Dagur - 05.04.1967, Blaðsíða 8

Dagur - 05.04.1967, Blaðsíða 8
8 VERÐA AÐ TAKA AFSTÖÐU Einn að síðbúnum málabálkum ríkisstjómarinnar er frumvarp til orkulaga í 11 köflum og 82 greinum. Á bálkur þessi að koina í staðinn fyrir gildandi raforkulög o. fl., og ætti slíkt auðvitað helzt að koma fram í þingbyrjun. Er þetta umfangs- mikið mál, og flókið, og sumt talið orka tvímælis, hvort breytt sé til bóta. Nú hafa Fram sóknarmenn tekið upp rafvæð- ingartillögur sínar frá í fyrra, sem breytingartillögur við frum varpið, og komast stjórnarmenn því ekki hjá því að greiða at- kvæði um þær að þessu sinni ef þeim er umhugað um, að ný orkulög nái fram að ganga. NÝR TILRAUNASTJÓRI Hinn landskunni kornræktar- maður og tilraunastjóri, Klem- enz Kristjánsson á Sámsstöðum í Fljótshlíð, lætur af störfum um þessar mundir. Hann hóf ræktunartilraunir og búskap á Sámsstöðum árið 1927 og hefur starfað þar óslitið í 40 ár. Við tilraunastarfi hans tekur Krist- inn Jónsson búfræðikandídat Þverspyrnu í Hrunamanna- liréppi. Hann liefur verið ráðu- nautur Búnaðarsambands Suð- urlands síðustu árin. NÝJUNG í OSTAGERÐ Ný ostagerð hefur verið reist í Hveragerði. Tvær tegundir nýrra osta hafa þegar verið sendar á markað og líkað vel. Mjólk sú, sem þama er notuð, er flutt á tankbílum frá bænd- unum. Hitun og gerilsneyðing fer fram við 130 stiga heita hveragufu. Hafsteinn Kristins- son stjómar þessari starfsemi. Hinir nýju ostar heita Camem- bert og Port Salut. SÍLD ARFLUTNIN G ASKIP Siglfirðingar hafa hug á að kaupa síldarflutningaskip, til þess að flytja síld af fjarlægum miðum heim til Siglufjarðar og salta síldina þar. Síldin yrði flutt ísuð í kössum, en á þann hátt þolir góð síld nokkurra daga geymslu. 4—5 farmar úr 12—1500 tonna flutningaskipi myndu nægja til þess, að hægt væri að starfrækja allar síldar- söltunarstöðvar á Siglufirði. HÚNAVAKAN HEFST i DA6 Blönduósi 4. apríl. Húnavakan hefst hér á Blönduósi í dag og lýkur á sunnudaginn. Verður margt til skemmtunar. En vak- an hefst með leiksýningu. Snjór er mikill og jarðbönn víða. Hrossaéigendur þurfa margir að gefa hrossum sínum. út á snjóinn og munu þau víða hafa lagt mikið af. Verið er að opna vegina. Marzmánuður var harður og erfiður, og erfiðleikar miklir í samgöngum um héraðið. Ó. S. Starfsemi Sjálfsbjargar vaxandi fyrir, að Alþingi verði fremur ráðgefandi um fjárveitingar hér eftir. Samferða þessu frum- varpi, eða því sem næst var nið Góðkunningi blaðsins á Skagaströnd sendi þessa vetrarmynd að vestan. RÁÐGEFANDI ÞING Sum stjómarfrumvörp eru síð- búin að þessu sinni og ná varla fram að ganga. Eitt þeirra er um „Skipulag framkvæmda á vegum ríkisins“, allmikill bálk- ur í 30 greinum og segir í grein argerð, að það eigi sér „alllanga sögu“. Sú saga hófst á því, að fjármálaráðherra skipaði 1. nóv. 7 manna nefnd og bera þeir all- ir nema einn, nafnið „stjórar“, af einhverju tagi, er hagsýslu- stjóri er formaður. Nefndin skil aði áliti til ráðherra 19. apríl 1966 um það „hve hagnýta megi með sem jákvæðustum árangri“ framkvæmdafé ríkisins, en síð- an mun fjármálaráðuneytið hafa samið frumvarpið. Þar er gert ráð fyrir nýrri fram- kvæmdanefnd ráðuneytinu til aðstoðar. Einnig að öðru leyti sésl á þessu frumvarpi, að lögmál Parkinsons lætur ekki að sér liæða. Og helzt lítur út FÉKK800KG.ÁFÆRI Raufarhöfn 4. april. Maður einn fékk 800 kg. á handfæri skammt undan. Lítur út fyrir, að hér sé nokkurs afla von, ef unnt væri að sækja sjóinn. Hrognkelsa- veiði er sæmileg. Snjór er hér svo mikill, að undrun sætir. Þó er byrjað að sjást móta fyrir bílum, sem voru á kafi í snjó hér á götun- um. Við bíðum eftir vorinu. H. H. sigurför um mikinn hluta af að hún geti talizt komin í við- unandi ástand. Spiluð hefur verið félagsvist að Bjargi á vegum félagsins, og er því haldið áfram á hálfs- mánaðar til þriggja vikna fresti allan veturinn. Sækir fjöldi fólks vistina og styrkir félagið á þann hátt jafnframt því, sem það skemmtir sér. — Þá hefur bridge verið spilað nokkur kvöld í vetur. Félagið sér um sölu á happ- drættismiðum, merki og blaði landssamtakanna, og er það mikið starf. Á liðnu sumri efndi félagið til skemmtiferðar, og voru Sjálfsbjargarfélagar á Sauðár- króki sóttir heim dagana 24. og 25. júlí. Tóku um 40 manns þátt í þeirri ferð, sem tókst að öllu leyti vel, enda þótt veðurguðir væru óþægir. 