Dagur - 26.04.1967, Side 5

Dagur - 26.04.1967, Side 5
4 5 v, v .V V. V■ V 1 .V..VY. V .V ■ V. V .■ ...v. .'.V. .. .■.V Skrifstoíur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Húsnæðiskostnaður, sem verðbólguvaldur f NÝAFSTÖÐNUM útvarpsumræð- um frá Alþingi fórust Ingvari Gísla- syni alþm. m. a. orð á þessa leið: „Tæplega getur orðið að ágrein- ingsefni, að húsnæðisþörfin er ein af frumþörfum mannsins, ámóta eins og fæði og klæði. Einnig er ljóst, að þeirri þörf verður ekki fullnægt án víðtækra samfélagsaðgerða. Hús- næðismálin eru eitt stærsta félags- lega verkefni þjóðarinnar og einnig hið fyrirferðarmesta fjárfestingar- mál. Byggingarþörfin er hér meiri en í flestum löndum, sem fyrst og fremst stafar af því, að þjóðinni fjölgar mjög ört, auk þess sem eldra húsnæði er ófullkomið og úr sér gengið. Hjá því verður ekki komizt að fjárfesta mikið í íbúðahúsabygg- ingum hér á landi, en á því veltur að skipuleggja byggingariðnaðinn þann ig, að sem mest nýting verði á því fjármagni, sem varið er til þeirra mála, en á það brestur nú stórum. Þó að byggingariönaðurinn sé ein fyrirferðarmesta grein jjjóðarbúskap arins fer hitt ekki milli mála, að hún er sú grein hans, sem einna lakast er skipulögð hvað snertir fjármagn, vinnutilhögun og notagildi húsrým- is. Það ber að harma, að engar fram- búðarlagfæringar hafa verið gerðar á húsnæðismálum hin síðari ár, þó að skilyrði hafi verið til j>ess vegna óvenju hagstæðs árferðis, auk þess sem reynslan sannar, að frá þjóð- haglegu sjónarmiði er endurskipu- lagning húsnæðismála sennilega brýnni en margt annað. Verðbólgu- þróunin á að verulegu leyti rætur að rekja til hins óhagstæða liúsnæðis- kostnaðar og annars ófremdarástands í byggingarmálum. Taka verður upp nýja byggingar- hætti, útrýma braskinu, stöðva hús- næðisokrið og umfram allt að koma upp starfhæfu veðlánakerfi, sem stuðlar að Jm, að almenningur geti eignazt hóflegar íbúðir með viðráð- anlegum kjörum. Nauðsynlegt er að koma upp „húsnæðisbanka“ (sbr. Noreg), sem hafi með höndum al- menna húsnæðislánastarfsemi og aðra yfirstjóm húsnæðismála og ákveða bankanum svo rúm fjárráð, að hægt sé að lána út á staðlaðar (,,standard“) íbúðir allt að 80—90% af verði J>eirra til langs tíma. Einnig þarf að koma upp sjóði, sem lánar til kaupa og endurbóta á eldra húsnæði. Mundi það stuðla að betra viðhaldi og nýtingu eldra húsnæðis, sem í ýmsum tilfellum kann að reynast hagkvæmara en að ráðast í nýbygg- ingar. (Framhald á blaðsíðu 7) V estfjarðaáætlunin er ekki til HROLLUR I RJARNA OFT hefur verið rœtt og ritað um Vestfjarðaáætlun þá, sem ríkisstjómin sagðist hafa látið gera í sambandi við eflingu at- vinnulífsins í þeim landshluta, og ekki laust við að töluvert hafi verið af henni gumað. Hvert mannsbam í landinu kannast við Vestfjarðaáætlun- ina svo oft hefur hún verið nefnd í blöðum og útvarpi og á fundum, sem tákn um það, er vel hefur verið gert í tíð nú- verandi ríkisstjómar. Rétt fyrir þinglokin kom Vest fjarðaáætlunin margnefnda á dagskrá. Margir þingmenn leit- uðu fast eftir því við ríkisstjórn ina í umræðum í neðri deild, hvemig á því stæði að þessi áætlun hefði ekki enn komið fyrir augu almennings. Loks lá ljóst fyrir, að Vestfjarðaáætlun fyrirfinnst engin. Hún er hugar smíð og annað ekki. En lántaka úr svokölluðum Flóttamanna- sjóði var notuð til samgöngu- bóta á Vestfjörðum. Erlendir