Dagur - 22.04.1967, Blaðsíða 4

Dagur - 22.04.1967, Blaðsíða 4
4 5 .■.v. .v.'.v.. . . . . . . . . • • ■ • • ..... Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábj'rgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. NÝJU HAFNARLÖGIN FYRIR 5—6 árum var endurskoðun hafnarlaganna, að tilhlutun Alþing- is, lokið í Atvinnutækjanefnd. I frumvarpi Atvinnutækjanefndar var gert ráð fyrir, að liækka ríkisframlag til hafnargerða og gera Hafnarbóta- sjóð íslands að öflugri landsstofnun fyrir hafnarsjóði sveitarfélaganna. Viðreisnarstjórnin lá á þessu frum- varpi í 5 ár. Síðustu árin hafa Fram- sóknarmenn oftar en einu sinni flutt frumvörp um hækkun ríkisframlag- anna og betri skil af hálfu ríkissjóðs en enga afgreiðslu fengið á þeim mál um. Nú undir þinglokin lagði stjórn in svo loks fram frumvarp til nýrra liafnarlaga. Ef þetta frumvarp hefði orðið að lögum, eins og það var lagt fram, hefði það verið stórt spor aftur á bak. M. a. beinlínis afnumin skylda ríkissjóðs til að leggja fram fé til hafna, en í stað þess tilgreind HA- MARKSFRAMLÖG. Fyrir atbeina Framsóknarmanna og fleiri var frum varpinu breytt rnikið í meðferð þingsins. Á hinum nýju liafnarlög- um eru kostir og gallar, miðað við gömlu hafnarlögin. Til galla má t. d. telja, að einföld ríkisábyrgð kemur í stað sjálfskuldarábyrgðar. Ekki fékkst stjómin til að láta þessi lög ganga í gildi nú þegar, heldur bíður það til áramóta. Framkvæmdir sum- arið 1967 fá því enga hækkun á ríkis- framlagi. □ KALDUR VETUR KVADDI HINN fyrsta sumardag léku ungl- ingar sér á skautum á Akureyrar- polli. Veturinn kvaddi með kulda og sumarið kom ekki með sumardegin- um fyrsta. En við höfum vanizt óstöð ugri og oft harðri veðráttu þótt vor sé komið og jafnvel sumar og því vekur það ekki sérstakan ugg í brjósti þótt enn sé allt í klakabönd- um um landið norðanvert. Og sumar deginum fyrsta fagna allir íslending ar einir þjóða, enda munu engir bíða þess með eins mikilli óþreyju og þeir. Hinu er ekki að leyna, að bændastéttin mun í vanda stödd vegna óhagstæðrar veðráttu í vetur. Gjafafrekur vetur, og kalt vor segja til sín í mikilli fóðurþörf, en bændur voru illa búnir undir harðan vetur vegna fremur lítilla heyja sl. sumar. Og á vetrarvertíð hefur ótíð verið meiri en oftast áður og dregið mjög úr aflabrögðum. En þrátt fyrir allt þetta, hækkar sólin á lofti dag hvem og flestir ala vonir í brjósti í sam- bandi við sumarið. Og framundan em alþingiskosningar með öllu sinu brauki og bramli, og verða þær hér hvorki flokkaðar með harðindum eða vonarbjartri sumarkomu. Þær eru þjóðlífsþáttur út af fyrir sig, lýð- (Framhald á blaðsíðu 7) FORYSTAN HEFUR BRUGDIZT Ræða Gísla Guðnmndssonar í almennum stiórn- vesna sa§ði hann ]íka 1 blaða- J viðtalinu 3. nóv. sl.: málaumræðum á Alþingi 11. apríl sl. írÍLtl en fjárreiður Atvinnujöfnunar- Slíkt gerist í tíð allra ríkis- sjóðs ná til að lej'sa nenia að stjórna. Samt hefur hún lengst sáralitlu Ieyti.“ Síðan bætti af verið ófáanleg, og alltaf treg, hann við þessum orðum: „Get- til að sinna því framtíðarmálinu U1. vej svo farið, að nauðsynlegt sem mestu skiptir að mínum reynist að setja hér sérstaka domi. byggðaþróunarlöggjóf.