Dagur - 05.04.1967, Blaðsíða 4

Dagur - 05.04.1967, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Sírnar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. NV stefná f SÍÐUSTU tveim leiðurum hér í blaðinu voru nokkrir þættir úr ræðu Eysteins Jónssonar form. Framsókn- arflokksins, raktir. Fjölluðu þeir um hina yfirlýstu stefnu stjómarflokk- anna og síðan um efndirnar. Hér verður minnt á nokkur atriði nýrrar stefnu, sem Framsóknarflokkurinn hefur mótað og nefnd hefur verið „hin leiðin“ bæði í gamni og alvöru. Hagstjómaraðferðir ríkisstjórnar- innar hafa ekki læknað verðbólgu- meinið. En þær hafa lamað atvinnu- lífið og orðið til þess, að þýðingar- mestu framkvæmdir í atvinnulífinu og þjónustuframkvæmdir hafa setið á hakanum. Breyta verður algerlega um stefnu og fara inn á nýja leið. Kjami þeirrar stefnu er sá, að ríkis- valdið efni til nánara sambands við einstaklingsframtakið og félagsfram- takið og félagssamtök fólksins í land inu en nokkru sinni áður. Stjórnkerf inu verði breytt í samræmi við þessa stefnubreytingu. Meginhugsunin verður að vera sú, að efna til sam- taka um að þær framkvæmdir kom- ist fram fyrir, í stað þess að sitja á hakanum, sem þýðingarmestar em til eflingar atvinnulífinu og alhliða menningarmálum. Kalla verður úr- valsmenn úr atvinnulífinu, bæði af hálfu atvinnurekenda og starfsfólks, og einvalalið sérfróðra manna til þess, ásamt ríkisstjórninni og fulltrú um hennar, að finna farsæla lausn hinna mörgu vandamála. Horfa verð ur í kjama þessara mála í stað þess að eyða allri orkunni til þess að fást við neyðarráðstafanir til bráða- birgða eins og orðið hefur hlutskipti núverandi valdhafa. Hér verður að taka upp skynsamlegan áætlunarbú- skap, sem er byggður á því, að það sitji fyrir, sem mesta þýðingu befur. Slíkar áætlanir verður að gera í sam- starfi milli ríkisvakls og stétta og ein staklinga. Hér verður ekki um hafta stefnu að ræða heldur jákvæða leið. Þegar menn hafa gert sér grein fyrir því með nægilega nánu sam- starfi, hvað gera þarf, finnast margar leiðir til þess að hrinda því í fram- kvæmd með sameiginlegu átaki, en fylgja verður því fast fram, að það sem gera á strandi ekki á fram- kvæmdastiginu. í því sambandi er þýðingarmikið að tengja fram- kvæmd lánastefnunnar þessu sam- starfi og sjá um, að stofnlánastefnan og reksturslánastefnan séu í sam- ræmi við niðurstöður samstarfsins. Stundum verður frumkvæði ríkis- valdsins að koma til t. d. þegar ein- staklingar eða félög eru ekki til taks (Framhald á blaðsíðu 7) SAURBÆJARHREPPUR Yzti bærinn í Hólasókn, aust- an Eyjafjarðarár, er Æsustaða- gerði, en til samræmis við grósku nútímans hefir nafninu verið breytt í Grænahlíð. Þar býr Kristján Óskarsson frá Vatnsenda. — Næsti bær er Arnarstaðir. Jörðinni hefir ver- ið skipt í tvö býli: Arnarfell og Arnarstaði. Á Arnarstöðum bjó 1860 Sigfús Eldjárnsson, sér- kennilegur karl. Hann var um nókkur ár hreppstjóri í Saur- bæjarhreppi og meðhjálpari í Hólakirkju mörg ár. Hann var kominn af gáfu- og skáldakyni. Ekki var hann talinn skáld- mæltur, en gat þd allvel komið saman vísu. Sérstakt yndi hafði hann af að semja nýjar karl- og kvenkenningar og setja í vís ur sínar, svo sem „steylubörk- ur“, „silkispöng", „gullbaugsey" og margar fleiri. Ábúendur á Amarstöðum eru þeir feðgar Jón Vigfússon, kona hans er Helga Sigfúsdóttir, og sonur þeirra Sigfús Jónsson. Kona hans er Elsa Grímsdóttir frá Jökulsá, Sigurðssonar. Á Arn- arfelli búa Eiríkur Björnsson og kona hans Klara Jónsdóttir Vigfússonar. Nýibær hefir ver- ið lagður undir Arnarstaði. Höfuðbólið Hólar í Eyjafirði hefir jafnan verið ein af stærstu jörðum hreppsins. Þar er land mikið og gott til ræktunar. Á Hólum hefir verið kirkja frá ómunatíð, og var lengi annexía frá Miklagarði. Árið 1703 bjó þar Magnús Benediktsson, svo nefndur Hóla-Magnús, umtöluð og sögufræg persóna. Um hann er saga Jónasar Jónassonar: „Magnúsar þáttur og Guðrún- ar“. Á Hólum hefir löngum ver ið tvíbýli og stundum þrí- og fjórbýli. Þar voru því oftast fremur efnalitlir smábændur, sem litlar sögur fóru af. Merk- astur þessara bænda og efnað- astur, var Jón Ólafsson, sem bjó þar í 20 ár. Hann endur- bætti stórlega húsakost jarðar- innar. Fyrri kona hans var Geir laug Þórðardóttir, en síðari Kristjana Pétursdóttir. Senni- lega hefir aldrei verið einbýli á Hólur* að staðaldri frá 1712, þar til 1946, að alla jörðina höfðu til ábúðar Jón Siggeirs- son og kona hans Geirlaug Jóns dóttir í Hólum Ólafssonar. Nú búa þar félagsbúi synir þeirra, Ólafur Jónsson og Rafn Jóns- son. Sunnan við Hóla-hólana er Hólavatn. Við það eru sumarbú staðir KFUM á Akureyri á fall egum og skjólsælum stað. Sunn an við Hólavatn er Vatnsendi. Þar býr nú Sigmundur Bene- diktsson, allmiklu búi. Þá koma tvær eyðijarðir: Jökull og Hall dórsstaðir. Fremsti bær Hóla- sóknar, að austan er Tjarnir. Þó jörðin sé afskekkt dalajörð hafa þar stundum búið atkvæða og efnabændur. Þar bjó um 1735 Tómas hreppstjóri Egils- son, gildur bóndi og kynsæll. Hann var forfaðir Páls hrepp- stjóra Steinssonar á Tjörnum, sem bjó þar frá 1825 til 1888. Hann var ríkasti bóndi Saur- bæjarhrepps, athafnamaður mikill og héraðshöfðingi. Kona hans var María Jónsdóttir. Nú búa á Tjörnum stórbúi Gunnar Jónsson og Rósa Halldórsdóttir. Síðustu árin hefir að nokkru verið félagsbú með þeim feðg- um Gunnari og Hreini syni hans, sem hefir haft afnot af landi Halldórsstaða. Nú mun í ráði að Hreinn endurreisi bæ á Halldórsstöðum. Á Tjömum er stærsta sauðfjárbú hreppsins auk myndarlegs kúabús. Syðsti bærinn í Hólasókn, vestan Eyjafjarðarár, er nú Hólsgerði, síðan Ulfá fór í eyði Iiólakirkja. 1925. í Hólsgerði bjó um 1880 Jónas Jónasson, greindur og hagyrðingur góður. Hann var afi Brynjólfs í Teigi og Baldurs sýsluskrifara á Akureyri. Þeg- ar séra Guðjón Hálfdánarson kom að Saurbæ sunnan frá Krossþingum í Rangárvalla- sýslu, orti Jónas í Hólsgerði þessa alkunnu vísu: „Loks er snjóa leysti í ár, lands um flóa kunnan, kom með lóum grettur grár, grallaraspói að sunnan.