Dagur - 03.05.1967, Blaðsíða 5

Dagur - 03.05.1967, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Sírnar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERUNGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Sama rót STUNDUM hefur verið svo að orði komizt að Samvinnufélögin, ung- mennafélögin og Framsóknarflokk- urinn séu af sömu rót runnin. Elzt þessara samtaka eru samvinnufélög- in, sem hófu starfsemi sína á öldinni sem leið. Fyrstu ungmennafélögin voru stofnuð skömmu eftir aldamót, en Framsóknarflokkurinn árið 1916. Það var undanfari þessarar flokks- stofnunar að boðinn var fram við landkjör um sumarið „listi óháðra bænda“. Tveir efstu menn þess lista voru þjóðkunnir samvinnumenn, Sigurður Jónsson í Yztafelli, sem næsta vetur varð fyrsti ráðherra Framsóknarflokksins, og Ágúst Helgason í Birtingaholti. Meðal kunnra áhrifamanna úr sam- vinnufélögunum, sem voru í þing- flokki Framsóknarmanna fyrstu ár- in, voru Ólafur Briem á Álfgeirs- völlum, sem um skeið var formaður Sambands íslenzkra samvinnufélágá, og Þorsteinn M. Jónsson þáverandi kaupfélagsstjóri í Borgarfirði eystra, og Einar Árnason á Eyrarlandi og Þorleifur Jónsson í Hólum, sem báð ir voru lengi formenn kaupfélaga. Fyrsti ritstjóri Tímans, Guðbrandur Magnússon, hafði um skeið verið sambandsstjóri Ungmennafélags ís- lands og Tryggvi Þórhallsson, sem tók við af honum við Tímann, var áður mikill áhugamaður í ungmenna félagsskapnum. Sá maður sem yfir- leitt er talið að manna mest hafi unn ið að því að efla Framsóknarflokk- inn í öndverðu, Jónas Jónsson frá Hriflu, var, áður en hann fór að hafa afskipti af stjórnmálum, ritstjóri Skinfaxa, málgagns ungmennafélag- anna, en síðar nátengdur samvinnu- hreyfingunni, sem skólastjóri sam- vinnuskólans. Hallgrímur Kristins- son var á lista óháðra bænda 1916 og síðar á landlista Framsóknarflokks ins og varaþingmaður 1922. Þannig stóð fjöldi áhugamanna úr ung- mennafélagshreyfingunni og sam- vinmihreyfingunni að Framsóknar- flokknum í öndverðu, enda þótt þessi þrenns konar samtök væru, sem slík, hvert öðru óháð og séu enn. Svipuð lífsskoðun og viðhorf til þjóð mála er sú sameiginlega rót, sem þau öll voru runnin af. Af því, sem nú hefur verið sagt, ætti mönnum að vera það ljósara en áður, hver skyldleiki er á milli hinna þriggja félagsmálahreyfinga, sem óumdeilanlega hafa borið gæfu til að auðga andlega reisn íslendinga á síðari tímum og bæta lífskjör fólks- ins í landinu, hver með sínum hætti. - Ágæfir fundir Framsóknarmanna (Framhald af blaðsíðu 1) stöðugt magnazt og hefði þá vinnutíminn lengzt í sífellu, enda gætu heimilin ekki með öðru móti haft fyrir nauðsyn- legum kostnaði hér, á meðan vinnutími styttist í öllum öðr- um löndum með vaxandi þjóðar tekjum. Spurningin væri, sagði Eysteinn, hvað nú þyrfti að gera til að komast út úr vand- anum. Að dómi Framsóknar- manna, sagði hann, hlýtur höf- uðatriðið að vera að byggja upp skynsamlegan áætlunarbúskap Eysteinn Jónsson. með nánu samstarfi ríkisvalds, einstaklingsframtaks og félaga- samtaka. Verkefnin