“ í byrjun afla- og markaðsgóð Já, getur vel svo farið, að ærisins fyrir 5 árum fluttum við setja þurfi sérstaka bygggða- Framsóknarmenn í fyrsta sinn þróunarlöggjöf, sagði ráðherr- frumvarp okkar til laga um sér ann, þessa löggjöf vildum við stakar raðstafanir til að stuðla setja fyrir 5 árum og raunar að verndun og eflingu lands- fyrr, og fengum þá hin köldu byggðar og koma í veg fyrir eyð svör. Á árinu 1967 ver ríkis- ingu lífvænlegra byggðarlaga, sjóður Islands 700—800 millj- og á þingi því, er nú situr, flytj 6num tii að greiða niður heima um við það í fimmta sinn. Enn tilbúna dýrtíð. Við Framsóknar er mér í minni og mun lengi menn viljum verja 90—100 milljónum á ári, 2 aurum af hverri krónu, og 1000 milljóna láni samtals á 5 árum — auk Atvmnujöfnuarsjóðsins — til að hefjast handa um það að tryggja komandi kynslóðum um III! ráð yfir landi sínu, með því að stuðla að því, að landið verði byggt og gæði lands og sjávar nytjuð af íslendingum. Pappírs áætlanir fyrir kosningar eru góðar, það sem þær ná. En þær hrökkva skammt. Hér þarf skipulagða starfsemi án afláts og afl þeirra hluta, sem gera skal. En við skulum ekki dvelja um of við ádeilur á liðna tíð eða fráfarandi ríkisstjórn, heldur horfa fram. Verndun og efling , landsbyggðar er þjóðfélagi voru Gish Guðmundsson. nauðsynj gf þag ^ ^ Spennan, sem skapast við of- verða, þingskjal 363 á Alþingi vöxt höfuðborgarsvæðisins, á 1962, þar, sem meirihluti alþing ríkan þátt í vexti verðbólgunn- ismanna lýsti yfir því við at- ar. Almenningur í Reykjavík kvæðagreiðslu, að löggjöf af hefur ekki óskað eftir þessari þessu tagi væri „með öllu ofvaxtarþróun, enda fylgja óþörf.“ Það er heldur ekki langt henni mikil vandkvæði fyrir síðan einn af núverandi ráð- höfuðborgina, og litlir kostir. herrum sagði í þingræðu, að Reykvíkingar, ekki síður en þetta lagafrumvarp væri „ger- aðrir, vilja eiga byggt land samlega út í hött“ og „alls ekki handa sér og sínum niðjum. flutt með það fyrir augum, að Baráttan í þessu máli er barátta það sé framkvæmanlegt.“ í þágu komandi kynslóða, við Svo bar það til tíðinda fyrir blind öfl og við lögmál hinnar tveim árum, að þingmenn úr seigu tregðu. En með þjóðfélags stjórnarflokkunum, sem eiga að tækni er hægt að ráða við hin vera í forsvari fyrir byggðar- blindu öfl þjóðlífsins eins og lög, sem alltaf eru að missa fólk verktækni nútímans getur og fé, vöknuðu upp við þann breytt stefnu hinna miklu fall- vonda draum, að þeir voru bún vatna. Byggðajafnvægisfrum- ir að láta skuldbinda sig til að varp okkar Framsóknarmanna staðsetja milljarða stóriðjufyrir er frumsmíð í íslenzkri löggjöf. tæki á höfuðborgarsvæðinu, En þegar þjóðin veitir því braut sem bjó við vinnuaflsskort, og argengi, munu leiðtogar nýrra setja í gang nýja sogdælu til að kynslóða móta það verk og end örva fólksstrauminn suður. Ráð urbæta í samræmi við reynslu ’herrann, sem ég nefndi áðan, nýrra tíma. minntist á þetta í blaðaviðtali En í stórum landshlutum 3. nóv. sl. Hann sagði þar: norðan lands og austan, sunn- „Þegar svo loks niðurstöður an- og vestan, og í flestum rannsókna leiddu til þess, að álbræðsla var staðsett við Hafn arfjörð í tengslum við stórvirkj un í Þjórsá, þótti einsýnt að efla j rði aðgerðir til atvinnujöfnun- ar í landinu.