Dagur - 15.04.1967, Side 8

Dagur - 15.04.1967, Side 8
8 LISTAVERKASÝNING í SKÍÐAHÓTELINU í HIÍÐARFJALLI UM HELGINA verður opnuð listsýning í Skíðahótelinu í Hlíð arfjalli. Frií Halia Haraldsdótt ir frá Siglufirði sýnir þar vatns lita- og mosaikmyndir. Frú Halla er orðin þekkt listakoná hér norðanlands, og hefur áður haldið sýningu hér á Akureyri og á Siglufirði. Sýning þessi er jafnframt sölusýning og verður frúin við- stödd í Skíðahótelinu fyrstu daga sýningarinnar. Myndin var tekin við vígslu nýja Sjúkrahússins á Siglufirði 15. des. sl. Frú Halla stendur þar hjá mynd sinni, sem þar var afhjúpuð og er í anddyri Sjúkra hússins. □ } Atvinna er næg á Siglufirði Siglufirði 14. apríl. í dag eru fimm dagar eftir af vetrinum og ef svo heldur sem horfir verður mest allur snjór farinn af lág- lendi í Siglufirði á sumarmál- um og er það meira en nokkur þorði að álykta fyrir viku síðan. Hlákan hefur verið mjög hag- stæð, úrkoma lítil með hlýind- um og sunnangolu, hiti 7—14 stig allan sólarhringinn. Vorið er komið og kolmórauðir lækir fossa eftir götunum. Eins og áður er getið var Skíðamót íslands haldið í Siglu firði um páskana. Var veður mjög óhagstætt og samgöngur við Siglufjörð mjög lélegar og er það furðulegt tómlæti hins opinbera og mikil mildi að ekki hlutust slys af. Drangur var eina farartækið sem hélt sam- bandi við Siglufjörð og bjarg- aði því sem bjargað varð. En honum reyndist ekki kleift að anna því hlutverki sem þurfti með. Enda urðu keppendur og gestir mikið færri en til stóð og sýndu þó margir þeim mikinn dugnað og árræði við að komast á mótsstað. Snjór var meiri en nógur og var allt á kafi og tor- KRAPÁELGURILANDI OG GRÁSLEPPUMERGÐ í SJÓ Ólafsfirði 13. apríl. Hlýindi hafa verið hér undanfarna daga og snjórinn hverfur eins og dögg fyrir sólu þessa daga. Mikill vatnsflaumur er í bænum og götur þær, sem ekki voru áður hreinsaðar, eru að verða ófærar vegna kraps. Þar sem voru smá lækir, eru nú talsverðar ár. Erfitt hefur verið með mjólk urflutninga hingað en bændur hafa notað beltadráttarvélar. Bíll sá, sem flytja á skólabörn úr sveitinni varð að hætta og bömin hafa ekki getað sótt skól ann síðan um mánaðamót febrú ar—marz. Vonandi verður hér Sameiginlegur fimdur F ramsóknarf élaganna FRAMSÓKNARFÉLÖGIN á Akureyri efna til sameiginlegs fundar á skrifstofu Framsóknar flokksins n.k. mánudagskvöld kL 20.30. F undarefni: „Stjórnmálavið- horfið og kosningaundirbúning ur“ Frummælendur verða þeir Stefán Valgeirsson bóndi og Jónas Jónsson ráðunautur. Allt Framsóknarfólk hvatt til að fjölmenna stundvíslega. Q komið upp heimavist til þess að sveitabörnin tapi ekki eins mik illi kennsluv ognú hefur orðið ráunin á og eins í fyrravetur. í dag komu börnin í fyrsta skipti í skólann eftir samgöngu teppuna. Lítið aflast nema af grá- sleppu. Af henni veiðist mjög mikið hjá þeim, sem þá veiði stunda. Hrognin eru söltuð en ekki er búizt við hærra verði en svo sem 1400—1600 kr. fyrir tunnuna í stað 6 þús. kr., sem áður var. Og auðvitað dregst veiðin saman vegna verðfalls- ins, þótt