Dagur - 09.05.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 09.05.1967, Blaðsíða 1
HOTEL Horborgit-pantanir. B381 ForSa-sknístofan RftabMBSH Túngötu 1. Akureyrl. Sími 11475 L. árgangur — Akureyri, þriðjudaginn 9. maí 1967 — 34. tölublað. Ferðaskrifsfofan Túngötu 1. Sími 11475 Skipuleggjum ódýrustu ierðirnar til annarra landa. STRAUK FRA KLEPPI í FYRRADAG tók lögreglan á Akureyri sjúkling einn frá Kleppi, sem strokið hafði það- an. Lagði hann leið sína hingað norður, en var fluttur suður samdægurs, í vernd lögregl- unnar. Hann var hinn rólegasti og láta margir farþegar verr í flugvélum. ? Kosningaskrifstofa Framsóknarflokksins K O S NIN G A SKRIFSTOFA Framsóknarmanna á Húsavík er að Garðarsbraut 5 (gömlu bæjarskrifstofunum). — Sími 4-14-35. Skrifstofan verður op in alla daga kl. 20—22, nema laugardaga og sunnudaga kl. 17—19. Mokaf li á Húsavík Húsavík 8. maí. Mokafli hefur verið hjá Húsavíkurbátum í nær því hálfan mánuð. Hefur verið róið hvern dag og unnið við verkun aflans frá því á morgnana og allt fram til klukk an 10 og 12 á kvöldin, og stund um hefur verið unnið á sunnu- dögum og helgum dögum jafnt. Sjö þilfarsbátar eru gerðir út frá Húsavík og nokkrar trillur. Þ. J. Trillur bæjarbúa koma oft með góðan afla til Akureyrar nú í vor. Þessi mynd er frá smábátahöfninni á Oddeyri. (Ljósm.: E. D.) VÉLAR í SlLDARVERKSMIÐJUNA A DALViK KOMNAR Verksmiðjan væntanlega tilbúin í næsta mánuði AÐFARARNOTT sunnudagsins kom Fjallfoss til Dalvíkur með vélar í síldarbræðsluna, sem verið er að reisa hér á staðnum. Engin bræðsla hefur, eins og kunnugt er, verið í Dalvík áð- ur, og hefur því ekki verið hægt að vinna úrgang frá sölt- unarstöðvunum, þegar söltun hefur staðið yfir, og þá auðvit- að heldur ekki verið hægt að taka á móti annarri síld til Atvinna er nú næg á Siglufirði Siglufirði 8. maí. Togarinn Haf- liði var hér inni fyrir fáum dög- um og landaði 160 tonnum eftir tólf daga útivist. Siglfirðingur hefur aflað vel, og er nú búinn að leggja upp 400 tonn af fiski, og er enn væntanlegur inn með einhvern afla. Nóg hefur því verið að gera í íshúsinu, og atvinna er yfir- drifin í bænum, þar sem bæði niðurlagningarverksmiðjan og Tunnuverksmiðjan eru starf- ræktar enn. í niðurlagningar- ........niin „Viðreisn" í vepmálum ÁRIÐ 1958 var 11,0% af heildarútgjöldum fjárlaga íslenzka ríkisins varið til vegamála, þ. e. til verklegra framkvæmda vegna sam- gangna á landi. Á fjárlögum þessa árs, 1967, nemur fram- lagið aðeins 6,2% og er þá framlag Vegasjóðs meðtalið. Þannig má sjá í verki hug stjórnarinnar til vegagerðar og viðhalds vega í landinu, því að þótt upphæðin hafi hækkað talsvert í krónutölu frá 1958, vegur það í reynd ekki gegn gengislækkunum og verðhækkunum á tíma- bilinu. Þessi stefna kemur auðvitað langharðast niður á dreifbýlinu, enda er nú svo komið, að vegaviðhald er að verða mjög lítið, þar eð til þess eru nær engir peningar ætlaðir. Vegir eru nú slæmir víða hér á Norðurlandi, t. d. í Norður-Þingeyjarsýslu, og það er ekki útlit