menn voru fengnir til þess að skreppa til Vestfjarða og fara þar eitthvað um og gefa ríkis- stjórninni skýrslu um ferð sína á norsku. Þeir komust ekki um allt það svæði sem þeim var ætlað. Skýrsla þeirra, eða þetta plagg, hefur ekki notið þeirrar virðingar að vera þýdd á ís- lenzku, enn sem komið er, og ríkisstjórnin hefur harðbannað viðkomandi ráðuneyti að láta uppi hvað í þessari skýrslu stæði. Má því segja að Vest- fjarðaáætlun eins og hún hefur verið túlkuð sem framkvæmda- áætlun undanfarin ár, sé engin til og hafi aldrei verið til, held- ur einskonar ferðaþáttur. Það, sem sérstaklega bendir til þess, að þessi ferðasaga hinna er- lendu manna sé óraunhæf, er til dæmis það, að engar viðræður fóru fram á milli þeirra og heimamanna. Hvorki var haft samband við sveitarstjórnir, verkalýðsfélög eða forstöðu- menn hinna ýmsu fyrirtækja. í MORGUNBLAÐINU 22. apríl er birt ræða sú, er for- maður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, flutti við setningu landsfundar flokks- ins í Reykjavík 20. sama mán- aðar. Bjanii talaði þar all- mikið um kosningahorfur á þessu vori, og var nokkru niðurlútari en oddvitar Sjálf- stæðismanna hafa oftast verið. Bjami sagðist „telja mestar líkur á því, að ef flokkarnir tveir (þ. e. Sjálfstæðis- og Al- þýðuflokkur) fá nægan meiri- hluta, þá muni þeir halda áfram samstarfi sínu eftir kosningar". Svipað höfðu raunar ráðherrar Alþýðu- flokksins sagt í úitvarpsumræð um. En Bjarni bætti við: „Hvort slíkur meirihluti fæst, getur hins vegar enginn fyrir- fram séð“. Og síðar í ræðunni sagði hann: „Urslit þingkosn- inganna hinn 11. júní eru mjög tvísýn“. í ræðu Bjarna er m. a. að Frá skátanióti í Vaglaskógi. (Ljósm.: E. D.) Skátastörf á Akureyri í 50 ár LAUGARDAGINN 27. maí n.k. eru liðin 50 ár síðan skátastarf hófst á Akureyri. í sambandi við afmæli þetta hafa skátafé- lögin á Akureyri ýmislegt í und irbúningi, til að minnast þess- arra tímamóta. Eins og ætíð verður aðal- áherzlan lögð á sjálft félags- starfið og má í því sambandi benda á að um síðustu helgi fóru 14 drengjaskátar og 3 kven skátar frá Akureyri til Bessa- staða, til að taka á móti „For- setamerkinu", sem er æðsta viðurkenning skátahreyfingar- innar fyrir vel unnin skátastörf og fyrirmyndarframkomu í hvívetna. Þetta er þriðja árið sem , For setamerkið“ er afhent og hefur ætíð verið álitlegur hópur drengjaskáta frá Akureyri, sem hefur unnið til merkisins, en í ár bætast fyrstu stúlkumar í hópinn. Beinum hátíðahöldum í sam- bandi við afmælið má skipta í þrjá meginhluta. í fyrsta lagi er fyrirhugað að minnast afmælisdagsins með því að gefa út sérstakt afmælis blað og miðsvæðis í bænum verður settur upp veglegur turn, þar sem verður vörður allan daginn og væntanlega verður þar eitthvað um að vera af og til allan daginn. Um kvöldið sama dag er fyrir huguð skrúðganga um bæinn og varðeldur. í öðru lagi er fyrirhugað að hafa sérstakan „skátadag", sunnudaginn 4. júní. Verður þar bæði sýning frá 50 ára skáta- starfi, kynning á skátastarfi í dag og „Tivolí", „fjölleikahús“ o. m. fl. til fróðleiks og skemmt unar. í þriðja lagi er fyrirhugað að halda afmælismót fyrir Norður land í Vaglaskógi, fyrstu helgi í júlí. Verða þar meðal annars sérstakar tjaldbúðir fyrir for- eldra skátanna og eldri skáta. í sambandi við ofannefnd há- tíðahöld hefur verið boðið hing að frá Danmörku, Viggó Öfjord og