Dagur - 15.04.1967, Blaðsíða 4

Dagur - 15.04.1967, Blaðsíða 4
ái Dagxjk' ,:;;:::S:;::;í;:;v:<v:':^:ví;;-:v;v Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Bitstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Auglýsingar og afgreiðsla: Öreltar aðferðir í SVONEFNDUM eldhúsumræðum frá Alþingi, sem landsfólkið átti ný- lega kost á að heyra með aðstoð út- varpsins, rökræddu stjórnmálaflokk- arnir um landsmálin. í niðurlagi ræðu formanns Framsóknarflokks- ins, Eysteins Jónssonar, sagði m. a. svo: „Ríkisstjórnin hefur notað alger lega úreltar stjórnaraðferðir, sem alls ekki eiga við hér. Hún hefur ein hliða snúið sér að því að draga úr þenslu með ráðstöfunum, sem hafa grafið undan afkomu sjálfra atvinnu veganna. Hún hefur algerlega van- rækt að veita nauðsynlega forystu um uppbyggingu atvinnulífsins og stefna hennar orðið til þess að þær framkvæmdir í atvinnulífinu, sem mesta þýðingu hafa og þýðingar- mestu þjónustuframkvæmdir, hafa hrakizt aftur fyrir og orðið útundan. Það er ráðsmannanna á þjóðarbú- inu, ráðherranna, að gera grein fyrir því, hvað orðið hefur af þjóðartekj- unum. Verða þeir krafðir sagna um á næstu vikum og mánuðum. En kaupmáttur tímakaupsins eða dag- kaupsins og ástandið í iðnaðinum, landbúnaðinum og sumum þýðingar mestu greinum sjávarútvegsins sýná hvar þjóðartekjuaukinn hefur ekki staðnæmzt. Ríkisstjórnin hefur horft á það að gerðarlaus, að starfandi togarafloti hefur minnkað um helming, þorsk- veiðiflotinn gengið saman ár frá ári og verðbólgan og lánastefnan hefur grafið undan grundvelli frystiiðnað- arins, sem hefur verið þýðingarmesti einstaki þátturinn í þjóðarbúskapn- um. Ríkisstjórnin hefur látið eins og þessi vandamál væru ekki til, enda öll afskipti af slíku talin algert brot á stjórnleysisstefnunni, sem ríkis- stjórnin hefur talið sig fylgja. Á hinn bóginn hefur átt að leysa vandamál togaranna með því að hleypa þeim inn á bátamiðin í landhelginni og verður vafalaust gert eftir kosningar, ef stjórnarflokkarnir geta ráðið þá. Dómsniðurstaða í efnahagsmálun- um liggur fyrir því að reynslan er þar óhlutdrægasti dómarinn. Nú hafa stjórnarflokkarnir allt í einu rubbað upp og kastað inn á Alþingi frumvörpum og þingsályktunartil- lögum, sem f jalla um ýmiskonar af- skipti ríkisstjórnar og ríkisvalds af þessum málum. Tilgangi sínum, sem er að lofa bót og betrun nú fyrir kosningar svo á verði trúað, nær þetta þó ekki, því reynslan er ólygn- ust í því, að þeir sem ráða stjórna*- flokkunum virðast hafa óbeit á þeirri forystu, sem ríkisvald í nútíma þjóðfélagi verður að hafa." D Karl Guðvarðarson frá Garði Ólafsfirði Greiðslur fil almannatrygginga ÞAÐ VAR laugardagsmorgun- inn fyrir páska. Ég vinn verkin mín eins og ég er vön. Síminn hringir, það er systir mín sem talar. Ég heyri orðin: Pabbi dó í nótt. Nú segi ég: Varð þetta eitthvað snöggt? Annars vitum við báðar að hann var orðinn veikt strá, og langt síðan að ' hann þráði að fá að deyja. Þeg- ar mamma dó, fannst mér hann hætta að lifa, og von hans var að hann fengi að fylgja fljótt á eftir henni. Oft hafði ég hugsað um það á meðan þau lifðu bæSi að betra yrði að Guð tæki hann á undan henni úr þessum heimi. Mér fannst að hann mundi eng an veginn bera það að missa hana, og hvað sízt á elliárun- um. En þó kom að því að Drott inn kallaði hana á undan, og mjög snöggt. Hún hneig út af við vinnu sína úti við og var borin inn meðvitundarlaus sv.o að segja. En