Dagur - 15.03.1967, Blaðsíða 8

Dagur - 15.03.1967, Blaðsíða 8
8 Lúðrasveit Akureyrar. (Ljósm.: N. H.) - .v” a. - -11- •» **r - ■ .~Á4*Z~h«< Lúðrasveit Akureyrar minnist 25 ára afmælis síns LÚÐRASVEIT AKUREYRAR kallaði á fréttamenn sl. laugar- dag í Laxagötu 5 og lék fyrir þá nokkur lög ,en skýrði síðan frá því, að Lúðrasveitin, sem um þessar mundir hefur starfað í aldarfjórðung, hygðist minn- ast þeirra tímamóta með tón- leikum í Sjálfstæðishúsinu 21. marz nk., undir stjórn tékk- neska fagottleikarans Jan Kisa. Lúðrasveit Akureyrar á mik il og góð ítök í hugum Akureyr inga. Hún hefur leikið á mörgr um mestu hátíðastundum bæj- arins, eins konar fastur þáttur allra hátíðahalda í bænum. For maður frá upphafi er Sigtrygg- ur Helgason gullsmiður. Lúðrasveitin telur 30 manns. Á afmælishljómleikum Lúðra- sveitarinnar mun Jón Sigurðs- son trompetleikari, einn af Stofnendunum, leika einleilc. En síðast og ekki sízt má nefna, að þá leika þeir Philip Jenkins og Jan Kisa, sá síðarnefndi á fagott, og munu bæjarbúar ekki áður hafa átt þess kost að heyra slikan samleik. í fréttatilkynningu Lúðra- sveitarinnar, þaf sem ýmis söguleg atriði sveitarinnar eru rifjuð upp, er frá því sagt, að Jan Kisa stjórnandi. Kirkja byggð í Egilsstaðakauptúni Egilsstöðum 13. marz. Nú er hér hvítt og fallegt yfir að líta í vetrarsól. Bílfært er um mið- hérað og um Fagradal til Reyð- arfjarðar er tiltölulega snjólétt. Aðrir' fjallvegir eru ófærir. Ellefu hreindýra hópur er nú í Egilsstaðaskógi, fögur dýr, fót frá og tignarleg, en stygg. Hrein dýr eru víða komin til byggða á ; Fljótsdalshéraði. í gær efndi Karlakór og Leik félag Fljótsdalshéraðs til skemmtunar í Valaskjálf. Söng stjóri kórsins var Svavar Björnsson í stað Stefáns Péturs sonar, sem var söngstjóri frá Stofnun kórsins og þangað til að hann flutti héðan nú í haust. Sjónleikurinn Upp til selja var leikinn. Aðsókn var góð og ráð gert að sýna leikinn í nágranna fjörðunum þegar tækifæri gefst. | Hér á Egilsstöðum er í bígerð Bagur kemur næst út miðvikudaginn 22. marz. □ að reisa kirkju og er það eink- um kvenfélagíð sem gengst fyr- ir því máli og safnar fé til kirkjubyggingar með ýmsu móti. Kirkjunni er ætlaður stað ur rétt norðan og vestan við Gálgaás. Klukknahljóðið mun berast yfir hinn sögukunna af- tökustöð, þar sem enn liggja bein ólánssamra manna frá fyrri tímum. Áformað er að byggja læknis bústað fyrir Austurhérað. Báð- (Framhald á blaðsíðu 5.) Magnús Einarsson hafi stofnað Homaflokk 1893, a. m. k. er hann orðinn það æfður í árs- byrjun 1894, að hann kemur þá fram opinberlega. Magnús endurvakti Hornaflokkinn 1907 og gaf honum nafnið Hekla og starfaði Hekla óslitið til 1924 undir stjóm hans. Þá tók við Hjalti Espholin og síðar Karl O. Runólfson, sem kenndi og stjórnaði til 1934. En þá lagðist sveitin niður vegna fátæktar. Árið 1942 stofnuðu svo nokkr ir gamlir Heklufélagar Lúðra- sveit Akureyrar undir forystu Ólafs Tr. Ólafssonar og tók Ja- kob Tryggvason við stjórninni, en Tónlistarfélag