“ . Nú býr í Hólsgerði Hjálmar Jóhannesson, skagfirzkrar ætt- ar. — í Torfufelli bjó um 40 ár, til 1939, Sigurður Sigurðsson frá Leyningi. Kona hans var Sigrún Sigurðardóttir, mikil skýrleikskona. Hún er enn á lífi nærri 96 ára. Nú býr í Torfu felli sonarsonur þeirra Sigurður Jósefsson. Kona hans er Svava Friðjónsdóttir. Ur Eyjafjarðardalnum skerst afdalur, sem heitir að austan Torfufellsdalur en að vestan Villingadalur. Þar voru tveir bæir: Syðri- og Ytri-Villinga- dalur. Nú er Syðri-Dalurinn kominn í eyði og landið lagt undir Ytri-Villingadal. Þar bjuggu, 1805 til 1828, hjónin Randver Þórðarson og Berg- þóra Jónsdóttir. Þau áttu níu Skáldsstaðir, gamli bærinn. böm, sem upp komust og ættir eru frá. Urðu þau Villingadals- hjón mjög kynsæl og er ætt frá þeim nefnd Randversætt. Nú búa í Ytri-Villingadal hjónin Jón Hjálmarsson og Hólmfríður Sigfúsdóttir. Vegna stórfelldra húsabóta og ræktunar er kotið í höndum þeirra orðið að stórri og glæsilegri bújörð. Enn má telja það til sérstæðra hluta í Villingadal, að þar var til skamms tíma ein sögufrægasta kýr sveitarinnar, sem hlaut læknisaðgerð með eigin hendi yfirlæknis Fjórðungssjúkrahúss Akureyrar með aðild landlækn is íslands og héraðslæknis Eyja fjarðar. Þessa Búkollusögu hef ir Jón bóndi Hjálmarsson kynnt landslýð með snjöllu útvarps- erindi. Þannig getur sagan end- urtekið sig frá Búkollu þjóð- sögunnar til Búkollu í Villinga- dal, þó söguefnið sé nokkuð annað. Utan við Torfufellsána taka við Leyningshólar. Þar er tals- verður birkiskógur frá fomu fari, sem lifað hefir af hörm- ungar kolagerðar, niðurrifs og beitar. Mestur hluti skógarins hefir nú verið afgirtur að til- hlutan Skógræktarfélags Eyja- fjarðar. í hólunum er Tjama- gerðisvatn. Við það á Bílstjóra- félag Akureyrar sumarbústað á fögrum stað. í hólunum er einn ig Hestvatn. — gamla daga var þar nykur til heimilis. En í seinni tíð hefir hans ekki orðið vart. Hefir hann því annað hvort geispað golunni í vatn- inu, eða haft bústaðaskipti. Utan til í hólunum er bærinn Leyningur. Þar hafa búið ýmsir mætir bændur, en fæstir lengi. Einn af þeim, sem lengsta ábúð mun hafa haft í Leyningi, var Sveinn Sigurðsson, fæddur um Finnur Kristjánsson bjó fyrstu ár sín á Skáldsstöðum í gamla bænum. En eftir að jörð- inni var skipt, byggði hann sér nýbýli sunnan og austan og nefndi Ártún. Er það snoturt býli með mikilli nýrækt. Kona Finns er Indíana Sigurðardóttir frá Torfufelli. Hjalti sonur þeirra tekur þátt í búskapnum með foreldrum sínum, og telja kunnugir að hann skorti ekkert til að vera ágætur bóndi, nema þá helzt góða meðhjálp. Hér hefir nú í skjótri svipan verið farið yfir allar sóknh- Saurbæjarhrepps, en rúmsins vegna aðeins stiklað á stærstu steinunum. Sú var heldur ekki ætlunin að rita byggðasögu. né tæman(Ji landfræðilýsingu Saur bæjarhrepps. Er því þetta hrafl látjð nægja að sinni. En síðari ’tími mun umbæta. H. Þ. LOKAORÐ í FRAMANSKRÁÐUM þátt- um hafa ekki verið nafngreind- ir þrír bæir í Saurbæjarhreppi, þeirra, sem í byggð eru: Sand- hólar og Krónustaðir í Saur- bæjarsókn, og Stekkjarflatir í Möðruvallasókn. Sandhólar er næsti bær sunnan við Saurbæ og gömul hjáleiga þaðan. Þar búa nú hjónin Sigtryggur Svein bjömsson frá Saurbæ og Helga Jóhannesdóttir, systir Garðars bónda í Nesi Jóhannessonar. Krónustaðir var ein af kirkju jörðum Saurbæjar. Þar bjó fyr- ir löngu síðan Hallur sterki Jónsson, sem vegna afls og margvísi þótti ekki dæll viður- Tjamir. 