Dagur - 19.04.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 19.04.1967, Blaðsíða 1
Herbergis- pantanir. Ferða- skrifstoían Túngötu 1. Akureyri. Sími 11475 r I •/ l f Túngötu 1. Feroaskrifstofan stmi íu^s Skipuleggjum ódýrustu ferðirnar til annarra landa. L. A. 50 ára í dag LEIKFÉLAG AKUREYR- AR var stofnaö 19. apríl ár- ið 1917 og á því hálfrar ald- ar afmæli í dag. „JÓNS- MESSUDRAUMUR“ verður afniælissýning félagsins og verður frumsýndur um mánaðamótin, enn fremur heldur félagið þá afmælis- hátíð sína. En afmælisrit kemur út síðar á árinu. Veik indi hafa tafið leikæfingar. FRÁ BÆJARSTJÚRN Ráðning vélaeftirlitsmanns. Bæjarráð leggur til, eftir til- lögu bæjarverkfi-æðings, að Stefán Halldórsson, vélstjóri, verði fastur starfsmaður hjá Akureyrarbæ sem eftirlits- maður með vélum bæjarins. Nánar verði kveðið á um starfssvið hans, þegar fyrir liggja tillögur þær um starfs- skiptingu hjá tæknideild bæj- arins, sem Industrikonsulent A/S vinnur nú að. Laun verði samkvæmt 20. launaflokki kjaradóms miðað við 15 ára starfsaldur. Vélakaup. Á fundinum var mættur bæj- arverkfræðingur og gerði bæj- arráði grein fyrir tillögum sín- um um vélakaup á þessu ári. Bæjarráð heimilar bæjarverk fræðingi að festa kaup á eftir- töldum vinnuvélum: X-2 Broyt grafa, kostnaðar- verð kr. 1.150.000. Austin West- ern veghefill, kostnaðarverð kr. 1.950.000. Weatherhill upp- mokstursvél, kostnaðarverð kr. 1.200.000. Götusópur, kostnað- arverð kr. 700.000. Samtals kr. 5.000.000. Gert er ráð fyrir að greiða þurfi á árinu kr. 3.2000.000,00 af kaupverði vélanna en kr. 1.800.000,00 fáist að láni til næsta árs. Frestað var ákvörðun um frekari vélakaup þar til síðar. Ábyrgðarþóknun fyrir bæjar- ábyrgðir. Bæjarráð leggur til við bæj- arstjórn að samþykkt verði, að hverjum þeim sem veitt er ein- föld bæjarábyrgð, skuli gert að greiða bæjarsjóði ábyrgðarþókn un 1% af ábyrgðarupphæðinni um leið og ábyrgðin er veitt. i'- Við komu A. Isjkof ráðherra til Akureyrar. (Ljósmynd: E. D.) SOVÉTRÁÐHERRA í HEIMSÓKN TIL AKUREYRAR RÉTT fyrir hádegi á mánudag- inn lenti flugvél Landhelgis- gæzlunnar á Akureyrarflug- velli, nýsnæviþöktum, í glamp- andi sól en 11 stiga frosti. Með flugvél þessari var sjávarút- vegsmálaráðlierra Sovétríkj- anna A. Isjkof, fylgdarlið hans og íslenzkt föruneyti að sunn- an. Ráðherrann kom til íslands ins. Hér á Akux-eyri eru fram- ieiddar nokkrar vörutegundir, sem Rússar hafa keypt í nokkr- um mæli á undanfömum árum. Má þar nefna ullarvörur, teppi og peysur frá veiksmiðjum samvinnumanna og vinsælda hafa notið til sjós og lands í heimalandi gestanna. Ennfrem- ur hinar góðu niðursuðúvörur frá veiksmiðju Kr. Jónsson & meiri mannfjölda í opinberri heimsókn. En hann heilsaði engu að síður bi'osandi og gerði sér auk þess örlítið ómak, til þess að auðvelda ái'angur myndatökunnar. Með því að undirritaður fékk einn hina ágætu kveðju, er nægt hefði þúsundum, bauð ég hann í hjarta mínu alli-a manna heil- astan á jörðu stíga í þessum Geysilegir vatnavexiir í Þistilfirði Gunnarsstöðum 17. apríl. Hið versta veður var hér í nóít, kafaldshríð og höiku frost. Er