“ Þetta sagði ráðherrann. Þann ig og af þessum ástæðum varð Atvinnujöfnunarsjóðurinn til í fyrravor. Jafnvel veikan vilja ber að virða. En reiptogið milli álverksmiðjunnar miklu annars vegar og Atvinnujöfnunarsjóðs krílisins hins vegar, verður ójafn leikur, þar sem á næstu 5 árum þúsundir milljóna togast á við álíka mörg hundruð millj- óna, sem eru þó ekki nema að litlu leyti handbært fé heldur misjafnlega trygg skuldabréf, sem sjóðnum hafa nú verið af- hent sem starfsfé. Þetta er harkaleg staðreynd. Á bak við þessi lög var „klofinn hugur“ eins og Karl Kristjánsson sagði í þingræðu í fyrra. Ráðherrann, sem ég nefndi áðan, veit þetta og skilur. Þess RÉTTUR iSLANDS TIL LANDGRUNNSINS Þriár nyjar bækur í AllræSasafni AB Herra forseti! Góðir hlust- endur um land allt! Nú eru rúmlega sjö ár liðin síðan hæstvirt ríkisstjórn til- kynnti þingi og þjóð, að hún hefði tekið að sér að stýra efna hagsmálum íslendinga inn á nýj ar leiðir. Hún kvaðst ætla að framkvæma „viðreisn“ á þessu sviði. Hvað var það, sem hún ætlaði að reisa við? Jú, það var verðgildi íslenzkrar krónu. Þeg ar viðreisnin væri komin í kring, áttu menn ekki lengur að þurfa að vera í vafa um, að krónan væri króna, og eins þó að hún hefði verið lögð í spari- sjóð. Stjómin sagði á hátíðlegri stundu, að ef ekki tækist að vemda krónuna, með öðrum orðum að stöðva verðbólguna, væri verk hennar unnið fyrir gýg- Stjómarflokkunum var fyrir sjö jfirum boðið samstarf um meðferð þessara mála, að allir þingflokkamir skyldu nefna til fulltrúa, er tækju sér fyrir hend ur sameiginlega að reyna að finna færa leið. Stjórnin og stuðningsmenn hennar vildu ekki þetta samstarf. Þeir ætl- uðu að leysa vandann einir. En þegar það kom í ljós, hverjar hinar nýju viðreisnarleiðir voru, þótti mörgum sýnt og höfðu orð á því, að þær myndu ekki bera árangur. Þær þóttu bera vott um of mikla trú á gamlar fyrirmyndir frá háþró- uðum iðnaðarþjóðfélögum stór- þjóða. Og að of lítið tillit væri tekið til íslenzkrar rejmslu og séreinkenna íslenzks atvinnu- lífs. Nú vitum við, að það, sem stjómin sagðist ætla að gera, hefur miste'kizt. Krónan frá 1960 er nú ekki nema brot af því, sem hún var þá. Því fer jafnvel fjarri, að aprílkrónan frá 1966 sé króna í dag. Hin svo nefnda verðstöðvun fram að kosningum kallar á meiri skatt peninga í ár — og hvað svo? En þó að krónan sé ekki lengur sú króna, sem hún var, reyna nú margir að bjarga sinni krónu. Þess vegna er nú ofvöxtur í eyðslunni og ofvöxtur í fjárfest ingunni á sumum sviðum, og gjaldeyrinum, sem harðar hend ur vinna fyrir, er sóað af illri nauðsyn til að ná inn tollum og sölusköttum í dýrtíðarsvelginn. Þeir, sem ætluðu að vernda krónuna, telja sér trú um, að þeir séu að vemda frelsið, en frelsið, sem þeir vemda, er stjómleysi. — Þessi stjóm er búin að lifa sjálfa sig, og hér verður að breyta til. Það er ekki hollt, að láta þá halda á- fram að beita valdi á ýmsum sviðum, sem eru orðnir skjálf- hentir við stýrið. Sumir segja, að lítil síldveiði á skipi geti stafað af því, að menn kunni ekki á radarinn, og þeir segja þá líka kannske sem svo, að stjómin hafi ekki kunn- að á radar efnahagsmálanna. Eða var það bara ólagið á nót- inni, þ.e. hagstjómartækjunum, er ógæfunni olli? Hvað sem því líður, hefur hér á þessum árum verið metafli og hækkandi verð lengst af á útfluttum vörum. Þetta hefur skapað góðæri, og hjá mörgum velmegun, enda þótt mikilsverður þáttur árferð