ætti að taka fyrir eftir ákveðinni röð, efth’ því hvað þau væru mikil- væg. Lánamálastefnuna þyrfti svo að miða við þessar fyrir- ’ætlanir og beina fjármagninu í réttar áttir. Þetta væri ekki hægt að kalla höft, enda þótt stjórnarflokkamir vildu gera það. Endurskoðun atvinnuveg- anna þyrfti að fara fram, en aug ljóst væri, að á því hefði íhaldið engan áhuga, svo að Framsókn armönnum ein,um væri treyst- andi til að framkvæma slíka endurskoðun. Það yrði þannig að vera aðalatriði að efla ís- lenzkt framtak til dáða og hvetja það til mikilla fram- kvæmda, og þyrfti jafnframt að koma í veg fyrir það, að útlend ingar fái í vaxandi mæli að- stöðu til stórfellds atvinnu- rekstrar á íslandi. Eysteinn Jónsson sagði, að eftirtektarvert væri, að Fram- sóknarflokkurinn væri nú eini stjómmálaflokkurinn í landinu, sem hefði vaxtarmöguleika, en þá hefði hann líka verulega í þeim kosningum, sem framund an væru. Gat hann þess, að í 11 kaupstöðum landsins hefði flokkurinn bætt við sig 22% atkvæða í bæjarstjómarkosn- ingunum á sl. vori frá næstu bæjarstjómarkosningum á und an. Nú þyTÍtu Framsóknar- menn ekki að bæta við sig nema 15% atkvæða frá síðustu alþing iskosningum til að hafa mikinn beinan möguleika á uppbótar- þingsæti, ef ekki tækist að vinna neitt sæti í kjördæmi. Hitt væri svo annað mál, að víða væru miklir möguleikar á að vinna sæti í kjördæmi, jafn- vel hér í Norðurlandskjördæmi eystra. í kjördæmi eins og þessu, sagði Eysteinn, hefur því hvert atkvæði tvöfalda þýðingu, því að það getur bæði orðið til að koma fjórða Framsóknar- manninum inn í kjördæminu og til þess að útvega flokknum uppbótarþingsæti einhvers stað ar á landinu. Að lokum sagði formaður Framsóknarflokksins, að það ætti nú að vera hverj- um manni augljóst, að stjóm- arflokkunum væri ekki lengur treystandi til forystu, þegar ástandið væri svo slæmt, að síldarflotinn virðist tæplega geta komizt af stað á þessu vori. Jónas Jónsson, ráðunautur, talaði næstur. Hann sagði, að eftir tveggja kjörtimabila stjórn núverandi stjórnarflokka væri ástandið orðið þannig, að allir framleiðsluatvinnuvegirn- ir berðust í bökkum og þyrftu stuðnings við, og jafnframt væri lánsfjárskorturinn svo mikill, að jafnvel sildarútgerð- in, sem búið hefði við allra mesta góðærið, ætti erfitt um vik. Jónas sagði, að samt hefði ekki verið annað hægt að sjá en til hefði verið og væri enn nóg fjármagn til að kynda und- ir dýrtíðareldana, þar sem þeir þó brynnu glaðast fyrir. Verð- bólgan væri auðvitað frumor- sökin að vandræðum atvinnu- Jónas Jónsson. veganna, enda yki hún stöðugt framleiðslukostnað og eyðilegði samkeppnisaðstöðuna á erlend- um mörkuðum. Jónas sagði, að orsakir verðbólgunnar væru margvíslegar, m. a. væri ein höfuðorsökin sú, að of margt fólk safnaðist fyrir á einn stað í landinu, en það leiddi beinlín- is af sér húsnæðisskort þar, sem síðan hleypti byggingar- kostnaði upp úr öllu valdi og síðan hæfist almennt kapp- hlaup. Fólk væri farið að trúa á áframhaldandi dýrtíð og því vildu allir festa fé sitt