nú kominn dálítill nýfallinn snjói'. Hér var áðui' asahláka í nokkra daga og geysilegir vatna vextii'. Litlar dragár, Garðá og Laxá, urðu að stórám og flæddu báðar yfir veginn og skemmdu töluvei't. Víða í sveitinni rann úr vegum þótt það væri ekki í eins stórum stíl. Á Þórshöfn voru bátarnir farnir að róa í góðu tíðinni og öfluðu vel, einkum á færi en einnig í net. Við erum orðnir langeygðir eftir að tíð batni. Ó. Á. Bjarni Einarsson bæjarstjóri og fjölskylda við komu sína til Akur eyrar í gær. (Ljósmynd: E. D.) Nýi bæjarst jórinn kom til Akureyrar í gær Sat fyrsta bæjarstjórnarfund samdægurs BJARNI EINARSSON, nýi bæjarstjórinn á Akureyri, kom ásamt konu sinni, Gíslínu G. Friðbjömsdóttur og dóttur þeirra, til bæjarins í gær. For seti bæjarstjómar, Jakob Frí- mannsson, settur bæjarstjóri, Valgarður Baldvinsson, og bæjarverkfræðingur, Stefán Stefánsson, tóku á móti bæjar stjórahjónunum á flugvellin- um. Hinn nýi bæjarstjóri ætlaði síðdegis í gær að sitja sinn fyrsta fund með bæjarstjóm kaupstaðarins og tekur nú þegar við bæjarstjórastörfum. Er það von blaðsins, að þar bætist bæjarfélaginu góður liðsmaður í stjórn bæjarmála og býður blaðið hann velkom- inn til starfa. Bjarni Einarsson er rúm- lega þrítugur að aldri, ættaður frú Reykholti í Borgarfirði, viðskiptafræðingur að mennt- un og hefur einnig stundað nám í hagfræði erlendis. Hann hefur verið starfsmaður Efna- hagsstofnunarinnar og á mik- inn þátt í gerð framkvæmda- áætlunar Norðurlands. Q hinn 11. apríl í 10 daga heim- sókn í boði íslenzka sjávarút- vegsmálaráðherrans, Eggerts G. Þorsteinssonar. Hefur hann far ið til Vestmannaeyja og víðar og skoðað ýmsa þá íslenzka framleiðslu, sem Rússar eru kaupendur að. Getur slík heim- sókn því haft hina mestu þýð- ingu í viðskiptamálum lands- Co. Sennilega hafa ferðir ráðherr ans hingað til Norðurlands lítt verið auglýstar, því að við komu hans á Akureyrarflug- völl var aðeins blaðamaður Dags viðstaddur og nokkrir úlpuklæddir starfsmenn flug- vallarins. Mun ráðherranum stundum hafa verið fagnað af landshluta. Þegar inn kom í flugstöðvar- bygginguna var gestunum fagn (Framhald á blaðsíðu 5). RJÚPAN KOMIN Hrísey 17 apríl. Snæfell er búið að leggja hér 90 tonn á land og Auðunn hefur aflað töluvert, upp í 5 tonn í róðri, en aðrir bátar miklu minna. Hefur því verið töluverð vinna í hrað- frystihúsinu. Síðustu daga hefur rjúpan hópazt til Hríseyjar og einnig er kominn hingað fuglafræðing ur til þess að fylgjast með lifn- aðarháttum hennar. S. F. GÓÐUR FUNDUR SL. mánudagskvöld gengust Framsóknarfélögin á Akureyri fyrir fundi á skrifstofu flokks- ins. Frummælendur voru Stef- án Valgeirsson og Jónas Jóns- son. Eftir framsöguræður hóf- ust frjálsar umræður. Tóku fjöl margir til múls og ríkti mikill áhugi meðal fundarmcnna um, að gera hlut Framsóknarflokks- ins sem mestan I næstu kosning um. Þessi fundur var enn ein sönn un þess, að Framsóknarmenn munu ganga ákveðnir og mjög samtaka til kosningabaráttunn- ar og leggja þannig grundvöll- inn að glæsilegum sigri Fram- sóknarflokksins. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.