Dagur - 12.04.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 12.04.1967, Blaðsíða 1
HOTEL Heber9is pcmtcmir. FerSa- skriístoían Túngötu 1. Akureyri. Sími 11475 AGU. L. árgangur — Akureyri, miðvikudaginn 12. apríl 1967 -»- 26. tbl. FerSaskrifstofan *£»<» Skipuloqgjum ódýrustu íerðirnar fiHFflÍS^IS| 1 81 dhWA Síp jh i e£9 cinnarra o jö| - UK landa. Ifa** fal m l^W •01 Byggingar á Á BYGGINGAFULLTRUI bæjar ins, Jón Geir Ágústsson, gerði eftirfarandi yfix-lit fyrir blaðið, um byggingarframkvæmdir í bænum á síðasta ári. íbúðarhús. Hafin var bygging 52 íbúðar- húsa með 96 íbúðum á sl. ári. Um sL áramót voru samtals 160 hús með 271 íbúð í byggingu. Skráð voru fullgerð 67 hús með 110 íbúðum. Fokheld voru 57 hús með 96 íbúðum og 36 hús með 65 íbúðum voru skemmra á veg komin. Ýmsar byggingar. Af ýmsum húsum, sem skráð voru fullgerð á árinu, má nefna skipabyggingahús Slippstöðvar innar h.f. á Gleráreyrum, Kjöt- vinnslustöð KEA við Sjávar- götu og skrifstofuhús Akureyr- arbæjar við Geislagötu. Fokheldar voru t. d. Amts- bókasafnið við Brekkugötu, áhaldahús (íþróttaskemma) á Gleráreyrum og Lögreglustöð- in við Þórunnarstræti. Hafin var bygging flugskýlis á Akureyrarflugvelli og svína- húss SNE á Rangárvöllum. Fullgerðar voru 9 sérstæðar bifreiðageymslur og auk þess gerðar ýmsar breytingar og við bætur við eldri hús. ? Hafnarframkvæmd- 550 tonna stálskip í smíðum á Akureyri. ir eru haf nar á ný 550 tonna stálskip | smjðum á AkureYrí í SAMBANDI við hafnarmálin á Akureyri, samanber frásögn í síðasta blaði, liggur eftirfar- andi nú fyrir: Fyrir tilstilli samgöngumála- ráðuneytisins var laugardaginn 8. apríl haldinn fundur í Reykja vík til þess að jafna ágreining, sem upp hafði komið um tilhög un framkvæmda og verkstjórn í byggingu dráttarbrautar á Ak ureyri. Fundinn sátu; frá sam- göngumálaráðuneytinu Brynj- ólfur Ingólfsson ráðuneytis- stjóri, frá hafnarnefnd Akur- eyrar Stefán Reykjalín, Árni Jónsson, Bjarni Einarssoin og Magnús E. Guðjónsson, frá vita og hafnarmálastjórn Aðalsteinn Júlíusson, Daníel Gestsson, Úr annál verðbólgunnar MATVÆLI, sem árið 1958 kost uðu kr. 1881.00, kostuðu kr. 4491.00 árið 1966. Hiti, rafmagn o. fl., sem árið 1958 kostaði kr. 1582.00, kostaði kr. 3099.00 árið 1906. Stöðugt verðlag hefur verið keppikefli ríkisstjórnar- innar, segir Morgunblaðið. Sveinn Sveinsson og Sverrir Bjamason. Fullt samkomulag varð um eftirgreindar tillögur: 1. Sveinn Sveinsson verkfræð ingur, starfsmaður vita- og hafnarmálastjóra, sér fyrir hans hönd um yfirurnsjón með öllum framkvæmdum. 2. Yfirverkstjóri við verkið skal ráðinn af hafnarnefnd Ak- ureyrar. Skal hann starf a undir (Framhald á blaðsíðu 7) SAGA stálskipasmíða á Ak- ureyri er stutt en srníði tré- skipa gömul. Slippstöðin h.f. á Akureyri hefur smíðað eitt stálskip, fiskiskipið Sigur- björgu í Ólafsfirði, sem vakti athygli í síldveiðiflotanum í sumar og hefur reynzt ágæta vel. Nú er annað skip í smíð um á sama stað og er það 550 tonna skip, smíðað fyrir Eldborgu h.f. í Hafnarfirði. Sigurbjörg var smíðuð undir berum himni, en skip það, sem nú er í smíðum er smíð að inni í hinu nýja stórhýsi á Oddeyri. Mun varla of- mælt að við það nýtist vinnu aflið 15—20% betur. Smíði þessa skips hófst sl. haust og hefur verið haldið áfram óslitið síðan. Skipsskrokkur- inn er búinn en verið að setja niður vélar og tæki, svo og innréttingar. 