1716. Hann var sonur Sigurðar Jakobssonar í Gnúpufelli. Síðan laust fyrir síðustu aldamót hafa yfir 20 bændur búið í Leyningi, en enginn eins lengi og Bjarni Pálsson og Ólöf Ólafsdóttir, eða frá 1867 il 1921. Ábúandi í Leyn ingi er Kristján sonur Her- manns Kristjánssonar, er áður •bjó þar. Utan við Leyning eru Jór- unnarstaðir. Um 1770 bjó þar Flóvent sterki Jónsson. Frá hon um var séra Jónas á Hrafnagili þriðji ættliður. Tryggvi Sigurðs son bjó á Jórunnarstöðum í 40 ár, til 1921, og síðan afkomend- ur hans til þessa dags. Núver- andi ábúendur eru Tryggvi Aðalsteinsson Tryggvasonar og Sigtryggur Símonarson og kona hans Hrafnhildur Aðal- steinsdóttir Tryggvasonar. Yzti bærinn í Hólasókn, vest- an Eyjafjarðarár er Skáldsstað- ir. Skriðuföll hafa þar spillt miklu landi. Jörðinni hefir ver- ið skipt í tvö ábýli: Skáldsstaði og Ártún. Á Skáldsstöðum býr Skjöldur Steinþórsson og kona hans Friðlaug Eiðsdóttir. Hafa þau byggt bæinn í nýjum stíl og fært lengra frá fjallinu. eignar misindismönnum, áraug um og sendingum. Eru skráðar sögur af honum í Grímu V. hefti.— Á Krónustöðum bjuggu Magnýs Hólm Árnason og kona hans Guðbjörg Friðriksdóttir. Magnús var gáfumaður og ljúf menni. Eftir hann er bókin „Ljúfa vor.“ Nú býr Tryggvi Gunnarsson og kona hans Ólöf Helgadóttir, þar. Stekkjarflatir í Möðruvalla- sókn er skammt sunnan við Möðruvelli. Jörðin hefir breytzt úr kotjörð í glæsibýli að húsa- kosti og ræktun. Að því stóðu þeir feðgar Ragnar Jóhannes- son og Steingrímur sonur hans. Núverandi ábúandi er Gunn- laugur Halldórsson. Þá hafa misritast bæjanöfnin Nýibær í Austurdal, á að vera Ábær. Ennfremur: Tryggvi Jó- hannesson Miklagarði, en á að vera Miðgerði. Við Sölvadal: „Þormóði syni þeirra .... á að vera Valgarði syni þeirra. Hólmgeir Þorsteinsson. Grímur meðhjálpari og sonur, Gunnar Amgrímss. og Jón Ólafss. Leikhúslíf í Úlafsfirði Öldur - Enarus Montanus - Maður og kona LEIKFÉLAG ÓLAFSFJARÐ- AR sýnir um þessar mundir sjónleikinn Mann og konu eftir Jón Thoroddsen. Félagið hefur á undanförnum árum haldið uppi líflegri starfsemi á hinu prýðilega sviði félagsheimilis- ins Tjarnarborgar og hefur auk þess ferðazt til nærliggjandi byggðarlaga með sum verk- anna. Af leikritum undanfar- inna ára má nefna t. d. Gildr- una, Tengdapabba, Þrjá skálka og Hamarinn svo að eitthvað sé nefnt. Fyrra verkefni félagsins á þessu starfsári var Öldur eft- ir dr. Jakob Jónsson og var það einnig sýnt á Akureyri i byrjun þessa árs. Leikstjóri beggja leikrita þessa starfsárs hefur verið Kristján Jónsson frá Reykjavík og hefur hann einn- ig fært upp nokkur fyrri við- fangsefni félagsins af forkunn- ar dugnaði og vandvirkni. Leik myndir fléstar hefur Kristinn G. Jóhannsson gert hin síðari ár og auk þess stjórnað einni uppfærslu. Án tillits til fólksfjölda er ljóst að Leikfélag Ólafsfjaiðar hefur unnið hið merkasta starf á undanförnum árum og fylli- lega þess vert að athygli sé vakin á því. Þá bar það til tíðinda í vet- ur að stofriað var leikfélag inn- an Gagnfræðaskólans og valdi sér að fyrsta verkefni gleðileik- inn Eranus Montanus eftir Hol- berg og sýndi bæði hér heima og á Dalvík undir stjórn skóla- stjórans, Kristins G. Jóhanns- sonar. Af þessu verður ljóst, að Ól- afsfirðingar hafa ekki farið varhluta af leiklistinni í vetur og hefur það vissulega lífgað skammdegið til muna. Verkefni það, sem nú er á fjölunum er all erfitt í