Dagur - 10.05.1967, Blaðsíða 5

Dagur - 10.05.1967, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. VEIKUR GRUNNUR STJÓRNARFLOKKARNIR virð- ast hafa ákveðið að bera það blákalt fram, nú fyrir kosningarnar, að aðal- atvinnuvegir landsmanna standi á traustum grunni og að aldrei hafi verið blómlegra um að litast á vett- vangi framkvæmda- og atvinnulífs og iðnaðar í landinu. „Framtíðin verður byggð á grunni viðreisnar- innar“, er vígorð Jóhanns Hafsteins iðnaðarmálaráðheiTa. En fleiri og fleiri fella nú þann dóm um efnahags- og atvinnumál, að „viðreisnargrunnurinn" beri ekki þá yfirbyggingu, sem þar hefur verið reist á undanförnum árum og verð- bólgan hleður upp „eins og spila- borg“. Jafnvel fjármálaráðherra landsins bregzt bjartsýnin og lýsir þessu svo, að það sé ógerningur fyr- ir ríkisstjómina að efna það heit sitt að gera framkvæmdaáætlanir, sem ríkið á hlut að, nokkur misseri fram í tímann. Afsökun hans er sú, að þrátt fyrir verðstöðvun sé allt svo óráðið og ótryggt í efnahagslífi þjóð- arinnar nú, að ekki sé unnt að gera neinar áætlanir fram í tímann. Með þessari yfirlýsingu fjármálaráðlierra kemur 10 ára framfaraáætlun sú, sem hampað var á landsfundi Sjálfstæðis- manna og virtist hafa verið tekin þar góð og gild, undarlega fyrir sjónir, svo ekki sé nú fastara að orði kveðið. Stjórnarsinnar, jafnt sem stjórnar- andstæðingar, fordæma viðreisnar- stefnuna. Fyrr í vetur létu bátaút- vegsmenn í Reykjavík og Hafnar- firði hafa það eftir sér, að fiskverðið sé með öllu ófullnægjandi og aðstaða til bátaútgerðar leiði til samdráttar í útgerð og síðan hráefnaskorts hjá fiskvinnslustöðvum. Útvegsmenn leggja til, að frestað sé innheimtu af- borgana af stofnlánum, reksturslán hækkuð, launaskattur sé niður felld- ur svo og aðstöðugjöld og tryggingar- gjöld. Minna mátti það ekki vera. Forsjármenn frystihúsaiðnaðarins í landinu segja: „Þrátt fyrir þá stað- reynd, að frystihúsaeigendur telja að með þessum ráðstöfunum sé hvergi nógu langt gengið til lausnar aðsteðjandi rekstrarvandræðum fall- ast þeir eftir atvikum á þessa skipun mála í trausti þess, að ekki verði gripið til innheimtuaðgerðá gegn frystihúsunum meðan athugun á fjárhag þeirra fer fram“. Þessa eink- unn gáfu forsvarsmenn þeim verð- grunni sem kenndur er við viðreisn. Formaður Félags ísl. iðnrekenda segir svo um iðnaðinn á árinu 1966 í málgagni samtakanna: „Þetta ástand, þrátt fyrir vaxandi neyzlu með þjóð- Framhald á blaðsíðu 7. „Hvað má höndin ein og i. Aldamót og aldamótamenn. í mannfagnaði hér á Norður- landi heyrði ég fyrir nokkrum árum kunnan kaupfélagsstjóra tala um „aldamótamenn“. Hann sagði: Ég á ekki við þá fyrst og fremst, sem uppi eru á aldamót um tímatalsins eða fæddir á þeim tíma. Aldamótamenn kalla ég þá, sem hjálpað hafa til þess að skapa aldamót í mann- lífinu. Hann átti sem sé ekki við þau aldamót, sem táknuð . eru með tveim núllum í endann, heldur upphöf meiri háttar breytinga í mannheimi og þá einkum hér á landi. Á milli áranna 1900 og 1901 voru hér á landi engin aldamót í þessum skilningi. En á 19. öld urðu hér aldamót á ýmsum svið um. Jónas Hallgrímsson var aldamótamaður í skáldskap og meðferð íslenzkrar tungu. Jón Sigurðsson í stjórnmálum. Þannig mætti halda áfram að telja aldamót þessara tíma á fleiri sviðum. Nokkru