Dagur - 19.04.1967, Side 5

Dagur - 19.04.1967, Side 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Kitstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Auglýsingar og afgreiðsla: Hannibal og landbúnaðurinn HÉR í blaðinu hefir áður vefið minnzt á frumvarp formanns Alþýðu bandalagsins um verðlagsmál bænda, sem sofnaði á Alþingi, og ýmsar firr- ur, sem í því plaggi fólust. Enda þótt menn vissu um þetta frumvarp, munu margir hafa orðið undrandi, þegar H. V. fór að tala í útvarpið um þessi mál. Hann komst þar svo að orði, að „styrkir“ sem hann nefndi svo, til bænda ættu að hverfa, enda væru þeir „niðurlægjandi“ fyrir bændastéttina. Virtist þar t. d. eiga við framlög samkvæmt jarðræktar- lögum. Svona töluðu íhaldsmenn fyr ir 40 árum. I»egar frv. um byggingar- og landnámssjóð var fyrst flutt, þá sögðu þeir, að með því væri verið að gera bændur að „ölmusumönnum“. Heldur er ömurlegt að heyra þessi íhaldsrök á ný, nú af vörum H. V. Eitthvað var þessi ræðumaður líka að tala um það, að hætt væri við, að ríkissjóður yrði að fella niður út- flutningsuppbætur á landbúnaðar- vörur, ef eitthvað harðnaði í ári. Ætti hann þó að vita, að það eru fleiri útflutningsvörur en landbún- aðarvörur, sem nú þurfa á uppbót- um að halda í vaxandi mæli vegna verðbólgunnar innanlands. □ Um ,afturhald4 og ,drengskap‘ GYLFI Þ. GÍSLASON flutti í út- varpi allmikinn pistil um það, sem hann kallaði „afturhaldssemi“ Fram sóknarmanna, og nefndi ýms dæmi, sem í einföldu máli nefnd voru þessi: Að Framsóknarmenn væru á móti taumlausum innflutningi tollvara. Að þeir létu sér fátt um finnast stærð „gjaldeyrisvarasjóðsins“, sem vaxið hefur samtímis skuldasöfnun erlend- is í öðru formi. Að þeir væru á móti því að halda niðri rekstrarlánum at- vinnuveganna eins og nú er gert. Að þeir væru á móti fækkun bænda og því sem hann nefndi „samfærslu byggðarinnar", en vildu láta öll byggð býli fá vegi og rafmagn. Og að þeir fylgdu innilokunarstefnu, en væru á móti inngöngu Islands í efna hagsbandalög. Hér eru ummæli ráðherrans um þetta efni endursögð, að vísu nokk- uð stytt og á mæltu máli. En um það mun dæmt síðar, hvort þarna sé um „afturhaldssemi“ að ræða. Um Al- þýðuflokkinn sagði Gylfi m. a„ að hann legði áherzlu á drengskap í stjómmálum. Vel er, ef svo reynist eftirleiðis. En eitthvað mun þeim A1 þýðuflokksmönnum, sem Framsókn- armenn komu á þing 1956, hafa fat- azt drengskapurinn í jólamánuðin- um 1959. Vilhelm Þórarinsson, Halla Ámadóttir og Bragi Jónsson í lilutverkum sínum. (Ljósmynd: P. A. P.) aðrir, sem ég hef séð á leiksvið inu og um leið hugstæðari, án þess þó að lækka í iofti. Jón Halldórsson leikur hinn fylgispaka og grannvitra Ketil skræk, sem er alger andstaða húsbónda síns, Skugga-Sveins. Hlutverk þetta hefur fært mörg um kærkomið tækifæri undir sviðsljósinu og hér eru því gerð góð skil. Vilhelm Þórarinsson leikur Sigurð lögréttumann í Dal, myndarbónda, og er gildur og merkur bændahöfðingi þar í góðum höndum. Ilalla Árnadóttir leikur Ástu, dóttur lögréttumannsins, unga og fagi-a. Leikur hennar er hóf- samur og öruggur, og góð söng- rödd lyftir mjög hennar hlut og SKUGGA-SVEINN DALVÍKINGAR hafa löngum lagt mikla stund á leiklist, enda átt marga mjög áhugasama og fórnfúsa leikara síðustu áratugi. Þeir taka nú verulegan þátt í þeirri leiklistaröldu, sem