uppsetningu og fólks- frekt en ekki verður annað séð en leikstjórinn, Kristján Jóns- son, hafi þar enn fima vel að unnið Þá er ánægjulegt að nú koma fram nokkrir eldri leikarar bæjarins, sem ekki hafa sézt á sviði um árabil og nýliðar sem gefa góðar vonir um áframhaldandi grósku í leiklistarstarfsemi Ólafsfirðinga. Leiktjöldin við Mann og konu voru fengin að láni frá Leik- félagi Fáskrúðsfjarðar en þar voru þau gerð eftir teikningum Magnúsar Pálssonar leikmynda teiknara. Ráðgert mun að fara með Mann og konu í næstu byggð- ir þegar sýningum er lokið her heima. Hið mikla starf Leikfélags Óláfsfjaiðar hefur hvílt af mestum þunga á stjóm félags- Ins en aðalstjómin er skipuð þessum mönnum: Formaður Ásgeir Ásgeirsson, gjaldkeri Stefán Ólafsson og ritari Sig- mundur Jónsson. Kr. Jóh. ÚTIGÖNGUHROSS Um 1930 voru 50 þús. hross tal in vera hér á landi og allir ís- lendingar áttu að geta setið á hestbaki í einu með því að tví- menna. Síðan hefur hrossum fækkað til muna og mannfólki hins vegar fjölgað mjög svo að þessi möguleiki er úr sögunni. íslendingar tileinkuðu sér aldrei menningarleg viðhorf ná grannaþjóðanna gagnvart hest- um, sem vinnudýrum, nema að litlu leyti. Þeir ræktuðu t. d. aldrei tvö eða fleiri hestakyn með tilliti til ólíkrar vinnu, en reiðhestui-inn og dráttai’hestur inn þurfa á ólíkum hæfileikum að halda. Uppeldi og tamning var í molum. Bóndinn og brúk- unarhesturinn urðu í raun og veru aldrei samstiga við vinn- una. En bændur voru fljótir að tileinka sér nýju tækin þegar vélaöldin hélt innreið sína. og á örfáum árum urðu flestir hest- ar á íslandi óþarfar skepnur nema til átu. Þá spratt upp „stétt manna“, sem haldin var af hrossum. Þessir hestamenn hafa tekið slíku ástfóstri við blessuð hross in, að þau eru farin að þjóna nýju hlutverki sem sporthross, og notuð til reiðar af fjölda manns. Samhliða þessu hafa tamninganámskeið og reiðskól- ar sprottið upp hér og hvar á JÓNAS JÓNSSON ) RÁÐUNAUTUR I LANDSMÁLAÞÁTTUR | IV | llllllllllllllllllllllllllltllv Bættar samgöngur eiga að færa fólkið saman í TVEIMUR síðustu þáttum hef ur verið skýrt frá því, hve Norð menn hafa tekið sín byggðamál föstum tökum. Þeir hafa látið athafnir fylgja orðum. Þeir gera sér einnig ljóst, að málin eru flókin, og að þeim þarf að vinna frá mörgum hliðum og stöðugt vera á verði. Þau verður að hafa í huga við hverja einustu stjómarathöfn, sem hugsanlegt er, að geti haft áhrif á byggða- þróunina, svo sem þegar skólar eru reistir, hvers konar iðnfyrir tækjum komið á fót, og við fjölda opinberra framkvæmda af ýmsu tagi. Þarna eru fleiri möguleikar en fjöldann grunar. Hugleiðum hvaða áhrif það hefði haft á vöxt og stærð Akur eyrar nú, ef þar hefðu hvorki risið neinar af verksmiðjum Sambandsins og Kaupfélags Ey firðinga, sem lögðu grundvöll- inn að iðnaði á Akureyri né nein önnur iðnfyrirtæki, sem þar eru rekin nú; eða ef ekki hefði verið stofnaður Mennta- skólinn á Akureyri. Á sínum tíma þótti það goðgá að láta sér detta í hug menntaskóla utan Reykjavíkur og sams konar úr- tölu mönnum fannst síðar óhæft, að menntaskóli yrði á Laugarvatni og töldu, að Sam- vinnuskólinn yi'ði ekki til nokk urs nýtur uppi í sveit. Sjálfsagt hefðu margir talið það hyggilegra