eftir að Jónas Hall- grímsson hneig til moldar, og um það leyti sem hár Jóns for- seta byrjaði að grána, hófst öld félagshyggjunnar í strjálum byggðum þessa lands. Dreifð at vik hér og þar leiddu í ljós, að samstilltir hugir og sameinaður vilji margra manna bjuggu yfir mikilli orku, þótt hver og einn væri lítils megandi. Hópar manna í samstarfi gátu lækkað verð á innfluttum vörum til notkunar á heimilum sínum og fengið meira en áður fyrir fram leiðslu sína, ef viðskiptastarf- semin var rekin sem þjónusta á vegum þeirra sjálfra. Gömul vígi erlendrar einokunar, og síð ar selstöðu, riðuðu til falls og féllu hvert af öðru fyrir verzl- unarsamtökum almennings víða um land. Starfandi voru um skeið mjög fjölmenn verzlunar- samtök, sem náðu yfir heila landshluta, Húnaflóafélagið og Gránufélagið á Norður- og Austurlandi, Verzlunarfélag Dalasýslu og Veltan fyrir sunn an. Er tímar liðu, reyndust þau of laus í sniðum. Þá tóku við samvinnufélög hinna náttúrlegu verzlunarsvæða eða verzlunar- héraða, sem yfirleitt hafa reynzt langlíf í landinu. Hin elztu þeirra eiga nú þrjá aldar fjórðunga að baki eða því sem næst. Og félagshyggjan á 19. öld átti líka sína aldamótamenn t. d. Tryggva Gunnarsson, Pét- ur Eggerz, Jón Guðmundsson, Jakob Hálfdánarson og Torfa í Ólafsdal, svo að fá nöfn séu nefnd — að ógleymdum Jóni Sigurðssyni, sem einnig þar lét til sín taka. Hin almennu verzl- unarsamtök og kaupfélög reynd ust einn traustasti bakhjarl sjálfstæðisbaráttunnar á 19. öld svo sem glögglega var viður- kennt í þann tíð. Með því að gera einstaklingana þess um- komna að bera höfuðið hátt í verzlunarbúðum landsins hjálp uðu þau til að gera þjóðina frjálsa, II. Samvinnusvæðin. Reynslan varð yfirleitt sú, að hvert samvinnufélag leysti af hendi þjónustu fyrir byggðar- lag eða byggðarlög, þar sem flestir eða allir áttu sama verzl unarstað og verzlunarhöfn. Stundum var þetta heil sýsla eða því sem næst, stundum tveir eða fleiri hreppar, ein- staka sinnum minna svæði. Siun félög ráku, er tímar liðu, starf- semi sína í aðalstöðvum og einu eða tveim útibúum á minni hafnarstöðum, til hagræðis fyr- ir nágrenni þeirra staða. Þannig tengdust samvinnufélögin hér- uðunum traustum böndum og tóku að jafnaði héraðsheitið eða heiti hlutaðeigandi byggðar- lags upp í nafn sitt. Með þessum hætti runnu upp á sínum tíma aldamót í byggð- um landsins, ekki allsstaðar í einu en allsstaðar með svipuð- um hætti og með árangri, sem segir til sín. Þessi aldamót fé- lagshyggjunnar skópust með atbeina þeirra, sem kaupfélags- stjórinn fyrrnefndi myndi án efa kalla aldamótamenn. Arfurinn frá aldamótum fé- lagshyggjunnar hélt áfram að vaxa út 19. öld, og hann hefir verið í örum vexti það sem af er 20. Öld, a. m. k. lengst af. Um það vitna margs konar almanna samtök á mörgum sviðum þjóð- lífsins, bæði í strjálbýli og þétt býli. Eln þar ber þó að telja í fremstu röð, vegna langrar og mikillar starfsemi, nokkuð á sjötta tug samvinnufélaga, sem inna af hendi þjónustu fyrir allar stéttir manna víðsvegar um landið. Nú mun láta nærri, að starf- andi sé að meðaltali eitt sam- vinnufélag fyrir hver fjögur sveitarfélög í landinu, að kaup stöðunum meðtöldum. Nokkuð mörg þessara félaga takmarka starfsemi sína við afmarkaðar fjarðabyggðir, einn kaupstað eða kauptún og sveit