Dagur - 22.03.1967, Blaðsíða 5

Dagur - 22.03.1967, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síniar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarinaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. FLOKKSÞINGIÐ FLOKKSÞING Framsóknarmanna hið 14. í röðinni stóð í 5 daga og var eitt af hinum fjölmennustu lands- þingum flokksins. Enda þótt veður og ófærð hindraði þingsókn margra. En fyrsta flokksþingið var háð á Þingvöllum við Öxará vorið 1919. Var síðan langt hlé á slíku þinghaldi, enda samgöngur í þá tíð aðrar en nú. Hið næsta flokksþing var háð í Reykjavík þingrofsvorið fræga Í931, En á flokksþinginu 1933 var lagður grundvöllur að núverandi skipulagi flokksins, þótt síðar hafi orðið á því verulegar breytingar. Flokksfélög um land allt kjósa full trúa á flokksþingið. En meðferð flokksmála er nú að verulegu leyti í höndum kjördæmasambandanna, sem meðal annars ráða framboði til Alþingis og kjósa meirihluta mið- stjórnarinnar. En í henni eiga nú sæti 90 menn. Alþingismenn flokks- ins eiga og sæti í miðstjórninni svo og 15 fulltrúar kjömir af flokks- þingi. Miðstjórnin heldur fund einu sinni á ári og kýs þá 11 manna fram- kvæmdastjórn. En formaður sam- bands ungra Framsóknarmanna er 12. maður í framkvæmdastjórninni. Þessi 12 manna framkvæmdastjórn hefur með höndum stjórn lands- flokksins samkvæmt fyrirmælum flokksþinga og miðstjórnar, sem að meðal annars koma fram í flokks- lögunum. Að þessu sinni var í sambandi við flokksþingið og með sérstakri hátíð- arsamkomu í stærsta samkomusal höfuðborgarinnar, Háskólabíói 18. marz, minnzt hálfrar aldar afmælis Framsóknarflokksins sem var 16. desember sl. Daginn áður, 17. marz, var prentað aukablað af Tímanum í viðhafnarútgáfu til að minnast þess að þennan mánaðardag fyrir 50 ár- um kom Tíminn út í fyrsta sinn. Þar er mikill fróðleikur saman kominn um blaðið og sögu þess og birtar eru meðal annars á ný greinar sem fyrr- verandi ritstjórar og fonnenn flokks- ins rituðu á sínum tíma, svo og ávarp frá núverandi formanni flokksins, sem jafnframt er fonnaður blað- stjórnar. í þessu sambandi má geta þess, að næst elzta blað Framsóknar- manna, Dagur á Akureyri, lióf göngu sína árið eftir. Það vakti athygli á þessu flokks- þingi hve fulltrúar úr samtökum yngri Framsóknarmanna komu þar mjög við sögu í sambandi við undir- búning og meðferð mála. Er það fagnaðarefni, því að maður þarf að koma í manns stað er tímar líða og stjómmálaflokkur á að verða lang- lífur í landinu. (Framh. á bls. 7) TIL SKAMMS TÍMA voru í Saurbæjarhreppi fjórar kirkju sóknir, kenndar við Miklagarð, Saurbæ, Möðruvelli 'og Hóla. Um aldamótin siðustu voru í hreppnum 65 byggð ból. Síðan hafa 17 þeirra lagzt í eyði en 4 jörðum verið skipt í tvær. Eftir meginbyggð hreppsins rennur Eyjafjarðaráin frá fremstu byggð til yztu bæja. Hún er ekki hávaðasöm né yfir lætisleg, en leynir á sér. Telja sumir að íbúamir, sem fæðzt hafa og uppalizt við hlið henn- ar, hafi líkzt henni nokkuð um lyndiseinkunn, einkum fyrr á tíð. Glysgjöm er hún ekki, því engan foss á hún og varla flúð sér til skrauts á allri leið sinni um byggðina. Fremur er hún hófsöm með drykkjuna. Þó slær hún