Dagur - 26.04.1967, Side 1

Dagur - 26.04.1967, Side 1
HOTEL Herbergis- pantanir. Ferða- skrifstoían Túngötu 1. Akureyri. Sími 11475 r * I -f 1 r Túngötu 1. Feroaskrifsfofan sími n4?5 Skipuleggjum ódýrustu ferðirnar til annarra landa. Áburðarframieiðsla dregst saman Á AÐALFUNDI Áburðarverk- smiðjunnar sem haldinn var um miðjan þennan mánuð kom í Ijós að framleiðsla áburðar á síðasta ári var nálega 7 % minni en árið áður. Raforka til verk- smiðjurekstursins var minni en hún hefur nokkru sinni áður verið og fengust aðeins um 40% þeirrar raforku, sem verksmiðj an þarf til þess að fullnýta af- kastagetu sína. Af þessum orsök um þurfti að flytja mikið inn af ammoníaki. Sú ákvörðun að flytja inn fljótandi ammoníak í tankskipum var því hin þarf- asta, enda hefði lítil áburðar- framleiðsla orðið ef a,ð þessi leið hefði ekki verið valin. Ammoníak, sem inn var flutt, var að verðmæti 25.5 milljónir króna. Afkoma fyrirtækisins hefði að sjálfsögðu orðið mun betri og áburðarverðið hefði getað orðið mun lægra, ef nægi leg raforka hefði verið fyrir hendi. Á þessum ammoníak inn flutningi byggðist meira en helmingur af ársframleiðslu kjarnaáburðar. Q GRENIVlKURBÁTAR AFLA VEL Grenivík 24. apríl. Grenivíkur- bátar hafa aflað vel að undan- förnu. Frosti, Sævar, Víðir og Bi úni hafa komið með meiri afla á land en oftast áður á þessum tíma. Ennfremur er góð S K Á K Þ IN G AKUREYRAR EFTIR sex umferðir á Skák- þingi Akureyrar er Margeir Steingrímsson efstur með 5 vinninga, næstur Jón Björgvins son með 4V2 af fimm tefldum skákum, og Jóhann Snorrason er þriðji með 3 V> vinning, einn- ig úr fimm skákum. hrognkelsaveiði og stunda nokkrir hana þrátt fyrir óvissu um verðlag á grásleppuhrogn- unum. Frystihúsið, sem hér er í byggingu, verður væntanlega tekið í notkun seint á þessu sumri og á þá útgerðaraðstaðan hér á Grenivík að batna veru- lega. Menn óttast, að hin miklu frost undanfarið hafi valdið kal skemmdum á ræktuðu landi, því að snjór var of lítill til að hlífa jörðinni í 10—14 stiga frostum nótt eftir nótt. En nú hefur brugðið til betri veðráttu og vona menn að sumarið sé komið. S. G. Um fyrstu sumarhelgi var ís á Akureyrarpolli. Sumir fóru á skauta en aðrir á dorg. íþróttahús senn vígt á Dalvík Dalvík, 24. apríl. íþróttahúsið, sem verið hefur í smíðum und- anfarið, verður tekið í notkun í vor, sennilega vígt 17. júní. Salurinn, ásamt böðum og bún- ingsherbergjum, áhaldageymslu og bakinngangi í húsið, er næst um tilbúið til notkunar. íþrótta salurinn er 18x24 metrar, og hús ið er þannig byggt, að hægt er Símstöðyarhúsið á Grenivík brann til kaldra kola Grenivík 24. apríl. Síðastliðna laugardagsnótt varð eldur laus í símstöðvarhúsinu á Grenivík við Eyjafjörð. Brann það til kaldra kola á stuttum tíma. Magnús Jónsson stöðvarstjóri bjó einn í húsinu og slapp hann ómeiddur. Símasamband rofnaði þegar. Eldsins varð vart um kl. 3 um nóttina. Ásgeir Kristinsson, röskur nágranni, ók þegar til Yztuvíkur til þess að biðja slökkviliðið á Akur- eyri um aðstoð. Slökkviliðið kom svo á sjötta tímanúm, en þá var húsið að mestu brunnið. StöSvarhúsiS var gamalt timbur hús en múrhúðaS utan, ein hæð á kjallara. Okunnugt er um elds upptök. Síminn hefur verið lagður í næsta hús, Velli, til bráða- birgða. Þar er ekki skiptiborð og verðum við sveitamenn að nota gamla lagið og fara á sím- stöðina til að síma. Ragna Jó- hannsdóttir annast símann. Enn mun óráðið hvað gert verður í símamálum okkai-. Væntanlega verður sett upp bráðabirgða- afgreiðsla eins fljótt og við verður komið. S. G. að stækka hann um þriðjung. Þetta nýja íþróttahús mun vera eitt hið vandaðasta utan Reykja víkur. Undanfarið hafa togskipin Björgvin og Björgúlfur lagt upp afla sinn hjá Frystihúsi KEA, samtals rúm 500 tonn. Björg- úlfur landar hér einhverju til viðbótar í fyrramálið. Hrognkelsaveiði hefur verið ágæt og rauðmaginn hefur að mestu verið sendur á markað sunnanlands. En senn hefst svo grásleppuveiðin og verða þá hrognin söltuð. Leikfélagið og ungmennafé- lagið eru búin að sýna Skugga- Svein 6 sinnum fyrir fullu húsi og við ágætar undirtektir. Á sýninguna á laugard. komu um 30 manns frá Leikfélagi Ak ureyrar og blönduðu leikarar geði eftir sýningu, í búnings- og veitingaherbergi. Fór vel á með mönnum, þrátt fyrir þrengslin. Jón Ingimarsson, for maður LA hafði orð fyrir Ak- ureyringunum, en Steingrímur Þorsteinsson leikstjóri þakkaði heimsóknina. Þarna var drukk- ið kaffi sameiginlega og vonast menn til, að þær óskir leikara rætist, að efnt verði til nánara samstarfs milli þessara leikfé- laga. Næstu sýningar á Skugga- Sveini verða á miðvikudag, laugardag og sunnudag. Á sumardaginn fyrsta var hér skátaguðsþjónusta á Dalvík í fyrsta sinn. Séra Stefán Snæ- varr flutti guðsþjónustuna. — Skótar gengu fylktu liði til kirkjunnar. Töluvert á annað hundrað börn og unglingar tóku þátt í skrúðgöngu og guðs þjónustu. Mikils er um það vert, að hin ir fullorðnu fylgi æskufólkinu (Framhald á blaðsíðu 5). Eysteinn Jónsson. mmrn kjósendafundir A húsavík og akureyri ALMENNIR KJÓSENDA- FUNDIR verða á Húsavík föstu daginn 28. apríl kl. 8.30 e. h. í Samkomuhúsinu, og á Akureyri laugardaginn 29. apríl kl. 2 e. li. í Samkomuhúsinu. Eysteinn Jónsson flytur ræðu en ávörp flytja: Ingvar Gísla- son, Stefán Valgeirsson, Jónas Jónsson, Björn Teitsson, Sigurð ur Jóhannesson og Guðríður Eiríksdóttir. Fundarstjóri á Húsavík Karl Kristjánsson, og á Akureyri Valur Arnþórsson. Framsóknarflokkurinn. Ingvar Stefán Jónas Björn

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.