ungu skíðafólki í vaxandi mæli, er nú að bera góðan ávöxt. Ef krafizt verður með rökum mikilla árangra í einstökum íþróttagreinum í þessu bæjarfélagi, þá er það í skíðaíþróttinni, svo vel er að skíðafólki búið í Hlíðarfjalli. Þar fara saman æskileg skilyrði frá náttúrunnar hendi og óvenjuleg aðstaða í Skíðahótel- inu. En snúum okkur þá að Ungl- ingameistaramótinu. Á laugar- dag fór fram stórsvig í Jósefs- dal og voru keppendur 10 í stúlknaflokki. Stúlknaflokkur. sc.[-, 1. Barbara Geirsdóttir Ak. 42.7 2. Sigrún Þórhallsd. Húsavík 48.3 3. Áslaug Sigurðardóttir Rvík 48.7 Flokkur 13—14 ára. sek. 1. Tómas Jónsson Rvík 36.6 2. Guðmundur Frímannss. Ak. 36.9 3. Þorsteinn Baldvinsson Ak. ás.l í þessum flokki voru 23 kepp endur. Brautarlengd í stúlknaflokki og unglingaflokki var 700 m., hlið 26 og fallhæð 210 m. í þessum flokki áttu Akur- eyringar 7 af 10 fyrstu. Flokkur 15—16 ára. sck. 1. Bjarni Jensson Ak. 57.3 Handknattleiksmót Norðurlands ÁKVEÐIÐ er að Handknatt- leiksmót Norðurlands fari fram á Akureyri. Gert er ráð fyrir að mótið hefjist- um mánaða- mótin marz—apríl. Handknatt- leiksdeild Þórs sér um mótið og þurfa þátttökutilkynningar að berast Sigurði Hermannssyni, síma 1-18-21, eða P. O. Box 350, Akureyri, fyrir 22. marz. □ 2. Eyþór Haraldsson Rvík 59.8 3. Jónas Sigurbjörnsson Ak. 60.6 Keppendur voru 26, brautin var 1100 m. löng, hlið 36 og fall hæð 330 m. Á sunnudag fór fram svig í Hamragili við skála ÍR. Stúlknaflokkur. sek. 1. Sigþrúðttr Siglaugsd. Ak. 68.3 2. Áslaúg Sigurðardóttir Rvík 81.7 3. Sigrún Þórliallsd. Húsavík 87.7 rlokkur 13—14 ára. sek. 1. Tómas Jónsson Rvík 57.3 2: Þorsteinn Baldvinsson Ak. 59.1 3. Guðniundur Frímannss. Ak. 59.7 Brautarlengd í báðum þess- um flokkum var 300 m., hlið 32 og fallhæð 90 m. — í sviginu áttu Akureyringar 5 af 10 fyrstu. Flokkur 15—16 ára. sek. 1. Ingvi Óðinsson Ak. 77.9 2. Jónas Sigurbjörnsson Ak. 83.1 3. Bcrgur Finnsson Ak. 83.4 Þarna áttu Akureyringar 4 fyrstu menn, en fjórði varð Bjarni Jensson á 83.5 sek. I Alpatvíkeppni var röðin þannig hjá stúlkunum: 1. Áslaug Sigurðardóttir Rvík. 2. Sigrún Þórhallsd. Húsavík. 3. Auður Harðardóttir Rvík. Á SUNNUDAGINN fór fram svig kvenna og í A og B flokki karla í Hlíðarfjalli við Akur- eyri. Mótsstjóri var Hjálmar Pétursson. Við tímatöku var sjálfvirkur útbúnaður, sem Skíðaráðið hefur eignazt, not- aður, og reyndist mjög vel. Veð ur var gott en 15 stiga frost, færið var mjog gott og brautir grófust lítið. Fjöldi manns var í Hlíðarfjalli. Kvennaflokkur. sek. 1. Karölína Guðmundsd. KA 75.1 2. Soffía Sævarsdóttir KA 152.9 3. Hólmfríður Breiðfjörð KA 220.8 Hlið voru 31, lengd 250 m. og fallhæð 105 m. A flokkur karla. sek. 1. Ivar Sigmundsson KA 110.8 2. Magnús Ingólfsson KA 113.9 3. Viðar Garðársson KA 116.2 í flokki 13—14 ára. 1. Tómas Jónsson Reykjavík. 