Dagur - 22.04.1967, Blaðsíða 2

Dagur - 22.04.1967, Blaðsíða 2
2 Frá Varúð á vegum: HJÁLPIÐ OKKUR Ferðafélag Akureyrar 30 ára ÞAÐ ER staðreynd, að aldrað fólk biðor sjaldan um aðstoð í umferðinni. Það vill í flestum tilfellum helzt bjarga sér sjálft, þrátt fyrir þá heilsubresti, sem aldurinn hefur í för með sér: bilaða sjón, rýrnandi heyrn, seinni viðbragðsflýti, stirðar hreyfingar og erfiðan gang. Umferðarskýrslur sýna, hversu mikil hætta öldruðu fólki er búin í umferðinni. Eftir erlendum heimildum mun 3 hver fótgangandi, sem ferst í umferðarslysum vera kominn yfir sextugt. Ur þessu er meðal annars hægt að bæta, ef yngra fólkið, sem sér betur, ef hætta er á ferðum og sem verður ekki grip ið ótta, tekur tillit til aldraða fólksins — já blátt áfram gætir þess og hjálpar því á allan hátt. Ræðið umferð við aldrað fólk og segið því, án þess að hræða það, hversu hættulega þér álítið umferðina vera. Hvernig getið þér hjálpað aldraða fólkinu? Útskýrið að það sé óheppi- legt, að ferðast yfir aðalumferð artímann og til þess að komast á ákveðinn stað, getum við oft valið leið, sem er öruggari en önnur, vegna þess að þar eru t. d. gangbrautir eða gatnamót þar sem umferðarljós eru. Gerið þeim ljóst, að ómögu- legt er fyrir ökumenn að „stöðv ast á staðnum" og að ökutæki — ekki sízt í myrkri — aki oft hraðar en maður gerir sér grein f-yrir og að hemlunarvegalengd in lengist í úrkomu og hálku. Reynið að gera þeim ljóst, að það verði að sýna þolinmæði og ganga ekki út á akbrautina fyrr SKÍÐAMÓT NORÐURLANDS var haldið á Húsavík 15. og 16. apríl sl. Mótsstjóri var Stefán Benediktsson, en yfirdómari Hermaun Stefánsson. Fram- kvæmd mótsins var góð. Kepp- endur sátu kaffiboö hjá Völs- ungi, sein uni þcssar mundir minnist 40 ára afmælis, nánar tiltekið var aímælið 12. apríl. Skíðaráð Akureyrar færði Völs ungi silfurskjöld. Úrslit urðu þessi: Stórsvig k: irla. sek. i. Reynir Brynjólfsson A 88.1 o. Magnúí ; lngólfsson A 90.2 3. Björn Haraldsson H 94.0 Svig kai la 16 ára og cldri. sek. 1. Reynir Pálmason A 107.2 2. Syanhei g pórðarson O 108,0 3. Reynir Brynjólfsson A 109.2 GLfMUMÓT Ungmennasam- bands Eyjafjarðar var haldið að Melum í Hörgárdal 14. apríl sl. Átta glímumenn, í einum ald- ursflokki, tóku þátt í mótinu og urðu úrslit þessi: Valgeir Stefónsison 7.0 v. Halldór Þórisson 6.0 v. Ái-mann Búason 5.0 v. Anton Þórisson 3.5 v. Valgeir Guðmundsson 3.5 v. Gísli Pálsson 2.0 v. en hæfileg eyða verður á milli farartækjanna, sem eru á ferð. Akandi umferð kemur oft í bylgjum, einkum í borgum, vegna þess, að ökutækin verða að nema staðar annað slagið við umferðarljós. Sé maður nægi- lega þolinmóður verður næst- um alltaf hlé, sem gerir okkur kleift, að ganga örugg yfir ak- brautina. Þegar þér hjálpið aldraða fólkinu. Ef þér eruð akandi — verið þá sérstaklega vel á verði er þér sjáið aldrað fólk, gangandi eða akandi, nærri