Dagur - 19.04.1967, Side 8

Dagur - 19.04.1967, Side 8
8 FRÚ HALLA HARALDS- DÓTTIR frá Siglufirði sýnir um þessar mundir 14 myndir í Skíðahótelinu í Hlíðarfjalli við Akureyri. Eru salir hótelsins vel skreyttir að þessu sinni og myndir listakonunnar hinar for vitnilegustu. Akureyringum hefur áður gefizt þess kostur að sjá nokk- mósaikmyndir en eru raunar sundurrifnir bréfsneplar í mörg um litum, límdir á sléttan flöt og síðan er myndin glerjuð og innrömmuð. Þetta er e. t. v. hversdagsleg lýsing, jafnvel óhrjáleg. En margar myndanna eru þó beinlínis aðlaðandi, jafn vel fagrar, þótt gerðar séu með þessum nýstárlega hætti, eða e. síðan málaðar. Ein slík mynd skreytir anddyri Sjúkrahússins nýja á Siglufirði og hefur hlot- ið mikið lof. Virðist hér einnig um nýjung í myndagerð að ræða hér á landi. Það er sannarlega ánægju- legt, að norðlenzk kona og þriggja barna móðin skuli geta (Framhald á blaðsíðu 5) SMATT OG STORT „TVO ÞUS. ATKVÆÐI I HÆTTU“ Vinstrisinnað fólk, sem hefur skömm á öfgastefnu kommún- istanna, en hefur kosið Alþýðu bandalagið í þeirri góðu trú, að þar væri lýðræðissinnaður vinstri flokkur í uppsiglingu, hefur énn einu sinni orðið fyrir sárum vonbrigðum. Það kom í ljós í Reykjavík, við röðún á framboðslistann þar, að konim- únistar ráða enn ríkjum og röð uðu sínum mönnum í efstu sæt in. Liggur nú við sprengingu syðra út af þessu og um allt land eru uppi sterkar óánægju- raddir. Alþýðubandalagsmenn á Akureyri fara ekki dult með þetta og telja, eftir heimilduni að sunnan, að „tvö þús. atkvæði séu í hættu“ í Reykjavík einni og þau fari öll til Framsóknar nema óánægðir Alþýðubanda- lagsmenn bjóði fram sérstak- lega! FUNDUR f LINDARBÆ Boðað var til fundar í Lindar- bæ í Reykjavík sl. sunnudag. Á fundinn var boðað Alþýðu- bandalagsfólk, sem ekki er í sósialistafélagi. Fundurinn var fjölmennur. Frettir herma, að þar hafi verið rætt um sérfram boð í höfuðborginni, en skoðan ir voru skiptar um það, hvort framboðið ætti að vera í nafni Alþýðubandalagsins eða ekki. Ákvörðun var frestað um eina viku og kosin nefnd í málið til að gera tillögur um það á fram haldsfundi, sem.haldinn verður næsta sunnudag. Hin mikla sundrung innan Alþýðubanda- lagsins er nú engum dulin leng ur og mun hafa áhrif á kosn- ingabaráttuna og kosninga- úrslitin nú í vor. SKUGGA-SVEINN LIFIR ENN Og enn lifir gamli Skugga- Sveinn Matthíasar jafn vel með yngstu kynslóðinni. Dalvíking- ar settu hann á svið um helgina með myndarbrag. Enn er sá strengur í brjóstum manna, þrátt fyrir hraðfara breytingar í nær öllum sviðum þjóðlífsins, sem fljótlega svarar þegar Skugga-Sveinn, hinn mikilúð- legi fulltrúi þjóðsagna og ævin týra, birtist á sviðinu, ímynd hreysti, liörku og illra örlaga úr dulmögnuðum heimi öræfa- víðáttunnar. ur verk frú Höllu á sýningu hér í bæ fyrir nokkrum árum. Myndirnar, sem sýndar eru að þessu sinni eru flestar af nýrri gerð, ef svo mætti að orði kveða, auk fjögurra vatnslita- mynda. Þær líta út eins og t. v. vegna þess. Frúin héfurr auk slíkra mynda, getið sér mikið orð fyr- ir gerð svokallaðra sements- mynda! Þær myndir eru gerðar úr upphleyptri. steinsteypu á vegg eða annan sterkan flöt og SKRIFSTOFA FramsóknarfSokksins Hafnarstræti 95, er opin allan dagiini á venjulegum skrifstofutíma. Framsóknarfólk er hvatt til að koma og gefa upplýsingar. Sími skrifstofunnar er 2-11-80 Frú Ilalla Haraldsdóttir hjá tveim myndum sínum í Skíðahótelinu. (Ljósmynd: E. D.) Alvarlegt ástand síIdari ðnaðarins eystra Egilsstöðum 17. apríl. Ofur- líjtið hefur snjóað á Iléraði. Forin á vegunum frýs og búið að létta öllum hömlum af um- ferð. Ofært er yfir Fagradal eins og er, en hann verður opnaður um leið og veður skánar. Komið er mikið af grá gæsum og er .