Akureyrar hljóp undir bagga, fjárhags- lega, en síðar bæjarsjóður. Ár- ið 1961 réðist Lúðrasveitin í það að kaupa húseignina Laxa- götu 5 og hefur haldið þar æf- ingar sínar síðan. Lagfæringar á húsinu voru að mestu unnar í sjálfboðavinnu félaganna. Vorið 1962 urðu þáttaskil, en þá var fyrsta lúðrasveit barna- skólanna leyst upp og stór hluti þess hóps sameinaðist Lúðra- sveit Akui-eyrar og hefur starf- að þar síðan. Vegna þessarar endurnýjunar og meiri síðar er um þriðjungur félaganna undir tvítugsaldri nú. Haustið 1964 lét Jakob Tryggvason af stjórn Lúðra- sveitarinnar, sem hann hafði stjórnað frá upphafi, að undan- skildum tveim árum, er hann var við nám erlendis. Á meðan stjórnuðu þeir Áskell Jónsson og Wilhelm Lansky-Otto. Eftir að Jakob hætti tók við stjóm sveitarinnar Skotinn Ebeneser Dunipace og síðan Sigurður (Framhald á blaðsíðu 4) „NÚ ANDAR SUÐRI“ Ritstjóri tslendings virðist hafa áhyggjur út af heimilisföngum alþingismanna. Finnst honum kannski eitthvað athugavert við það, að Bjartmar Guðmunds son skuli kalla sig „Bónda á Sandi í Aðaldal"? Ritstjórinn er lika óánægður með það, að menn kenni sig við æskuheimili sitt eða langvarandi dvalar- staði, eftir að þeir eru farnir þaðan. Þetta hafa þó margir gert. Einn af ritstjórum Mbl. kallar sig stundum Sigui'ð Bjarnason frá Vigur, og fyrrv. ritstjóri tslendings hefur kennt sig við Hranastaði. Kunnur þingskörungur, látinn, kallaði sig Bjama Jónsson frá Vogi. Þekktur kaupsýslumaður í Reykjavík kallaði sig Pál frá Þverá. Ef íslendingsritstjórinn hefði löngun til að skrá það við nafn sitt, að hann sé hingað kominn að sunnan, væri það áreiðanlega velkomið. Sunnan- blærinn í blaði hans segir til sín, svo að engum kæmi þetta á óvart. BEZTU LAUNIN Gjarnt er okkur að hafa í há- mælum það, sem aflaga fer hjá ungmennunum. Skylt er þá einnig að láta það ekki liggja í láginni, sem vel er gert. Um helgina sýndi ungt fólk frá Akureyri það á landsmóti í skíðaíþróttinni, að til einhvers er því búin góð aðstaða til skíða iðkana hér á Akureyri — og launaði það bæði ,Jé og fyrir- höfn“ með háttvísi í framkomu allri á landsmótinu og mörgum sigrum — og eru það beztu launin. MARGVÍSLEG NOT Kennsluverkstæði og vélasalur fyrir Vélskóla íslands, þ. e. deildir hans hér á Akureyri, „koma í góðar þarfir fleiri aðil- um heldur en vélstjóranna. Má þar nefna verkkennslu fyrir iðn nám og undirbúning að tækni- námi“, sagði Gunnar Bjamason skólastjóri Vélskóla fslands við lok fyrstastigsnámskeiðs skól- ans hér í bæ. DÓTTIR STALINS í SVISS Fréttir herma að Svetlana dótt- ir Stalins dvelji í Sviss um þess ar inundir. Þangað kom hún frá ítalíu og ætlaði til Bandaríkj- anna sem pólitiskur flóttamað- ur, en landvistarleyfi mun hafa verið synjað af pólitískum ástæðum. Móðir konu þessarar ÝMSAR FRÉTTIR FRÁ BÚNADARÞINGI ERINDI Búnaðai'sambands Austurlands um ferðakostnað dýralækna og frumvarp til laga um -dýralækná. Frumvarp það, sem lá fvrir Búnaðarþingi, var samið af nefnd skipaðri af Dýralækna- félagi