Dagur - 12.04.1967, Blaðsíða 7

Dagur - 12.04.1967, Blaðsíða 7
7 TIL SÖLU: Nærri nýr PEDEGREE barnavagn. Uppl. í síma 1-28-72. Þurrt og gott MÓTATIMBUR til sölu. Guðmundur Benediktsson Sími 1-17-68. KÝR TIL SÖLU! Tvær nýlega bornar kýr og yorbær kvíga til sölu af sérstökum ástæðnm. Sigfús Þorsteinsson, Rauðuvík. FARMALL A dráttarvél í góðu lagi. til sölu. Einnig Busatis-sláttuvél á Ferguson (tækifærisverð). Upplýsingar gefur Brynjar Jónsson, Búvélaverkstæði B.S.E. Sími 1-20-84. Heima: Kringlumýri 16 eftir kl. 7, sími 1-20-16. BORÐSTOFUHÚS- GÖGN til sölu. Uppl. í síma 1-26-70. SAUMAVÉL til sölu vel með farin. Selst ódýrt. Uppl. í síma 1-16-52. GOTT TIMBUR til sölu. Mjög góður afsláttur. Uppl. í síma 2-13-26 og 1-27-82. Tvíbréiður DÍVAN til sölu. Uppl. í síma 2-12-48. TILBOÐ ÓSKAST í BIFHJÓLIÐ A-1124, sem er Honda S 90, 8 hestafla, árg. 1966: Lítið ekið. Sími 1-28-82. TIL SÖLU: BIFREIÐIN A-1332, sem er Dodge Kingsway, árg. 1955. Uppl. í síma 1-18-82. MOSKWITSJ-BÍLL Model 1961 til sölu. T æki f ærisverð. Sími 1-13-37. AUGLÝSING TRABANTBÍLL, nýrri gerðin, lítið ekinn og í ágætu lagi, til sölu nt'i þegar. Uppl. í sínra 1-25-59 eftir kl. 5 síðdegis. TIL SÖLU: OPEL REKORD, árg. 1955. Uppl. í síma 1-20-24 eftir kl. 8 e. h. BÍLL TIL SÖLU WILLY’S, árg. 1946. Selst ódýrt. Ujrpl. í sírna 2-13-26. BÍLASKIPTI Vil selja: VOLKSWAGEN, árg. 1963 Vil kaupa: VOLKSWAGEN, árg. 1966 Uppl. í síma 1-27-06. TIL SÖLU. Mercedes Benz 322 vöru- bifreið, árgerð 1960, nreð krana 1.5 tonn. Hlynur Jónasson, sími 1-27-06. TIL SÖLU: MOSKVITS, árg. 1960. Uppl. í síma 1-20-71 eftir kl. 5. Hjartkær eiginmaður minn, faðir, sonur og bróðir, BJÖRN SIGURÐSSON, húsgagnasmiður, Fjólugötu 20, Akureyri, sem lézt í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtu- daginn 6. apríl, verður jarðsunginn frá Akureyrar- kirkju föstudaginn 14. apríl kl. 1.30 e. h. Bergþóra Jónsdóttir og synir. Þorbjörg Björnsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og aðrir ástvinir. Jarðarför móður nrinnar og tengdamóður, JÓNÍNU BÓASDÓTTUR, sem andaðist 5. þessa mánaðar, fer fram frá Akureyr- arkirkju, laugardaginn 15. apríl kl. 1.30 e. h. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað. Þeir, senr vildu minnast lrinnar látnu, eru heðnir að minnast kristniboðsins í Konsó. Gerða og Haukur P. Ólafsson. - Samvinnutryggmgar (Framhald af blaSsíðu 8). fetað í sömu slóð. í því sam- bandi minnti hann á brunavarn ir, sem Samvinnutryggingar beittu sér fyrir á heimilum og vinnustöðum, bæði með áróðri og fjárhagslegum stuðningi til kaupa á slökkvitækjum. Þá gat hann þess, að í upphafi bifreiða trygginga sinna árið 1947 hefði afsláttar- eða bónuskerfið ver- ið tekið upp. Það hefði mætt nokkurri andúð fyrst í stað, en síðan hefðu önnur tryggingafé- lög tekið þetta upp hjá sér, og jafnvel gengið lengra á þeirri braut. Rétt væri að þeir, sem án slysa og tjóns kæmust leiðar sinnar í umferðinni svo árum skipti, hlytu nokkra umbun fyr ir. Þá benti Baldvin á leiðbein- ingarit Samvinnutrygginga, er gefin