ekki hendi á móti smávegis sopum, svona í veizlubyrjun, sem að henni eru réttir, frá þeim Torfufellsánni og Gils- ánni. En þegar hún hefir með- tekið Núpána, er pínulítið farið að „svífa á hana“. Lætur hún sér þá ekki blöskra að innbyrða stærsta skammtinn: Djúpadals- ána. En úr því segir hún „stopp“ við frekari veitingum í Saurbæjarhreppi. Hún ætlar sér, sem sé, að koma dálítið við, á leið sinni í áfangastað, í Hrafnagils- og Öngulsstaða- hreppi, og veit að þar er gestrisni að mæta, og ekki und an góðgerðum komizt. Skjóldalsáin rennur á milli Hrafnagils- og Saurbæjar- hrepps og hefir ráðið hreppa- mörkum. Á gelgjuskeiðinu var hún ekki svo mjög við eina fjöl ina felld, og rann þá fyrir sunn- an Torfur, sem er syðsti og aust asti bær Hrafnagilshrepps. En þegar hún gerðist rosknari og ráðsettari staðfesti hún ráð sitt og rennur nú norðan við Torfur og tilheyrir úr því HrafnagOs- hreppi einum, og vii’ðist una einkvæninu allvel. Að lokum felur hún Eyjafjarðaránni í hendur allt sitt ráð og rænu. Skjóldalsáin á ætt sína og upp- runa að rekja til botns Skjól- dalsins, sem áður hét Skjálgs- dalur, og tilheyrir Miklagarði að sunnan en Möðrufelli að norðan. í dalbotninum er Kamb um og Kambsskarð. Um það lá leiðin úr Eyjafirði til Öxnadals, og var fyrrum allfjölfarin, eink um á vetrum, þegar ekki varð viðkomið öðrum farartækjum en hestum postulanna. Var þá, á vesturleið, komið niður í Hóla dalinn og gjarnan áð í beitar- húsum á dalnum, frá Hólum í Öxnadal. Frá einni slíkri ferð og einkum frá beitarhúsunum, á frumdrög tUveru sinnar að rekja, samkvæmt heimildum, ein mannvænleg eyfirzk hús- freyja. Þegar kemur stutt suður fyrir Skjóldalsána opnast brosandi Litli-Dalur í Eyjafirði. og hýrlegt mynni Djúpadals- ins, vestustu byggðar Saurbæj- arhrepps. Eftir dalnum rennur Djúpadalsáin, sem á upptök sín í botni dalsins. Þegar hún á leið sinni norðureftir dalnum, og er komin móts við Stóradal, hefir hún meðtekið morgunhýruna hjá Hraunánni sunnan við Kambfell og litlaskattinn hjá Hagánni mUli Kambfells og Litladals. Litlu síðar réttir Strjúgsáin að henni hádegis- verðinn þrunginn af vítamínum úr landgæðunum á Strjúgsár- dal. Loks, milli Litla-Dals og Stóra-Dals kemur Branda litlá trítlandi til hennar með sval- andi ábæti. Við allar þessar trakteringar hefir Djúpadalsáin þreknast talsvert og er orðin að myndarlegri elfi. Þegar Djúpadalsáin er kom- in út fyrir Gerðahóla grúfir hún sig niður í alldjúpt klettagU, sem Gerðagil heitir. í gilinu er foss samnefndur gilinu. Þar er og, á einum stað, hvannstóð og blómfagrir sigurskúfar. Á þessu svæði er áin ófær yfir- ferðar. En brátt bætir hún ráð sitt, og litlu norðar leyfir hún frjálsa yfirferð á nokkrum nafn greindum vöðum. Um Flúðavað var fjölfarnast. En þessi gæði vara ekki lengi, því skammt ut- an við Árgerði steypir hún sér bálvond niður í kolsvört kletta- gljúfur með Hrúthagafossinn í fanginu, og rennur ekki af henni vonzkan fyrr en komið er út undir Samkomugerði.En þá tekur hún snögglega verulegum sinnaskiptum og verður mild og góð yfirferðar. Er eins og hún fari þá að hugleiða ævilokin og eilífðarmálin, og vilji sem fyrst gera upp reikninginn. Við