Dagur - 09.05.1967, Blaðsíða 6

Dagur - 09.05.1967, Blaðsíða 6
s Eggert Ólafsson, bóndi i Laxárdal: Framleiðsla þjóðarinnar er mest í sveil um og sjávarþorpum ÉG, SEM ÞESSAR línur rita, er einh af þeirn, sem barðist á móti lcjördæmabreytingunni 1959, þeg- ar ein- og tvímenningskjördæmin voru öll lögð niður og hlutfalls- kosningar teknar upp um allt land. Okkur Framsóknarmönnum var núið því um nasir, að við værum á móti þessari breytingu til þess að halda í rangláta aðstöðu fá- mennra kjördæma, sem aðeins kæmi Framsóknarflokknum til góða. Höfuðrök fyrir breyting- unni hafa verið þau, að allir þegn ar þjóðfélagsins eigi að hafa jafn- an rétt til pólitískra áhrifa, hvar sem þeir eru búsettir í landinu. Ég vil hér á eftir fara nokkrum orðum um þessi tvö sjónarmið, þó að' umrædd kjördæmabreyting sé að' visu um garð gengin og ekki enn hafnar umræður um það, að gera landið allt að einu kjör- dæmi. Hvers vegna eiga strjálbyggðari landshlutar að hafa meiri rétt pr. íbúa til þess að velja fulltrúa á löggjafarþing, heldur en þeir, er búa í þéttbýli? Vegna þess í fyrsta lagi, að í sveitum, þorpum og kaupstöðum utan Reykjavíkur fer fram aðal- fiamleiðslan til lands og sjávar, og því getur enginn neitað, að á henni byggist afkoma þjóðarinn- ar. í öðru lagi sýnir reynslan það, að aðstaða, a. m. k. Reykvíkinga, er öll önnur og betri gagnvart Alþingi en annarra landsmanna, vegna þess að þingið er háð í Reykjavík og þingmenn flestir bú settir þar. í þriðja lagi lendir fólksfjölg- unin öll í kaupstöðunum, einkum við Faxaflóa, um það er tæplega deilt, að það sé óheilla þróun, en það merkilega er, að það virðist engum stjórnmálaffokki vera þtð neitt áhugamál að stemma hér á að ósi, nema Framsóknarflokkn- um. í íjórða lagi sannar aðstreymið til Reykjavíkur og nágrennis það, að þar er mest gert til þess að bæta lífskjör fólksins og uppíylla óskir þess um alls konar þjón- ustu, s. s. í skemmtunum, mennt- unar- og heilbrigðismálum, svo*'að eitthvað sé nefnt. Það getur því ekki talizt órétt- látt, heldur þörf, að réttur ein- ítaklingsins á hinum pólitíska vettvangi verði ekki jafnaður út í reiknivélum með höfðatölu kjós- enda eina saman fyrir augum. Nú er það svo, að innan hinna nýju, stóru kjördæma er um að ræða bæði strjálbýli og þéttbýli, og dæmið nærtækt hjá okkur hér í Norðurlandskjördæmi eystra. Þetta byggðajafnvægi eða ójafn vægi er og verður okkur Fram- sóknarmönnum í þessum lands- hluta nokkurt vandamál, sem við verðum að leysa á grundvelli sann girni og með þjóðarhag fyrir aug- mestu um þingmannsval hvert fyr ir sig, og hafa því skipzt á um efstu sæti. Þessi hefð var látin haldast við síðasta framboð bæði í framboðsnefnd og á aukakjör- dæmisþingi. Þetta ber að þakka og sýnir félagsþroska. Þegar ég spyr sjálfan mig hvað séu veigamestu verkefnin íram- undan í íslenzkum stjórnmálum, þá verður mér fyrst fyrir að benda á eftiríarandi: 1. Jafnvægi í byggð landsins og þar með viðrétting framleiðslu í landbúnaði og sjávarútvegi ásamt iðnfyrirtækjum í sambandi við þessa framleiðslu. 2. Réttlátari skipting þjóðar- teknanna. 3. Að draga úr óhófseyðslu í rekstri ríkisins og meðal fjöl- margra einstaklinga. 4. Karlmannlegri og þó gætn- ari vinnubrögð í utanríkismálum. Lengi fram eftir árum var Fram sóknarflokkurinn stéttarflokkur, fyrst og fremst bænda og annarra smáframleiðenda, samvinnufélaga og gætinnar lýðræðisstefnu, milli- flokkur. Segja má að höfuðstefnan sé óbreytt, nema hvað ekki er um hreinan stéttarflokk að ræða og er það tímanna tákn að svo gat ekki lengur orðið. Þetta nýja við- horf eykur flokknum vanda og ábyrgð, en gefur um leið aukin tækifæri lil að vinna þjóðinni gagn- Hér hafa verið nefnd örfá verk- efni af mörgum, sem ég tel að ílokknum beri að vinna að og eru þó fleiri ótalin. Vitanlega er það ekki á