í tengslum við þéttbýlið, t. d. á Austfjörðum og Vestfjörðum, og sums staðar annars staðar eru slík félög tengd litlum lands svæðum, þó sum séu fjölmenn. Onnur félög starfa fyrir stór svæði, t. d. flest félögin hér á Norðurlandi, Kaupfélag Héraðs búa og sum félög á Suður- og Vesturlandi. En yfirleitt eru þessi félagssvæði, smá og stór, náttúrlegar eða landfræðilegar samstarfsheildir, þar sem fólk á að verulegu leyti sameiginlegra hagsmuna að gæta í baráttunni fyrir batnandi lífskjörum og hvers konar framförum, m. a. með tilliti til samgöngumögu- leika. Þróun samvinnuhreyfing arinnar hefir þannig á sinn hátt skipt landinu í samstarfseining- ar, en kjarna slíkrar samstarfs- einingar eða samvinnuhéraðs mynda aðalstarfsstöðvar hvers samvinnufélags. Segja má, að þessi frjálsa skipting landsins í samvinnu- héruð eða samvinnusvæði hafi verið í meginatriðum fullmótuð fyrir 40 ái-um, enda þótt all- mörg félög hafi bætzt við síðan. En einmitt um það leyti hófst eða færðist í aukana víða um land hin mikilsverða þátttaka samvinnufélaganna í hinni al- mennu framfaraviðleitni ein- stakra byggðarlaga og héraða, sem síðar verður að vikið. Eins og kunnugt er voru félögin í upphafi til þess stofnuð að út- vega erlendar vörur samkvæmt pöntunum félagsmanna og koma afurðum félagsmanna í verð á þann hátt, er þá tíðkaðist og að beita sér fyrir vöruvönd- un. Á næsta stigi komu sölu- deildimar, opnar búðir fyrir al- menning, þar sem vörur voru seldar á „gangverði“, en hagn- aður lagður í varasjóð félags og stofnsjóði félagsmanna eða út- borgaður við reikningsskil. Þetta er hin fræga enska Rochdale- aðferð, sem samvinnufélög um allan heim hafa tekið upp. Síð- an varð þróunin víða sú, sem fyrr var nefnt, að félögin geng- ust fyrir eða áttu þátt í upp- byggingu atvinnulífs og mörgu öðru, er til framfara horfði, hvert á sínu svæði, og höfðu þá ósjaldan að bakhjarli landssam band sitt (SÍS), er stofnað var í Yztafelli árið 1902, en hóf starf semi sína sem umboðs- og heild verzlun íslenzkra samvinnu- félaga á heimsstyrjaldarárun- um fyrri. Þessi þróun verður hér ekki nánar rakin. Því mið- ur er henni nú á tímum ekki ávallt veitt sú athygli sem skyldi. III. „Fjöregg“ byggðanna. Glöggskyggnir menn og heil- huga gera sér þó grein fyrir því, sem þarna hefir gerzt. Snemma á þeim áratug, sem nú er að Gísli Guðmundsson, alþingisniaður. líða, heyrði ég ungan og gáfað- an skólakennara segja í ræðu, þar sem margt manna var sam- an komið: Smvinnufélögin eru fjöregg héraðanna. Ef fjöregg héraðsins brotnar, fer eins og í ævintýrunum. Byggðin, sem missir fjöregg sitt, hrömar og deyr. Þó að ræðumaðurinn, sem svona talaði, væri ekki aldinn að árum, átti hann samt ærna lífsreynslu til viðmiðunar, sína og sinna samferðamanna, yngri og eldri, og þekkti vel sögu ís- lenzkrar landsbyggðar á 20. öld. Hann hefði áreiðanlega, ef orð hans hefðu verið véfengd, getað minnt á margt: Að samvinnu- félögin losuðu fyrrurn margan manninn úr niðurlægjandi að- stöðu gagnvart allsráðandi verzlunai-valdi og sköpuðu eðli- leg kjör í viðskiptum. Að sam- vinnufélög hafa með því að gera mönnum kleift að komast yfir og standa straum af bygg- ingarefni, unz föst lán fengust í lánastofnunum, gert þúsund- um fjölskyldna í sveit og við sjó kleift að koma upp íbúðar- húsum