isins, þ. e. stjómarfarið, hafi brugðizt. — En við skulum ekki vera ósanngjöm. í tíð þessarar stjómar hafa auðvitað orðið umbætur á löggjöf á sumum sviðum með hennar atbeina. byggðarlögum innan þeirra, er nú varizt í vök. Ýmist er um beina fólksfækkun að ræða frá ári til árs eða hlutfallslega fólks fækkun, sem stendur i vegi fyr ir eðlilegri framþróun. í sveit- um og víðar fækkar heimilum. Kaupstaðir og þoip ná ekki æskilegri stærð, og það er svo bágt að standa í stað. — Vax- andi viðurkenning landsbyggð- arstefnunnar myndi glæða marga von, sem stórborgarþró- unin er að slökkva. Einu sinni fyrir löngu kvað Matthías Jochumsson: Vertu óhrædd veika þjóð, vörn í þinni sök fram mun færð um síðir með full og heilög rök. Hið skyggna skáld sá rétt. Vöm í máli smáþjóðarinnar var um síðir færð fram svo að dugði. Heilög rök hennar fyrir (Framhald á blaðsíðu 7.) UM ÞESSI mánaðamót hafa A1 færðasafni AB bætzt tvær nýj- ar bækur Hljóð og heym, í þýð ingu Ömólfs Thorlacius mennta skólakennara, sem einnig skrif- ar formála fyrir bókinni, og Skipin í þýðingu Gísla Ólafs- sonar ritstjóra, en formála að þeirri bók ritar Pétur Sigurðs- son. Hljóð og heym er ellefta bók Alfræðasafnsins og segir nafn hemiar glögglega til um efni hennar í meginatriðum. Höfund arnir, þeir S. S. Stevens og Fred Warhofsky eru „sérmenntaðir vísindamenn, sem jafnframt kunna þá list að færa efni í aðgengilegan búning", eins og segir í formála þýðandans. Að óreyndu mætti svo virðast sem venjulegum lesendum yrði ekki •auðsótt leiðin um hin undar- legu — og um leið undursam- legu — völunarhús þeirra vís- inda, sem Hljóð og heym tekur til, hvað þá heldur að ferðalag- ið með hinum kunnáttusömu höfundum verði engu síður girnilegt til skemmtunar en til fróðleiks um þá hluti, sem í reyndinni varðar hvem mann, og stundum ærið persónulega. Heymin er mikilvægasti tengi- liður mannsins við umhverfi sitt og umheim, þó að fæstir gefi því mikinn gaum á meðan allt er með felldu. Vandamál „tilfallandi" heym ardeyfðar eru einnig alvarleg og koma víða við, en þau eiga sér líka „margar lækningar“, svo sem hér er greint frá. Erfið astar viðfangs eru þær hættur í nútímaþjóðfélagi, sem stafa af hávaða frá vaxandi umferð, verksmiðjuvélum og fjölmiðlun artækjum, en „hann veldur mörgum líkamlegum breyting- um, sem koma heyrn ekkert við“. Þannig getur langvarandi og óslitinn hávaði af miðlungs- hljóðstyrk á breiðu tíðnisviði valdið sjóntruflunum og jafn- vel raski á efnaskiptum líkam- ans. • • Skipin eru tólfta bók Alfræða safnsins og eru höfundar henn- ar þeir próf. Edward V. Lewis og Robei-t O’Brien, sem einnig var annar aðalhöfundur að Veðrinu, en hún var sjötta Al- fræðasafnsbókin. Segja má, að þessi bók hafi að gejrma í máli og myndum áhrifamikinn þver skurð af þróunarferli alls mann kyns frá fyrstu tíð og fram á vora daga. Skip hafa frá önd- verðu leyst hina djúpstæðu út- þrá einstaklinga og þjóða úr læðingi, þau hafa staðið undir landafundum og viðskiptum og AFENGISSALAN VEX ENN SAMKVÆMT upplýsingum Áfengisvarnarráðs hefur áfeng- issalan aukizt um 21.8% þrjá fyrstu mánuði þessa árs, miðað við sama tíma árið 1966. Tveir nýir útsölustaðir hófu áfengis- sölu á þessu ári, bæði Keflavík og Vestmannaeyjar. Á umræddu tímabili var áfengissalan á Akureyri 9.883 