færi AI- þingis eða neinnar ríkisstjórnar að tryggja öllum einstaklingum og fyrirtækjum góða afkomu. Þar veltur alltaf mest á manndómi og hyggni þeirra sem þar eiga hlut að máli. Hitt liggur í augum uppi að hlutur þings og stjórnar verð- ur alltaf stór og örlaggríkur í vel- ferð þegnanna og albar ' þjóðar- innar. Við trúum því og byggjum þá trú á reynslu, að það sé Framsókn arflokkurinn, sem bezt sé að treysta til þess að stjórna þjóðar- búinu skynsamlega, svo að landið haldist allt í byggð og gæði þess nýtt til hagsældar og menningar- auka, svo þjóðin tapi ekki sjálfri sér á þessum rniklu umrótstímum. Góðir framsóknarmenn og kon- ur í Norðurlandskjördæmi eystra! Vinnum markvisst að því að afla okkar lista aukins fylgis, svo að hinn glæsilegi Þingeyingur Jónas Jónsson, sem skipar nú 4. saeti listans, nái kosningu í vor. Þar fáum við duglegan og góð- viljaðan fulltrúa fyrir okkar fagra og kostaríka hérað. Með ósk um gæfu og gengi til allra stuðningsmanna býð ég gleðilegt sumar. Uppbótarkerfið neyðarúrræði F O R SÆTISRÁÐHERR - ANN, Bjarni Benediktsson, sagði m. a. þetta í áramóta- grein í Mbl. 30. des. 1962: „Á sínum tíma var gripið til uppbótakerfisins í því skyni að koma í veg fyrir, að verðbólgan stöðvaði at- vinnurekstur í landinu. Á meðan ekki var hægt að ná meirihluta fyrir haldbetri úrræðum var þetta fyrirgef- anleg bráðabirgðaráðstöfun. Sjálfstæðismenn litu alltaf á uppbæturnar sem neyðar- úrræði og vildu sem fyrst fá þær afnumdar. Með uppbót- um, höftum og bönnum er hægt að hnika svo til, að úr- ræði og dugnaður einstakra atvinn.urekenda ráði mun minna um afkomuna, en ákvörðun valdhafanna um það hverjum uppbætumar skuli falla í skaut. Núverandi ríkisstjórn var mynduð til að hverfa frá þessari þvingnn yfir til frjáls ræðis.“ Talið er, að uppbætur og niðurgreiðslur á þessu ári muni nema 1740 milljónum króna eða um tvöfaldri upp- hæð allra fjárlaganna 1958! Landbúnaðarmðlin rædd í Svarfaðardal SÍÐASTLIÐIÐ miðvikudags- kvöld, 3. maí, efndu Framsókn- aifélögin í Árskógsstrandar- og Svarfaðardalshreppum til fund- ar um landbúnaðarmál að Grund í Svarfaðardal. Frum- mælendur voru 2., 3. og 4. mað- ur á lista Framsóknarflokksins í kjördæminu, þeir Ingvar Gísla son alþingismaður, Akureyri, Stefán Valgeirsson bóndi, Auð- brekku, og Jónas Jónsson ráðu nautur. Auk þeirra kom til fund arins Eggert Ólafsson bóndi í Laxárdal, formaður kjördæmis sambands Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. Fundarstjóri var Hjörtur E. Þórarinsson bóndi á Tjörn. Stefán Valgeirsson talaði fyr'stur og ræddi um kjaramál bænda og verðlagsmál landbún aðarins. Hann benti á það, að bændúr befðu áldrei' gert'kröfu til þess að hlutur þeirra yrði stærri en annarra stétta í þjóð- félaginu, en augljóst væri hins vegar, að það færi saman að bændur hefðu góð kjör og gæiu þá komið við nauðsynlegum framkvæmdum á búum sínum til að auka framleiðni og þar með veita neytendum ódýrari vöru. Jónas Jónsson lagði áherzlu á það í upphafi, að -möguleikar íslenzks landbúnaðar væru miklir og færu sennilega vax- andi í framtíðinnli. Bændur ræktu vel sitt hlutverk og skil- uðu fullkomlega sínu í þjóðar- búið. Sá vandi, er nú steðjaði að landbúnaðinum eins og öðr- um atvinnuvegum, væri heima- tilbúinn af stjórnarvöldum, og væri um að kenna hinni óskap- legu verðbólgu, sem eyðilagt hefði markaðsaðstöðuna. Jónas sagði, að til urbóta’ þýrfti sér- staklega að lækka framleiðslu- SKÓLINN VIÐ REYK JABRAUT Blönduósi 8. maí. í fyrra var tekinn fyrsti áfangi að skóla við Reykjabraut við Svínavatn, og mun nú hafa fengizt fjárveiting til þess að halda áfram við næsta áfanga í sumar. Hér er um heimavistarbamaskóla að ræða, og er honum ætlað að vera fyrir flesta hreppa Austur Húnavatnssýslu. Skólinn er vel í sveit settur, hann er nokkum veginn