Dagur - 15.04.1967, Blaðsíða 2

Dagur - 15.04.1967, Blaðsíða 2
KAPPRÆDUFUNDUR UNGRA MANNA EINS OG GETIÐ hefur verið í blaðinu, skoraði Vörður félag ungra Sjálfstæðismanna á unga Framsóknarmenn á Akureyri til kappræðna um utanríkis- og varnarmál. Fór fundurinn fram sl. þriðjudagskvöld í Sjálf stæBishúsinu við húsfylli eða um 300 manns. Frummælendur voru Ingólf- ur Sverrisson frá FUF og Hall- dór Blöndal frá Verði. Auk þeirra tóku til máls frá ungum Framsóknarmönnum Svavar Oíttesen, Jón Baldvinsson og Jón Davíðsson, og frá Verði Herbert Guðmundson og Svan- ur Kristjánsson. Fundarstjórar voru þeir Karl Steingrímsson form. FUF og Sigurður Sigurðsson form. Varðar. í upphafi ræðu sinnar rakti Ingólfur Sverrisson í stuttu máli sögu utanríkis- og varn- armála íslands frá því að ís- lendingar tóku við þeim málum úr höndum Dana. Lagði hann m. a. áherzlu á þann fyrirvara, sem íslendingar gerðu við inn- gönguna í Atlantshafsbanda- lagið, og sem hinar bandalags- þjóðirnar tóku fullkomlega til- lit til, að ekki yrði her á ís- landi á friðartímum. Gat hann þess, að það væri aðeins á valdi íslendinga sjálfra að ákveða hvenær erlent her- lið væri hér á landi. Sagði hann að íslendingar mættu aldrei hætta að gera það upp við sig hvenær ástandið væri þess eðl- is að það réttlætti dvöl erlends hers hér á landi; öll þessi mál væru þannig, að þau krefðust sífellds mats og stöðugrar um- hugsunar á þessum málum. Vék hann síðan að tillögum ungra Framsóknarmanna frá því í haust, sem greina á um brottflutning bandaríska hers- i.ns, og aS við íslendingar tækj- um við viðhaldi þeirra mann- virkja, sem hér eru á vegum NATO og auk þess yrði fslend- ingum falið að annast rekstur þeirra ratsjárstöðva, sem eru hér á landi. Lýsti ræðumaður síðan með dæmum hve hrapa- lega núverandi valdhöfum hefði tekizt í samskiptum yið aðrar þjóðir, hvernig íslenzkir vald- hafar hafa raunverulega gefizt upp við að mynda sér sjálfstæð ar skóðanir og látið undan þrýst ingi utanfrá og þannig hafi skoðanir núverandi valdhafa að eins verið bergmál frá vissum stórveldum. Um þetta sagði hann m. a.: „Við verðum að gera okkur grein fyrir þeirri þjóðemislegu hættu, er skapast við það þegar aðrir eru látnir hugsa fyrir okkur og stefna þannig að því að gera íslenzka VORRIGNING OG VATNAVEXTIR Blönduósi 13. apríl. Hér er vor- rigning og "hlýindi. Snjórinn rennur niður og töluverðir vatnavextir eru í héraðinu. Veg ir eru allir færir ennþá og ekki vitað um skemmdir vegna flóða. Blanda hefur enn ekki rutt sig, en búast má við einu og öðru af hennar hálfu þegar hún hristir af sér klakaböndin. Húnavökunni lauk á sunnu- daginn og munu hátt á þriðja þúsund manns hafa sótt hana, enda margt til skemmtunar. Mislingar hafa stungið sér nið ur hér á Blönduósi og breiðast töluvert út og lagzt nokkuð þungt á suma. Ó. S. þjóðarsál að múgsál, sem hefur gefizt upp við að hugsa sem sjálfstæð heild og þá um leið misst fótanna í hinni eilífu bar- áttu alls þess, sem telur sig sjálf stætt," eh sú barátta felst í and- stóðunni gegn múgsefjun. Það er hins vegar aðalsmerki sjálf- stæðs einstaklings svo og sjálf- stæðrar þjóðar að kappkosta að rækta með sér sjálfstæða dóm- greind, sem er sér þess þó með vitandi að viðkomandi er hluti heildar, meðlimur í fjölskyldu þjóðanna, en tekur þó sjálf- stæða afstöðu og réttlætir með því tilverurétt sinn." Leiddi hann síðan rök að því, að ástandið í heiminum og.