millj. kr. en í Reykjavík 93.693 millj. kr. Sala áfengis samtals á öllum útsölustöðunum varð 115.76 millj. kr. en var á sama tíma í fyrra rúml. 95 millj. ki'. komið stórveldum á legg á sama tíma og aðrar þjóðir glöt- uðu frelsi sínu fyrir vanrækslu eigin skipastóls. Fyrir því ætti hverjum manni að þykja slík bók sem þessi harla forvitnileg og þá ekki hvað sízt íslending- um, sem á öllum öldum hafa átt sjóinn að meginfarleið og forða búri. Það er því óhætt að taka undir með Pétri Sigurðssyni, þar sem hann kveðst „treysta því, að þessi bók, sem fjallar lun skipið og sögu þess, allt frá frumstæðustu eintrjáningum grárrar fomeskju til risastórra hafskipa nútímans, þar sem allt stórt og smátt, hlýðir hnitmiðun vísindalegrar nákvæmni, muni verða mörgum fróðleiksfúsum löndum mínum til yndis og ánægju, og það því fremur sem hinir kunnáttusömu höfundar hennar hafa einstakt lag á að miðla mikilli þekkingu í óvenju skýrri og skemmtilegri frásögn. Fyrir unglinga, sem eiga ævintýraþrár og framtíðar- drauma bundna við hafið, og þá ekki síður fyrir roskna menn og aldraða sem eiga þaðan minn- ingar frá manndómsárunum, hlýtur þessi bók að verða heill- andi lestur. Berfætt orð. Komin er á markaðinn ný bók eftir Jón Dan, og nefnist hún Berfætt orð. Er það þriðja bókin, sem Almenna bókafélag ið gefur út eftir þennan vinsæla höfund, en jafnframt er það fyrsta ljóðasafnið, sem hann sendir frá sér. Jón Dan hóf snemma að iðka skáldskap, einkum sagnagerð, en hefur alla tíð gert sér meira far um vandvirkni en afköst. Hann vakti fyrst á sér athygli fyrir smásögur, sem birtust í tímaritum og höfðu sumar hverjar aflað honum verðlauna. Þótti hann þá strax auðkenndur af persónulegum stíl og sér- stæðu efnisvali, og þegar fyrsta bók hans, smásagnasafnið Þyt- ur um nótt, kom út árið 1956 voru ritdómendur á einu máli um það, að sumar sagnanna, er þar birtust, væru meðal hins fremsta í þeirri grein íslenzkr- ar skáldlistar. Seinna hefur hann færzt meira í fang og auk ið hróður sinn að sama skapi. Skáldsagan Sjávarföll, 1958 og Tvær bandingjasögur, 1960, leiddu ótvírætt í ljós, að þar var á ferðinni vandlátur og vax andi rithöfundur. □ Náttúrugripasafnið fær grasasafn að gjöf NÁTTÚRUGRIPASAFNINU á Akureyri hefur nýlega borizt allstórt, safn sænskra plantna, alls um 1500 eintök af álíka mörgum tegundum. Allt er safn ið upplimt á arkir og vandlega nafngreint. Hafa ýmsir merkustu grasa- fræðingar Svía unnið að gerð þessa safns, og hefur það síðan verið „gefið út“ í nokkrum ein- tökum. Safnið er kennt við sænska grasafræðinginn Gunn- ar Samuelsson, (d. 1944) sem hefur safnað talsverðum hluta þess, og gengizt fyrir útgáfunni, en prófessor Eric Hultén í Stokkhólmi er talinn útgefandi safnsins. Er nafn Hulténs raun- ar allgóð trygging fyrir því að hér sé vel að unnið, og nafn- greiningar eins og þær geta öruggastar orðið, enda munu fáir núlifandi menn hafa jafn staðgóða og yfirgripsmikla þekk ingu á háplöntum til að bera og prófessor Hultén. Safninu fylg- ir ýtarleg prentuð skrá yfir all- ar tegundir og eintök í safninu, og er það um 300 bls. bók. Samkvæmt nýjustu flórubók um má telja, að um það bil 2000 tegundir háplantna vaxi að stað aldri í Svíþjóð, og sést af því að safnið er um % hlutar allrar sænsku flórunnar. Gefandi þessa ágæta safns