að reisa verk- smiðjur samvinnumanna nær stærsta markaðssvæði landsins en ekki á Akureyri, en víðsýnn ir menn réðu, því betur. Ekki er þar með verið að segja, að fært sé að dreifa öll- um sameiginlegum stofnunum. Slíkt er vitanlega fráleitt. Sterka höfúðborg og miðsöðvar þurfum við líka að hafa, og þangað verða allir landsmenn að leita með margt, og fer þá oft saman hjá mönnum að reka erindi við margar mismunandi stofnanir. En ein kenning álít ég að sé varhugaverð, en hún er sú, að bæir og borgir þurfi endilega að ná ákveðinni lágmarksstærð til þess að hægt sé að veita sér þar ákveðna hluti: ýmiss menn ingarverðmæti, svo sem söfn, leikhús og óperur, eða ýmiss landinu. Og reiðhesturinn er kominn í hátt verð. Enginn minnist á vagnhest, sleðahest að plóghest. En gangnahestar eru enn notaðir. Dagar hinna þungu, sterku og þolnu dráttarhesta eru liðnir, ennfremur áburðarhestanna. — Nútímakynbætur á hrossum, sem enn eru á byrjunarskeiði, eru eingöngu miðaðir við að fá fram hina æskilegu kosti reið- hrossa. íslenzk hross ei*u hálfvillt, a. m. k. í svokölluðum hrossasveit um. Þar- ganga þau að mestu úti allt árið, bjarga sér eins og bezt gengur, berja gaddinn þeg ar svo ber undir en njóta kjama (Framhald á blaðsíðu 7.) félagsleg þægindi, t. d. sérfræði lega læknaþjónustu, sérskóla o. fl., og að þess vegna þurfi að hópa fólkinu saman til þess að ná þessum tiltekna lágmarks- fjölda. Tölur þar um eru fengn ar erlendis frá, og mun ég síð- ar víkja að því, að þær eru ekki einhlítar miðað við okkar að- stæður. Það mætti alveg eins draga þá hliðstæðu fram er- lendis frá, að við værum enn allof fáir til þess að vera sjálf— stæð þjóð . Ekki fjölgar heldur fólkinu neitt við það, að hópast saman á fáa staði, þá fækkar þvert á móti á tilfinnanlegan hátt, þar sem fátt er fyrir og munar sveitina eða þorpið, sem flutt er frá, meira um það að missa þá, sem flytja, en borgina munar um að fá þá til viðbótar. Það raunhæfasta er að færa alla landsmenn nær hverjum öðrum án þess að nokkrir þurfi að skipta um búsetu, en það gerist með bættum samgöng- um, því að.Yéttára er að mæla fjarlægðir á milli manna í tíma en lengdareiningum. All- ir, sem þekkja eitthvað' til stór borga vita, hve langt getur orð- ið og tímafrekt að kómast þar til daglegrar vinnu. Það er líka alkunna, að oft tekur lengri tíma að komast inn í borgir. frá flugvöllum en það tekur að fljúga á milli landa, þó að þús- undir kílómetra skilji að. Góðar samgöngur færa alla landsmenn saman, þá verður heildin stærri, og mest tök á að veita sér það allra mesta ög bezta á menningar-, ; lista- og félagssviðL Ekki er allt fengið með fjöldanum. Lítum þá á einstök dæmi er- lendis frá. 1 Osló var engin ópera til fyrir tæpum 10 áium, íbúar voru þá orðnir yfir fjögur hundruð þúsund. Norðmerm voru þó í vafa um, hvort ópera gæti borið sig. Söngvarar í Reykjavík eru þegar með óperustarfsemi á prjónunum. Edinborg er fom menningar- borg og er höfuðborg Skotlands með hálfa milljón íbúa; þar er leikhúshf varla merkilegra en í Reykjavík. Mai-gir iðnaðarborgir eða hverfi þeirra í Englandi virðast hafa upp á lítið að bjóða, þó að íbúamir skipti hundruðum þús .unda, en í strjálbýlu héraði á vesturströnd