2. Guðmundur Frímannss. Ak. 3. Þorsteinn Baldvinsson Ak. I flokki 15—16 ára. 1. Bjarni Jensson Akureyri. 2. Jónas Sigurbjörnsson Ak. 3. Bergur Finnsson Akureyri. Til þessa móts komust ekki tveir góðir skíðamenn frá Akur eyri, þeir Árni Óðinsson og Örn Þórsson, en Ingvi Óðinsson komst aðeins á sunnudaginn. Allir keppendur voru mjög ánægðir með mótin og fram- kvæmdina og þá sérstaklega á sunnudaginn og ber öllum sam- an um það að hún hafi verið mjög góð. Þeir sem hlutu íslandsmeist- aratitla á þessu Unglingameist- aramóti voru: í stórsvigi, Barbara Geirsdóttir, Akureyri, Tómas Jónsson, Reykjavík, í flokki 13—14 ára, og Bjarni Jensson, Akureyri, í flokki 15—16 ára. — í svigi, Tómas Jónsson, Reykjavík, Sigþrúður Siglaugsdóttir, Akureyri, og Ingvi Óðinsson, Akureyri. — Tvíkeppnismeistarar eru, Ás- laug Sigurðardóttir, Reykjavík, Tómas Jónsson, Reykjavík, og Bjarni Jensson, Akureyri. □ Hlið voru 61, lengd 450 m. og fallhæð 150 m. lt flokkur karla. sek. 1. Guðmundur Finnsson I’ór 148.8 2. Jón Erlendsson Þór 284.0 Hlið voru 50, lengd 340 m. og fallhæð 120 m. Alpatvíkeppni Akureyrarmóts. Karólína Guðmundsdóttir sigraði í tvíkeppninni, þar sem hún yann bæði svigið og stór- svigið. ívar Sigmundsson sigraði einnig bæði í svigi og stórsvigi og þar með Alpatvíkeppni. Feikna mannfjöldi var á skíð um í Hlíðarfjalli á sunnudag- inn, enda veður mjög gott og er það fyrsti sunnudagurinn síðan í janúar sem vel viðrar og veg- urinn var nú greiðfær öllum bílum. □ Akureyrarmót í svigi: Karólína og ívar sigruðu FERÐAFÉLAG AKUREYRAR heldur AÐALFUND í Sjálfstæðishúsinu — Litla sal — mánudaginn 20. marz kl. 8.30 e. h. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf, kvikmynd. STJÓRNIN. FERMINGARFÖT FERMINGAR- SKYRTUR FERMINGAR- SLAUFUR FERMINGAR- GJAFIR í úrvali ATH.: Saumum eftir máli tvíhneppt föt og staka jakka fyrir unglinga. HERRADEILD TIL SÖLU í BREKKUGÖTU 4 2 efri hæðirnar ásamt þvottahúsi og geymslum í kjallara. Skipti á minna húsnæði kemur til greina. Jónas Jóhannsson. 2ja herbergja íbúð ÓSIvAST TIL LEIGU Uppl. í síma 1-26-50 eftir kl. 18. Reglusaman iðnnema VANTAR HERBERGI um næstu mánaðamót og helzt fæði á sama stað. Tilboð leggist inn hjá blaðinu merkt „herbergi“. ÍÍiSíSíliÍNÍÍÍ ELDRI-DANSA Iv L Ú B B U R I N N Dansað t erður í Alþýðu- húsinu laugardaginn 18. marz kl. 9 e. h. — Húsið opnað fyrir miðasölu kl. 8 sama kvöld. LAXAR leika. Stjórnin. Kærkomnar fermingargjafir! PENNASETT VINDSÆNGUR SVEFNPOKAR BAKPOKAR TJÖLD MYNDAVÉLAR SJÓNAUKAR GASTÆKI FERÐATÆKI (útvörp) SKÍÐI Jám- og glervörudeild BUXNABELTI og BRJÓSTAHÖLD á mjög lágn verði. MARKAÐURINN SlMI 1-12-61

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.