strax, hvort sem fyrirtækið væri arð- vænlegt eða ekki. Af þessu leiddi svo almenna vinnuþrælk im. Þetta kvað Jónas hafa get- að gengið svona um sinn vegna óvenjulegs góðæris, einkum að því er snertir sjávarafla og verðlag, en það væri ekki stjómarstefnunni að þakka. — Jónas kvað nú rétt að líta á það, hver væru helztu úrræði þeirra þreyttu manna, sem enn sætu í ráðherrastólunum og segðust vera reiðubúnir að sitja þar áfram, enda þótt af mann- úðarástæðum einum væri full ástæða til þess fyrir kjósendur að gefa þeim hvíld frá amstrinu, jafnvel þótt fleira kæmi ekki til. Hvaða atvinnuvegir eiga að dómi þessara manna að taka við allri fólksfjölguninni á næstu árum? spurði Jónas. Eru það grundvallaratvinnuvegirnir? — Tæplega sjávarútvegurinn, þar sem farizt hefur fyrir að end- urnýja togaraflotann, illa hefur verið búið að hraðfrystihúsun- um og ekkert verið gert til þess að takast mætti að full- vinna sjávarafurðirnar innan- lands til að auka útflutnings- verðmæti þeirra. — Tæplega heldur landbúnaðurinn, sem stjórnin teldi sífellt að of marg- ir ynnu að, enda hefði hún þrengt sérstaklega að þessum atvinnuvegi með lánsfjárhöft- um, vaxtahækkunum, launa- skatti og markvissri baráttu í þá átt að koma samvinnufélög- unum á kné. Ekki væri iðnað- urinn heldur neitt eftirlætis- barn ríkisstjórnarinnar, því að honum hefði einnig verið hald- ið niðri, til að minni sársauka ylli, þegar gengið yrði í Efna- hagsbandalag Evrópu, eins og stjómin virðist stefna að. Nei, sagði Jónas, það er stóriðjan, sem þeir vilja stefna að, stór- iðja byggð á erlendu fjármagni. Stóriðjan á að taka við fólkinu í framtíðinni að þeirra dómi, hún á að nýta orkulindir lands- ins í þágu erlendra auðhringa. Jafnframt þættist svo stjórnin vera að koma upp jafnvægis- sjóði, sem raunar ætti þó lítið annað en mistrygg skuldabréf. Jafnvægisráðstafanir af þessu tagi eru alveg út í hött, sagði Jónas að lokum, en eina leiðin, ef menn vilja ekki við þessar ráðstafanir una, er að styðja Framsóknarflokkinn. Björn Teitsson sagði frá því, að ungir Framsóknarmenn hefðu á þessum vetri ferðast nokkuð um landið til að kynna það sem þeir nefndu ný viðhorf í íslenzkum stjómmálum, og hefðu þeir víðast hvar fengið góðar undirtektir. Nú væri að komast til vits og ára á íslandi fjölmennari kynslóð en nokkru sinni áður, sú kynslóð, sem fædd væri á stríðsárunum síð- ari og við lok þeirra, og þessi kynslóð spyrði vitanlega, hvaða stjómmálaflokki mætti bezt treysta til, að halda á lofti merki framfara og framsóknar í málefnum þjóðarinnar, bæði atvinnu- og menningarmálum og þeim málum er sérstaklega vörðuðu sjálfstæði þjóðarinnar. Björn kvaðst ætla að reyna að svara spurningunni að því er varðaði eitt svið sérstaklega, nefnilega skólamálin. Hann sagði, að íslenzka skólakerfið væri nú orðið um marga hluti úrelt, og hefði það engum breyt i Bjöm Teitsson. ingum tekið frá því að fræðslu lögin voru sett 1946, enda væri ekki í kerfinu neinn þáttur, sem orsakað gæti þróun á því. Væri þáð grátleg staðreynd, að nú- verandi