1 Slippstöðinni vinna nú um 130 manns við margvís- leg verkefni, auk þessa ný- smíðis. Til nýjunga í þessu skipi eru tvö dekk, eða yfirbyggt undirdekk. Um hina nýju tegund skipasmíða á Akur- eyri, stálskipasmíðina, er margt að segja, en aðeins á það minnst að þessu sinni, hve mikilvægur þáttur henn ar er þegar orðinn í atvinnu lífi bæjarins, og að stórum áföngum í skipasmíðinni er náð hér — fyrst með þeirri reynslu, er fékkst við fyrsta stálskipið, Sigurbjörgu, og nú með byggingu skipasmíða hússins. ? Eyfirðingar í leikför LEIKFÉLAG Öngulsstaða- hrepps hefur sýnt sjónleikinn „Svefnlausa brúðgumann" und ir leikstjórn Jóhanns Ögmunds sonar, 12 sinnum í Freyvangi við ágæta aðsókn. Nú ætlar Leikfélagið að sýna sjónleik þennan á Breiðumýri n.k. laugardag og er ráðgert að hafa þann dag tvær sýningar. (Framhald á blaðsíðu 7) Fulltrúar og gestir á fundi Skógræktarfélags Eyfirðinga. arfélagi Eyfirðsnga ge Aðalf undurinn haldinn á Hótel KEA sl. laugard. AÐALFUNDUR Skógræktar- félags Eyfirðinga var haldinn á Hótel KEA sl. laugardag. Guð- mundur Karl Pétursson, form. félagsins setti fundinn og bauð fulltrúa velkomna, svo og gesti, sem þar voru mættir. Meðal gesta voru Hákon Guðmunds- son form. Skógræktarfélags ís- lands, Hákon Bjarnason skóg- ræktarstjóri og Snorri Sigurðs- son ráðunautur. í skýrslu stjórnar kom m. a. þetta fram: f gróðrarstöð félags ins að Kjarna dafnaði allt með bezta móti, þótt sumarið væri að ýmsu leyti óhagstætt skóg- ræktinni. Sáð var 10 kg. af skóg fræi í 255 fermetra í skógrækt- arstöðinni. Fræið var af þessum tegundum: Birki, þrjár tegund- ir, rauðgreni, sitkagreni, brodd- og blágreni, bergfura, stafafura og siberiulerki, tvær- tegundir. Auk þess var haustsáð bæði reyni- og runnafræi. Afhentar voru úr stöðinni 83.912 trjáplöntur til gróður- setningar og 1.974 garðplöntur. Gróðursettar voru á vegum Skógræktarfélags Eyfirðinga nálega 41 þús. plöntur. Þar af var greni 38.140 plöntur. Á veg- um Skógræktarfélags Akureyr ar voru" gróðursettar 27.660 (Ljósmynd: E.D.) af Helgárseli plöntur, hjá öðrum skógræktar félögum minna. Gróðursett var í skjólbelti í Öngulsstaðahreppi en áður var búið að gróðursetja skjólbelti-á fimm bæjum þar í sveit, ennfremur á Naustum og Hlöðum. Skógræktarstöðin í Kjarna hyggst hafa yfir 100 þús. trjá- og garðaplöntur til sölu í vor. Niðurstöðutölur reksturs- reiknings voru 914 þús. krónur (Framhald á blaðsíðu 5). AÐVORUN TIL SKÍÐAFÓLKS ÍÞRÓTTARAÐ og Skíðaráð Akureyrar hafa um þessar mundir miklar áhyggjur af slysum þeim, sem í vetur hafa orðið í Hlíðarfjalli og náðu hámarki um síðustu helgi. Vilja þau beina þeirri áskorun til allra þeirra, sem skíðaíþrótt stunda í fjallinu, að ætla sér ekki of mikið, og enginn má fara langt ein- samall. Fólk þarf að láta af þeirri ógætni, sem mun hafa verið undanfari flestra slys- anna. Þá vilja „ráðin" sér- staklega minna á skiðabind- inga með öryggisútbúnaði.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.