er Áskell Löve grasafræðingur, sem nú er prófessor í Boulder í Coloradofylki í Ðandaríkjun- um, en safnið mun hann hafa fengið í skiptum fyrir islenzkai' plöntur, fyrir allmörgum árum (1950). Hefur Áskell sýnt Náttúrugripasafninu einstakan hlýhug með þessari góðu gjöf. Ekki er að efa það, að þetta safn á eftir að koma í góðar þarfir, við nafngreiningu á ís- lenzkum plöntutegundum, enda er samanburður við sömu teg- undir í nágrannalöndunum mjög mikilvægur. Þess má geta að Náttúru- gripasafninu hefur einnig ný- lega áskotnazt allgott safn, um 500 eintök, finnskra plantna, sem fengizt hafa í skiptum fyrir íslenzkar tegundir. Loks voru safninu gefnar um 30 tegundir grænlenzkra plantna á síðastliðnu sumri (gef andi Þórir Sigurðsson) og álíka margar tegundir norskra plantna hefur Kristján Rögn- valdsson gefið safninu. Allar þessar góðu gjafir til safnsins þakkast hér með. H. H. FRAMSÓKNARMENNIRNIR Ólafur Jóhannesson, Jón Skafta son, Helgi Bergs, Ingvar Gísla- son og Eysteinn Jónsson lögðu í vetur fram tillögu þess efnis, að Alþingi kjósi 7 manna nefnd til að vinna ásamt ríkisstjórninni að því að afla viðurkenningar á rétti íslands til landgrunns- ins. Tillögunni fylgir greinar- gerð sú er hér birtist: Lögin um vísindalega vernd- un fiskimiða landgrunnsins, nr. 44/1948, byggjast á þeirri hugs- un, að íslendingar eigi rétt til landgrunnsins alls og að þeir fari þar með fulla lögsögu og yfirráð. Hafa reglugerðir um útfærslu landhelginnar verið settar með skírskotun til þein-a laga, svo sem kunnugt er. En þó að það sé sjálfsagt réttlætis- mál í augum íslendinga, að landgrunnið með öllum þess gögnum og gæðum, þar með talin fiskimið á landgrunninu, tilheyri íslandi, hefur sú regla að strandríki hafi einkarétt til fiskimiða landgrunns þess, ekki enn náð viðurkenningu sem þjóðaregla. Það hefur Alþingi verið ljóst. Hinn 5. maí 1959 samþykkti Alþingi svohljóðandi þingsályktun um landhelgis mál: „Alþingi ályktar að mótmæla harðlega brotum þeim á ís- lenzkri fiskveiðilöggjöf, sem brezk stjórnarvöld hafa efnt til með stöðugum ofbeldisaðgerð- um brezkra herskipa innan ís- lenzkrar fiskveiðilandhelgi, nú nýlega hvað eftir annað jafnvel innan fjögurra mílna landhelg- innar frá 1952. Þar sem þvílíkar aðgerðir eru augljóslega ætlað- ar til að knýja íslendinga til undanhalds, lýsir Alþingi yfir að það telur ísland eiga ótvíræð an rétt til 12 mílna fiskveiðiland helgi, að afla beri viðurkenning ar á rétti þess til landgrunnsins alls, svo sem stefnt var að með lögunum um vísindalega vernd un fiskimiða landgrunnsins frá 1948, og að ekki komi til mála minni fiskveiðilandhelgi en 12 mílur frá grunnlínum umhverf is landið.“ Þessi þingsályktunartillaga var flutt af utanríkismálanefnd og samþykkt samhljóða á Al- þingi. Eins og ljóst er af .henni, tel- ur Alþingi, að ísland eigi ótví- FRÁ AÐALFUNDI BUNAÐARSAMBANDS EYJAFJARÐAR HINN 6. apríl hélt Búnaðarsam band Eyjafjarðar aðalfund sinn á Hótel KEA. Formaður sam- bandsins, Ánnann Dalmanns- son setti fundinn og bauð full- trúa, ráðunauta og gesti vel- komna. Á rekstursreikningi voru nið urstöðutölur rúmlega 1.5 millj. kr. og hrein eign sambandsins nam svipaðri upphæð. Af samþykktum aðalfundar- ins má nefna, að samþykkt var að vinna að því, að gera búvéla verkstæði félagsins