þetta verður sú stefnubreyting á ferli hennar, að nú tekur hún að renr.a í austur, norðan við Melgerðismelana, og styttir sér þannig leið í faðm Eyjafjarðar- Greinarliöfundur, Hólmgeir Þorsteinsson, 24 ára. árinnar, sem hún að lokum af- hendir líf sitt og sérstæða fram tíðartilveru, þaðanaf. í gljúfr- unum eru tveir hellar: Markús arhellir og Langhellir, sem þjóð sagan segir að nái alla leið upp að Miklagarði. Eftir þeim leyni göngum var færður matur til sakamanns, sem leyndist í Lang helli. Bæirnir í Djúpadalnum voru löngum aðgreindir í tvennt í daglegu tali: f „Djúpadal“ út fyrir Gerðahóla, en bæirnir þar fyrir utan, allt að Miklagarði nefndir „Undir fjöllum“. En all ir bæirnir vestan Djúpadalsár töldust til Miklagarðssóknar. Utantil í sókninni er bæjaröð- in tvöföld. Yzti bærinn í vest- ari röðinni er Yztagerði, rétt sunnan við Skjóldalsána. Undir þá jörð hefir nú verið lagt Ölvesgerði, og verið byggður einn bær fyrir báðar jarðirnar. Þar búa nú þeir feðgar Jón Jónsson og Gunnbjöm Jónsson. Þar litlu sunnar og vestar er höfuðbólið Mikligarður. Staðn- um fylgdu 5 hjáleigur, sem einu nafni nefndist Miklagarðstorfa. í Miklagarði var kirkja frá ómunatíð, þar til hún var niður tekin 1924 og sóknín lögð til Saurbæjarkirkju. í Miklagarði sátu löngum prestar og prelát- ar, lögréttumenn og mektar- bændur. Síðastur presta, er stað inn sat mun hafa verið séra Hallgrímur Thorlacius, frá 1787 til æviloka 1846. Séra Hallgrím ur var á ýmsa lund mætur mað ur, en nokkuð sérlundaður og smáskrýtinn stundum. Spunn- ust því upp ýmsar skopsögur um hann. Sagt var að eitt sinn er hann yfirheyrði fermingar- börn, hafi hann spurt eitt þeirra hvenær - dómsdagur kæmi. Það vissi barnið ekki. Segir þá prest ur: „Það er ekki von þú vitir það, enginn veit það, ekki Guð á himnum og ég veit það varla sjálfur“. Skopsaga þessi er prentuð í „Blöndu“ 4. bindi, með nokkrum orðamun frá því, sem ég heyrði hana í æsku. Er þetta algengt um munnmæli, gömul og ný. Síðar bjó alllengi í Miklagarði Ketill hreppstjóri Sigurðsson. í hans tíð var Mikligarður mið- stöð allra mannfunda, brúð- kaupsveizlna og annars mann- fagnaðar í sókninni. Þar var margt af ungu og lífsglöðu fólki, sem jafnaldrar þess í sókninni, og víðar, löðuðust að. í austustu röð bæjarhúsa var stofa alþilj- uð með gluggum, er vissu að bæjarhlaðinu. Var hún sam- komusalur þeirra tíðar. í stofu þessari bjó, 1897 til 1899, Hlín „hin fagra“, er svo var nefnd í sókninni, með Ingólfi manni sín um. Var hún oft til sýnis í stofu gluggunum, og varð þeim all- starsýnt á, er um hlaðið gengu, og gleymdu ógjarnan sýninni í bráð. Hlín þessi varð síðar sam- búðarkona Einars skálds Bene- diktssonar. í Miklagarði fædd- ist fyrir 80 árum Aðalbjörg Sig urðardóttir, ekkja Haralds pró- fessors Níelssonar. Nú hefir bærinn verið færður austur undir veginn (efri) og byggt steinhús. Ábúendur eru þar Kristinn Kjartansson og kona hans Kristbjörg Magnúsdóttir. Nokkru fyrir sunnan Mikla- garð er Hlíðarhagi í efri bæja- röðinni. Þar bjó nokkur ár séra Jörgen Kröyer, tengdasonur og aðstoðarprestur séra Hallgríms í Miklagarði. Spölkom austar og niðurundir Djúpadalsá er Ár gerði. Þar bjó