veiði sé mjög mikil hjá þeim fáu, sem leggja hrogn- kelsanet. Vonir standa til, að Múlaveg ur verði opnáður eftir helgina. Sérleyfi á ferðum hefur Gunn- ar Jónsson fengið og verða þær sameinaðar Dalvíkurferðunum. Skemmtanálíf hefur verið töluvert undanfarið. Um pásk- ana var sjónleikurinn „Maður og kona“ sýndur undir leik- stjórn Kristjáns Jónsonar. Síð- ar sýndi Leikfélagið leik þenn- an á Sigluíirði. Um síðustu helgi hélt karlakórinn sam- söng, annan á yetrinum, og var (Framhald á blaðsíðu 7.) veldaði það alla framkvæmd mótsins. En þó fór mótið hið bezta fram og varð mótsstjóm og Siglfirðingum til hins mesta sóma. Mörg hundruð Siglfii'ð- ingar lögðu hönd að verki, að svo mætti verða. Mótsstjóri var Sverrir Sveinsson rafveitu- stjóri. Sunnlendingum þótti snjórinn mikill og nýstárlegt þótti þeim að geta stigið upp á þak tveggja hæða húsa er þeir gengu efth' sköflum á veginum, og skrýtið þótti þeim er þeir sáu íbúa Siglufjarðar ganga niður fjórar til sex snjótröppur og hverfa inn í híbýli sín. En þeir sögðu síðar að bjart og hlýtt hefði verið þar inni og gott að koma til Siglufjarðar. En þetta var í lok marz, en nú er 14. apríl og allur snjór að hverfa. Þannig er íslenzka veðráttan, óútreiknanleg í blíðu og stríðu. Atvinna er nú hér næg í bili. Tunnuverksmiðjan starfar, nið urlagning síldar á Rússlands- markað er í fullum gangi og meiri vinna , frystihúsi en ver- ið hefur. Siglfirðmgur hefur (Framhald á blaðsíðu 7) Síðustu sýningar SJÓNLEIKURINN „Á útleið“ hefur verið sýndur í Samkomu húsi bæjarins fjórum sinnum við góða aðsókn og hefur hann hlotið góða dóma. Leikstjóri er Ágúst Kvaran. Þrjár sýningar eru eftir og verða þær nú um helgina, ein í dag, laugardag, og tvær á morgun. Sýningum á þessum sjónleik lýkur fyrr en ætlað var vegna æfinga á næsta verkefni Leik- félags Akureyrár, sem verður afmælissýning félagsins. Meðfylgjandi mynd er úr sjón leiknum „Á útleið" og sýnir Kristjönu Jónsdóttur í eftir- tektarverðu frúarhlutverki sínu. (Ljósm.: E. Sigurgeirss.). SMATT OG STÓRT SPJALL BÆJARBLAÐA dæmi eystra. Björn Teitsson íslendingur og Alþýðumaður- kemur að líkindum hingað til inn skeggræða nú sín á milli bæjarins um næstu mánaðar- um yfirvofandi fall Magnúsar mót, og mun starfa hjá Degi Jónssonar í kosningunum, og að Bragi kunni að ná kosningu í hans stað. Virðist það þó skipta litlu máli, hvort Magnús er kjörinn þingmaður, Bragi uppbótarmaður eða Bragi kjör inn og Magnús uppbótarmaður. Miðað við síðustu kosningar til Alþingis sýnast það raunar hug arórar einir, að Bragi nái kosn- ingu, og of snemmt að spá því að Magnús falli, því að miðað við fyrri tölur, verður það ekki talið líklegt að svo stöddu. En færi svo, er það ekki Bragi held ur fjórði maður á lista Fram- sóknarflokksins, sem næst stendur kjöri, miðað við tölurn ar frá 1963. Er þar og um að ræða ungan og vel menntaðan mann, áhugasaman um þjóðmál og með góða starfsreynslu, ein- dreginn formælanda lands- byggðarstefnu og norðlenzkra sjónarmiða, svo sem greinar hans í Degi og víðar bera vott