að sameign ar- eða hlutafélagi og að fram fari hlutafjársöfnun, fyrst og fremst hjá ræktunarsambönd- unum. Fundurinn leggur til, að stjóm sambandsins athugi um ráðningu fjórða ráðunautsins, er þá tæki m. a. við leiðbeininga þjónustu SNE og yrði þetta þá gert í fullu samstarfi við SNE og með betri hagnýtingu leið- beiningastarfs fyrir augum. Samþykkt var að vinna að því að koma upp landbúnaðarbóka- safni. Samþykkt voru ýmis atriði varðandi innflutning og sölu erlends kjarnfóðurs og sam þykktur var stuðningur við þá ályktun, er fram kom á síðasta Búnaðarþingi, um að hag- kvæmt sé að greiða niður verð á tilbúnum áburði og draga þannig úr framleiðslukostnaði búvai’anna. Ármann Dalmannsson var endurkjörinn í aðalstjórn sam- bandsins til næstu þriggja ára og Kristinn Sigmundsson í vara stjórn jafnlangan tíma. Á aðalfundi Búnaðarsam- bands Eyjafjarðar fluttu ráðu- nautar sambandsins starfs- skýrslur sínar og verður þeirra að nokkru getið síðar hér í blaðinu. Q Sii> ræðan rétt til 12 mílna fiskveiði landhelgi, þ. e. að sú landhelgis ákvörðun sé í fullu samræmi við þjóðarréttarreglur, svo sem nú mun raunar almennt viður- kennt. En jafnframt lýsir Al- þingi yfir þeim vilja sínum, „að afla beri viðurkenningar á rétti þess til landgrunnsins alls, svo sem stefnt var að með lögunum um vísindalega verndun fiski- miða landgrunnsins frá 1948.“ í þessari viljayfirlýsingu Alþing is felst auðvitað áskorun til rík isstjórnarinnar um að reyna að afla þeirrar viðurkenningar. í samningnum við Breta um lausn fiskveiðideilunnar frá ’61, sbr. auglýsingu nr. 4/1961, segir svo: „Ríkisstjórn íslands mun halda áfram að vinna að fram- kvæmd ályktunar Alþingis frá 5. maí 1959 varðandi útfærslu fiskveiðilögsögunnar við ísland, en mun tilkynna ríkisstjórn Bretlands slíka útfærslu með sex mánaða fyrirvara, og rísi ágreiningur um slíka útfærslu, skal honum, ef annar hvor aðili óskar, skotið til Alþjóðadóm- stólsins." Hér áskilja fslendingar sér að vísu rétt til einhliða út- færslu fiskveiðilögsögunnar, hvoi't heldur er til landgrunns- ins alls eða tiltekinna svæða þess, svo sem stefnt var að með ályktun Alþingis frá 5. maí ’59 og landgrunnslögunum frá 1948, en báðir samningsaðilar skuld- binda sig til að hlíta úrskurði Alþjóðadómstólsins um lög- mæti útfærslunnar, ef til ágreinings skyldi um hana koma. Ljóst er af þessu, að mögu- leikar íslendinga til frekari landhelgisútfærslu og til frið- unaraðgerða á landgrunninu ei'u mjög komnir undir því, hver þróun þjóðarréttarreglna verður á þessu sviði. Skiptir því miklu, að fylgzt sé sem alh'a bezt með réttarþróuninni í þess um efnum og reynt sé með öll- tnn tiltækum ráðum að stuðla að hagstæðari réttarþróun, En á því leikur enginn vafi, að á undanföi-num árum hefur þró- un þjóði'éttarreglna um land- helgi verið okkur íslendingum hagstæð, bæði um víðáttu eigin legrar fiskveiðilandhelgi ög um rétt i'íkja yfir landgrunninu, en nú mun viðurkenndur umráða- réttur ríkja yfir hafsbotninum á landgi'unninu, hvort heldur er til rannsókna eða nýtingar náttúruauðlinda þar. Hitt er einnig víst, að með staðfastri baráttu sinni í landhelgismálinu áttu íslendingar drjúgan þátt í þeirri þi'óun. Þó að mikið hafi áunnizt með útfærslu landhelginnai', fer því fjarri, að fi'amtíðai'hagsmunum íslenzku þjóðarinnar