menntamálaráðherra hefði ekki hugsað um að end- urbæta þetta kerfi, þess í stað hefði hann helzt viljað fárast yfir því að fækka þyrfti bænd- um. Væri nú spurning, hvort ekki ætti að veita honum lausn. Bjöm sagði, að við athugun kæmi ótvírætt í ljós, að á þeim árum er Jónas frá Hriflu hefði verið menntamálaráðherra í ríkisstjórn Framsóknarmanna hefði verið lagður grundvöllur að alveg nýrri aðstöðu ungs fólks til menntunar hér á landi, og væri enn búið á þeim grunni. Þá hefðu verið sett lög um gagnfræðaskóla í öllum kaupstöðum og stærri kaup- túnum, einnig hefði barna- fræðslan verið efld, héraðsskól- ar byggðir, menntaskóli reistur á Akureyri og sett lög um byggingu háskólans. Þetta væri langmesta átak í einu í mennta og menningarmálum hérlendis til þessa. Um hug Framsóknar- flokksins þyrfti ekki að efast nú í þessum efnum. Þeir vildu láta gera verulegt átak í bygg- ingu skóla svo að þjóðin gæti aftur farið að fylgjast með tím- anum í þessum efnum. Byggja þyrfti fleiri héraðsskóla, svo að unglingar víða í strjálbýlinu yrðu ekki lengur afskiptir að því er menntunaraðstöðu varð- aði. Yfirleitt telur Framsóknar- flokkurinn, að fara ætti fram endumýjun starfshátta og skipulags á öllum námsstigum. Engin athugun hefði farið fram á skólakerfinu til að leiða í ljós, hverju þyrfti helzt að breyta, en flokkurinn myndi strax láta framkvæma þessa athugun, ef hann hefði aðstöðu til. Sérstaklega kvað Björn þó mikilvægt að menntun kenn- araefna yrði tekin undir smá- sjána. Björn sagði, að af því sem hann hefði fært fram mætti vera augljóst, að unga kynslóðin gæti ekki treyst öðr- um en Framsóknarmönnum til að framkvæma nauðsynlegar breytingar á skólakerfinu. — Sagði hann að lokum, að mikið átak í þessum efnum væri nauðsyn, ef þjóðin ætti áfram að búa við óskert menningar- legt sjálfsforræði en ef það glataðist, myndi efnahagslegt og stjórnmálalegt sjálfstæði henn- ar einnig fara í súginn áður en nokkur vissi. □ Vinnuhagræðing í landbúnaðarsförfum var umræðuefni á síðasta bændaklúbbsfundi. Framsögu hafði Ketill Hannesson Á ÞRIÐJUDAGINN var hald- inn bændaklúbbsfundur á Hótel KEA á Akureyri. Fundurinn var allvel sóttur. Fundarstjóri var Ármann Dalmannsson, en frummælandi Ketill Hannesson, sem nýlega 'hefur tekið við starfi hjá Búnaðarfélagi íslands rem ráðunautur í hagræðingu við landbúnað. Erindi Ketils fjallaði að mestu um búreikn- inga, en honum hefur verið fal- in stjórn Búreikningaskrifstofu ríkisins. Skýrði hann frá nýju formi, sem upp hefur verið tek ið við færslu búreikninganna, sem hann taldi miklu einfaldara og auðveldara en hið eldra form. Skýrði hann jafnframt mól sitt með skuggamyndum. Miklar umræður urðu að erindi hans loknu og tóku þess- ir til máls: Árni Jónsson, Aðal- steinn Guðmundsson, Sigui-jón Steinsson, Jón Bjarnason, Stef- án Valgeirsson, Jónas Halldórs son, Jón Rögnvaldsson, Stefán Halldórsson, Þórir Valgeirsson og Stefán Stefánsson. í ræðu frummælanda kom m. a. þetta fram: Á síðastliðnu hausti var end- anlega ákveðið að hefjast handa og endurskipuleggja