Jósúa Jónsson. Búfé hans skauzt stundum vest uryfir merkin og upp í land Hlíðarhaga. Þessu tók prestur afar illa og atyrti Jósúa fyrir. Báðir voru raddmenn miklir og höfðu þann hátt á, að prestur fór fram á hlaðvarpann í Hlíðar haga og kallaði þaðan skamm- irnar til Jósúa, en hann brá sér þá upp á baðstofumæninn í Ár- gerði og kallaði þaðan á móti til prests, og lét ekki sitt eftir liggja um orðgnóttina. Torfi Sveinsson bjó í Árgerði um 1840. Hann var maður vitur og margfróður. Talið var að hann vissi meira, og sæi lengra en nef hans næði. Göldróttur var hann þó ekki beinlínis tal- inn, þó vissara þætti samt að glettast ekki til við hann. Nokkru fyrir sunnan Hlíðar- haga er Hvassafell, sem stendur undir samnefndu fjalli. í Hvassafelli bjó Bjarni Ólafsson um 1680, sem kunnur er af Hvassafellsmálum. Samanber sögu séra Jónasar frá Hrafna- gili: „Randíður í Hvassafelli“. Bjarni Ólafsson var sjálfseign- arbóndi, en var dæmdur frá eignum sínum fyrir meint sifja- spell. Upp úr þessum málaferl- um féll Hvassafell í eigu þess opinbera. í Hvassafelli bjó Tóm as Tómasson á árunum 1748 til 1782. Frá honum er talin Hvassafellsættin. Sonur Tómas ar var Jónas bóndi í Hvassa- felli. Dóttir hans var Rannveig, sem um þær mundir var talin einn af beztu kvenkostum sveit arinnar. Þá ólst upp í Mikla- garði hjá séra Hallgrími og konu hans maddömu Ólöfu Hallgrímsdóttur, ungur sveinn að nafni Hallgrímur Þorsteins- son. Hann var bróðursonur maddömunnar í Miklagarði. Þegar honum fór að vaxa grön, varð honum tíðgengið suður í Hvassafell á fund Rannveigar, og leiddi sú kynning til hjú- skapar þeirra. Hallgrímur varð síðar aðstoðarprestur séra Jóns Þorlákssonar á Bægisá. Sonur séra Hallgríms og Rannveigar var Jónas skáld Hallgrímsson. Önnur dóttir Jónasar í Hvassa- felli var Guðrún kona Bene- dikts hreppstjóra í Hvassafelli Bjömssonar. Þau áttu fjóra sonu, sem almennt voru nefnd- ir Hvassafellsbræður. Þeir voru allir góðir hagyrðingar. — Árin 1862 til 1886 bjó í Hvassafelli Benedikt hreppstjóri Jóhannes son. Hann var efnamaður og fjárflesti bóndi hreppsins, ágæt lega vel metinn og vel að sér. Kona hans var Sigríður Tómas- dóttir. Sonur þeirra er Tómas Benediktsson í Gnúpufelli. Aldamótaárið 1900, kom að Hvassafelli þingeyskur bóndi Árni Guðnason. Hvassafell hafði verið í eigu þess opinbera frá tíð Bjarna Ólafssonar frá því um 1680, þar til nú að annar Bjarni Júlíus Gunnlaugsson, tengdasonur Árna Guðnasonar, keypti jörðina nokkru eftir alda mótin, og var því fyrsti sjálfs- eignarbóndinn í Hvassafelli eft- ir Bjarna Ólafsson. Eftir Bjarna Júlíus bjó þar sonur hans Bene dikt Júlíusson og kona hans Rósa ljósmóðir Jónsdóttir Thorlacius frá Öxnafelli. Nú búa þar tveir synir þeirra Hauk ur og Einar Benediktssynir, hinu mesta myndarbúi. Hvassa fell er einhver bezta og fegursta jörð sveitarinnar að húsakosti, ræktun og útliti öllu. — Örstutt sunnan við Hvassafell er Ytra- og Syðra-Dalsgerði, gamlar hjá leigur frá Stóra-Dal. í Ytra- Dalsgerði bjó í fymdinni einn hinn athafnamesti og máttug- asti galdrakarl, sem sögur fara af. Honum var í nöp við lands- drottinn sinn í Stóra-Dal, og þóttist afskiptur um land, en fékk