þó einkum í Evrópu væri nú svo gott, að sjálfsagt væri að fylgja nú fram þeim fyrirvara, sem ísland setti með aðild sinni að Atlantshafsbandalaginu. Vitn- aði hann í orð leiðandi manna svo og afstöðu ríkisstjórna, og er það álit þessara aðila, að „kalda {jtríðinu" væri inú að mestu lokið. Hefðu þeir því lagt til, að herafli NATO í Evrópu yrði stórminnkaður, enda ástandið allt annað og betra en það var, þegar þessar hersveitir voru staðsettar þar. Það væri því bæði rétt og skynsamlegt að framfylgja þeim vilja Alþingis, að ekki yríu' her hér á landi á friðartímum. Vék Ingólfur -síðan að því, hvernig háttað yrði hlutverki Is lendinga ef þeir tækju að sér viðhald varnarmannvirkja NATO og ratsjárstöðvanna. Taldi hann, að íslendingum ætti að vera þetta í lófa lagið, ekki sízt þegar gert væri ráð fyrir því, að kostnaðurinn greiddist sameiginlega af ríkjum NATO. Benti hann að síðustu á, að sám tök skólamanna, sem nefndu sig „Vörn" hefðu lagt til að farin. yrði mjög svipuð leið og felst í tillögum ungra Framsóknar- manna um brottflutning hers- ins. Væri félagsskapur þessara skólamanna algjörlega ópóli- tískur og héfði engin efast um einkégan ásetning þessara mætu manna að gera aðeins það, sem þeir teldu rétt og skylt, þótt svo að sumir Sjálf- stæðismenn beri ekki gæfu til að vera þeim sammála í þessu efni. í framsöguræðu og málflutn- ingi ungra Sjálfstæðismanna kom ekkert á óvart. Þeir, sem ekki gátu slegið um sig með bröndurum og öðrum furðuleg- um tiltækjum, tóku til að velta fyrir sér efnahagsbandalögum og markaðsbandalögum hér og þar, enda þótt framtíð þeirra sé svo óviss og óráðin, að ekki verði með nokkru móti sagt um hver eða hvernig framtíð þeirra verður, og ekki einu sinni ung- ir Sjálfstæðismenn. Með þessu reyndu þeir að komast hjá því að ræða tillögur ungra Fram- sóknarmanna og brottflutning bandaríska hersins. Það varð því ekki lítill úlfaþytur hjá ung um Sjálfstæðismönnum, þegar einn ræðumanna ungra Fram- sóknarmanna benti á þá stað- reynd, að einn þeirra þriggja, sem tóku til rnáls fyrir unga Sjálfstæðismenn hefði lýst því yfir a. m. k. tvisvar á fundum, að hann teldi tillögur ungra Framsóknarmanna raunhæfar og skynsamlegar. Það væri því furða að hann minntist ekki einu orði á þær nú. Þeg- ar tillögur ungra Framsókn- armanna höfða jafnvel til þeirra, sem tala fyrir unga Sjálf stæðismenn opinberlega þá er engin furða, þó að skjálfta setji að mönnum í þeim herbúðum og í fátinu reyni þeir að breiða yfir þessa „synd" hins trausta hlekks með óskiljanlegum kúnstum og látalátum. Þá sjald an að ungir Sjálfstæðismenn minntust á brottflutning hers- ins skein í gegnum allt þeirra tal, að ef hann