Búreikn- ingastofu landbúnaðarins, en bændur og þá sérstaklega Sig- mundur Sigurðsson bóndi í Langholti, hafa hvatti til efling- ar stofnunarinnar jafnhliða efl- ingu leiðbeiningaþjónustu í rekstrarhagfræði. Mikil vinna hefur verið lögð í þetta starf og margir hafa lagt hér hönd að verki, og má segja að heildarskipulag og verks- svið Búreikningastofunnar sé mótað. Endurskoðuð lög um hana hafa nú gengið í gildi, og fjármagn til hennar hefur verið aukið. í þessu sambandi mætti geta þess að erlendis er nú lögð mik il áherzla á aukna þjónustu bændum til handa á sviði skýrslugerðar og stefnir sú þró un mjög í þá átt að hraða og fullkomna þjónustuna. Þetta hefur gert það mögulegt að auka mjög leiðbeiningarstarf- semi í rekstrarhagfræði og skipulagningu, er miða að meiri hagsýni í búskap. Við erum því miður á eftir í þessari þróun, en getum þar af leiðandi not- fært okkur reynslu annarra þróaðra landbúnaðarþjóða í þessum efnum. Skipulagning stofunnar hefur beinzt í þá átt að ganga eins langt og fært þykir til móts við bændur, og láta skrifstofuna og rafreikna annast meiri hluta verksins. Reynsla undanfarinna ára hef ur sýnt, að bændur munu ekki notfæra sér þessa þjónustu nema því aðeins að hún sé full- komin, enda mála sannast að það er tilgangslitið að leggja vinnu í færslu búreikninga ef að uppgjörið eða rekstraryfh'- litið er ekki tilbúið fyrr en ári eftir lok rekstrarárs. Mikil áherzla hefur verið lögð á hraða úrvinnslu og því var - ákveðið að láta bændur senda frumgögnin mánaðarlega til stofunnar, til þess að uppgjör- ið yrði tilbúið skömmu eftir lok rekstrarárs. Búi-eikningurinn er því ekki annað en lausblaðabók, er inni- heldur þrjár tegundir eyðu- blaða. Þessi eyðublöð þarf að fylla út og senda mánaðarlega til stofunnar. Þetta fyrirkomulag gerir það að verkum að úrvinnslu verður hraðað eins og mögulegt er, auk þess sem þetta gerir okkur kleift að fylgjast vel með hvem ig hverjum aðila gengur við færslu frumgagna og er þá auð velt að veita nauðsynlegar leið- beiningar. Um þessi áramót fengum við góðar undirtektir meðal bænda og um 140 bændur vinna nú í samstarfi við stofnunina, og er mér óhætt að segja að þeir séu yfirleitt ánægðir með snið reikn inganna og það að hafa mánað- arlega samband við Búreikn- ingastofuna. Vinnunýting stofunnar verð- ur óneitanlega mjög góð með þessu fyrirkomulagi og er ekki ólíklegt að stofan geti annað 250 reikningum, á næsta ári, vegna þess að úrvinnsla í raf- reiknum er ódýrari, hraðari og nákvæmari. Aðferðir til þess að gera upp búreikninga hafa verið mjög á dagskrá erlendis og beinzt í þá átt að gera uppgjörið einfaldara og auðskiljanlegra, auk þess að miða það meira að því að auð- veldara sé að gera rekstrar- áætlun og er óhætt að fullyrða að það hefur gjörbreytt viðhorfi bændur erlendis til búreiknings halds. Þetta fyrirkomulag Búreikn- ingastofunnar gefur einnig möguleika á því að senda bænd um upplýsingar oftar en einu sinni á ári og þá jafnvel árs- fjórðungslega, t. d. pientað yfir lit yfir samtalstölur