um. Framsóknarmenn munu vinna fyrir þann málstað, er þeir hyggja réttan, en spara spár fyrst um sinn. FIMMTA SÆTIÐ Það er og líklegt til að efla fylgi Framsóknarflokksins með al unga fólksins hér í kjördæm- inu, að í 5. sæti listans, og því líklegur til að taka einhverrn þátt í þingstörfum á næsta kjör tímabili, er Bjöm Teitsson stúdent á Brún í Reykjadal, sem undanfarin ár hefur lagt stund á íslenzk fræði við Há- skóla íslands, en kunnur orðinn sem einn af helztu forystumönn um í félagslífi stúdenta (um skeið formaður Stúdentaráðs Háskólans) og í landssamtök- um ungra Framsóknarmanna. Á nú sæti í stjórn S.U.F. og í miðstjóm Framsóknarilokks- ins, og er þar einn af sjö full- trúum sambands' Framsóknar- manna hér í Norðurlandskjör- fram að kosningum og taka á þann hátt og annan þátt í kosn ingarbaráttunni, sem í hönd fer. — En fulltrúar ungu kynslóðar innar eru fleiri á listanum eins og síðar verður að vikið. „H“IÐ í VERKAMANNINUM í grein með undirskriftinni „H“ í Verkamanninum er gerð held ur ómyndarleg tilraun til að verja frumvarpið, sem flutt er af formanni Alþýðubandalags- ins um verðlagsmál bænda o. fl. Sumir gizka á, að höfundur greinar sé frambjóðandi nr. 2 á lista Alþýðubandalagsins hér, og ætti Hjalti að neita því opin berlega, ef hann er saklaus af, því að „rökræður“ af því tagi, sem þar er um að ræða, eru engum til sæmdar. Til þess þarf flokksblindu eða þverúð á háu stigi, einkum ef bóndi ætti hlut að máli, að halda því fram að hagstætt væri fyrir landbún- aðinn að gera frumvarp Hanni bals í heild að lögum. Má í því sambandi minna á „rannsóknar réttinn“ yfir bændum og sam- tökum þeirra og innflutninginn á útlendum landbúnaðarvörum, sem gæti eyðilagt „sölustöðv- un“, ef til kæmi. Fleira skal ekki nefnt hér, þó af nógu sé að taka. En ætla má, að stéttar- félög bænda gæti betur hags- muna þeirra í þessu máli en Ilannibal. MORGUNBLAÐIÐ VEÐUR REYK Mbl. liefir undanfarið verið með slúðurkenndar bollalegg- ingar um það, að nafngreindir menn hafi „fallið“ við miðstjóm arkosningu á 14. flokksþingi Framsóknarmanna. Sýnilega er blaðið heldur illa að sér um þetta mál. Flokksþingið kýs 15 menn í miðstjómina, og gildir sú kosning milli flokksþinga. Til liagræðis við kosninguna setur uppstillinarnefnd upp ábendingarlista, sem jafnframt er kjörseðill með 75 nöfnum eða fimni sinnum fleiri en kjósa skal, en auk þess getur hver fulltrúi skrifað til viðbótar nafn eða nöfn á listann. Það gefur auga leið, að af 75 ldjóta 60 að „falla“, ef 15 eru kjörnir, sé not að orðalag Mbl. En auðvitað er hér ekki neitt „fall“ að ræða, þar sem enginn hefir boðið sig fram. Hitt virðist Mbl. svo ekki vita, að þessir 15 eru aðeins lítill hluti miðstjófnarinnar. Ná (Framhald á bíaðsíðu 7) NÝTT SKIP TIL HÚSAVÍKUR KOMINN er til Húsavíkur nýr og vandaður erlendur stálbátur, Náttfari ÞH 60, 268 smálestir að stærð. Eigandi Náttfara er Barð inn h.f. Skipstjóri er Pétur Stefánsson. Báturinn er á leið suður og ætlar að stunda þorsk Veiðar í nót. Q

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.