Dagur - 05.05.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 05.05.1967, Blaðsíða 1
HOTEL Herber5U pantanir. Ferða- skrifstofan TúngÖtu 1. Akureyri. Sími 11475 DAGUE L. árgangur — Akureyri, laugardaginn 5. maí 1967 — 33. tölublað Ferðaskrifsfofan Túngötu 1. Sími 11475 Skipuleggjum ódýrustu íerðirnar til BROTIZTINN í HÚS KFUM OG K VIÐ HÓLAVATN í EYJAFIRÐI (i><&$>Q><&$Q><$&$><S><i>®<í^^ UM SÍDUSTU HELGI var þess vart, að brotizt hafði verið inn í hús KFUM og K við Hóla- vatn. Ekki er vitað hvenær inn brotið var framið, en brotizt hafði verið inn um glugga í kjallara. Enga fjársjóði er að finna eða dýrgripi á þessum stað, enda mun litlu eða engu hafa verið stolið. En ummerki báru þess vott, að þar höfðu sóðar að verki verið. Er furðu- legt, að nokkrum skuli detta í hug, að svala skemmdarfýsn sinni og öðrum lágum hvötum á þeim stað, sem byggður er upp af mikilli góðvild en litlum efnum, til þess að verða æsk- unni hollur og friðsamui' dval- arstaður. Q Síldarleitín er liafin SÍLDARLEIT er nú hafin á miðunum norðan og austan við landið. Ægir lagði upp í sinn ár lega síldar- og hafrannsóknar- ís við Grímsey ÍSINN hefur lagzt að eynni austanverðri og mikið íshrafl hefur verið hér á reki. Hann er nú að hverfa. En stór ísjaki kom inn í höfnina og tókst ekki að fjarlægja hann í gær. Afli hefur verið góður, og er fiskað innan um jakana. Og í dag, 5. maí, eru allir á sjó. S. S. Flytja allir úr Flatey? UM 20 MANNS eru nú í Flatey á Skjálfanda, þótt mun fleiri telja sér þar heimili. Af þessum tuttugu manna hópi eru 6—8 verkfærir menn á góðum aldri. Þetta er of fámennt samfélag og munu Flateyingar hafa í hyggju að yfirgefa eyjuna næsta haúst. Talið er, að eyjarskeggjar hafi haft miklar tekjur undan farin ár enda eru þeir duglegir sjómenn og oft er fiskisæld við eyna. Hafnleysi hefur löngum veikt alla útgerð og samgöngur hafa verið of stopular. leiðangur norður fyrir land á laugardag og mun hann gera at huganir á síldarmagni og göng- um á hafinu nyrðra, ásamt ýtar legum rannsóknum á ástandi sjávar, plöntu- og dýralífi. — Ægir mun fara í tvo leiðangra fram til 16. júní, en seinnipant- inn í júní hefst hinn árlegi fund ur með íslenzkum og rússnesk- um haf- og fiskifræðingum. — Leiðangursstjóri á Ægi er Hjálmar Vilhjálmsson og skip- herra er Sigurður Ámason. Síldarleitarskipið Hafþór hélt til síldarleitar við Austurland í morgun og mun hann byrja á því að kanna göngur á djúp- miðum út af Austfjörðum. Skip stjóri á Hafþóri er Jón Einars- son. Búist er við að til viðbótar verði leigt enn eitt síldarleitar- skip. n BREZKI togarinn Loch Ðoon, sem laskaðist á ísjaka norður af Skaga um síðustu helgi. Var honum rennt upp í leirfjöru framan við Samkomuhúsið á Akureyri. Jámiðnaðarmenn á Ak- ureyri gerðu við skemmdirnar og í fyrrinótt lét hann úr höfn. (Ljósmynd: E. D.) LAUGASKÓLA SLITID Laugum 5. maí. Laugaskóla lauk 4. maí, og í gær afhenti skólastjóri nemendum prófskír- teini með ræðu. Undir próf gengu 28 nemendur í yngri deild og 48 í eldri deild. Athygl isverður er árangur nemenda eldri deildar. Af 48 nemendum voru 24 með hærra en 7.30 í meðaleinkunn. Hæstu einkunn í eldri deild hlaut Ingvar Teits- son Brún í Reykjadal, 9.23. Næstur Steingrímur Pétursson Gautlöndum í Mývatnssveit, 9.13, og þriðju hæstu einkunn hlaut Benedikt Sigurðsson Grænavatni í Mývatnssveit, 8.68. í yngri deild var efstur FLUGVÉL FÓRST VIKUDAGINN VIÐ VESTMANNAEYJAR Á MIÐ OG MEÐ HENNI ÞRÍR MENN SÍÐDEGIS á miðvikudaginn fórst Dakotaflugvélin