frú, en hann var á sínum tíma aðalstofnandi og fyrsti foringi skátanna hér á Akur- eyri. Vonum við, að hann sjái sér fært að heimsækja okkur í sambandi við hátíðahöldin. Einnig hefur verið boðið hingað norskum drengjaskát- um og grænlenzkum kvenskát- um á afmælismótið og vonum við að þau sjái sér einnig fært að heimsækja okkur. Þá má einnig geta þess að nú eru í þann veginn að hefjast framkvæmdir við endurbygg- ingu á húsnæði því, í Hafnar- stræti 49, sem Akureyrarbær afhenti skátunum síðastliðið haust. í því sambandi er nú að hefj- ast fjáröflun, sem er í því fólg- in, að fólki gefst kostur á að skrifa nafn sitt á „Skátaskinn“ það sem sézt á meðfylgjandi mynd, gegn framlagi í bygginga sjóð og verður lágmarksfram- lag kr. 50.00, en ekkert hámarks gjald. Ymsar fleiri fjáröflunar- leiðir eru á döfinni vegna þess- ara byggingaframkvæmda, en áætlað er að heildarkostnaður við þær verði kr. 1.500.000.00. Að lokum má geta þess, að Skátafélögin á Akureyri hafa nýlega farið þess á leit við sókn arprestana á Akureyri, að þeir gerðust verndarar félaganna og hafa þeir góðfúslega orðið við þeirri beiðni. Voru þeir form- lega skipaðir á fyrsta sumar- dag. (Fréttatilkynning frá Skáta- félögunum á Akureyri) því vikið, sem raunar er al- mennt ljóst orðið, að „ógern- ingur sé að stjórna landinu nema að hafa svo mikinn meirihluta, að minnsta kosti 32 af 60 þingmönnum sé trygg ur í báðum deildum“. I fram- haldi af þessu vekur hann at- hygli á því, að skipting þings- ins í deildir „kunni að hafa úrslita áhrif um framþróun ís lenzkra stjómmála“. Bjarni ræðir um sveitar- stjómarkosningarnar i fyrra og segir um þær: „í þessum sveitarstj órnarkosningum vor ið 1966 mættum við nokkrum andblæstri, meiri en flestir bjuggust við“. Hann gefur í skyn, að deilt hafi verið á stjórnina fyrir fjármálaspill- ingu og dýrtíð og þykir hvort tveggja ómaklegt. Um þetta segir hann m. a.: „Ég þver- neita því kerlingarhjali, að við lifum í gerspilltu þjóðfélagi. — Við lifum á endumýjunar- og viðreisnartíma —“. Um verðbólguna ræðir hann allmikið og reynir að færa henni ýmislegt til málsbóta t. d. að hún sé „þolanlegri" en atvinnuleysi og að tlmabilið efttir 1940 hafi verið „mestu hagsældartímar, sem þjóð okk ar hefir notið“, Hér kunna nú einhverjir að staldra við og spyrja: „Var það þá kannske ætlun viðreisnarstj ómarinnar að binda enda á „hagsældina“ árið 1960 með því að stöðva verðbólguna, eins og hún sagð ist þá ætla að gera, þótt mis- tekizt hafi sem kunnugt er? Fáir munu raunar þeirrar skoðunar, að dýrtíð sé undir- staða hagsældar. Bjai-ni spyr: „Af hverju er hærra verðlag hér en víðast hvar í nálægum löndum“? Þessu svarar hann m. a. á þessa leið: „Fyrata ástæðan má segja, að sé sú, að það kostar meira að halda uppi sérstöku sjálfstæðu .ríki á hvern mann á litlu landi en stóru, fámennu en fjölmennu“. Aðrar skýringar hans eru í stuttu máli sagt þær, að is- lenzkir atvinnuvegir gefi „mis jafnan arð“ og að landbúnað- ur og iðnaður séu ekki sam- keppnisfærir við sömu at- vinnuvegi erlendis. Bót sé það þó í máli, að Ingólfur Jónsson hafi veitt bændum „raunhæft jafnrétti“ á við aðrar stéttir. Niðurstaðan er sem sé sú, að verðbólgan sé landinu að kenna en ekki „viðreisninni“ eða ríkisstjóminni. Ymsar spurningar vakna við svona bollaleggingar. Verða íslendingar að afsala sér sjálf stæðinu til að hægt sé að ráða við verðbólguna? Er