miðsvæðis í héraðinu, og þama er heitt vatn til upp- hitúnar, sem mun auðvelda mjög rekstur hans. Ekki fékkst hins vegar teljandi fjárveiting til þess að halda áfram fram- kvæmdum við bama og mið- skólann á Blönduósi. Laxá í Ásum verður ekki leigð út í sumar. Laxveiði í henni brást að nokkru leyti síð- asta sumar, og er nú ætlunin að hvíla hana, að mestu eða öllu leyti. Blanda og Svartá verða leigðar út aftur, en þær leigja bændur út sjálfir. í fyrrinótt korii hér fyrsta frostlausa nóttin um tíma. Marg ir eru orðnir heyæpir mjög hér um slóðir, enda éru búin stór og heyin voru frekar lítil í haust, og er því feykimikið keypt af fóðurbæti um þessar mundir. Vegir eru góðir enn þá og klakinn er með minnsta móti í þeim. Er því vpn til þess að þeir verði ekki eins vondir og ella. Ó. S. kostnað með ölliun tiltækum ráoum, samfara skipulagningu framleiðslunnar í samræmi við markaðsmöguleika, og þessa skipulagningu ættu bændur sjálfir að hafa með höndum. Framfarir íslenzks landbúnaðar mættu ekki takmarkast af of þröngum markaði, og því þyrfti að opna möguleika fyrir útflutn ingi landbúnaðarafurða. Ingvar Gíslason talaði um hina félagslegu hlið málanna, og benti fyrst á samgöngumálin, sem væru meðal brýnustu fram faramála héraðanna. Hann minnti á það, hvað vetrarsam- göngur væru erfiðar í þessu héraði, og á það, hve lítið hefði verið gert til að bæta þar úr, þótl samþykkt hefði verið á síðasta þingi tillaga Hjartar á Tjörn um rannsóknir á vetrar- umferð. Þá talaði hann um skólamál dreifbýlisins, og drap á það, að skortur á skólahús- næði, bæði á bama-, unglinga- og gagnfræðastigi væri tilfinn- anlegur í héruðunum. Þá drap Ingvar á það, að aðra menn- ingarstarfsemi út um byggðirn- ar mætti mjög efla, og væri það ekki síður mikilvægt en efna- hagslegar framkvæmdir. Umræður urðu fjörugar að loknum framsöguræðum, og tcku þessir til máls: Helgi Símonarson, Klemenz Vil- hjálmsson, Jónmundur Zophon íasson, Þórarinn Eldjárn og Eggert Ólafsson. □ Nýr hægriflokkur býður fram syðra um. Þegar kjördæmissamband Fram sóknarmanna í Norðurlandskjör- dæmi eystra var stofnað, voru því settar starfsreglur. Auk útbreiðslu- og félagsstarfssemi, er það í verka- hring sambandsins að undirbúa og ákveða framboð í kjördæminu. Strax á fyrsta þingi sambandsins kom fram einróma vilji fyrir því, að skoða gömlu kjördæmin, þ. e. hinar þrjár sýslur og Akureyri, sem sérstakar heildir innan sam- bandsins og hefur verið tekið til- lit til þess vilja á ýmsan hátt. Með al annars hefur verið litið svo á, að gömlu kjördæmin ættu rétt á því, samkvæmt hefð, að ráða í GÆR kom út í Reykjavík Lög- rétta, blað hins nýja stjórnmála- flokks Áka Jakobssonar, Óháða lýðræðisflokksins, og var þar birt- ur framboðslisti flokksins í Reykja neskjördæmi í kosningunum. — Fimm efstu menn eru: 1. Ólafur Thordersen forstjóri, Njarðvíkum. 2. Guðmundur Erlendsson, lög- regluþjónn, Hafnarfirði, 3. Gunnar Steingrímsson, verk- stjóri, Kópavogi, 4. Jóhann G. Jónsson, stýri- maður, Sandgerði, 5. Árni Gunnlaugsson, hrl., Hafnarfirði. Svo virðist sem á þessum lista séu aðallega óánægðir kratar og þar á meðal óháðir úr Hafnar- firði frá bæjarstjómarkosningun- um í fyrra, en þeir hlutu þrjá menn í bæjarstjórn þar eins og kunnugt er og eru nú í samstjórn þar með íhaldinu. Blaðið Lögrétta virðist mest vera skrifað af Áka Jakobssyni og Ólafi Thordersen, og leggur það m. a. áherzlu á afnám tekjuskatts, talar um aðför stjórnarinnár að atvinnulífinu og ófremdarástand í málefnum sjávarútvegsins. Er greinilegt, að hér er hægri ílokk- ur á ferð. Talið er mjög sennilegt, að listi flokksins í Reykjavík líti dagsins Ijós í dag eða á morgun, en áður var þó búið að heyrast að Áka gengi illa að fá sæmilega þekkta menn á þann lista með sér.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.