óvistlegt fyrir þær að taka land á mcðan enn er vetur, og einnig liafa álftir flogið í hópum inn til lands- ins. Þessir fuglar allir hljóta að vita á gott. Fyrirtækin niður við sjóinn sem mestan gjaldeyri hafa lagt þjóðarbúinu á undanförn um árum eiga í injög mikluni fjárhagsörðugleikum um þess ar mundir. Allar lánastofnau- ir virðast vera lokaðar, svo að horfir til vandræða með launa greiðslur til starfsmanna, hvað þá að þessi fyrirtæki hafi að óbreyttu nokkra mögu- leika til að búa sig undir kom andi síldarvertíð. Vegna þessa ástands hafa forsvarsmenn síldariðnaðarins á Austurlandi óskað eítir því, að kallaður verði saman fundur á vegum Sambands austfirzkra sveitar félaga og verður sá fundur væntanlega haldinn á Egils- stöðum eða Reyðari'irði í þess ari viku. Skýring á hinu alvarlega ástandi síldariðnaðarins á Austurlandi mun nokkuð margþætt. Fyrirtækin hafa fjárfest ínikið að undanförnu til að hæta aðstöðu sína. En slofnlán hafa lítil fengizt eða engin til þessara fram- kvæmda. Sjá allir hve óeðli- legt slíkt er. Ennfremur lækk uðu afurðir nokkuð á síðasta ári, en jafnhliða hafa peninga- stofnanir á Austurlandi þurft að senda drjúgan hluta af inn stæðufé sínu til Seðlabankans. f þriðja lagi hefur ríkið boðið út vísitölutryggð skuldabréf, sem draga enn mikið sparifé til sín og úr umferð í lána- stofnunum. Allt þetta verkar í sömu átt. Þá er þess að geta, að ýmsar söltunarstöðvar urðu fyrir nokkrum skakka- föllum með síldina, vegna þess að síldin var á suinum stöðum ekki nógu góð. Liggur nokk- urt magn óselt, allt frá 500 tunnum upp í 3000 tunnur á sumuni söltunarstöðvunum og eru þær verðlausar. Þrátt fyrir allt þetta hugsa menn til nokkurra fram- kvæmda íneð vorinu, þótt framkvæmdir verði minni en ætlað var. Af þeim má nefna, að hér á Egilsstöðum mun flugstöðvarbyggingin loks verða byggð að fullu, en íbúðabyggingar verða senni- lega með minna móti, enda mörg hús í smíðum, sem þörf er á að fullgera. Á Hallorms- stað verður væntanlega lokið smiði heimavistarbarnaskóla fjögurra hrcppa, sem tekinn var til notkunar í vetur að nokkru. Ef það tekst verður hafin kennsla í fyrsta bekk unglingadeildar næsta haust. Af franikvæinduni við sjávar- síðuna má nefna, að við sunn- anverðan Seyðisfjörð er síldar kræðsla í snúðum úti á Hánefs staðaeyruin og Seyðfirðingar hyggjast setja varanlegt slit- lag á tveggja km. götúr bæjar ins, sennilega úr olíuinöl. Þar á einnig að endurbyggja mjöl- skeminu þá, sem skemmdist í snjóflóði nýlega og hafnargerð er fyrirhuguð innst í fjarðar- botninum. Á Eskifirði á að hefja byggingu íþróttáhúss og í framhaldi af því verður vænt anlega byggður bamaskóli. Þar á í sumar að rísa dag- heiinili fyrir böm, og á Reyð- arfirði ætlar byggingarfélag verkamanna að reisa fjögur íbúðarhús og þar er einnig í smíðum stórt hús fyrir sölt- unarstöð Gunnars h.f. V. S. LOÐNUHROGN A ÍSNUM? í fjörum við Akureyri er víða lag af loðnuhrognum, einnig inn við Leirur. En mikil loðnu- gengd hefur verið í Akureyrar- polli að undanförnu. ís kom að nýju yfir suniar þessar fjörur og grunnsævi. En ýmsir hafa veitt athygli gulleitum blettum á ísnum og sækir fuglinn mikið á þá staði og virðist hafa þar æti. Munu hér vera loðnuhrogn, sem borizt hafa upp á ísinn og þykir sjófuglum þetta hið mesta lostæti ekki síður en sjálf loðn- an. VERPTI 1 15 STIGA FROSTI Þrestir þeir, sem hafa liér vetur setu, verpa spenuna á vorin. í fyrrinótt hafði þröstur einn verpt sínu fyrsta eggi í hreiður kassa við Lögbergsgötu á Akur eyri. Þá nótt var frostið 15 stig. ÓTTINN VIÐ FRAMSÓKNAR FLOKKINN Maður, sem hlustaði á stjórn- málaumræðurnar í útvarpinu sagði daginn eftir: Framsóknar flokkurinn var aðalpersónan í þessum uinræðum. Þegar hon- um var bent á, að Framsóknar- menn hefðu ekki haft nema fjórða part af ræðutímanum, sagði hann: Já, rétt er það, en allir hinir flokkarnir notuðu mikinn Iiluta af ræðutíma sín- (Framhald á blaðsíðu 5.) Bændaklúbbsfundur verður á Hótel KEA þriðjudag- inn 25. april og hefst hann kl. 9 e. h. Fundarefni: Hagræðing í búrekstri með aðstoð búreikn- inga. Frummælandi: Ketill Hannesson búnaðarhagfræðing ur. Athugið breyttan vikudag.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.