fer yfir landið þessi árin og standa mörgum öðrum betur að vígi vegna reynslu sinnar. Leikhúsið á Dalvík, sem jafn framt er hinn almenni funda- og skemmtistaður, rúmar 160 manns í sæti, þykir nú lítið orð ið og alls ófullnægjandi á svo fjölmennum stað. En örskammt frá er risið mikið íþróttahús, er sennilega verður tekið í notkun eftir fáa daga og gefur mikið svigrúm á ýmsum sviðum fé- lagslegrar starfsemi og þjálfun- ar. í hinu gamla leikhúsi Dalvík inga varð sá atburður á laugar- daginn, að Skugga-Sveinn var frumsýndur. Maður sá, sem að þessu sinni setur Skugga-Svein á svið, en á Dalvík hefur leik- urinn áður verið sýndur tvisv- ar, heitir Steingrímur Þorsteins son og er þetta verkefni hans, sem leikstjóra, hið 30. í röðinni. Jafnframt leikur hann svo' aðal hlutverkið, sjálfan Skugga- Svein. Leikstjóm Steingrims er hófsöm og listræn. Hinir mörgu nýliðar í þessum sjónleik hafa hér verið í góðum skóla og not- ið þeirrar mótunar, sem mun þeim nokkurs virði. En það er svo um leiklistina, sem aðrar listgreinar, að lengi má betur gera, og auðvitað gefur Skugga-Sveinn með öllu sínu fríða föruneyti tilefni til ýmis konar gagnrýni. En sem heild er sýningin góð og Leikfélagi Dalvíkur og Ungmennafélagi Svarfdæla til sóma. Fá eða engin íslenzk leikrit hafa notið meiri vinsælda en Skugga-Sveinn. Hann hefur nú um hundrað ára skeið verið leikinn á ölium landshornum. Ég hef ekki í höndum neinn annál Skugga-Sveins, en ég skil varla í því, að það séu mörg ár, þar sem hann hefur ekki verið leikinn einhvers staðar á land- inu. Skugga-Sveinn og saga hans í heila öld væri áreiðan- légá verðugt og skemmtilegt efni í meistaraprófsritgerð ein- hvers hinna ungu bókmennta- og listafræðinga okkar. Matthías samdi leikrit þetta í jólaleyfi sínu í lærða skólan- um árið 1861 fyrir áeggjan Sig- urðar málara Guðmundssonar, þess merka frumherjar íslenzkr ar leiklistar. Leikritið, sem upp haflega var í fjórum þáttum og hét Útilegumennirnir, var frum sýnt í Nýja klúbbnum í Reykja vík í febrúar 1862. Útilegumenn imir komu út prentaðir 1864, og var þá leikritið orðið 5 þætt- ir. Sú gerð leikritsins var sýnd 1866. Enn breytti Matthías svo leikritinu 1873 og þá fær leik- ritið Skugga-Sveins-nafnið, og enn var því breytt fyrir sýn- ingu í Winnipeg 1895. Sú gerð, sem verður að teljast endanleg, var strax prentuð 1898. Eins og áður segir hét leikrit ið upphaflega Útilegumennirn- ir, en Matthías segir, að það hafi ósjálfrátt víðast hvar hlot- ið nafnið „Skugga-Sveinn“. Um breytingarnar segir Matthías, að þær hafi „sumpart myndazt smám saman, eftir því sem mér og öðrum, sem vit höfðu á, hugnaðist að betur mætti fara“. Þjóðin sjálf á þess vegna tals- vert í Skugga-Sveini, þó að Matthías sé höfundur hans. Hún gaf honum efniviðinn, hún lagði honum til nafnið og hún lét skáldið laga verkið í hendi sér. Þetta er ef til vill leyndar- dómurinn um Skugga-Svein, ástæða þess ástfósturs, sem ís- lenzk þjóð hefur tekið við þetta skáldverk. Tengslin milli henn- ar og verksins eru svo rík og traust, að það er eins og tímans hvassa egg fái ekki á þeim unn ið. Og við vonum öll, að þau tengsl endist sem lengst, þó að íslenzk listviðhorf og lífsvið- horf taki nú stærri og djúptæk ari breytingum en nokkru sinni fyrr og hraðara en nokkru sinni fyrr. Strangir gagnrýnendur sam- tíðarinnar