fyrir, að úr slili.ii verði bætt. Þannig birtist áhugi stjórn arinnar fyrir hag hinna dreifðu byggða í verki, og getur svo hver sem vill, dregið sínar ályktanir. Q verksmiðjunni vinna 60 manns, en um 40 manns eru í Tunnu- verksmiðjunni. Snjóinn er farið að leysa, en það gengur þó hægt, þar sem frost hefur verið á hverri nóttu, og skaflar eru á götunum, og girðingar víða í kafi, þótt kom- ið sé fram í maí. Sauðburður er að byrja. Engin skepna er enn látin út, en ekki hefur heyrzt um, að menn séu orðnir heylausir, enda er ekki nema um 1000 fjár á fóðrum hér í kaupstaðnum. J. Þ. vinnslu en þeirri, sem söltunar- hæf hefur verið. Smíði síldarbræðslunnar er nú langt komin, en hún á að geta afkastað fimm hundruð tonnum á sólarhring til að byrja með, en verður ef til vill stækk- uð síðar. Verksmiðjuhúsið er stálgrindahús, sem flutt var inn, og sett upp í haust og vet- ur. En undanfarið hefur aðal- lega verið unnið að frágangi hússins inni við. Ætlunin er að verksmiðjan geti tekið til starfa í júnímánuði. Eigandi verksmiðjunnar er hlutafélagið Síldarbræðslan, og standa að því Dalvíkingar, og nokkur fyrirtæki í Dalvík: Yfir smiður byggingarinnar er Hall- grímur Antonsson. Heimamenn í Dalvík hafa unnið við upp- setningu stálgrindahússins, und ir eftirliti manna frá fyrirtæki því, sem flutti húsið inn. All- margt manna vann við að reisa húsið, en síðan því var lokið, og tekið var til við fráganginn að innan, hafa starfsmenn ekki verið nema um fimm talsins. Strax og Fjallfoss kom var hafizt handa um að koma vél- unum fyrir í verksmiðjunni, en einnig mun vera langt komið að ganga frá uppsetningu tank- anna við verksmiðjuna, en þá smíði annast Oddi h.f. á Akur- eyri. J. H. Alþýðubandalagið er nú endanlega klofið m HANNIBAL VALDIMARS- SON hefur nú fengið lausn á SÍLDARVERTÍD LÍTT uNDIRBÚIN 1IIIIIIIIIIIIIIIII IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII IIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIlB Raufarhöfn 8. maí. Töluverður snjór er hér ennþá. Vegir eru færir fyrir jeppa, en vart fyrir aðra bíla, og allmikill snjór er enn hér í þorpinu. Aflabrögð eru með rýrara móti þessa dagana. Afli bátanna hefur verið nokkuð misjafn. Einn og einn dag hefur hann verið heldur góður, en aðra daga heldur lélegur. Undirbúningur er vart hafinn undir síldarmóttökuna í sumar. Ekkert síldai-plan er byrjað á undirbúningi, en svolítið er byrjað að vinna við að koma síldarverksmiðjunni í gang, en eins og kunnugt er, verður ekki hafin móttaka síldar fyrr en í júní. H. H. lista sínum á Vestfjörðum. Gert er ráð fyrir, að Steingrím- ur Pálsson, sem var í öðru sæ& verði efstur. Hannibal mun eflaust skipa efsta sæti á lista hins nýja fé- lags Alþýðubandalagsmanna í Reykjavík. Ljóst er, að Alþýðubandalag- ið gengur klofið til kosning- anna. Hinn nýi listi þess í Reykjavík kemur líklega fram í dag eða á morgun. Er nú að- eins eftir að sjá, hvort línu- kommúnistar gera alvöru úr (Framhald á blaðsíðu 7)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.