sínum og húsum til at- vinnurekstrar. Að þau hafa í flestum byggðarlögum haft for- göngu um að koma upp kjöt- frystihúsum og mjólkur- vinnslustöðvum og víða hrað- frystihúsum fyrir sjávarafla. Að mikið af þeim iðnaði, sem rekinn er utan höfuð- borgarinnar, er til orðinn með þeirra atbeina. Að þau hafa víða unnið að því að efla út- gerð þar sem hún var lítil eða engin eða komin í rústir. Að þau hafa haft forgöngu um eða annazt útvegun nýrra véla og framleiðsluvara, og þannig rutt tækninni leið, þar sem hún ella hefði orðið síðbúin. Að þau hafa lagt fé í menningarsjóði og að jafnaði verið reiðubúin til að leggja lið margs konar menn- ingarmálum héraðanna. Að þjónustumenn þeirra, kaupfé- lagsstjórarnir og fleiri, hafa margir hverjir um áratugi verið reiðubúnir til margs konar þjón ustu við hvem og einn á félags svæðinu, hvort sem hann vildi leita ráða í persónulegum erf- iðleikum eða annarrar fyrir- greiðslu, sem ekki kom alltaf verzlun við, og langt umfram það, sem menn almennt telja starfsskyldu nú á tímum. En umfram allt þó: Að samvinnu- félögin hafa, af því að þau störf uðu í almannaþágu og gátu komið fram í umboði margra, jafnvel hundraða og þúsunda, getað orðið þess umkomin að safna sjóðum handa sér og fé- lagsmönnum sínum, fá umráð yfir fjármagni og velta á þann hátt steinum úr götu, sem ella hefðí verið ókleift, m. a. komið upp verzlunarhúsum og öðrum varanlegum verðmætum, sem nú eru eign almennings í héraði hverju eða byggðarlagi og ekki verða þaðan flutt eða seld, en ella væm einkaeign einhverra nær eða fjær, ef til væru. Allt þetta og fleira frá liðn- um tímum mun ungi maðurinn, sem talaði um fjöregg hérað- anna, áreiðanlega hafa haft í huga. En þó fyrst og fremst framtíðina. Ég veit, að hann hafði áhyggjur af því, að sumir jafnaldrar hans og þeir, sem yngri eru en hann, gæfu ekki þann gaum, sem skyldi, að þess um málum, og að fyrir vangá þeirra kynni fjöreggið að brotna. Hann hafði þá e. t. v. einkum heimahérað sitt í huga. En sannleikurinn er sá, að þó að almennt sé viðurkennt, að samvinnufélög gegni mikils- verðu hlutverki hjá stórþjóðum víða um heim, er hlutverk þeirra hér á landi í þágu ís- lenzkrar landsbyggðar e. t. v. meira og sérstæðara en annars staðar. Það samvinnufélags- form, móltað af reynslu, sem skapazt hefir hér í hverfu hér- aði, er og mun verða, ef lán er með, ein dýrmætasta héraðs- eignin á hverjum stað, sverð og skjöldur í lífsbaráttu komandi tínía. ÍV. Félagsandi og starf. En þótt svo sé, má víst eng- inn gera sér vonir um eða ætl- ast til, að samvinnufélög okkar Íslendinga eða annarra geti ver ið fullkomin á sínu sviði eða stjómir þeirra og starfsmenn alltaf eins og bezt verður á kos- ið. Vanræksla og mistök í þjón- ustu geta átt sér stað, enda þótt hættan á slíku sé því minni sem betur er um búið. Skyldurækn- ir kaupfélagsstjórar hafa stund um þótt ráðríkir eða verið það, og í almannafélagsskap getur undan því sviðið hér og þar, og það jafnvel svo mjög, að ekki sé viðurkennt það, sem vel er gert. Sögu hefi ég eitt sinn heyrt um vinnumann, sem var svo ein- ráður á sínu sviði, að bóndi fékk ekki að velja líflömb sín á hausti. Hér var langt gengið, og þó látið kyrrt liggja. En svo trúr var þéssi maður, að ekki myndi hann hafa dregið sér vilj andi svo mikið sem