mundu vafalaust finna Skugga-Sveini niargt til foráttu, og víst er það satt og rétt, að leikritið getur tæpast talizt dramatískt, eintölin óþarf lega löng og stundum leiðinleg, hlutverkin of einföld til þess að geta heitið virkilegar manngerð ir. Leikritið er allt dálítið barna legt. Það er í senn veikleiki þess og styrkur. Því í þessu 100 ára gamla verki er enn merki- legur ferskleiki, yfir því er exm léttur blær. Skáldfákurinn er háKgert trippi, en knapinn hlýr, ferskur og innilegur. Leik- ritið er tæpast raunsönn þjóð- lífsmynd, heldur ævintýri, skrif að fyrir barnið í sál okkar. Og þannig er það áreiðanlega bezt leikið. Ég er ekki viss um, að Skugga-Sveinn eigi bezt heima í Þjóðleikhúsinu í höndum lærðra og langþjálfaðra atvinnu leikara. Ef til vill nýtur það sín bezt á sviði félagsheimilisins, leikið af ungum áhugamönnum. Með orðinu „ungur“ á ég ekki endilega við árafjöldann, held- ur þá, sem þrungnir eru lífs- gleði, lífsfjöri og jákvæðum lífs viðhorfum. Skugga-Sveinn er byrjandaverk mikils skálds, byrjandaverk íslenzkrar leik- hússhefðar, skapaður við frum- stæð skilyrði, frumstæður að byggingu og tjáningu. Þess vegna tekst hann oft bezt við frumstæð skilyrði. Og þess vegna lifir hann enn og á eftir lengi að lifa á öllum landshom- um, þar sem ungt áhugafólk safnast saman til sameiginlegs átaks í leiklistinni. Og enn eru þúsundir íslendinga sem varð- veita barnið í sál sinni og unna þessu rammíslenzka ævintýri Matthíasar lim útilegumennina. Steingrúnur Þorsteinsson leik ur Skugga-Svein, eins og áður getur, og í höndum hans nær hinn nafnfrægi útilegumaður mikilli reisn, en er „mannlegri“ en sumir þeir Skugga-Sveinar bætir það upp, sem e. t. v. skortir í tilfinningahita hinnar föngulegu heimasætu í Dal. Steinn Súnonarson leikur Jón sterka, hinn orðhvata og sjálf— umglaða mann allra tíma, sem þráir að vera hetja en er það ekki. Friðrikka Óskarsdóttir og Óm ar Arnbjörnsson leika Guddu og Gvend smala. Gigtin kvelur gömlu konuna, en endurminn- ingarnar ylja henni. Gvendur er hálfvaxinn, óþnoskaður og lítið gefinn unglingur. Bæði veita þau sjónleiknum nokkra fyllingu, hvort með sínum hætti. Jóhannes Haraldsson leikur Lárencius sýslumann, harðlynd an mann og röggsaman. Afbrot manna eru honum heilsulind og allra meina bót og honum tekst að lokum að handsama Skugga-Svein og félaga hans. Jóhannes gerir hlutverki sínu að ýmsu leyti hin beztu skil. Klara Ambjömsdóttir leikur þjónustustúlku sýslumanns. Sigtryggur Ámason og Gunn ar Friðriksson leika stúdentana og Brynjar Friðleifsson leikur Grana. En Galdra-Héðinn er leikinn af Jóhanni Tryggva- syni. Bragi Jónson leikur Harald, unga útilegumanninn, á mjög viðfelldinn og trúverðugan hátt. Ævar Klemensson leikur Ög- mund, enn einn útilegumann í Skugga-Sveinn og Ketill. (Ljósmynd: P. A. P.) 5 flokki Skugga-Sveins og fóstra Haraldar, erfitt hlutverk flest- um leikurum. En leikur Ævars er „sannur", svo langt sem hann nær. Sýningin er furðanlega heil- steypt, miðað við hina mörgu ósviðvönu leikendur. Framsögn sumra er tæplega nógu skýr, ýms smáatriði ekki nægilega út færð. En höfundur, leikstjóri og leikendur eiga þó sannarlega erindi fram á leiksviðið á Dal- vik með fjallabúa og byggða- menn nítjándu aldar og enn eldri þjóðtrú í ævintýralegum búningi. E. D. Alexander Isakof gengur fyrstur