einstakra kostnaðar og tekjuliða, en end- anleg ákvörðun hefur enn ekki verið tekin um þetta atriði. Ekki er heldur útilokað að bændum verði gefinn kostur á að færa lítinn búreikning þ. e. taka aðeins fyrir einn þátt rekst ursins sem þeir vilja rannsaka sérstaklega. Ég vil að lokum geta þess að þessi fundur varð mér til ánægju og hvatningar þar sem það kom mjög skýrt fram að mikill áhugi er fyrir hagræð- ingu í búrekstrinum og vonast ég til að í framtíðinni verði auð veldara að leysa úr fjárhagsleg- um verkefnum en verið hefur til þessa, en það er áríðandi að leggja fasta og örugga undir- stöðu undir þessa búreikninga- þjónustu áður en hún er hafin og þá með meiri þátttöku hér- aðsráðunauta. □ Kcrling við Drangey. (Ljósm.: Þorst. Jósepsson) FUGLiNN IFJÖRUNN! SJOMAÐUR tjáði þlaðinu, að hann hefði á laugardaginn séð nokkrar kríur nájægt Hjalteyri, og þótt blaðinu þyki það lieldur snennnt, .þótti ekki ástæða til að rengja þcnnan glögga sjómann. í sambandi við komu tarfuglanna er vert að minna á það, að.börn Grasadeildin í Lysti- garði Akureyrar KONUR stofnuðu Lystigarðinn á Akureyri árið 1912, að frumkvæði Anne Katerine Schiöth. Hún og síðan tengdadóttir hennar, Mar- SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8) mundi Hákonarsyni. Þar segir: „Síðan hefur hann starfað við Höfðaver h.f. og er hann einn af 5 eigendum þess“. Menn spyrja hver annan: Hvað er Höfðaver h.f.? Hvemig hefur því farnast í höndum frambjóð andans? Er fyrirtækið lyfti- stöng á Húsavík? Þetta finnst mönnum skipta allmiklu máli, þegar um kynningu er að ræða. Dagur hefur ekki kunnugleika til að svara þessum spumingum manna, en kemur spurningun- um hér með á framfæri. RAUÐA SKIKKJAN Um þessar mundir er verið að sýna kvikmyndina Rauðu skikkjuna í Borgarbíói á Akur- eyri. En mynd þessi var tekin hér á landi, bæði austur við Jökulsá í Axarfirði og fyrir sunnan. Töluvert var skrifað um þessa myndatöku og svo myndina sjálfa eítir að hún kom fyrir augu íslenzkra kvik- myndahússgesta. Um söguþráð inn er það að segja, að hann er byggður á fornum sögnum og kvæðabrotum og er óvíst um sannleiksgildið. En hvað sem því líður, þá er að minnsta kosti kvikmyndin staðreynd. Um hana má segja, að þar eru það íslenzku hestarnir sem bera myndina að miklu leyti uppi. Annars fjallar kvikmyndin mjög um vígaferli og mann- dráp. Undirleikurinn er hófa- dynur og vopnaglam. Hin mikla náttúrufegurð við Jökulsá nýt- ur sín ekki, eins og vænta mátti þó eftir staðháttum þar. Ástar- ævintýri er ofið í myndina og endar það sorglega. Þessi mynd er sterk en áhrifin mjög lirjúf og ekki er hún fyrir böm. VILLANDI MALFLUTN- INGUR I síðasta tölublaði Verkamanns ins er mjög villandi málflutn- ingur um Krossanesverksmiðju. Stjómarformaður verksmiðj- unnar vinnur þessa dagana að málefnum hennar syðra. Ef- laust mun hann gefa upplýs- ingar um verksmiðjureksturinn þegar hann kemur að sunnan, og leiðrétta jafnframt það sem missagt er í Verkamannin- um. grcthe, hölðu umsjón méð garð- inum til ársins 1954, en síðán Jón