hagalagð frá húsbónda sínum, og á öllu hafði hann vakandi auga. Kaup félagsstjórar og stjórnarmenn af þessu tagi hafa komið miklu til leiðar en hlotið vitnisburð misgóðan. Svo margs konar eru óskn manna, að sú almanna- þjónusta, sem gerir öllum til hæfis, getur tæpast orðið góð þjónusta. Trúr maður, starfhæf ui' og laginn, getur gert margt svo að mörgum líki, en aldtei allt svo að öllum líki. Vantrú í ríkum mæli er hættuleg og oftrú ekki síður. ein?” Þó að samvinnuarfur hérað- anna frá aldamótum félags- hyggjunnar hér á landi sé dýr- mætur og þó að samvinnufélög séu búin að starfa lengi í land- inu, verða unnendur þeirra að gera sér grein fyrir því, að þroskaleið þeirra er ekki á enda runnin. Að á tímum mikillar framþróunar og örra breytinga verða þau á hverjum tíma að hafa það markmið að bæta enn starfshætti sína og vinna verk sitt enn betur eða á annan hátt en þau hafa áður gert. Slíkt verður ekki gert með því einu að ráða mikilhæfa og dýra starfsmenn, þó að það geti verið nauðsyn ekki síður en nauðsyn ber til að kaupa dýra vél á tækniöld. Mestu skiptir að treysta undirstöðuna, að þroska félagsandann og láta aldrei verða lát á þjálfun hinna lýð- ræðislegu vinnuaðferða, sem m. a. eru í því fólgin að kunna jafnt að beita og þola gagnrýni og leiða sannleikann í ljós, að heimta ekki meira en sinn hlut, og að gera sér grein fyrir því, að hugsjón og raunveruleiki er hvort tveggja staðreynd í þess- um heimi. Samvinnufélög eru öllum opin eins og þjóðfélagið eða sveitarfélagið, og allir eiga þar jafnan rétt. En að eiga rétt er auðvitað ekki alltaf sama og að vilja og geta notað þann rétt til fulls. Ekki er ólíklegt, að það eigi á komandi tímum fyrir islenzk- um samvinnufélögum að liggja, að skipta með sér verkum meira en nú er gert og taka að sér ný verkefni. Framleiðslu- samvinnufélög eru hér t. d. næstum óþekkt fyrirbæri, og hafa raunar óvíða í heiminum látið að sér kveða í þjóðarbú- skap, nema þar sem þau hafa verið lögboðin, og slíkt er ekki í anda hinnar frjálsu samvinnu, sem hér tíðkast. » V. Samvinna og einkaframtak. Það er almennt ekki siður samvinnufélaga að amast við einkaframtaki manna, heldur þvert á móti, enda hafa margir einkarekstrarmenn í sveitum og annarsstaðar verið meðal traust ustu liðsmanna þeirra og for- vígismanna. En þau telja sig þá jafnframt eiga rétt á að ætlast til vinsamlegrar afstöðu í sinn garð frá þeim, sem ekki taka þátt í félagsstarfinu. Víða hafa kaupfélög og kaupmenn starfað árekstralítið eða árekstra- laust á sama verzlunarstað. Það er þó staðreynd, sem ekki má gleyma, að verzlunarþjónusta er dýr og verður að jafnaði því fjái'frekari sem meiri kröfur eru til þess gerðar, að komið sé upp nýtízku sölubúðum og fjöl- breyttum vörubirgðum. Frá sjónarmiði héraðs eða byggðar- lags með takmarkaðan fólks- fjölda, þar sem almannasamtök um verzlunarþjónustu eru starf andi, hlýtur því að jafnaði að verða að því nokkurt fjárhags- legt tjón fyrir heildina, að einka aðilar fari inn á hið almenna starfssvið kaupfélagsins. Það mun yfirleitt reynast misskiln- ingur, að slíkt leiði af sér sam- keppni, sem að gagni komi, og er það auðskilið,'ef að er gáð. Öðru máli gegnir þar sem fjöl- menni er mikið t. d. í Reykja- vík, og er þó fjöldi verzlunar- fyrirtækja þar bersýnilega orð inn alltof