frá borði. (Ljósmynd: E. D.) - Sovétráðherra í heimsókn (Framhald af blaðsíðu 1) að af heimamönnum og góða leiðsögn munu þeir háfa fengið um okkar norðlæga bæ. Móttökur á Akureyri önnuð- ust samvinnumenn og buðu til hádegisverðar á Hótel KEA. Alls voru gestirnir um 20, auk ráðherrans, ambassador Sovét- ríkjanna hér á landi, verzlunar- fulltrúi þeirra, fulltrúar ráð- herrans o. fl. Meðal íslenzkra manna í þessari för var Erlend ur Einarsson forstj. Sambands íslenzkra samvinnufélaga, fiski málastjóri og fulltrúi íslenzka utanríkisráðuneytisins. Gestirn ir skoðuðu fyrst Niðursuðuverk smiðju Kr. Jónssonar & Co. h.f. á Oddeyri, síðan Gefjun, Heklu og Ullarþvottastöðina. Ráðherr ann sagði, að mjög skorti á vöru kynningu milli landanna. Mark aður væri mikill hjá 270 millj- óna manna þjóð sinni þegar - Listaverkasýning (Framhald af blaðsíðu 8) sinnt listrænum störfum í hjá- verkum með slíkum árangri og raun ber vitni. Listakonan skýrði myndir sín ar fréttamönnum á Akureyri á sunnudaginn og var heimsókn- in í Skíðahótelið hin ánægju- legasta. Myndir frú Höllu Har- aldsdóttur verða til sýnis í Skíðahótelinu fram yfir næstu helgi a. m. k. Fyrstu myndirnar voru þegar seldar á sunnudag- inn þótt fáum einum hefði þá gefizt þess kostur, vegna óveð- urs, að sjá þær. Ég hygg, að fjölmargir hafi ánægju af því að sjá þessar óvenjulegu mynd- ir, og er óhætt að hvetja fólk til að láta þetta tækifæri ganga sér úr greipum. ---- E. D. þær vörur væru í boði, sem álit legar þættu. Einnig myndu ís- lendingar eflaust þarfnast ýmsra þeirra vara, sem fram- leiddar væru í Sovétríkjunum. Lauk hann lofsorði á vörur héð an. En þess má geta, að Akur- eyringar selja teppi, peysur og niðursuðuvörur til Sovétríkj- anna fyrir meira en 60 millj. kr. þetta ár. Q BLAÐBURÐUR! Vantar krakka til að bera út DAG í efri hluta Gler- árhverfis. — Afgr. DAGS, sími 1-11-67. Bílaeigendur! GÚMMÍMOTTUR og STRÁMOTTUR í bíla Járn- og glervörudeild A 1 Gæsad únn Hálfdí inn Járn- og glervörudeild = =1 arslok 1966 mun lansfe til vegamála hafa verið um 300 milljónir króna. Nú er nýbúið að leggja fyriú þingið endurskoðaða vegaáætl- un fyrir árið 1967 og 1968. Þar kemur m. a. það í ljós, að verja’ á til þjóðbrauta og landsbrauta á þessum tveimur árum í öllu Norðurlandskjördæmi eystra samanlagt 13.2 milljónum j króna, eða 6.6 millj. kr. hvort JONAS JONSSON RÁÐUNAUTUR LANDSMÁLAÞÁTiyR VEGAÖNGÞVEITIÐ í SÍÐASTA þætti var á það bent, að góðar samgöngur til allra byggða og allan ársins hring væri það takmark, sem yrði að stefna að, og að þær væru frumskilyrði fyrir því, að hér væri hægt að fylgja fram raunverulegri byggðastefnu. Þetta er bráðnauðsynlegt fyr ir atvinnulífið, sem sífellt krefst fjölbreyttari viðskipta og meiri flutninga. Það er jafnt fyrir framleiðendur vörunnar og neytendur gert. Neytendur á Reykjavíkursvæðinu vilja sína mjólk alla daga jafnt, þó að snjóa leggi í Þrengsli og á vegi fyrir sunnan. Þeir vilja fá sinn rjóma út á sunnudagsgrautinn eða til að þekja blessaða dönsku tertubotnana, jafnvel þó að þurfi að sækja hann með flug- vél í stórhríðarrumbum norður á Aðaldalsflugvöll, og jafnvel rauðmaginn fær stundum að fljúga nýdreginn úr Skjálfanda til að komast á borð Reykvík- inga, svo að einstök smádæmi séu nefnd. Góðar samgöngur eru líka bráðnauðsynlegar fyrir allt félagslíf