ekki hægt að reka landbúnað og iðnað? Er ekki umsvifaminnst að veita þessum þjóðarleiðtoga, sem svona talar, lausn í náð? Leyfa honum að taka úr sér „hrollinn“ við störf, sem betur eru við hans hæfi en stjómar- forystu á íslandi? Q Góðir fundir um landbúnaðarmál STEF ÁN VALGEIRSSON bóndi í Auðbrekku og þriðji maður á lista Framsóknar- manna hér í kjördæminu og Jónas Jónsson ráðunautur frá Yztafelli hafa haldið nokkra fundi í héraðinu nú að undan- förnu, bæði um stjórnmál og landbúnaðarmál. Fyrsta fund sinn höfðu þeir félagar í Ólafsfirði og var hann haldinn í félagsheimilinu Tjam arborg. Þar var fundarstjóri Stefán Halldórsson. Næsta fund sinn héldu þeir á Akureyri og var það einnig stjómmálafund- ur. Fundarstjóri var Sigurður Jóhannesson. Á báðum þessum fundum töluðu frummælendur um stjómmálaviðhorfið og ýmsa þætti þjóðmálanna, en að loknum frámsöguerindum þeirra hófust umræður. Þeir fé lagar hafa svo mætt á tveimur fundum, þar sem rætt var um landbúnaðarmál sórstaklega. Fyrri fundurinn var haldinn í Laugarborg í Hrafnagilshreppi og síðari fundurinn í félags- heimilinu á Melum í Hörgárdal. Stefán Valgeirsson talaði eink- um um verðlagsmál landbún- aðarins og samtök bændana um þau. Hann taldi stöðu landbún- aðarins í þjóðfélaginu hlutfalls lega lakari heldur en hún var fyrir heimsstyrjöldina slðarL Jónas Jónsson talaði um mögu- leika I íslenzkum landbúnaði, framtíðarhorfur hans, markaðs málin og skipulagningu fram- leiðslunnar. Báðir ræðumenn komu víða við og voru fram- söguræður þeirra mjög fróð- legar. Á fundinum I Laugar- borg var Guðlaugur Halldórs- son fundarstjóri, en á fundinum á Melum var Þórir Valgeirsson fundarstjóri. Á öllum þessurri. fundum urðu umræður og fyrir spurnir komu fram, en frum- mælendur svöruðu. Þessir fund ir þóttu takast vel. Fundarsókn var eftir atvikum góð. Q Loðdýrarækt er bönnuð á Islandi Þrátt fyrir hin ákjósanlegustu skilyrði EFTIR mjög klaufalegar og misheppnaðar tih-aunir íslend- inga við loðdýrarækt, hefur eldi loðdýra verið bannað á íslandi. En margar aðrar þjóðir afla sér EINFÖLD ÞJÖNUSTA EKKI verður annað sagt en að Alþýðuflokksmenn á þingi séu húsbóndahollir og leggja sig fram til að vera til þægðar, þeg ar á liggur. Einn þeirra tók sér t. d. fyrir hendur I útvarpsum- ræðunum á Alþingi að færa sönnur á, að ekki hefði verið góðæri hér á landi I seinni tíð heldur harðæri. Þessu til sönn- unnar nefndi hann, að í sumum landshlutum hefði verið kal í túnum og hafís landfastur fyrir tveim árum. Hvorttveggja er rétt, en því miður ekki nýlunda á íslandi, og ekki hefir umtals- verður hluti af hinum gífurlegu ríkistekjum eyðzt í útgjöld af þessum sökum. En þegar sjávar afli eykst um helming og út- flutningsverð sjávarvöru um þriðjung, hafa margir leyft sér að kalla góðæri í þjóðarbú- skapnum, og af því stafar vel- megun og aukning gjaldeyris- öflunar m. m. Afla- og mark- aðsgóðæri undanfarin ár er jafnvel viðurkennt af viðreisn- arráðherrunum, og mun harð- æriskenning Alþýðuflokksins því eiga erfitt uppdráttar. En taka ber viljann fyrir verkið. Q K. A. SKÍÐAMÓT BARNA fór fram um síð- ustu htílgi I Hlíðar- fjalli við Akureyri. Úrslit verða vænt- anlega birt I næsta blaði. — Þátttak- eridur voru 73. Myndin er af verðlaunahöfum. Heilsuskæðar rotfur éta 13 kíló á ári ROTTUR, mýs og önnur nag- dýr hafa verið til umræðu hjá Alþj óðaheilbrigðismálastofnun- inni (WHO) I Genf. 30 vísinda- menn hafa skipzt á upplýsing- um um baráttuna gegn þessum heilsuskæðu smitberum. Venju leg lítil húsamús getur t. d. flutt með sér salmonella (ákveðinn flokk taugaveikissýkla). Þó eru rottur mun hættulegri smitber- ar farsótta. Árið 1965 ollu þær 1326 sjúkdómstilfellum, svo vit að sé, þar af 120 dauðsföllum — flestum I Vietnam. Talið er að rottur og önnur nagdýr éti allt að 33 milljónum tonna af kornmeti árlega I heim inum. Yfir 20 af hundraði út- sæðis I heiminum fer til spillis vegna nagdýra og skordýra. Hér, eins og á svo mörgum öðr um sviðum, verða vanþróuðu löndin harðast úti. í Indlandi er talið að 25 af hundraði korns ins á ökrunum séu eyðilögð af nagdýrum áður en til uppsker- unnar kemur. Af þeim þremur fjórðungum, sem þá eru eftir, taka rottumar aftur einn fjórð ung I hlöðunum. Reiknað héfur verið út, að fengi ein rotta að leika lausum hala I matvöru- búð eða -geymslu, mundi hún á einu ári éta um 13 kg af mat- vælum. Mús mundi hins vegar éta um 2 kg á sama tíma. Sjálfseyðing.' Endrum og eins kemur það fyrir að ofvöxtur hleypur I við- komu nagdýra. í fyrra voru allt I einu orðnar svo margar rott- ur á Madagaskar, að þar varð neyðarástand eftir rýra upp- skeru. Vorið 1966 hafði rottun- um fækkað verulega. Á Filipps eyjum kom upp sama vandamál 1951, þegar tímabundin fjölgun rottustofnsiris leiddi til þess að 90 af hundraði hrísgrjónaupp- skerunnar eyddust. Það eru þessar sveiflur. sem visindamenn álíta að vísað geti veginn til árangursríkari útrým ingaraðferða en ^itur og gildr- SMÁTT OG STÓRT mikils gjaldeyris með fram- leiðslu margskonar loðskinna. Fyrir skömmu var staddur hér á landi forseti Loðdýrasam- bands Kanada, Jóhann Sigurðs- son að nafni og er hann Vestur- íslendingur. Hann undraðist mjög að loðdýrarækt skyldi vera bönnuð hér á landi, þótt hér væru skilyrði óvenjulega hagstæð. Loftslagið hér er talið mjög heppilegt því að erfitt er að framleiða falleg loðskinn í hlýrri veðráttu en hér. Annað höfuðskilyrði er loðdýrafóðrið, sem nægilega mikið er af hér á landi. Fiskvinnslustöðvar eru hér svo að segja með strand- lengjunni allri og út er flutt loð dýrafóður sem þykir mjög góð vara. Það væri sennilega mun hagkvæmara, að framleiða loð- skinn af þessu góða, innlenda fóðri, en að flytja það á erlenda markaði. En að sjálfsögðu þarf kunnáttumenn í þessari grein og þá vantar. Q (Framhald af blaðsíðu 8) tugi eða hundruð þúsund ha. af gróðurlausu en ræktanlegu landi, sem liefur blásið upp. Þessi eyddu gróðurlönd, sem allir vegfarendur sjá með eigin augum, er unnt að græða á hý. ÞOLIR EKKI GÓÐÆRIÐ Flestir, sem af óhlutdrægni kynna sér þróun þjóðmála síð- ustu ár, munu geta tekið undir þau orð Ingvars Gíslasonar í út varpsræðu Iians, að valdaskeið „viðreisnarstjórnarinnar“ megi með réttu kalla „ár lmina glöt- uðu tækifæra“. Allan þennan tíma hefur gætt framleiðslu- auknmgar, metafla úr sjó og góðra viðskiptakjara lit á við, cn eigi að síður hefur flest sigið á ógæfuhlið í efnahagslífi og stjómarfari landsins, þannig að miklum tækifærum til fram- fara og framtíðaruppbyggingar hefur verið glatað. Myndi ekki eitthvað bogið við þá stjómar- stefnu, sem ekki þolir góðæri? GLEYMDI STRAUMSVÍK Jón Þorsteinsson þóttist reikna það út í útvarpsumræðunum frá Alþingi, að fólksfjölgun hefði verið tiltölulega minni á höfuðborgarsvæðinu á þessum áratug