Walse er 15 þús. manna bær, með 15 hundruð stúdenta háskóla. Við verðum að gera okkur það ljóst, að það hvílá þeim mun meiri borgaralegar skyld- ur á hverjum einstaklingi, sem hann er í smærri samfélagi. Það gildir bæði um einstakar byggðir og heilar þjóðir. Þeim mun meiri möguleikar hefur einstaklingurinn líka til að láta að sér kveða, sýna hvað í hon- um býr og þroska sína félags- legu hæfileika. Góðar samgöngur um land allt eru frumskilyrði fyrir fé- lagslegum samskiptum, svo að án þeirra verða vándamál byggðanna aldrei leyst, en þær eru meira, þær eru lífæðar at- vinnulífsins. Síaukinn viðskipta búskapur á öllum sviðum í sveit og við sjó krefjast einnig fullgreiðra samgangna allt árið um kring. Það er óhugsandi, að nokkur byggð uni lengur við einangrun lengri eða skemmri tíma. i :] Vegimir eru íyrir alla t landsmenn. Bílar eru nú að verða í allra eigu, og sýnir það að eitt af því fyrsta, sem menn veita sér fram yfir daglegsr nauðþurftir, er bíll. Það stafar af eðlisbundinni ferða- og hreyfingarþrá. Til þess að menn hafi nokkur not bíla sinna, verða að vera vegir fyrir hendi, þvi hlýtur þjóðinni, sem ver þúsundum milljóna til bílakaupa, að vera það vel þókn anlegt, að miklu fé sé varið til vegagerða. Enda eru allar bíla- slóðir, hvar sem er á landinu, troðnar ferðamönnum yfir sum artímann. Á vetrum myndu menn einnig kjósa að ferðast, ef fært værj. Hringbraut um landið, fær allan ársins hring, sem tengdi öll meginhéruð saman í órofa heild, gerði það að verkum, að enginn væri á yzta enda, allra lengst frá miðstöðvunum. Slík braut væri gerð í þágu allra landsmanna. Það cr ómögulegt að trúa því, að við höfum ekki efni á að leggja meira til vegamála nú er gert er, og auðvitað eru það ekki vegamálin ein, sem þurfa úrbóta, allt samgöngukerfið er of skipulagslaust, svo að ekki verður unað við slíkt öllu leng- ur. Það sjá allir, að um hlutfalls- Iega afturför er að ræða á síð- ustu árum. Það, sem gert er nú i samgöngumálum, er: borið saman við ríkidæmi þjóðarinn- ar, — við bíla og flugvélaeign landsmanna, — við skattheimtu ríkisins af umferð og tekjur af samgöngum, — og borið saman við þá miklu tækni, sem við getum beitt við byggingu vega og samgöngumannvirkja, langt- um minna en áður var á fram- faraskeiðunum á fyrra helmingi aldarinnar. Tölur eru óþarfar þessu til rökstuðnings svo aug- ljóst er þetta hverju manns- barni. Eða hver getur ekki hugsað til þess og borið það saman, þegar vegu- voru ruddir og síðan byggðir upp með hand afli nær eingöngu, — og nú þeg ar tröllauknar jarðýtur, sem- ráða yfir hundruðum hestafla, skófla upp vegunum? Samt virð ast nýju spottarnir á vegúm landsins styttast með hverju ári. q Höföingleg ÞANN 16. þ. m. afhenti bæjar- fógetinn á Akureyri Sjálfs- björg, félagi fatlaðra, dánargjöf að upphæð kr. 50.000.00 frá látn um félaga, Viggó Ólafssyni. Um leið og þetta er tilkynnt vill Sjálfsbjörg þakka Viggó heitnum allan hans stuðning við félagið bæði fyrr og nú. Minning hans mun lifa með félaginu og hljóðfæri því, sem keypt hefur verið fyrir hluta aí gjöf hans. Einnig þakkar félagið erfingj um Viggós Ólafssonar hlýhug J garð félagsins. Frá Sjálfsbjörg,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.