engu um þokað. Hugðist hann þá skyldi jafna metin á annan hátt. Galdraði hann þá fram ógurlegt framhrun úr fjall inu, sem varð úr hólahrúgald mikið, og eyðilagði með því mest allt Stóra-Dalsengi. Heita hólar þessir síðan Gerðahólar. En í þessum hamförum gætti galdrakarlinn sín ekki sem skyldi, svo hann varð sjálfur undir hrúgaldinu, og hefir ekki til hans spurzt síðan. — í Syðra-Dalsgerði bjuggu Krist- inn Ketilsson og Hólmfríður Pálsdóttir. Þar fæddust tveir yngri synir þeirra: séra Jakob og Aðalsteinn framkvæmda- stjóri. Nú býr þar enginn í bæj arhúsunum. Síðasti ábúandi var Valdimar Sigurðsson. í Ytra- Dalsgerði bjuggu um 30 ár Þor steinn Pálsson og Kristíana Ein arsdóttir. Þau voru foreldrar Hólmgeirs á Hrafnagili og Auð ar í Gnúpufelli. f Ytra-Dals- gerði er myndar búskapur og mikil nýrækt. Mætti gamli galdrakarlinn líta hýru auga þann geysitúnauka, sem þar er, og hætta að líta Stóra-Dalsland girndarauga. Sunnan við Gerðahólana er (Framhald á blaðsíðu 7) Ytra-DalsgerðL Hvassafell að Efaki. Ytra- og Syðra-Dalsgerði. Mælifellshnjúkur fyrir miðju. SAURBÆJARHREPPUR •iiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiriiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiriiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiui|irl,i JÓNAS JÓNSSON RÁÐUNAUTUR j LAN DSMÁLAÞÁTiy R I III SAGT hefur verið frá þeim stofnunum, sem Norðmenn beita fyrir, til þess að vinna að skipulegri uppbyggingu á at- vinnuvegum landsins og við- haldi byggðanna. Þeir sjóðir, sem nefndir voru, vinna fyrst og fremst að því að beina straumi fjármagnsins til baka og verja því til atvinnu- tækja og á þeim stöðum, sem þeir telja, að undangengnum at hugunum, að það skapi þjóðinni mikil verðmæti. En það þarf að vinna að byggðamálum á fleiri sviðum, Qg það gera Norðmenn sér líka ljóst. Frægt er, hvað þeir hafa gengið rösklega fram í því að dreifa ríkisstofnunum um land- ið og flytja þær frá höfuðborg- inni. í öðru lagi leggja þeir mjög mikla áherzlu á hina fé- lagslegu hlið málanna, og telja, eins og raunar er augljóst, að hún sé ekki síður mikilvæg en hin hagfræðilega. Þeir gera sér ljóst, að þetta tvennt, auk margs annars, skapar það, sem þeir nefna „trivsel“ hjá fólkinu, en það er hvernig það unir. Velferðarfélag Noregs. Árið 1809 var stofnað félag framfaramanna í Noregi, og hlaut það nafnið: „Det Konge- lige Selskap for Noregs Vel,“ — Hið konunglega velferðarfélag Noregs. Eins og nafnið bendir til, skyldi það beita sér fyrir al- hliða framförum í landinu. Fyrsta verkefni þess var stofn- un Oslóarháskóla 1811. Smám- saman þrengdist verkahringur- inn, því ekki var hægt að beita sér jafnt á öllum sviðum. Þann ig beindist starfsemin meir að landbúnaðarmálum, bæði fag- og félagslegum. Um langt skeið gegndi það svipuðu hlutverki og Búnaðarfélag íslands hér. Það hefur haft með höndum ráðunautastarfsemi og fjöl- breytta tilraunastarfsemi í þjón ustu landbúnaðarins. Það hefur alla tíð beitt sér fyrir hverskonar nýjungum, sem til framfara horfðu, og tek- ið upp mörg mál, sem ríkiK skól ar og tilraunastofnanir hafa síð ar tekið á sína arma. Nýtt hlutverk. Nú fyrir rúmu ári breytti það um nafn og form á tímariti sínu, sem áður hét: „Tidsskrift for det Norske landbruk,“ og var almennt landbúnaðarrit. Nú heitir það „Noregs vel“ með undirheitinu: „Tímarit til fræðslu og umræðna um at- vinnulíf og félagsþróun í byggð um Noregs.