en á tveim næstu ára- tugum á undan. Athygli vakti, að í þessum útreikningum Jóns var liöfuðborgarsvæðið minna en annarsstaðar er talið, t. d. í skýrslum Fjármálatíðinda, og skiptir það máli við samanburð. Hitt lét hann svo óumtalað, að fullar horfur eru á að straum- urinn aukist suður á síðustu árum þessa áratugar, þegar milljarða stóriðjufyrirtæki tek- ur til starfa. „SPARIKAUP“ Gunnar Ásgeirsson h.f. er að hefja þá tegund viðskipta, sem nefnd eru „sparikaup“, og tiðk- azt hafa um árabil t. d. í Sví- þjóð. Umboðsmenn G. Á. úti um land annast „sparikaup“-samn- inga hver á sínum stað. En fyrirtækið selur eldavélar, saumavélar, utanborðsniótora, bifhjól, sjónvörp, útvörp o. fl. - Nýtt íþróttalms vígt á Dalvík (Framhald af blaðsíðu 1) til leiks og starfs, þegar unnt er, einnig til menningarlegra móta og mannfunda. Fj áreigendaf élag var hér stofnað á dögunum. Það nær að eins til þeirra fjáreigenda, sem búa innan skipulagssvæðis sjálfs kauptúnsins. En þeir munu eiga 4—500 fjár á fóðrum. Töluvert hefur verið hér um skipakomur síðustu daga, bæði til að sækja framleiðsluvörur og færa okkur vaming. Er því líf- legi-a nú en oft áður, hér í kaup túninu. J. H. ur eru. Nagdýrum fjölgar þegar nóg er fæða. Þegar þau eru orð in svo mörg að fæðan nægir ekki, slær í brýnu, sem hjá rott um vekur árásarhvöt og veldur hormónabreytingum, sem gerir þær næmari fyrir smitun og dregur úr tímgunarmættinum, þannig að færri rottur fæðast. Vísindamenn álíta, að verði hægt að halda rottum frá hlöð- um, geymslum, búðum og borð stofum, muni rottustofninn sj álfi krafa minnka. Það verður dýrt, en þó hégómi einn hjá tjóninu sem rottur vinna nú. Q NÝ DÝPKUNARTÆKI SMÁSAMAN eignast íslending ar stórvirkari vélar og tækL Þessa dagana er að koma í gagn ið nýtt dýpkunartæki á vegum vita- og hafnarmálaskrifstof- unnar og hefur tækið hlotið nafnið „Hákur“. Þetta er sand- dæla á flotpramma með 14 þumlunga röri. Dælan mun fyrst verða notuð í Hafnar- firði, síðan á Akranesi og Rifi, Hún sogar sandinn úr botnin- um og getur dælt upp 250 rúm- metrum af sandi og leir á hverri klukkustund. í sambandi við sanddælu þessa er útbún- aður, sem tætir jarðveginn £ sundur um leið og honum er dælt. Á það að auðvelda starfið og koma í veg fyrir tafir. Q Razar og kaffisala KRISTNIBOÐSFÉLAG kvenna á Akureyri efnir til bazars og kaffisölu í samkomuhúsinu Zion laugardaginn 29. apríl n.k., og verður húsið opnað kl. 3 s. d. Margt muna verður á boðstól- um og veitingar ríflegar eins og endranær, og rennur allur ágóð inn af sölunni til íslenzka kristniboðsins í Konsó í Eþíópíu. Akureyringum er vel kunnugt, að Kristniboðsfélag kvenna hef ur starfað í bænum í fjölda- mörg ár og unnið að kristilegu starfi hér heima og meðal heið- inna þjóða. Síðustu árin hefur fé það, sem félagið hefur safnað, runnið svo til eingöngu til starfs ins í Konsó. Nú hefur ungur Akureyring- ur, Skúli Svavarsson, farið ný- lega til Afríku ásamt konu sinni til þess að starfa að kristniboði í Eþíópíu. Má því segja, að kristniboðið sé orðið Akureyr- ingum nákomnara en nokkm sinni áður, er einn úr þeirra hópi hefui- gerzt virkur liðs- maður. Vafalaust munu margir bæjarbúar hafa þetta í huga, er þeir leggja leið sína í Zion á laugardag til að gera góð kaup, drekka gott kaffi og styrkja þarft og gott málefni. (Aðsent)

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.