á því sviði sé þar með fullnægt. Þar er ekki fullur sigur unninn, fyrr en viðui'kenndur hefur verið réttur þjóðarinnar yfir fiski- miðum landgi'unnsins, svo að hún geti sett í-eglur um fiskveið ar þar og friðunaraðgei'ðir, sem þörf er á til verndunar fiskstofn um og varnar gegn ofveiði. En það mun nú samdóma álit allra, sem gerst þekkja til, að veiði á uppeldisstöðvum fiskstofnanna á landgrunninu utan núgildandi landhelgislínu gangi langt úi' hófi fram. Er þar mikil og alvar leg hætta á ferð, jafnvel svo að lífshagsmunir þjóðarinnar eru í húfi. Nútíma .veiðitækni hefur stóraukið þá hættu. Rannsóknir munu sýna að íslendingar veiða ekki nema örlítið brot af þeim ungfiski, sem þar er um að ræða. Það er því orðin brýn og að- kallandi þörf framkvæmda á grundvelli ályktunar Alþingia frá 5. maí 1959, sbr. yfirlýsingu ríkisstjómarinnar í auglýsingUi nr. 4/1961. Það þai'f að trvggja íslandi fulla lögsögu yfir land- grunninu. Undirbúning þesa máls þax-f að hefja sem skjótast. Ákvarðanir í því máli þarf að undirbúa vandlega og á svipað- an hátt og landhelgisútfærslan var undirbúin á sínum tíma. Setja þarf kunnáttumenn til aS kynna sér mál þessi öll og rétt- arþróunina sem rækilegast, svo og til að kynna öðrum þjóðum málstað íslands og stuðla með öllum tiltækum úrræðum að þeirri réttarþróun, sem stefnt er að með framangreindri Al- þingisályktun. Það er þjóðar- nauðsyn, að um mál þetta og allar ákvarðanir sé sem allra mest samstaða stjómmála- flokkanna og þjóðarinnar allrar. Framgangur málsins er ekkx hvað sízt undir því kominn, að um það og þær leiðir, sem ákveðið verður að fara, skapist fullur einhugur innanlands. Þess vegna er hér lagt til, að Alþingi kjósi 7 manna nefnd til þess að hafa forustu í þessu máli ásamt ríkisstjóminni. Með því er bezt ti'yggð samstaða. Allar framkvæmdir vei'ða, eina og áður er sagt, að byggjast á vandlegum undii’búningi. Það þarf að leggja höfuðáherzluna á sérstöðu íslands í þessu málú Það þai-f að safna saman og hafa tiltæk öll rök fyrir mál- stað íslands, hvort heldur eru siðferðislegs, sögulegs, efnahaga legs eða lagalegs eðlis. En höf- uðati'iðið er, að eins og málum nú er komið, þolir það enga bið, að þegar í stað sé farið að virxna að því með festu og á skipu- legan hátt að tryggja íslandi fulla lögsögu yfir landgrunninu, svo sem stefnt var að með þinga ályktuninni frá 1959 og land- grunnslögunum frá 1948. Þes3 vegna er þessi þingsályktunai'- tillaga flutt. GEF OSS I DAG---------------- Allt, sem í heiminum hrærist [ er handarverk drottins míns, Ungum okkur það lærist að allt, sem lifir nærist i að skikkan skapara síns. í Kenningin kærleikans stærsta er kunngerð um eyjar og lönd; að máttur og miskunn þess hæsta metti hinn volduga og smæsta frá útréttri allsnægta hönd. Fiskamir saklausir synda í sjónum — og Ieita að bráð. Þá smærri þeir láta sér Iynda, á lif þeirra endi binda,---- já — óræð er alvalds náð. : . j Ongullinn bjartan ég beiti j og beitan er fögur og ný, á guð minn ég hástöfum heití að hjálp mér og aðstoð hann veiti, svo bröndurnar bíti nú í. Það hendir að brjóstvitið ber við að brjótast úr vanans nauð i en aðstaða mannsins erfið | örðugt að játa kerfið — að eitt sé annars brauð. Hinrik frá Merkinesi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.