þó heyrðust af vörum hennar nokkur óljós orð. Guð hjálpi mér. Það voru síð- ustu orð hennar, hún komst aldrei til meðvitundar og lifði aðeins tvo sólarhringa. Það vakti hjá mér undrun og aðdáun hvernig pabbi minn brást þá við. Þau rólegheit og æðruleysi. Mér fannst þö eins og hann gengi í svefni, en þó talaði hann með skýrum huga um það sem var að gerast, og kvöldið sem hún dó Iagði hann sig útaf í stofu inn af herberginu þeirra og bað okkur að láta sig vita þegar þetta væri búið. Hún dó kort fyrir tíu og sömu rólegheit in hvíldu yfir honum eftir á. Við systkinin vorum öll undr- andi og hálf hrædd um að hann hefði ekki áttað sig á þyí sem skeð var því við þekktum hann og vissum að hann hafði aldrei mátt af henni sjá og aldrei án hennar getað verið. Ég var eft- ir hjá honum þessa nótt og þorði alls ekki að sofna því ég vissi að hann svaf ekki heldur. Og þó ég saknaði mömmu hugs aði ég meira þessa nótt um pabba. Hvernig líf hans mundi verða án hennar. Síðan eru liðin 10 ár þau síð ustu 4 árin sem hann lifði dvaldi hann á Skjaldarvík eftir sínum eigin vilja. Nú er hann dáinn hann pabbi minn elskulegur. Ó hve mynd- irnar geta oft orðið skrýtnar þeg ar söknuðurinn dregur minn- ingarnar fram úr djúpi hugans. Ég man svo margt elsku pabbi minn, og veita þær end- urminningar gleðistraum um sál mína. Þú varst svo góSur og ástríkur faðir. Þó heimilið þitt væri fátækt af veraldargæðum varst þú allt af ríkur, ríkur af svo mörgu sem veitti barnssálinni yl, og gróðursetti frækorn sem ber ávöxt. Aldrei fórst þú svo kaup staðarferð, að þú kæmir ekki færandi hendi til barnanna þinna. Ég skil ekki nú hvemig þú gazt alltaf keypt eitthvað til að gleðja okkur, því að ég veit að þú áttir oft úr svo litlu að spila. Svo man ég verkin þín, þú notaðir allar stundir til að dytta að í hemilinu þínu. Þér féll aldrei verk úr hendi. Þó ekki séu liðin nema 55 ár síðan þú byrjaðir þinn búskap, þá hefir breytingin orðið stórkostleg. Hvar fengum við flest af því sem nú er keypt í búðum til klæðnaðar og annarra þarfa. Það kom úr vefstólnum þínum. Mér er með öllu óskiljanlegt hvernig þú gazt afkastað slíku sem þú afkastaðir. Þegar ég tel upp í huga mínum og sé í anda allt sem ofið var af höndum þín um, úr allavega litum tvisti og heimaspunnum þræði. Ég dáist í huga mínum að þeim munstr- um og litasetningum sem þú fannst upp. Sérstaklega man ég fallegu rúmábreiðurnar sem þú ófst, og þær hafa víða verið til á heimilum í þinni sveit og jafnvel þótt lengra væri leit- að. Já það má segja með sanni, þú notaðir starfstímann þinn á meðan þú lifðir og iðju- semin þín var og verSur til fyr irmyndai- sem ekkert barnanna mun gleyma, og mættum yið einnig minnast þess hve hjálp- samur og bóngóður þú varst náunga þínum. Þú lézt engan þurfandi frá þér fara. Á meðan að þú gazt miðlað af þínum litlu efnum. Og Drottinn blessaði heimilið þitt, verkin þín voru honum kunn. En þó er það þessu öllu meira og dýrmætara, minning- arnar um bænirnar sem þú kenndir okkur og helgistundirn ar sem þú skapaðir á heimilinu með húslestri og sálmasöng hverrí sunnudag og helgidag. Þetta skapaði þann fjái'sjóS í sál minni sem Drottinn einn þekkir og finnst mér áhrif þess munu vara til eilífs lífs. Guð blessi minningu þína elsku pabbi minn. Þó farinn sértu héðan og fyrni yfir slóð. Ég finn að minningarnar þær geyma þakkaróð. Það gleymist ei það gó'ða sem gróðursettir þú í hjörtum barna þinna í