Rögnvaldsson. Lengi j Jiamlaði fjárskortur störfunr. Arið 1946 var garðurinn stækkaður nokkuð og aftur 1954. Nú er hann 3.2 ha. að stærð. Fyrir 10 árum var scr- stakur grasagarður gerður í sam- bandi við Lystigarðinn og átti Fegrunarfélag Akureyrar frum- kvæðið að því og síðan styrkti bæjarsjóðurinn hugrtiyndina. — Grasagarðurinn eignaðist mikið jurtasafn frá Fífilgerði í Önguls- staðahreppi. Síðan hann var stofn- aður, liafa verið fluttar jrangað íslenzkar plöntur eftir Jrví sem unnt hefur verið og vaxa nú í garðinum 421 tegund og afbrigði íslenzkra plantna. En samkvænrt Flóru íslands eru taldar vaxa í landinu 428 teg. auk nokkurra slæðinga. í gTasagarðinunr í Lysti- garði Akureyrar eru samankonrn- ar rrær aliar tegundir íslenzkra urta. Auk Jressa eru svo ræktaðar margar aðrar tegurrdir, svo sem 60 tegundir grænlenzkar. LIFANDI FLÓRA ÍSLANDS Út er kominn listi yfir Jrtöntur Jressar í nrjög smekklegunr bækl- ingi, senr Jón Rögnvaldsson garð- vörður helur látið prenta á góð- an pappir, bæði á íslenzku og út- dráttur á ensku. Grasagarðurinn er lifandi Flóra íslands, öll á einum stað. □ eru ákaflega nánrfús hvað fuglana snertir, Jrau vilja vita hvað Jreir heita og eitthvað unr lifnaðarlrætti þeirra. l>að er Jrví ánægjulegt, Jreg- ar feðurnir í frístundum síuura taka börnin út í náttúruna, og þarf ekki langt að fara, til þess að kenna þeinr að Jrekkja fuglana. Þá ler börnunum að þykja vænt um Jrá og læra að umgangast Jrá nreð vinsemd. En eggjarán ,og fugla- dráp i tíma og ótíma er ljótur blettur og stafar af skilningsskorti miklu nreira heldur en al illu inn- ræti. Konra farfuglanna ylir ltöf- in, úr fjarlægum heimslrornum, hingað á norðlægar slóðir er ævin- týri, hvernig senr á það er litið. Og fyrir okkur mennina eitt a£ dásanrlegustu ævintýrum vorsins. Uirdaníarna kuldadaga lrefur: nrátt sjá ógrynni fúgla í fjörun- um við Akureyri og Leirunum,’ Jregar lágsjávað er, og nriklir sand- llákar konra utrdan sjó. Hettu- máfurinn er hér nú i þúsundatali, kominn í sinn fallega sunrarbún- ing, nreð svörtu kollhettuna. Þá er óvenju mikið af æðarfugli, sem heldur sig stundum í þéttum lróp- um og olt nrjög nærri landi. Auð- séð er á öllu að varptíminn nálg- ast. Þá eru margar tegundir a£ mávunr. Veiðibjallan er allta£ áberandi hvar sem hún er. Það er ekki nrjög nrikið af lremri hér nú, nema af ungri veiðibjöllu, sem ekki er búin að fá sinn rétta lit, en af öðrum mávategundum er töluvert. Ofurlítið er enn eltir af skegglu. Húrr var hér nrjög mikið unr tíma, en er nú að miklu leyti horfin, nrun nú kontin til varpstöðva sinna, en hún verpir í björgunum, t. d. í Grínrsey. Þá hafa vaðfuglarnir sótzt mjög eftir fjöruætinu núna í kuldunum, enda jörð ekki tekin að lifna. Lóur voru í þúsundatali á tún- blettunr hér á Akureyri um helg- ina og mjög ntikið einnig á I.eir- ununt. Stelkurinn er einnig áber- andi, nrá segja að hann hafi vcrið f stórurn flekkjum, bæði hvar- vetna í fjörum og líka á hitrunj víðáttumiklu Leirunt. p >

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.