Dagur - 26.04.1967, Page 8

Dagur - 26.04.1967, Page 8
8 i SMÁTT OG STÓRT þá notuð hin gamla aðferð gegn móðgunum, einvígi. SKUTTOGARI A AKUREYRI Eins og fró hefur verið skýrt hefur Útgerðarfélag Akureyr- inga h.f. óskað eftir að fá einn af þeim fjórum togurum sem ríkisstjómin hefur ákveðið að kaupa eða láta smíða, til reynslu. Fyrir nokkrum dögum var á það minnzt í útvarpi, í þættinum Um daginn og veg- inn, að íslendingar sjálfir gætu smíðað þessa nýju togara og var bent á skipasmíðastöðina á Akureyri, sem þegar hefur get- ið sér gott orð og er nú að smíða 550 tonna fiskiskip. Þessi hugmynd er vissulega athyglis- verð og framkvæmdin ætti að geta heppnazt vel hér á Akur- eyri. DÓTTIR STALÍNS Svetlana Stalín, dóttir Jóseps Stalíns einræðisherra í Sovét- ríkjunum, er nú komin til Bandaríkjanna. Hún hafði um tíma dvalið í Sviss en fékk síð- an dvalarleyfi í Bandaríkjun- um. Fréttamenn hafa, ef svo má að orði komast, setið um Svetlönu, en hún hefur verið varkár í orðum þar til nú. Við komu sína til New York hefur hún skýrt frá því, að hún hafi verið alin upp í kommúnisma og trúað á liann. En þegar hún hafi fengið aldur og þroska hafi hún skipt um skoðun. Svetlönu liafa verið boðnar miklar fjár- fúlgur til þess að skrifa ævi- minningar sínar. Og nú hefur hún ritað bók, sem verið er að þýða á ensku. Munu margir bíða þess með mikilli forvitni frá hverju dóttir einræðisherr- ans hefur að segja. SUMAR — SVELL Að þessu sinni heilsaði sumarið með hörkufrosti. Skautafólk lék sér á skautum fyrsta sunnudag í sumri, í kringum veiðimenn, sem drógu þorsk upp um ís á Akureyrarpolli. Nætur loðnu- veiðimanna liafa tvívegis lent undir ís í vor og þykir með ólíkindum. En nú strýkur hlý sunnanáttin um vanga manns og frostin gleymast. GRÆNU PLÖNTURNAR Allt líf okkar hér á jörðu bygg- ist á hinum grænu plöntum. Þær einar eru færar um að breyta ólífrænum efnum í líf- ræn efni. Enginn veit um stærð hins gróna Iands hér á landi, en á liverju ári eru 4—5 þús. ha. ræktaðir og nú er ræktað land samtals talið vera um 90 þús. ha. En þetta ræktaða land er enn mjög lítill hluti af hinu gróna landi og þó að enginn viti l>að með vissu hve mikill hluti það er, er gizkað ó að það muni tæplega vera nieira cn 4—5%. Á þessu sézt hvað við eigum mikið ógert og hve möguleik- arnir til grasræktar eru miklir. Grænir hagar, tún og allt gróið land er mesti auður íslendinga. Auk þessa lands eigum við svo (Framhald á blaðsíðu 5.) SKRIFSTOFAN Glerárhverfi Lcðna úr Akiireyrarpolli fer í beifu til Vesífjarða Lönguhlíð 2 (Verzl. Fagrahlíö) cr opin kl. 8—10 öll kvöld, nema laugardagskvöld. Sími 1-23-31 Framsóknarfólk er hvatt til að koma á skrifstofurnar og athuga kjörskrá og gefa upp- lýsingar. HRAÐFRYSTIHÚS Útgerðar- félags Akureyringa h.f.'er þessa dagana að frysta loðnu, sem veidd er I Akureyrarpolli og innanverðum Eyjafirði. Loðnan verður seild til Vestfjarða og er búist við að frysta 6—700 tunn- ur fyrir þann markað. En Vest- fjarðabátar hafa margir aflað óvenju vel, bæði þorsk og stein bít nú að undanförnu en hafa átt í erfiðleikum með að útvega sér góða beitu. Fyrsta loðnu- sendingin frá Akux-eyri er þegar farin vestur og vonandi reynist hún góð beita á miðum Vestfirðinga. Óvenjulega kraftmikil loðnu- ganga er hér í firðinum um þessar mundir, einkum á Akur eyrarpolli, en þar hefur ís mjög hamlað veiðum. Sjómenn fá 170 kr. fyrir tunnuna til frystingar, komna á bíl. En ófiysta loðnu selja þeir eftir pöntunum til næi-liggjandi útgerðarstaða. □ MIKIÐ UM REFI Sagt er, að mikið hafi orðið vart við refi í Bárðardal nú í vetur. Pétur Kristjánsson á Litlu- völlum hefur nú skotið 11 refi, flesta úr byrgi, þar sem æti var lagt út, og með hjátp ljós- kastara. SAGÐI SIG ÚR FLOKKNUM Það bar til tíðinda í Reykjavík nú í þinglokin að Alfreð Gísla- son alþingismaður Alþýðu- bandalagsins, sem barðist manna mest fyrir stofnun AI- þýðubandalagsins og hefur