hafa verið út og væru orð in 16 að tölu. Samvinnutrygg- ingar hefðu tekið það upp, að veita sérstaka viðurkenningu fyrir 10 ára tjónalausan akstur á þann veg að fella niður ábyrgð- artryggingu af bifreiðum við- komenda 11. árið. Þessa viður- kenningu hafa 1.670 manns hlot ið, en 4.694 hafa hlotið viður- kenningu fyrir 5 ára tjónalaus- an akstur. Að þessu sinni hlutu 120 manns viðurkenningu fyrir ör- uggan akstur í 5 ár og 29 manns fyrir tjónalausan akstur í 10 ár á tryggingasvæði Vátrygginga- deildar KEA, sem annast Sam- vinnutryggingar. Pétur Sveinbjarnarson um ferðafulltrúi ræddi umferðamál in almennt og á fróðlegan hátt, með hliðsjón af opinberum töl- um um umferðaslys hér á landi og í ýmsum öðrum löndum og einnig með hliðsjón af viðbrögð um annarra þjóða í umferða- málum. Þrjú atriði taldi hann þýðingarmest í þessum málum, er til bóta gæti horft. í fyrsta lagi væri aukin löggæzla nauð- synleg. í öðru lagi notkun öku- leyfissviptinga ' a fadnhæfari hátt en nú er, sem refsingu. Og í þriðja sæti taldi hann umferða kennslu og áróður fjölmiðlunar tækja. Þjóðarvakning í um- ferðamálum væri hin mesta nauðsyn, ekki sízt vegna mik- illar fjölgunar farartækja án til svarandi bættra akstursskil- yrða á vegum og götum. Klúbburinn Öruggur akstur bauð, að loknu erindi Péturs, til kaffidrykkju og fóru þar fram almennar umræður og fyrirspurnir. Fundur þessi var vel sóttur og fór ágætlega fram. Q Endurnýjun togaranna (Framhald af blaðsíðu 4) líða að þvi, að landanir hefjist hér heima, en eins og kunnugt er hafa togararnir stundað sigl- ingar á erlendan markað frá því sl. haust. Við vonum að sumarið verði okkur gjöfult á mikinn og góðan afla, og akur- eyrskar hendur — bæði stórar og smáar — geri úr honum góða, vandaða og verðmæta út- flutningsvöru. Dagur þakkar svörin og tek- ur undir góðar óskir um far- sæla útgerð togaranna. E. D. □ RÚN .:. 59674127 — 1 I. O. O. F. — Rb. 2 — 115412814 — II. I.O.O.F. 14841481/2 MESSAÐ verður í Akureyrar- kirkju n.k. sunnudag kl. 2 e. h. — Sálmar nr. 17, 219, 323, 351 og 189. — B. S. MESSAÐ í Lögmannshlíðar- kirkju kl. 2 e. h. á sunnudag-- inn kemur — síðasta súnnu- dag í vetri. P. S: KRISTNIBOÐSHÚSIÐ ZION. Sunnudaginn 16. apríl. — Sunnudagaskóli kl. 11 f. h. — Samkoma kl. 8,30 e. h. Sagðar verða fréttir af Skúla Svav- arssyni kristniboða. — Tekið á móti gjöfum til kristniboðs- ins. — Allir velkomnir. MINNIN G ARSP J ÖLDIN fyrir kristniboðið í Konsó fást hjá frú Sigríði Zakarlasdóttur, Gránufélagsgötu 6. — Sími 11233. BAZAR OG KAFFISALA verð ur í sal Hjálpræðishersins laugardaginn 15. apríl kl. 3—7 e. h. — Komið, gerið góð kaup og styrkið imi leið starf ið. Hjálpræðisherinn. FRÁ ÞÝZK-ÍSLENZKA félag- inu. Lesstofan í Geislagötu 5 verður opin framvegis á þriðjudögum frá kl. 8.30 til 10.00 e. h. Auk margra bóka er þar gott úrval af hljóm- list á segulböndum. Mun Pétur Bjarnason verkfræð- ingur vera á lesstofunni og gefa þeim sem þess óska upp- lýsingar um nám í Þý-zka- landi. HJÚSKAPUR. — Sl. sunnudag voru gefin saman í hjóna- band brúðhjónin migfrú Lilja Sigríður Guðmundsdóttir og Baldur Snævar Tómasson, húsgagnasmiður. — Heimili þeirra er að Ránargötu 25, Akureyri. FRÁ SJÁLFSBJÖRG. Spilað verður í Bjargi miðvikud. 