helgri bæn og trú. ísól Karlsdóttir, Hólkoti, ÓlafsfirSi. Endast miklu lengur f UNGVERJALANDI hefur tekizt að tvöfalda „æviskeið" véla í strætisvögnum eftir rann sóknir með geislavirkum mæli- tækjum. Rannsóknirnar leiddu í Ijós að óhreinindi í vélinni hafa mikil áhrif á slitið, og þess vegna hefur verið framleidd sér stök sía sem ver vélina og ger- ir hana helmingi endingarbetri. í Sovétríkjunum hefur lífs- magn mjólkursýrugerilsins ver ið rannsakað með geislavirkum tækjum, með þeim afleiðingum að hægt hefur verið að stytta gerjunartíma öls úr 5—6 dög- um niður í hálfan annan dag. GREIÐSLUR TIL ALMANNATRYGGINGA. Nú nýlega hefur verið birt áætlun um tekjur og gjöld al- niannatrygginganá á árinu, sem er að líða (1967). Gert er ráð fyrir, að greiðslur þeirra aðila sem standa undir lífeyristi'ygg- ingum verði þessar á árinu: Ríkissjóður 601.2 millj. kr., hin- ir tryggðu 273.8 millj. kr., sveit- . arsjóðir 154 milrj. kr. og at- vinnurekendur 119.8 millj. kr. Samtals 1148.8 millj. kr. Til sjúkratrygginganna greiða sam kvæmt áætlun: Ríkissjóður 190.6 millj. kr., hinir tryggðu 173.3 millj. kr. og sveitarsjóðir 86.6 millj. kr. Samtals 450.5 millj. kr. í atvinnuleysistrygg- ingasjóðnum voru 932 millj. kr. um áramótin en allmikið af því fé er bundið í útlánum. Hitt mun vera í Seðlabankanum. Ið- gjöld til lífeyristryggingamia eru á þessu ári: Fyrir hjón 3850 kr., fyrir ókvænta karla 3500 kr. og fyrir ógiftar konur 2625 kr. Sjúkrasamlagsgjöld eru mis jöfn í samlögunum. Iðgjöld til atvinnuleysistryggingarsjóðs ins eru greidd af ríkissjóði, sveitarfélögum og atvinnurek- endum. ALMENNAR TRYGGINGA- BÆTUR 1967. Gert er ráð fyrir, að nokkrar helztu bætur frá almannatrygg ingunum verði á árinu 1967 sem hér segir: kr. á mán, Ellilífeyrir hjóna 5.016.33 EHiIífeyrir einsíaklinga 2.786.85 Ekkjulífeyrir (fullur) 2.654.14 Fjölskyldub. með bami 330.10 Bamalífeyrir og meðlag með bami 1.222.31 Mæðralaun, 1 bam 244.46 Mæðralaun, 2 böm 1.327.07 Mæðralaun, 3 b. eðafl. , 2.654.14 Ekkjubæíur 3 mánuði 3.492.94 Ekkjubæíur 9 mánuði 2.619.22 Fæðingarstyrkur er kr. 6.984.15, slysadánabætur ekkju eða ekk- ils í 8 ár kr. 3.492.29 á mánuði o. s. frv. Nánar í 1. tbl. Félags- mála 1967. AHstaðar 15.25% verðlagsuppbót innifalin. SUNDURLIÐUN BOTA- GREIÐSLNA 1965. Til fróðleiks cr hér skrá yfir þær fjárhæðir, sem lífeyris- tryggingamar greiddu til ein- stakra bótategunda árið 1965: millj. kr. EIHIífeyrir 414.7 Makabætur 0.9 Örorkulífeyrir 94.1 Örorkustyrkir 12.0 Bamalífeyrir 29.2 Fjölskyldubætur 216.2 Mæðralaun 23.5 Fæðingarstyrkir 26.2 Ekkjulífe. og ekkjubætur 14.6 Sjúkrasamlagsgjöld vegna elli og örorku 15.0 Endurkræf meðlög 54.6 Örorkulífeyrir er jafn hár ellilífeyri. Hliðstæð sundurlið- un sjúkra- og slysabóta mun ekki hafa verið búrt enn. f þessu samband i má minna á fræðsluþætti um almannatrygg ingamar og ýmsar lífeyristrygg ingar, sem birtar voru í Degi í fyrra. IÐGJÖLD ATVINNU- REKANDA. Atvinnurekendur greiða tvennskonar iðgjöld til almanna trygginganna vegna starfsfólks síns þ. e. til lífeyristrygginga og slysatrygginga. Iðgjaldið til líf- eyristrygginganna er nú 28 kr. pr. vinnuviku. Iðgjöld til slysa- trygginganna skiptast í 10 áhættuflokka og eru nú Iægst 2 kr." og hæst 65 kr. pr. vinnu- viku. Til atvinnuleysistrygg- ingasjóð eiga gjaldskyldir at- vinnurekendur nú að greiða 17.10 kr. pr. vinnuviku. SPÍTALAKOSTNAÐUR. Daggjöld sjúklinga á Land- spítalanum voru um