Dagur - 22.03.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 22.03.1967, Blaðsíða 1
Herbergis- pantanir. Ferða- skriístoían Túngötu 1. Akureyri. Sími 11475 T * | «r i f Túngötu 1. Feroaskrifstofansimi u«s Skipuleggjum ódýrustu ferðirnar til annarra landa. r Ur samþykktum 14. flokksþings Framsóknar- manna, um verndun og eflingu landsbyggðar ; SÚ HÆTTA vofir yfir að meginþorri þjóðarinnar safnist saman á takmörkuðu Iandssvæði og önnur landsbyggð eyðist að sania skapi. Við eyðingu byggða glatast menningar- og il þjóðliagsleg verðmæti og mikilsverð aðstaða til að hagnýta !; náttúrugæði il lands og sjávar, jafnframt því sem hún lamar !; !; sjálfstæðismátt þjóðarinnar. !; Það skiptir að dómi Framsóknarflokksins meira máli en j; flest annað að takast megi að efla jafnvægi í byggðum lands- .<! ins. Þjóðinni er það lífsnauðsyn að byggja vel landið allt. ; !; Ráðstöfun ríkisstjórna verður á komandi árum að vera að !; verulegu leyti við það miðuð og ríkisvaldið verður með þetta !; fyrir augiun að beita áhrifum sínurn á staðsetningu fram- kvæmda- og atvinnureksturs í landinu. □ !; i. +-»*^-***+^********* ************+*^******+^*j* ****.*********+***.} 450 manns fóni um Akureyrarflugvöll INNANLANDSFLUG lá niðri vegna ótíðar frá síðasta föstu- dagskvöldi þar til á mánudags- kvöld. Á þessu tímabili var hið versta veður víða um land, jafn Liflafell með bilað sfýri STÝRISÚTBÚNAÐUR Litla- fells bilaði á mánudagsmorgun- inn, er skipið sigldi frá Tálkna- firði til Stykkishólms og rak það stjórnlaust í mjög vondu veði’i. En um hádegisbil tókst að koma dráttartaug milli tog- arans Þorkels Mána og hins bil aða skips. Togarinn dró Litla- fell til Reykjavíkur og kom þangað tímanlega í gær. Q vel skaðaveður. Eftir þetta flug hlé hófust innanlandsferðir síð degis á mánudag og fyrsta flug- vélin kom á Akureyrarflugvöll um kl. 9 að kveldi, og síðan hver af annarri, bæði fólksflutn inga- og vöruflutningavélar, samtals 6, áður en næsti dagur rann. Alls fóru 450 manns um Akureyrarflugvöll þessa nótt. Margt skíðafólk var á leið til Landsmótsins á Siglufirði, sem hófst í gær, einnig margar fjöl- skyldur á leið í Hlíðarfjall til nokkurra daga dvalar, auk ann arra farþega. Vöruflutningar voru allmiklir þessa nótt, meðal annars tveir bílfarmar af rjóma sem Reykvíkingar munu njóta á komandi hátíðisdögum. Q FULLKOMNASTA KJÖTIÐN ADARST ÖÐÍ N í DAG efnir Kaupfélag Ey- firðinga til fréttamannafund ar vegna nýju Kjötiðnaðar- stöðvarinnar sem reist var á Akureyri og tók til starfa á síðasta ári. Kjötiðnaðarstöð KEA er fullkomnust sinnar tegundar hér á landi. Þar vinna 30 manns undir stjóm Einars Sigurðssonar kjöt- iðnaðarmanns. Framleiðslu- vörumar, sem em margvís- legar, njóta vaxandi vin- sælda, enda ágætt hráefni fyrir hendi í hinu mikla land búnaðarhéraði við Eyjafjörð. Á þessum stað er einnig haf in niðursuða á kjötvörum sem er nýr þáttur starfsem- innar. Unnið er að því að koma upp fullkomnu dreif- ingarkerfi fyrir framleiðslu Kjötiðnaðarstöðvarinnar um land allt. (Ljósm.: G. P. K.) Fannfergi í norðlenzkum byggðum í UNDANFÖRNUM óveðurs- kafla hefur kyngt niður mikl- um snjó á Norðurlandi og má segja að víða sé nú fannfergi mikið í norðlenzkum byggðum. Flestir akvegir á Norðurlandi hafa ýmist verið illfærir eða ófærir með öllu. Samkvæmt upplýsingum Guðmundar Bene diktssonar yfirverkstjóra Vega gerðarinnar í gær, er nú unnið að opnun vegarins milli Reykja víkur og Akureyrar og ef vel gengur tekst ef til vill að opna hann í dag. Ófært er með öllu til Dalvíkur og tilraun vega- gerðarinnar í fyrradag að opna veginn mistókst vegna illviðris. Drangur flutti mjólk úr Svarf- aðardal sl. laugardag. Frá Svalbarðsströnd og Grýtubakkahreppi hefur mjólk verið flutt nokkurnveginn reglu (Framhald á blaðsíðu 7) Fjórtánda flokksþing Framsóknarmanna mun marka tímamót í sögu flokksins steinn Jónsson. Vonlaust væri að leysa vanda efnahagsmála án þess að takast á við verðbólg- una sjálfa. Með samstilltum átökum ríkisvalds, félagssam- taka og almennings í landinu yrðu að leysa þessi mál. Efna yrði til samtaka um þær framkvæmdir sem þýðingar- mestar væru til eflingar at- vinnulífs og framleiðslu og í þeim málum sem ekki þyldu bið svo sem í menningar og heil brigðismálum, samgöngumál- um, íbúðarmálum o. fl. Skyn- samlegur áætlunarbúskapur yrði að koma í stað fálm- kenndra ráðstafanna. Ritari flokksins, Helgi Bergs, flutti sina skýrslu í upphafi þingsins svo og gjaldkerinn, Sig urjón Guðmundsson. Nefndar- störf hófust strax næsta dag og afgreiðsla ályktana. En það er einmitt afgreiðsla ályktanna á þessu þingi sem líklegar eru til (Framhald á blaðsíðu 2) FJÓRTÁNDA flokksþing Fram sóknarmanna sem var sett í Hótel Sögu 14. niarz lauk sunnu tlaginn 19. marz. Fulltrúar voru 414 talsins víðsvegar að af land inu, en samgönguerfiðleikar hömluðu nokkuð þingsókn fyrsta daginn. Eysteinn Jónsson formaður Framsóknarflokksins flutti í þingbyrjun merka ræðu, sem birt hefur verið í Tímanum og verður síðar birt hér i blaðinu eftir því sem rúm leyfir. En megin vandamálin í efnahags- lífi þjóðarinnar sem nú eru svo mikil að segja má að allir höfuð atvinnuvegir landsmanna séu í flakandi sárum, eru af verð- bólgunni sprottin, sagði Ey- Á hátíðarsamkomu Framsóknarmanna í Háskólabíói var fleira fólk saman komið en þar hafði áður séðst. Ólafur Jóhannesson pró- fessor, varaformaður flokksins, flytur ræðu. (Ljósm.: G. E.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.