og menningarleg samskipti. Þær eru nauðsynleg ar skólahaldi í byggðum, og þær eru síðast en ekki sízt beinlínis lífsnauðsyn fyrir heil- brigðis- og læknisþjónustu byggðanna. Þetta er öllum ljóst, segja ef- laust margir, og rikisvaldinu líka. En rétt er að athuga aðeins, hvernig núverandi stjórn hefur staðið að þessum málum og þá vegamálunum sérstaklega. En vegimir eru að því leyti mikil- vægastir í samgöngukerfi þjóð- arinnar, að bíllinn er almenn- asta samgöngutækið, og það, sem flestir kjósa, er að vera frjálsir sinna ferða á eigin bíl. Vegalögúi frá 1963. Ný vegalög voru sett 20. des. 1963, og voru þau samþykkt með stuðningi allra flokka, og voru þau að flestra dómi stórt spor í rétta átt, hvað löggjöfina sjálfa snertir, en hún er auð- vitað aðeins sem skrumið eða hismið tómt, ef kjamann vant- ar, það er fjármagnið til fram- kvæmdanna. En því miður hef- ur sú raunin orðið á, og verður síðar að því vikið. Upphaf hinna nýju vegalaga má rekja til ársins 1960, að 6 þingmenn Framsóknarflokksins fluttu frumvarp til laga um stofnun vega- og brúasjóðs, er skyldi hafa fasta tekjustofna, það er, tekjur ríkisins, sem það innheimtir með sköttum af um- ferðinni. Var þetta gert til þess að reyna að hindra það, að það gerðist, sem þá þegar var farið að brydda á og síðar hefur orðið mjög áberandi, að framlög rík- isins til vega- og brúagerðar færu minnkandi í hlutfalli við rekstrarútgj öld ríkisms. Eftir að þetta frumvarp hafði legið nokkuð lengi í salti hjá nefndum og þó fengið góð með- mæli frá vegamálastjóra, var rokið til af stjórnarliðinu að skipa nefnd í málið, sem átti að semja nýtt frumvarp, og varð það að lögum, sem fyrr segir, í árslok 1963. Þrjú eru megin- atriði þess: Fyrr nefndur Vega- sjóður, ný flokkun veganna eft ir áætlun um umferðaþunga, og að gera skuli framkvæmdaáætl un um vegalagnir til 4 ára í senn. Um þessi tvö síðari nýmæli má margt gott segja, og í heild miða þau til bóta, þó að þar megi einnig benda á veika hlekki eins og það, að áætlun umferðarþunga er gerð eftir talningu þeirra bíla, sem fara um vegina yfir sumarmánuð- ina, en þar er hvorki gerður greinarmxmur á stærð eða þyngd bílanna né því, hve brýnt erindi þeir eiga, t. d. frá atvinnulegu sjónarmiði. Og í öðru lagi kemst engin sérlega framsýn hugsun þama að um það, hvernig æskilegt væri að byggðin þróaðist og um ferðaþörf skapaðist. En það er einmitt svo mjög háð því, hvort og hvernig vegir eru lagðir. Þarna virðist eins konar nátt- úrulögmál (snjóboíta-lögmáiið) eiga að ráða eins og viðar, en ekki skynsamleg stefna. í öðru lagi hefur áætluninni þegar verið beitt til að’ banna byggingu ákveðinna vegakafla, sem ekki hafa fundið náð þeirra, sem hana sömdu, þó að þeir væru á höfuðvegi viðkom- andi héraðs og svo ’brýnt að byggja þá upp, að héraðsbúar hafa boðið fé vaxtalaust til láns til að byggja þá. Nú velta þeir því fyrir sér að byggja vegina fyrir eigið fé. Svikin loforð. Lítum svo á það, hvernig framkvæmdir hafa orðið eftir þessum lögum: Við breyting- una, sem gerð var með stofnun Vegasjóðs, hagnaðist ríkissjóð- ur um 47 milljónir króna miðað við fjárlög 1964. Þá var því há- tíðlega lofað, að ríkissjóður skyldi aldrei leggja minna en þá upphæð af fjárlögum hvers árs til Vegasjóðs. Þetta hefur þannig verið efnt, að á tveimur síðustu fjárlögum hefur