“ (Tidskrift for orientering og debatt om nær- ingsliv og samfunnsutvikling i Bygde-Norge.) Hugtökin „Bygde-Norge“ og mótsetningu þess „By-“, eða „Storby-Norge" nota Norð- menn svipað og hér mundi vera: strjálbýli eða landsbyggð og þéttbýli eða Stór-Reykjavík, og mættum við eins nota hér hugtökin „byggðir“ og „borg“ eða „borgir.“ Viðal við Carlscn. í fyrsta tölublaði hins nýja rits er viðtal við Reidar Carl- sen, sem er forstöðumaður „Byggðastofnunarinnar" Norsku. Carlsen þessi kom hingað til lands fyrir 2 árum og flutti erindi bæði fyrir norðan og sunnan, og vöktu þau verð- skuldaða athygli. Hér skulu til- færð til fróðleiks nokkur atriði úr viðtalinu, sem fjallar mest um það, hvemig líklegast sé að byggðaþróunin muni verða, og hvað það sé og muni verða, sem; ræður því, hvar fólk vilji helzt búa. í upphafi segir frá því,- að fólksflutningar séu miklir í’ Noregi, — að meðaltali leggist tíu býli í eyði á dag, og að nú sé helmingi færra fólk við land búnað en fyrir 60 árum síðan. „Vegna aukinnar tækni verk- skiptingar og of lágra tekna verður fólki ofaukið, eða það gefst upp í frumatvinnuvegun- um; landbúnaði, skógrækt og fiskveiðum. Það er sérstaklega frá jarðar byggðunum, sem fólkið flytur; frá fjalla-, skóga- og fjarða- byggðunum, sem frá upphafi hafa verið dreifðar og fámenn- ar. Og það er fyrst og fremst unga fólkið sem flytur, oft það duglegasta, sem bezt er undir lífið búið. Þetta getur haft hvað verstar afleiðingar fyrir félags- lif byggðanna." Orsakir fólksflutningamia. Það eru margar orsakið fyrir fólksflutningunum, segir Carl- sen, en sú algengasta er sjálf- sagt eftirsókn eftir meiri tekj- um. Frumatvinnuvegirnir gefa stöðugt færra fólki atvinnu í byggðunum, og sú þróun mun halda áfram. Mest af fólkinu hefur fengið atvinnu við þjón- ustugreinar: verzlun, samgöng- ur og að nokkru leyti iðnaðar- störí, og þessi störf eru að mestu leyti bundin við bæi og þéttbýli. Fókið vill njóta allra b'fsþæginda. En annarri orsök til flutning anna er bezt lýst með orðum eins og lífsþægindi, að una vel hag sínum og „hvernig menn hafi það“, eins og sagt er, og er það e. t. v. eins mikilvægt eins og tekjumar. Síðar í greininni segir Carl- sen: „Hingað til höfum við lagt mesta áherzlu á að hafa aðgang að einhvei-ju hráefni, orku og góðar samgöngur séu á þeim stöðum, sem við höfum valið til að byggja upp. Þetta mun ekki nægja í framtíðinni. Nei, við þurfum að reikna með fjórða þættinum, sem ræður búset- unni. Hann mun ráða meiru og oft ganga í berhögg við hina, — það er livernig fólk nnir sér. En jafnframt verður tekið meira tillit til hags heildarinnar." — Og um það, hvað þurfi til að fólk uni sér, segir Carlsen: „Það er erfitt að segja til um það, hvaða kröfur fólkið muni gera í framtíðinnL En eins og nú horfir má reikna með því, að það geri kröfur til einbýlishúsa, a. m. k. þar sem börn eru í fjöl- skyldum, svo rúmgóðra, að þau geti iðkað sín áhuga- og tóm- stundastörf heima við.