mikill. Samkeppnin kemur þar ekki fyrst ög fremst fram í mismunandi vöruverði, heldur í mismunandi húsa- kynnum og sýningu söluvar- anna — svo og í því að gera þjónustuna aðlaðandi, og þá viðleitni má ekki vanmeta nú á tímum. Raddir hafa verið uppi um það, að vegna greiðari sam- gangna og annarra þjóðlífs- breytinga geti verið ástæða til að sameina sum af hinum starf andi samvinnufélögum hér á landi, til að skapa traustari rekstrargrundvöll og fækka for stöðumönnum, en reynslan virð ist sýna í seinni tíð, að eftir- spurn vel hæfra og reyndra manna eftir slíkum störfum víða um land sé minnkandi. Vera má, að eitthvað megi gera að slíku, en hinum hefðbundnu, sögulegu tengslum milli sam- vinnufélaganna og héraðanna eða byggðarlaganna, sem þau starfa í, má þó aldrei gleyma. VI. Samvinnumenntun. Þegar starfsmannaþörf sam- vinnufélaganna ber á góma og þá nauðsyn, sem á því er, að glæða félagsanda komandi kyn- slóða, er þess m. a. að minnast, sem nú í seinni tíð hefur verið hugsað og rætt um fræðslustarf semi Sambands ísl. samvinnufé laga og skóla þann, sem sam- vinnufélögin hafa rekið í nál. hálfa öld, fyrrum í Reykjavík, nú í Bifröst í Borgarfirði. Ekki er ólíklegt að fyrirkomulag þess arar fræðslu eigi eftir að breyt- ast á komandi tímum, og að horfið verði að fræðslu í nám- skeiðum líkt og tíðkazt hefur hjá samvinnumönnum í Sví- þjóð og e. t. v. víðar. Gæti t. d. verið hyggilegt bæði fyrir lands byggðina og samvinnuhreyfing una, að samvinnuverzlunarskóli væri starfandi á Akureyri í nán um tengslum við bréfaskóla S. í. S. og A. S. í. en samvinnu- lýðháskóli í Bifröst, hvort- tveggja í svo sem 2—3 nám- skeiðum á hverjum vetri, og að skipulögð væru sérstök próf, einkum fyrir starfsmenn kaup- félaganna í sambandi við verzl- unarnámskeiðin. Samvinnulýð- háskóli væri að sjálfsögðu ætlað ur fólki, sem komið er af ungl- ingsaldri og hefur eða getur öðl azt áhuga á fyrirlestrum og við ræðum um félagsfræði, bók- menntir og sögu þjóðar sinnar og annarra þjóða jafnframt því sem stund væri lögð á söng, íþróttir og fleira, sem glæðir fé lagsandann. Þar kemur ekki próf til greina af hálfu nem- enda. En slík menntastofnun yrði sjálf að ganga undir próf, þar sem úrslitin kæmu fram í þeirri aðsókn, sem þangað yrði og því orðspori, sem af henni færi. VII. Skuggi styrjaldanna. Segja má um íslenzkan sam- vinnufélagsskap, að hann hafi verið byggður upp „neðan frá“. Samvinnufélögin voru í önd- verðu stofnuð af almenningi í byggðum landsins og fyrir frum kvæði heimamanna, en ekki skipulögð af neinu áróðursvaldi eða allsheijarmiðstöð. Það má aldrei gleymast, að þessi sam- vinnufélög héraðanna, smá og stór, eru máttarstoðir íslenzkr- ar samvinnuhreyfingar. Lands- samband þeirra (S. í. S.) var á sínum tíma stofnað til að inna af hendi sameiginlega þjónustu fyrir þau öll, á þeim sviðum og á þann hátt, sem þau sjálf óska, þegar þau bera ráð sín saman, en ekki til að stjórna þeim. Ef það gerði sjálft sig að einhvers konar „móðui'fyrirtæki“ í Reykjavík, sem safnaði um sig „dótturfyrirtækjum" víðsvegar um landsbyggðina, væri búið að „snúa hlutunum við“, enda mun ekki til þess koma. Tengsl in milli allsherjarþjónustufyrir tækisins og félagaima þurfa eft ir eðli málsins að vera fólgin í gagnkvæmri hollustu eins og tengslin mOli félaganna