færi myndu ein- hver eða einhverjir taka landið herskildi, en hverjir það yrðu vissu þeir ekki. Varla yrðu það Rússar, ef mark má taka á ung um Heimdellingi, sem sagt hef- ur að „það sé vart til nokkur maður, sem býst við rússneskri árás í dag." Það væri því að von um að einn ræðumanna ungra Framsóknarmenn spyrði hvort Sjálfstæðismenn óttuðust upp- reisn innanlands, eða hvað þeir væru hræddir við, úr því að þeim stendur ekki stuggur af Rússum. Þannig mótaðist málsflutn- ingur ungra Sjálfstæðismanna af viðhorfum, sem giltu fyrir VILJA BYCGJA SAMEIGINLECT HESTHÚS Á SAUÐARKRÓKI Sauðárkróki 13. apríl. Mikill áhugi er hér á Sauðárkróki fyr- ir hestamennsku og munu Sauð árkróksbúar eiga á þriðja hundrað hross. Nú er algeng sjón að sjá ungt fólk í hópi hestamanna á sínum eigin gæð- ingum og er það vel. Á vegum hestamannafélagsins Léttfeta, er nú rekin hér tamningastöð og eru þar 26 hestar. Tamninga menn eru þeir Reynir Stefáns- son og Stefán Hólm. Hesta- mannafélagið er að leita fyrir sér hjá bæjaryfirvöldum um aðstöðu fyrir sameiginlegt hest hús. Einnig þarf að byggja nýj- an skeiðvöll og fleira fyrir þessa starfsemi. Hér er hreyft merki- legu máli, og er það von manna, að það fái góðar undirtektir. Loðna er gengin í Skagafjörð og virðist mikið magn af henni hér útifyrir. í dag veiddist nokkuð af henni hér og tók Fiskiðjan hana til beitufryst- ingar. Hér hefur rignt og má búast við að vegirnir þoli það ekki, svo viðkvæmir sem þeir eru nú. Vatnavextir eru allmiklir en skemmdir af vatnavöxtum hafa ekki orðið. S. G. .:.!::::::•,: ?;.:.:.:. .y.-- IHHBMhHIHÍ Frá aðalfundi Knattspyrnufélags Akureyrar: KA-íélagar sigursælir síðastL ár Félagið minnist 40 ára afmælis síns á næsta ári AÐALFUNDUR KA var hald- inn sl. mánudagskvöld í Sjálf- stæðishúsinu og var fundurinn fjölmennur. NORDURLANDSMÓT NORÐURLANDSMÓTI í hand knattleik lýkur um helgina, og mæta Húsvíkingar til leiks, ef bíifært verður til Akureyrar. Um helgina fara fram þessir leikir: Laugard. 15. apríl kl. 4 e. h. 4. fl. karla Þór—Völsungur. 2. fl. kvenna Þór—Völsungur. 3. fl. karla KA—Völsungur. 2. f 1. karla KA—Þór. Sunnud. 1G. apríl kl. 2 e. h. 4. f 1. karla KA—Völsungur. 2. fl. kvenna KA—Völsungur. 3. fl. karla Þór—Völsungur. Mífl. karla Þór—KA, Knútur Otterstedt, formaður, flutti skýrslu stjórnar og kom þar margt fram, m. a. að fjár- hagur félagsins væri ali-góður, enda veitti ekki af, því fyrir- hugaðar væru framkvæmdir sem fyrst við hið nýja íþrótta- svæði er bæjarstjórn Akureyr- ar úthlutaði félaginu, en það er ofan aðalspennistöðvar, sunn- an Þingvallastrætis. Formaður ræddi einnig urn 40 ára afmælis félagsins, sem er 27. janúar 1968, og verður þess minnzt með ýmsu móti. Þá skýrðu formenn hinna ýmsu deilda frá starísemi þeiria og kom þar fram að KA- félagar voru sigursælir í hinum fjölmörgu íþróttamótum, sem þeir tóku þátt í á síðasta ári. Knútur Otterstedt var endur kjörinn formaður. — Nánar verður sagt frá aðalfundinum síðar í blaðinu. Q Sveit Harðar Steinbergssonar sigraði SÍDASTA umferð í sveitahrað keppni B. A. var spiluð síðastl. þriðjudag. Keppnin var mjög tvísýn allan tímann. Heildarúr- slit urðu þessi: stig Sveit Harðar Steinbergss. 