“ Þröng byggðar borgir verða ekki eftirsóttar til búsetu í framtíðinni. „Þá mun fólk krefjast góðra almennra skóla og möguleika til framhaldsnáms, án þess að nemandi þurfi allt of langt að heiman. íþróttavalla fyrir unga fólkið, félagsheimila með bíó- um og plássi fyrir hverskonar félagsstörf, góðra verzlana og ekki hvað sízt nægs pláss og möguleika til útiveru (friluft- sarealder). Fólkið verður með öðrum orðum að geta notið þeirra félagslegu gæða, sem fyr ir hendi eru og verða í fram- tíðinni. Skilyrði til þess að hægt sé að fullnægja þessum þörfum er, að félagsheildirnar hafi vissa lágmarksstærð og þéttleika í byggð, vissan fólksfjölda, sem getur kostað góða skóla, íþrótta velli o. s. frv. Ég álít, að það sé engin þörf á, að fólkið þyrpist saman. Bíll- inn er nú að verða og verður í framtíðinni i allra eigu. Bráð- um verður fleiri en einn bíll í eigu hverrar fjölskyldu. Fólkið getur vel búið í t. d. 30 km. fjar lægð frá miðstöðvunum. Ég álít að við eigum ekki að vera of vanabundnir í hugsunarhætti hér, og hér er líka um mjög mikilvægt atriði fyrir skipu- leggjendur bæjanna að hugsa um.“ | Verður fjallabyggðum bjargað. Þá er Carlsen spurður, hvort ekki muni of seint að grípa inn í til að stöðva fólksflutningana frá ýmsum byggðum þar, svo sem afskektum fjalla- og skóga byggðum, þar sem fólk hefur ekki annað en landbúnað og skógarhögg fyrir sig að leggja. Þar sé ef til vill þegar of fátt fólk til þess að hægt sé að skapa því þá félagslegu þjón- ustu og aðstæður, sem hann var búinn að nefna, að væri nauð- synlegt til að fólk yndi hag sín- um. Og hvort hann teldi, að hægt væri að koma í veg fyrir, að þessar byggðir eyddust. Hann svarar: „í fyrsta lagi lít ég svo á, að það eigi að rannsaka, hvort möguleikar slíkra byggða, þeir sem þekktir eru, séu fullnýttir, og i öðru lagi verði að rann- saka, 'hvort finna megi nýja at- vinnumöguleika með því að taka þátt í hlutaframleiðslu (delprodukssjon), iðnaði, hand iðnaði og heimilisiðnaði, og síð- ast en ekki sízt að nota mögu- leikana, sem sveitin hefur sem dvalarstaður fyrir fólk í fríum, sem njóta vill náttúrunnar og sveitalífsins i upprunalegri mynd.“ Byggðirnar njóta sjálfar j hagnaðarins. Síðan rekur hann það, hvera ig hann telur að jarðeigendurn- ir geti bezt notfært sér þetta, þannig að það styðji byggðina, en komi ekki í hendur annarra, sem flytji burt hagnaðinn. Það kemur greinilega fram hjá Carlsen, að hann telur nauð synlegt að fylgjast með því, frá félagslegu sjónarmiði, hvert þróunin stefnir, og það sé síður en svo æskilegt, að það verði látið afskiptalaust, hver hún verði. Þvert á móti, með skipu- legu starfi sé hægt að stefna að því, að búsetunni verði þannig háttað, að öllum verði fyrír beztu, bæði í byggðum og borg- uni. Og að í framtíðinni muni skilin þar á milli smám saman hverfa. Hvað getum við af þessu lært? Hér hefur verið skýrt lítil- lega, hvernig þessi mál horfa við í Noregi. Auðvitað getum við ekki yfir fært neitt af þessu beint, og margt á hér alls ekki við, sem þar gildir. En af öllu má eitt- hvað læra. í fyrsta lagi geturrj (Framhald ú blaðsíðu 7)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.