ver ið þingmaður þess frá því að það var stofnað, sagði sig form- lega úr flokknum. Ritstjóri Þjóðviljans kveður þennan sam starfsmann sinn með þeim orð- um, að hann hafi gengið í flokk inn þegar honum var tryggj) þingmennska, og úr flokknum sama dag og þingmannsferli hans lauk. Húsavík 24. apríl. Leikflokkur- inn Leir og menning h.f. í Mý- vatnssveit, eins og stendur I leikskrá, sýndi í gær á Húsa- vík gamansöngleik í tveim þátt um, eftir Þoi-grím Starra Björg vinsson, Garði. Séra Öx-n Frið- riksson á Skútustöðum hefur gert lögin við flesta textana. Leikstjóri er Þráinn Þórisson skólastjóri. Leikhúsverk þetta heitir „Leii-hausinn“ og sýnir það ýmiss fyrirbæri í þjóðlífi okkar á skoplegan hátt. Svo sem nafnið gefur að nokkru til kynna fjallar það um aðþrúg- andi mál í Mývatnssveit um þessar mundir en hefur sig einn ig yfir stund og stað og er FLESTIR VEGIR FÆRIR VEGURINN milli Akureyrar og Reykjavíkur hefur verið opinn um sinn og er vel greið- fær. Vaðlaheiðarvegur var opn- aður í fyrradag og Fljótsheiði er fær, svo og Mývatnsheiði. Múlavegur er enn lokaður. Á honum er mikili snjór með köflum. Klaki í vegum er minni en venjulega. Vegakerfið verð- ur mjög veikt næstu daga og vikur á meðan klakinn er að hvex-fa. □ SKRIFSTOFA Framsóknarflokksins Hafnarstræti 95, er opin allan daginn á venjulegum skrifstofu tíma. Sími 2-11-80 MORGUNBLAÐIÐ SKRÖKVAÐI Eftir að Framsóknarmenn héldu 14. flokksþing sitt í vetur, lagði Morgunblaðið á það all- mikla áherzlu, oftar en einu sinni, hvað þar hefði ríkt mikil sundrung og hvað niargir hefðu verið ófúsir ó, að fallast á þær ályktanir sem gerðar voru. Á flokksþingi Framsóknarmanna voru á finunta hundrað manns og þeir sem þar voru vita, að þessi áróður er hreinn uppspuni frá rótum, því að flokksþingið var óvenjulega samstillt í öllum aðalatriðum og geta allir full- trúar sem ó þinginu voru, um það vitnað. í þessu sambandi verður mörgum á að hugsa sem svo: Morgunblaðið skrökvar að lesendum sínum, og að því er virðist kinnroðalaust, þótt á fimmta hundrað manns geti bor ið vitni gegn þessari skreytni. Hvað þá um þann fréttaflutning sama blaðs, þar sein ekki verð- ur slíkum vitnafjölda við kom- ið? EINVÍGI MEÐ SVERÐUM Það bar til fyrir nokkru í franska þinginu, að þingmenn tveir urðu ósáttir og lauk við- skiptum þeirra með einvígi á afviknum stað fyrir utan París- arborg. Barist var með sverðum og hlaut annar þingmaðurinn nokkrar skrámur. Þessi ein- stæði atburður varð af því til- efni, að er annar hiima tveggja þingmanna var að flytja ræðu í þinginu, þá greip hann fram í og kallaði hann asna. Hann vildi ekki taka orð sín aftur og var „Leirhausinn” sýndur á Húsavík ádeiluverk. Viðfangsefnið er: Á að láta allt fyrir peninga? Síð- asti bóndinn í Mývatnssveit tal ar fyrir daufum eyrum þegar hann vill ekki fói-na húsönd- inni. Hann lætur sér að sjálf- sögðu segjast, enda hægt að fá 10 þús. kr. fyrir stykkið hjá milljónaranum sem vill fá að skjóta endui-nai-. Auk þess var einu sinni til eitthvað sem hét þingeysk menning. Hún er löngu dauð, en það gerir ekkert til því að við getum haldið áfram að hi-eykja okkur af henni og þegar allar húsendur eru dauðar þá höfum við fengið mikla peninga og engu tapað. Við segjum bai-a við hina er- lendu ferðamenn: Þetta er eini 'staðuiúnn í heiminum hvar eitt sinn ui-pu húsendur. íþróttafélagið Völsungur efndi til skíðamóts í Húsavíkur fjalli í gær. Keppt var í stökki, bruni og göngu. Keppendur voru starfsmenn Skíðameistara móts Norðurlands, sem fram fór 15. og 16. apiíl hér á Húsavík. Mót þetta var bæði keppendum og áhorfendum til mikillar skemmtunar. Þ. J. Loðnan tekin úr bátunum við Togarabryggjuna. (Ljósm.: E. D.) Hún er 7 vetra og hefur átt 13 lömb. Eigandinn, Aðalbjörn á Kotá, fékk hana í tannfé og er hér að gefa henni brauð. Þrílembingarnir fæddust 8. apríl. (Ljósm.: E. D.)

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.