síðusíu ára mót hækkuð úr 450 kr. upp í 500 kr. Ríkissjóður mun greiða hækkunina fyrir sjúkrasamlög- in enda mega þau ekki haekka iðgjöldin. Bætist þá við ein teg- und enn af niðurgrciðslum inn- anlands vegna vaxandi dýr- tíðar. Lýsigull íslenzkrar tungu Virðingarsveigur til vinar míns, biskupsins yfir Islandi, HERRA SIGURBJARNAR EINARSSONAR, hnýttur, þegar röddin hans liljómaði og flutti nýjársræðu sína 1967. Ásamt með kærri þökk fyrir korauna til Akur- eyrar og ræðuna ógleymanlegu í kirkjunni þar hinn 12. marz síðastliðinn. NÝTT ÖRYGGISHQS NÝLEGA buðu International Harvester verksmiðjurnar í Bretlandi mikla nýjung í fram- leiðslu 434 traktoranna, þar er fullbúið öryggishús ásett í verk smiðjunni. Hið nýja hús á að fullnægja kröfum um brezkan standard nr. 4063. Bretar búast við, að hin nýju öryggislög þeirra komi í gildi árið 1969. Vegna útflutningsmarkaðskis hafa þeir útbúið húsið með opn anlegu þaki, svo ökumaður kom ist út úr húsinu, ef traktorinn dettur t. d. niður gegnum ís. Húsið er byggt á öxla trak- torsins og er í því mjög gott út- sýni og gott rými, og er húsið vel þétt fyrir ryki og óhrein- indum, sem fjúka vilja upp. Átenging moksturtækja og annarra hjálpartækja er óhindr uð, þrátt fyrir húsið. Sérstakt stál er í grindinni (21/2"xl1/2" þvermál) og allar rúður úr öryggisgleri. Aurhlíf- ar eru að aftan, byggðar með húsinu, og er hægt að taka hús- iS af meS því aS losa 8 bolta og lyfta því af meS því aS krækja í 4 eyru þar til gerS. AuSvelt er fyrir ökumann að stíga á traktorinn í gegnum hurS, sem er 55 cm. á breidd og innan í húsinu er mikið rými til að stjórna öllum stjórntækjum. Óvenjugott útsýni fæst um framrúðu og litlar hliðarrúður sitt hvoi-u megin við vélarhús- iS, út til hliðanna eru sérstakar rúður og svo í hurðunum. Tjald með gagnsæju plasti er að aft- an, svo hægt er að rúlla því upp, ef vill. (Framhald á blaðsíSu 7) A myndinni sést, að húsið er bæði laglegt og því vel fyrir komið á traktornum. Hljóma léztu hitnin við hörpustrengi þína. Önd þín sveif um æðri svið Andans dýrð að sýna. Vinurminn. Þegar ég heyri til þín, hvort sem það er nær eða f jær, þá kviknar hjá mér sú löngun að láta þig heyra vísur frá mér til þín. -K Þegar þú talar í útvarp, hlustar öll þjóðin. Þegar þú messar, fyllast kirkjurnar fólki. Lýsigullið skín í myrkrinu. Þar sem það ljómar svo skært frá máli þínu og kenningu, þá láttu í Guðs bænum röddina þína hljóma sem oftast út til okkar íslendinga allra. Guð gefi, að himnarnir opnist, svo að við sjáum dýrð hans ljóma yfir land og þjóð. Þegar hugsjónir þínar og vonir um Skálholtsstað ræt- ast, rennur upp ný dagsbrún á trúarhimni íslendinga, og nýr dagur bregður birtu nýs trúarskilnings yfir örlaga- slóðir íslenzkrar þjóðar. Ég óska þér, herra biskup, ham- ingju og allrar blessunar með staðinn fræga og fornhelga. Guð ög gæfan fylgi þér og f jölskyldu þinni nú og ávallt á ókornnum timum. Hann sé með þér og þjónum þinum í kirkjum landsins og i víngarði kristniboðsins um viða ver- öld. Guð gefi þeim öllum orð að mæla og sannleik að.flytja í boðskap sínum. -K Á friðarstóli í Frelsarans skjóli þitt er sæti, þjóðvinur mæti. Lif þú í náð í lengd og hráð, stýrðu Guðs liði í stríði og friði í Drottins ást, sem engum brást. Njót heill handa, orðs og anda. Sækið fast inn í framtíð bjarta. Leitið Ljóssins. Lifið heil! JÓN BENEDIKTSSON, prentari.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.