yður — og verið viðbúin að þurfa að hemla snögglega. Ef þér eruð gangandi — þá bjóðið öldruðu fólki, sem þér sjáið, að ætlar yfir götuna, hjálp yðar. Að sjálfsögðu mun það þakksamlega þiggja þá aðstoð. Þegai’ þér hjálpið öldruðu fólki yfir akbrautina, þá er mikilvægt, að þér sýnið, hversu vandlega þér lítið í kringUm yður, áður en þér gangið út á akbrautina og að þér gangið á markaðri gangbraut eða við gatnamót, jafnvel þótt þér þurf ið að taka á yður svolítinn krók til þess. Á þennan hátt öðlast aðstoð yðar tvöfalt gildi. Aldr- aða fólkið æfist í mikilvægustu reglum gangandi vegfaranda, um leið og það mýtur aðstoðar yðar. Ef þér gangið með öldruðu fólki á dimmum vegi, þar sem hvorki er gangstétt eða gang- vegur, þá munið að ganga á hægri vegarbrún á móti akandi umferð. Skýrið þessa reglu fyr- ir öldruðu fólki, sem þér vitið að er á ferð á slíkum stöðum. Alpatvíkeppni. stig 1. Reynir Bryrijólfsson A 1.11 2. Magnús Ingólfsson A 7.02 3. Björn HaraídsSon II 9.17 15 km. ganga 20 ára og eldri. mfn. 1. 1‘órhallur Sveinsson S 50.59 2. Stefón Jónasson A 57.23 3. Stefán I'órarinsson I> 58.29 10 kni. ganga 17—19 ára. mín. 1. Jón Ásmundsson F 38.37 2. Brynjólfur Steingrímsson 39.59 3. Sigurjón Erlendsson S 40.14 Stiikk 20 árá og eldri. stig 1. Svanberg I'órðarson Ó 223.0 2. Slciogríiuur Carðarsson S 220.5 3. Sveinn Stefánsson Ó 210.0 Stiikk 17—19 ára. stig 1. Einar Jakobsson Ó 222.0 2. Sigurjóft Erlendsson S 210-5 Hilmar Guðmundsson 1.0 v. Pálmi Lárusson 1.0 v. Allir eru þessir glímumenn úr Umf. Skriðuhrepps. Sigurður Sigurðsson, Akur- eyri, keppti sem gestur. Vann hann allar sínar glímur, nema eina, sem hann tapaði á móti Valgeiri Stefánssyni. Glímustjóri var Haraldur Sig urðsson, íþróttakennari. UMSE. EYFIRZKUR SNJÓR Kveðja til Baldurs á Ófeigsstöð um. Blessaður vertu Baldur minn bóndans á gróðavegi, sumar og vetur, vinurinn, verði þér allt að heyi. Blaðamannsandi eflist þinn, afköstin vaxa megi. Allt sem gerist í Köldukinn komi sem frétt í Degi. Nú eru víðast veður hörð. Válega sjóinn brýtur. Strandbúi yfir Eyjafjörð upprofs í glennu lítur. Sólarfjöll yggla brúna-börð, berandi hött og mítur, þakin snjó eins og þingeysk jörð og þaðan sem sést, er hann hvítur. Kær kveðja. J. B. Alþingi athafnasamt? (Framhald af blaðsíðu 1). fram í þingbyrjun, en kom ekki fyrr en eftir páska. Þessi vanda sömu mál og mörg önnur keyrði stjórnin í gegn á síðustu dögum þingsins með aðstoð hins nauma meirihluta, án þess að þing- mönnum gæfist nægilegur tími til athugunnar og samstarfs. Er og enginn vafi á að fljótfæmi gallar munu koma fram á lögum þessum. Sum þeirra eiga ekki að taka gildi fyrr en á næsta ári, en líklega á að flagga með þeim í kosningunum. Svona vinnubrögð eru ekki til fyrirmyndar og ekki munu allir vera sammála um að kalla það „athafnasamt þing“, sem þannig hefur hagað störfum. Q Islenzka glíman ÍSLENZKA