19. apríl — síðasta vetrardag — kl. 8,30 e. h. Skemmti- atriði á eftir og góð músik. — Nefndin. I.O.G.T. Stúkan Ísafold-Fjall- konan nr. 1. Fundur í Alþýðu húsinu fimmtudaginn 13. þ. m. kl. 8.30 e. h. Fundarefni: Vígsla nýliða. Bræðrakvöld, mörg og góð skemmtiatriði. — Æ. T. STYRKTARFÉLAG vangef- inna. Þúsund króna gjöf hef- ur borizt frá G. B. G. og að auki 10 dagsverk við hælis- bygginguna. Ennfremur 500 kr. áheit frá G. S. og 1000 kr. frá J. G. (afhent Jóni Ingi- marssyni). Kærar þakkir. — Jóhannes Óli Sæmundsson. - Runnu eina slóð (Framhald af blaðsíðu 8) ar, og runnu margir nýmokaða slóð. Búið er að gefa sauðfé inni síðan 15. nóvember og þykir orðinn nægilega langur tími. Hey munu sennilega endast e.n fáir þó aflögufærir. B. B. - Eyfirðingar í leikför - Hafnarframkvæmdir (Framhald af blaðsíðu 1) yfirstjórn Sveins Sveinssonar og er val yfirverkstjóra háð samþykki Sveins Sveinssonar. 3. Pétur Bjarnason verkfræð ingur er aðstoðarmaður Sveins Sveinssonar, sem ,vérkfræðjng-/ ur og eftirlitsmaður hafnar- nefndar Akuieyrar með’ fram- kvæmdum. 4. Sveinn Sveinsson eða yfir- vérkstjóri fyrir hans hönd og Pétur Bjarnason skulu báðir árita alla reikninga varðandi verkið um greiðsluheimild. 5. Hafnarnefnd sér um útveg— tm á vinnuafli til framkvæmd- anna í samráði við Svein Syeins son. Hafnarnefnd hefur með samningi 6. þ. m. við Slippstöð- ina h.f. á Akureyri trýggt sér vinnuafl verkamanna, fag- manna, kafara og undirverk- stjóra, eftir því sem með þarf. Stefnt skal að því að verkið hefjist aftur eftir helgina. (Frétt frá skrifstofu bæjar- stjóra um helgina). Samkvæmt framanskráðu er vinna hafin á ný við hafnar- framkvæmdir á Oddeyri, brott- kallaðir aftur komnir til starfa og stjórn verksins ekki breytt í aðalatriðum en skýr ákvæði sett þar um. Er þess þv-í að vænta, að verkið verði ekki truflað öðru sinni. En segja má, að hafnarnefnd hafi fylgt máli . þessu eftir bæði fljótt og vel af hálfu Akureyrarbæjar. Q (Framhald af blaðsíðu 1) Formaður Leikfélags Önguls staðahrepps er Kristján Sigfús- son. Leikfélagið hefur á hverj- um vetri æft sjónleik með að- stoð aðfenginna leikstjóra og oft tekizt vel. Leikur sá, sem nú . verðpr sýndur í Reykjadal á * laugardaginn, héfur þó hlo.tið 'óveiijulegar vinsældir. Q 44;öis*í«íöi 2 stúlkur óska eftir HERBERGI frá næstu mánaðamótum. Helzt á brekkunni. Uppl. í síma 1-14-29 eftir kl. 8 e. h. TILBOÐ ÓSKAST t húseignina Lækjargötu 2 B, Akureyri, járnklætt timburhús, þriggja her- bergja fbúð. Húsið verð- ur til sýnis væntanlegum kaupendum laugardaginn 15. þ. m. kl. 1.30-3.30 síðdegis eða eftir nánara samkomulagi við undir- ritaðan, sem veitir nánari upplýsingar. Bragi Sigurjónsson. ÍBÚÐ ÓSKAST Mig vantar 3ja herbergja íbúð í maíok. Pétur Bjarnason, verkfr. Sími 1-15-50.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.