8. þing Sjálfsbjargar. lands- sambands fatlaðra, var haldið í Skíðahótelinu við Akureyri dag ana 4. til 6. júní, og sá deildin hér á staðnum um undirbúning þess og framkvæmd að mestu. Félagið hlaut á árinu 30 þús- und krónur í styrk frá Akur- eyrarbæ. Vill félagið í því sam bandi þakka velvild og stuðn- ing bæjarfélagsins við málstað fatlaðra hér í bæ. Þá er þess að geta, að í undir (Framhald á blaðsíðu 7.) urskurðurinn á fjárveitingxun Alþingis til framkvæmda. VANTRAUST Á RÁÐHERRA Átta þingmenn Sjálfstæðis- flokksins í neðri deild Alþingis virðast nú vilja láta það koma fram, að þeir séu framtakssam- ari í útvegs- og fisksölumálum en sjávarútvegsmálaráðherra, Eggert G. Þorsteinsson. Fluttu þeir fyrir páskahátíðina frum- varp til laga um Fiskimálaráð, sem á að vera skipað 17 mönn- um frá ýmsum samtökum og opinberum stofnunum. Ráðinu er þarna ætlað mikið verkefni m. a. forganga um „markaðs- rannsóknir og skipulegar að- gerðir til öflunar nýrra mark- aða fyrir sjávarafurðir svo og um framleiðslu jiýrra vöruteg- unda“. Til þess á ráðið að fá fé úr Fiskimálasjóði, sem virðist raunar vera félaus til þeirra hluta. Á þetta var bent í um- ræðum, en Eggert ráðherra mun lítið hafa skipt sér af mál- inu, enda er enn í fórum hans ályktun Alþingis í fyrra, flutt af Framsóknarmönnum, um raunhæfar aðgerðir í markaðs- máluin sjávarútvegsins. Sviðsmynd. Frá vinstri: Páll Snorrason, Marinó Þorsteinsson, Haraldur Sigurðsson, Sæmudur Guð- vinsson og Jóhann Ögmundsson í hlutverkum sínum. (Ljósmynd: Eðvarð Sigurgeirsson.) AÐALFUNDUR Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á Akureyri og nágrenni, var haldinn þann 26. febrúar sl. í skýrslu stjórnarinnar kom m. a. fram, að hagur félagsins hefur haldið áfram að batna á árinu. I félaginu eru nú 167 fullgild ii' félagar, 157 styrktarfélagar og 6 ævifélagar. Starfsemi félagsins hefur far- ið jafnt og þétt vaxandi, en á inæsta ári verður það 10 ára. Auk funda og skemmtistarf- semi, sem er mikil og fjölbreytt, er föndurstarfi haldið uppi á mánudagskvöldum allan vetur inn. Þar mættu að meðaltali 20 manns á kvöldi síðasta starfsár. Tveir bazarar voru haldnir, þar sem m. a. voru, seldir munir, sem félagar’ vinna á föndur- kvöldunum. Gáfu bazararnir góða rauri, ög um föndurstarfið má segja, að það sé með nokkr- um hætti uppistaða í félags- starfinu. Haldið var áfram fram- kvæmdum við hús félagsins, Bjarg, voru steyptar gangstétt- ir við húsið og byggt dyra- skyggni. Enn er þó mikið eftir að lagfæra á lóð félagsins, svo LEIKFÉLAG AKUREYRAR frumsýndi sjónleikinn „Á út- leið“ eftir Englendinginn Sutton Vane á laugardagskvöldið. — Leikstjóri var Ágúst Kvaran. — Húsið var þéttsetið og leiknum ágætlega tekið. ! Á útleið er gamalkunnugt leikhúsverk, sem fór mikla sigurför um fjölda landa nokkru eftir 1920, bæði austan hafs og vestan. Hér á landi var leikur þessi fyrst sýndur árið 1926 hjá Leikfélagi Reykjavík- ur, eins og leikstjóri getur um í leikskrá, og þá í þýðingu Jakobs Jóh. Smára. En á Akur- eyri var leikurinn einnig sýnd- ! ur 1926 og aftur 1935. Það eru því liðin 32 ár síðan bæjarbú- um gafst kostur á að kynnast þessu sérstæða leikhúsverki og er heil kynslóð úr grasi vaxin síðan. En um hvað fjallar svo þetta leikrit, með hinu dulúðarfulla nafni? Hann fjallar um venju- legt fólk á siglingu inn í annan heim. Einar H. Kvaran segir svo um leikinn 1926 í einu blaði höfuðstaðarins: Hann var sýndur heilt ár í einu leikhúsinu í London fyrir fullu húsi. Hann hefur farið (Framhald á blaðsíðu 2.) Leikfélag Akureyrar: fl ÚTLEID SMÁTT OG STÓRT

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.