GLÍMAN heitir ný útkomin bók eftir Emil Tómas son. Er hún mjög fróðleg og skemmtileg, sérstaklega fyrir þá, sem þekkja eitthvað til þessar ágætu, íslenzku þjóðar- íþróttar. Höfundur rekur endurminn- ingar sínar viðvíkjandi glím- unni sem er mjög gaman að lesa. Þá eru í bókinni frásagnir af fjölda góðra glímumanna víðsvegar af landinu og mynd- ir af þeim flestum. Emil lýsir glímunni vel og glímulagi í kringum síðustu aldamót og gerir samanburð á henni þá og nú. Honum finnst eins ogdleirum að hún hafi tekið allmiklum breytingum og ekki öllum til bóta. Sjálfur var höfundur ágætis glímumaður, — meðal þeirra beztu á landinu. Björn Grímsson, Ásvegi 23, símar 1-25-94 og 1-26-66, hefur fengið nokkur eintök af þessari bók Emils Tómassonar til sölu. Þeir, sem kynnu að hafa áhuga á að eignast hana, geta snúið sér til hans. Q FERÐAFÉLAG AKUREYRAR hélt aðalfund sinn þ. 20. marz 1967. Meðal annars kom þetta fram á fundinum. Félagið minntist 30 ára af- mælis síns með hófi, sem fram fór í Alþýðuhúsinu þ. 16. apríl 1966. Þar var saga félagsins rifjuð upp í stórum dráttum, en það hefur frá upphafi beitt sér fyrir ferðamálum, kannað og lagt leiðir um öræfaslóðir, byggt sæluhús í Herðubreiðar- lindum og við Laugafell, gefið út ritið Ferðir frá og með 1940, staðið fyrir samkomum, sem hafa haft landkynningu að aðal markmiði og skipulagt ferðalög um byggðir og óbyggðir. Á síð- stliðnu ári fjölluðu Ferðir aðal- lega um Flateyjardal, en í ár munu þær flytja leiðarlýsingu um Múlaveg og einnig mun verða þar ágrip af sögu vegar- ins frá upphafi. Er þá m. a. ritið hugsað, sem handhæg ferða- handbók fyrir þá, sem leggja leið sína um þennan merkilega veg, sem gjörbreyta mun sam- göngum við Eyjafjörð. Farnar voru á síðastliðnu sumri 13 ferðir á vegum félags- SKÓLAMÓTIÐ MIÐVIKUDAGINN 12. þ. m. var haldið skólamót að Frey- vangi í Öngulstaðahreppi, með þátttöku barna og unglinga á skólaskyldualdri úr Hrafnagils- hreppi, Saurbæjarhreppi og Öngulstaðahi-eppi. Mót þetta, sem fór vel fram og var gagn- legt, var á vegum Áfengisvarna nefndar Eyjafjarðarsýslu, en í samvinnu við barnaskóla áður- nefndra hreppa, sveitarstjóm viðkomandi hrepps og kvenfé- Á mótinu flutti Guðmundur Karl Pétursson yfirlæknir fróð legt erindi um áfengi, áhrif þess og afleiðingar. Sýndar voru kvikmyndir og nemendur skól- anna fluttu margvísleg skemmti atriði undir stjórn skólastjóra og kennara. Nemendur úr barna- og unglingaskólanum að Konur kref jast virkjunar Lagarfoss „FUNDUR haldinn í Kverifélag- inu Bláklukku, Egilssiaðahreppi, 3. apríl sl., skorar eindregið á raf- orkumálaráðherra og raforku- málastjórn ríkisins að sjá um, að tafarlaust verði hafinn undirbún- ingur að virkjun Lagarfoss til að tryggja nægilegt rafmagn fyrir Austurland, og jafnhliða hraða sem mcst rafllnulögn til þeirra byggðarlaga á Héraði, sem hafa ekki ennþá fengið rafnragn, til ]>ess að reyna stemma stigu við l>rottflutningi fólks úr ]>eim byggðarlögum. Með hinni öru fólksfjölgun í Egilsstaðakauptúni skapast brýn þörf fyrir ýmiss konar iðnað, sem krefst nægrar ódýrrar raforku. Væntir kvenfélagið fullkomins skilnings viðkomandi aðila á þessu mikla nauðsyn jamáli Aust- urlands. Ennfremur skorar kvenfélagið á alla Austfirðinga, að standa sam- an tim þetta mikilvæga málefni." (Fréttatilkynning að austan.) ins, með 207 þátttakendum. Sú nýbreytni hefur verið tekin upp í sambandi við ferðirnar, að hafa sameiginlegt mötuneyti og er það til mikilla þæginda fyrir þá er taka þátt í ferðunum. —■ Félagsmenn eru 542. Fjárhagur má teljast bærilegur. Ráðgert er að reisa lítið hús í Öskj u. næsta sumar. Ný ferðaáætlun mun birtast innan skamms í Ferðum, sem nú eru að fara í prentun. Skrifstofa félagsins í Skipa- götu 12 mun verða opin á viss- um tímum, eftir að ferðir hefj- ast, og veita upplýsingar um starfsemina. Stjórn félagsins skipa: Tryggvi Þorsteinsson, Bjöm Þórðarson, Karl Hjaltason, Jón D. Ármannsson, Valgarður Baldvinsson. Ferðanefnd: Jón D. Ármanns son, Anna Jónsdóttir, Svala Jó hannsdóttir, Guðfinna Thorla- cius, Ásgrímur Ágústsson. Ritnefnd Ferða: Björn Bessa- son, Björn Þórðarson, Þormóð- ur Sveinsson. (Frá Ferðafélagi Akureyrar) í FREYVANGI Sólgarði fluttu atriði úr Gullna hliðinu, nemendur Laugalands- skóla sýndu sjónleikinn Stein Bollason og börnin úr Hrafna- gilshreppi sáu um skrautsýn- inguna. Auk þessa var kórsöngur, upplestur, smærri leikþættir o. fl. Öll atriðin voru vel af hendi leyst, miðað við aldur og reynslu flytjenda. Um 150 börn sóttu skólamót- ið. (Aðsent). BARNAHJÁLP Sameinuðu þjóðanna „BÖRN eru mikilvægur liður í friðarviðleitninni. — Kannski æítu þær afv’opnunarráðstefnu'r sem misheppnast, að bæta fyrir brot sín með því að leggja fram fjárhæð til Barnahjálpar Sam- einuðu þjóðanna, sem svaraði til verðsins á einum kafbáti eða einni orrustuflugvéI.“ Þessi orð voru látin falla við hátíðlega athöfn í Osló haustið 1965, þegar friðarverðlaun No- bels voru veitt Barnahjálp Sam einuðu þjóðanna. Friðarviðleitnin miðar að því að umbreyta heiminum. Ekkert gæti breytt heiminum meira en það, að öll börn ættu kost á mannsæmandi kjörum meðan þau eru að búa sig undir lífið. Fyrir mjög lítinn hluta þess fjár, sem varið er til að fram- leiða vopn og vígvélar, vseai hægt að vernda öll börn ver- aldar gegn hungri, sjúkdómum og vanrækslu. Þau gætu einnig hlotið menntun og starfsþjálf- un. Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna, sem varð 20 ára 11. des- ember 1966, hefur að meðaltali haft til umráða árlega kringum 26 milljón dollara (1118 millj. ísl. kr.), en það samsvarar nokk urn veginn því sem heimurinn ver til hergagnaframleiðslu á einni klukkustund. iii I m á Húsavík GLÍMUMÓT U.M.S.E. AÐ MELUM

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.