íslands og er þar höfð hliðsjón af dýralæknalögum á Norðurlöndum, en þó að sjálf- sögðu tekið tillft til íslenzkra staðhátta. Stefnt er að því, að allt landið njóti þjónustu dýra- lækna, þó enn sé langt í land að öll dýralæknaumdæmi séu skip uð dýralæknum. í 15. gr. frum- varpsíns er lagt til að ferða- kostnaður yfir 40 km. vega- lengd, frá heimili dýralæknis, vei'ði greiddur af opinberu fé. Búnaðarþing mælti með sam þykkt frumvarpsins, með lítils- háttar breytingu á dýralækna- umdæmunum í landinu. Erindi allsherjarnefndar varð andi löggjöf um dvalarheimili fyrir aldrað fólk. Ályktun: Búnaðarþing beinir þeirri áskorun til Sambands íslenzkra sveitarfélaga að hafa forgöngu um að undirbúin vei’ði heildar- löggjöf um byggingu dvalar- heimila fyrir aldrað fólk. í þeirri löggjöf verði m. a. ákvæði um, að sveitar-, sýslu- og bæj- arfélög, eitt eða fleiri í samein- ingu verði aðilar að þeim stofn- unum, og framlag ríkisins til (Framhald á blaðsíðu 5) lézt á dularfullan hátt 1932. Fréttamenn eru sagðir hafa mikinn áhuga á því, að ná fundi hennar. SVEITARFÉLÖG MÓTMÆLA Stjórn Sambands íslenzkra sveitarfélaga hafa sent harðorð mótmæli gegn því ákvæði í frumvarpi ríkisstjórnarinnar, að taka 20 millj. kr. af sveitar- félögum vegna sjávarútvegsins. Ályktunin er svohljóðandi: Stjórn Sambands íslenzkra sveitarfélaga mótmælir harð- lega því ákvæði í frumvarpi til laga um ráðstafanir vegna sjáv- arútvegsins, sem nú liggur fyrir Alþingi, að greiðslur til Jöfnun arsjóðs sveitarfélaga verði lækk aðar um 20 milljónir króna. 3000 í KIRKJU Kirkjuvikuna á Akureyri er stóð í 8 daga, lauk á sunnudag- inn, og sóttu hana um 3000 manns. Það svarar til þess að nálega 3 hver bæjarbúi hafi gengið til kirkju sinnar ein- hvern þessara daga. Þykir sú kirkjusókn mikil. Biskupinn yfir íslandi, Sigurbjöm Einars- son, flutti predikun síðasta dag kirkjuvikunnar, og einnig í Möðruvallakirkju í Hörgárdal og var þar margt manna. Þá má það til tíðinda teljast að sung- imi var nýr sálmur eftir hús- freyju hér í bæ og sú umdeilda nýjung var upp tekin að syngja á erlendu máli. Þótt naumast sé ásæða til að fara í slóð ýmissa annarra samkomustaða að (Framhald á blaðsíðu 5). SEXTUGUR: Jakob 0. Pétursson Á MÁNUDAGINN, 13. marz, átti Jakob Ó. Pétursson fyrrver andi ritstjóri sextugsafmæli. Hann er Eyfirðingur að ætt, son ur Péturs Ólafssonar bónda á Hranastöðum. Kennari er hann að menntun og stundaði bama- kennslu um skeið, en gerðist síðar blaðamaður og var um fjölda ára ritstjóri íslendings á Akureyri. Af þeim störfum lét hann fyrir fáum misserum. Jakob Ó. Pétursson er íslenzku maður góður og hagyrðingur. Samskipti Dags og íslendings hafa verið misgóð, svo sem við er að búast af blöðum and- stæðra stjórnmálaflokka. En samskipti ritstjóranna, utan. vettvangs blaðanna, hafa hins vegar verið góð. Dagur sendir þessum sextuga, drengilega and stæðingi sínum alúðarfyllstu kveðjur á þessum tímamótum. SMÁTT OG STÓRT

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.