1169 — Soffíu Guðmundsd. 1168 — Mikaels Jónssonar 1147 — Knúts Otterstedt 1116 — Baldvins Ólafssonar 1105 — Halldórs Helgasonar 1094 — Gunnl. Guðmundss. 1061 — Guðm. Guðlaugss. 1051 — Qðins Árnasonar 1012 — Skarph. Halldórss. 1011 — Magna Friðjónss. 945 Næsta keppni félagsins verð- ur firmakeppni. mörgum arum, en eru í éngu samræmi við alla þá jákvæðii þróun, sem orðið hefur í Evrópu undanfarið. Það er því engin furða, þó þeir vakni oft við vondan draum, þegar stað- reyndirnar stangast á við mál- flutning þeií'ra. g Q - SAMVINNA? (Framhald af blaðsíðu 1). fyrirtækis. Til þess að rekstur þess geti talizt sæmilegur þurfa mikil verkefni að vera fyrir hendi. Með auknuolnbogarými Norðui-flugs hf. verður þá held ur ekki komizt hjá samkeppni við Flugfélag íslands. Með þetta í huga virðist um tvær leiðir að velja: Samkeppni við F. í. eða einhverskonar sam, vinna milli þessara flugfélaga. Blaðinu er um það kunnugt, að viðræður um samvinnu hafa farið fram. Um árangur er blað inu hins vegar ekki kunnugt. Samkeppni er að sjálfsögðu góð og oft hrein nauðsyn. En hvort rekstursgrundvöllur er fyrir Norðurflug hf., miðað við þotu- kaupin, og aðra svipaða flug- starfsemi á sama svæði skal ó- sagt látið. Hins vegar liggur ljóst fyrir, og hefur nú í vebur komið glöggt fram, að minni flugvélar henta vel til -fram- haldsferða Ff, samanber flug tU Norðausturlands nú í vetur. Sú samvinna gaf góða raun. Innan tíðar munu línurnar skýrast í máli þessu. Svo virð- ist, sem stjórn F. f. hafi áhuga á samvinnu við Norðurflug hf. Sé svo, er það Norðurflugs hf. að velja eða hafna, setjast að samningaborði eða hefja sam- keppni. Séu verkefni nægileg, munu margir líta svo á, að sam keppnin sé æskileg til góðrar þjónustu. Ef þau eru það ekki, mun annar sigra en hinn falla, samkvæmt lögmáli samkeppn- innar. Q >.?; Vi'-' ''¦> '¦¦'¦ ^%$&5'*'* '' 5 *- íítSLf Vérður byggt (Framhald af blaðsíðu 1) skilmálum fyrir þetta svæði. Síðar í vor mun bærinn aug- lýsa lóðir á þessu svæði. Gert er ráð fyrir, að nyrzt á þessu svæði, næst Þingvallastræti og allt vestur að spennistöðinni, verði blokkhús, en síðan koma raðhús og enn sunnar, við væntanlega götu, einbýlis- hverfi. Álfabyggðin verður framlengd vestur. En auk þessa nýja byggðasvæðis, sruinan Þingvallastrætis og vestan Mýr arvegar eru svo lóðir hér og þar, bæði fyrir einbýlishús, rað hús og fjölbýlishús, samanlegt 20 íbúðir. Enn sem fyrr er hinn mikli byggingakostnaður of mörgum ofvaxinn. Hinar merkilegu upp lýsingar úr- höfuðborginni, þar sem byggingarfélagi hefur tek- izt að byggja í stórhýsi mis- stórar íbúðir fyrir nálega helm ingi lægra verð en gangverð íbúða er talið vera þar um slóð ir, knýr enn á alhliða endur- skipulag íbúðabygginga og við- unandi svör við þeirri spurn- ingu, hvort ekki er einnig hægt að lækka byggingarkostnaðinn hér á Akui-eyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.