Austfirð- ingur í dimmu veðri við Vest- mannaeyjar og með henni þrír menn. Þeir sem fórust voru: Egill Benediktsson flugstjóri, Ásgeir Einarsson flugmaður og Finnur Thomas Finnsson ný- orðinn flugmaður, en var far- þegi. Eigandi flugvélarinnar var Flugsýn og var vélin keypt í fyrra. Hún var að þessu sinni í leiguflugi með vörur. Samkvæmt fréttum var Vest mannaeyjaflugvöllur opinn þennan slysadag, en hann lok- aðist af dimmviðri er vélin átti skammt ófarið til ákvörðunar- staðar. Ætlaði flugstjórinn þá að sveima yfir unz élið gengi yfir. En þá rakst vélin á hæð eina, og hrapaði í sjó með hin- um hörmulegu afleiðengum. !? Síldveiðarnar stöðva ðar þennan mánuð STJORN Síldarverksmiðja rík isins hefur tilkynnt, að hún hafi samþykkt með 4 atkvæð- um gegn einu, en tveir sátu hjá, að verksmiðjurnar muni ekki taka á móti bræðslusíld í maímánuði. í fréttatilkynn- ingunni segir: Á undanföm- um árum hefur síldveiði fyrir Norðausturlandi og Austfjörð um oftast verið lítil sern engin í maímánuði, og sú síld, sem veiðs hefur tíl bræðslu, hefur skilað mjög lágum hundraðs- hluta af lýsi og minna mjöl- magni, miðað við einingu, en síðar á vertíðinni. Af þessum sökum og vegna verðfalls á bræðslusíldarafurðum, síldar- lýsi og síldarmjöli, frá því um þetta leyti í fyrra, en augljóst, að afurðir úr síld, sem veiðast kynni nú í maímánuði, myndu vera svo rýrar og verðlitlar, að ekki væri hæg að greiða nema mjög lágt verð fyrir síld til bræðslu og mikið tap fyrir- sjáanlegt bæði í rekstri síldar verksmiðjanna og síldveiðiflot ans í maímánuði. Loks er æskilegt að nota þennan mán- uð til þess að búa síldarverk- smiðjurnar undir reksturinn í sumar og fram til áramóta. Stjórn síldarverksmiðjanna hefur því ákveðið að verk- smiðjurnar hefji ekki mót- töku bræðslusíldar fyrr en 1. júní nk. Verksmiðjustjórnin hefur beint þeirri ósk til verð lagsráðs sjávarútvegsins, að það ákveði verð bræðslusíldar frá 1. júní eins fljótt og það telur fært. Svo mörg voru þau orð. En rétt er að taka það fram, að Eysteinn Jónsson greiddi at- kvæði á móti þessari afgreiðslu í stjórn Síldarverksmiðja rík- isins. Jafnframt bar hann fram tillögu um, að Verðlags- ráð sjávarútvegsins tæki nú þegar upp samstarf við ríkis- stjórnina um undirbúning og framkvæmd sérstakra ráðstaf ana, er stuðlað gætu að lausn þessa vandamáls, svo síldveiði geti hafizt hið fyrsta. Þessi til laga var felld. Í5S«3$3$$SWS$$$5S5$$$ÍS$4$«SÍ^^ Ingvar Þóroddsson Breiðumýri í Reykjadal, 8.93. Annar Rúnar Arason Sólbergi á Svalbarðs- strönd, 8.64, og þriðji Knútur Óskarsson Laugum í Reykja- dal, 8.51. Fæðiskostnaður pilta var 76.60 kr. á dag, en stúlkna 67.00 kr. Fæðisdagar eru rúmlega 180 og varð fæðiskostnaðurinn fyrir pilta því tæplega 14.000.00 kr. yfir veturinn, en stúlkna rúm- lega 12.000.00 kr. Á mánudaginn hefst gagn- fræðapróf og landspróf daginn eftir. 49 ganga undir þessi próf, þar af 14 undir landspróf. G. G. Eldur hjá Vega- gerðinni í FYRRAKVÖLD varð eldur laus í skrifstofu og geymslu- bragga Vegagerðarinnar á Ak- ureyri. Eldur var töluverður, sem slökkviliðinu tókst þó fljótt að vinna bug á, en skemmdir urðu verulegar, bæði á húsinu og á ýmsum útbúnaði vega- vinnumanna sem þama var geymdur. Öllu var bjargað úr skrifstofunni. ? Hlaut 300 þús. kr. sekt og 3 mán. varðhald ENSKI skipstjórinn á Brandi var dæmdur til að greiða 300 þús. kr. sekt og í þriggja roán. varðhald fyrir landhelgisbrot og mótþróa við íslenzk yfirvöld.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.