engin króna runið til Vegasjóðs úr ríkissjóði. Árið 1958 var 11,3% af út- gjöldum ríkissjóðs varið til vega. Árið 1965 var vegafé, sem svaraði 6% af heildarútgjöld- um ríkissjóðs. (Þá er „Útflutn- ingssjóður“ þó reiknaður með í ríkisútgjöldum 1958, eins og þau voru metin í hinni frægu bók „Viðreisn"). Þá voru útgjöld ríkisins vegna vega 34 millj. kr. meiri en tekj- ur af umferðinni. Nú er um 170 milljónum minna fé varið til vegamála en tekjum af umferð inni nemur. Þverrandi framkvæmdamáttur vegafjárins. Þá var varið til vegamála sem svarar 8,3 aurum á hvem ekinn km., nú er vai'ið 5.1 eyri á hvern ekinn km. Bifreiðaeign landsmanna hef ur meira en tvöfaldazt og um- ferðin sennilega þrefaldazt. Framkvæmdamáttur vega- fjárins hefur rýmað stórkost- lega á þessum túna. Allar þær framkvæmdir, sem nokkuð kveður að og unnar hafa verið á þessu tímabili hafa verið gerð ar fyrir lánsfé. Til að sýna, hve mikið væri hægt að gera fyrir þessar rúm- ar sex milljónir (Ef svo illa hefði nú ekki viljað til, að megn ið af þeim þarf einmitt að fara til að borga lán), þá má geta þess, að vegna þess að vega- spottinn frá Selfossi og austur að Skeiðavegamótum var alger lega að hverfa niður fyrir yfir- borð jarðar í fyrrasumar, en nauðsynlega þurfti að vera færi austur að Búrfellsvirkjun, þá voru fengnar 5.5 millj. að láni hjá virkjuninni, og fóru þær eingöngu til viðgerðar á þeim fáu kílómetrum. Engar rannsóknir í snjóhéruð- unum. Margt fleira mætti um þessi mál ræða eins og það, að alltof lítið hefur verið að því gert að rannsaka sérstaklega, hvernig haga þarf vegalagningu og við- haldi i snjóþyngstu héruðum landsins. Rannsókn á snjóalög- um á hugsanlegum vegastæðum eru mjög takmarkaðar. Vegagerðin mun mjög lítið fé hafa fengið til rannsókna og það litla, sem fengizt hefur mun hafa farið til tilrauna með olíu- möl. Engar rannsóknir hafa enn farið fram á því, hvernig bezt er að halda vegum opnum í miklum snjó eða hvaða tækx eru til þess bezt fallin. Mætti þó ætla, að með tiltölulega litlu fjármagni, sem varið væri til slíkra athugana og rannsókna, mætti spara stórkostlega fjár- muni, mikinn tíma og ótrúlegt erfiði og áhættu, sem það fólk verður á sig að leggja, sem býr í snjóþyngstu héruðunum. Q - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsiðu 8). ; um til að tala um Framsóknar- flokkinn. Eftir þessu munu fleiri hafa tekið. Báðir stjórnar flokkamir beindu skeytum sín- um fyrst og fremst að Fram- sóknarflokknuni, en töluðu miklu minna um Alþýðubanda- lagið, þó að það sé einnig í stjórnarandstöðu. Ástæðan er auðskilin. Þeir vita, að hættan á falli stjómariimar í vor stafar frá Framsóknarflokknum. Hitt heyrðu menn líka, að sumir Al- þýðubandalagsmenn tóku í streng með stjómarflokkunum. Það er eins og sundrungarand- inn firri þá ráði og rænu um þessar mundir. JÓNAS OG STEFÁN Frá Ólafsfirði var blaðinu sún- að eftirfarandi: Á laugardaginn var haldinn stjórnmálafundur i Tjamarborg, sem boðaður var af Framsóknarmönnum. Mætt- ir voru þeir Stefán Valgeirsson bóndi í Auðbrekku, sem skipar þriðja sæti á lista Framsóknar- manna í þessu kjördæmi og Jónas Jónsson ráðunautur, sem skipar fjórða sæti listans. Mál- flutningur þeirra líkaði vel og vom menn ánægðir með fund- inn. Fundur þessi var vel sótt-

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.