og fé- lagsmanna heima fyrir í hverju héraði. Vera má, að hér sé einmitt komið að veikum bletti á við- horfi framtíðarinnar gagnvart samvinnufélögum héraðanna og landssamtökum þeirra. í mín eyru hefur stundum verið kvartað um það af einlægum félagshyggjumönnum, að fé- lagsmönnum samvinnufélag- anna nú á tímum hætti stund- um til að líta á félagið sitt sem óviðkomandi „fyrirtæki“, sem ganga beri „í skrokk á“ eftir megni, og engin ástæða sé til að láta sér annt um. Ætla má, að hér sé um að ræða svipað við- horf og mjög hefur borið á í seinni tíð hjá mörgum gagnvart samfélagi sínu á ýmsum svið- um t. d. þjóðfélagi, sveitarfélagi A MANUDAGSKVÖLDIÐ fór fram hin raunverulega frum- sýning Leikfélags Akureyrar á leikritinu Draumur á Jóns- messunótt eftir William Shake- speare í þýðingu Helga Hálf- danarsonar. Leikstjóri er Ragn hildur Steingrímsdóttir. Þetta var þó reyndar önnur sýningin á Ieiknum, þar sem hátíðasýn- ing í tilefni af 50 ára afmæli Leikfélagsins var á laugardags- kvöldið. I leikritinu sjáum við, hvemig álfarnir leika sér að mönnunum. Þeim verður reyndar á skyssa, en eftir að hafa leiðrétt hana, hafa þeir um leið komið í veg fyrir, að vonzka mannanna fái að ráða, en þeir hafa gaman af öllu saman, gaman af að sjá mennina deila, og leika sér að þeim eins og köttur að mús. Jónsmessunætur-draumurinn gerist í Aþenu og í skógi þar í grennd. Þesevs hertogi ætlar að kvænast Hippólítu drottningu skjaldmeyjanna eftir fjóra daga, og þau bíða óþreyjufull eftir hin- um mikla degi. En Hermina dótt- ir Egevs aðalsmanns í Aþenu er ekki jafn sæl. Hún hefur orðið ástfangin í Lýsander, ungum manni, en faðir hennar ætlar að gifta hana Demetríusi, öðrum ungum Aþeningi. Hermína er því mótfallin, enda elskar vinkona hennar, Helena, Demetríus, og Hermína vildi gjarnan að þau nái saman en um það er ekki að ræða. Demetríus sér einungis Hermínu. Faðir Hermínu fer þess á leit og jafnvel heimili og' fjölskyldu og það ekki aðeins hér á landi. Ábyrgðartilfinning gagnvart samfélagi, hverju nafni, sem nefnist, er einn af burðarásum menningar og framfara. Hafi sá burðarás svignað, er sjálfsagt ástæða til þess eins og alls ann ars, sem gerist. Tuttugasta öld- in hefur verið öld dásamlegra framfara, og ævintýra á sviði vísinda og tækni. En við, sem nú erum uppi, lifum í skugga tveggja heimsstyrjalda. I þeim skugga hefur víst sumt af þeim mannfélagsgróði-i, sem gefur líf inu hugðnæman blæ, bliknað eða látið á sjá. En þegar sá skuggi líður hjá, eins og vonii' standa til, þarf ekki að efa, að það, sem um skeið hefur talizt til „fomra dyggða“,; dafni á: ný og teljist þá e. t. v. nýjarIdýg'gð ir. Því að hið góða, sem með manninum býr, getur með sama rétti kallast gamaltj og nýtt. við Þesevs hertoga, að hann sjái til þess að dóttirin hlýðnist skip- unum föðurins, og Þesevs segir, að hún hafi um það að velja, að giftast Demetríusi eða hún eiga á hættu að verða tekin af lifi, eða ganga i klaustur. Hermína velur klaustrið fremur en giftinguna. Þá ákveða elskendurnir ungu að reyna að komast ,undan til frænku Lýsanders, sem býr utan Aþenu, og þar ná ekki lög Aþen- inga yfir þau. Þar geta þau átzt. En Helena, sem veit um ráða- gerðir þeirra hugsar sér, að segi hún Demetríusi frá flóttanum, geti hún með því unnið vináttu hans, jafnvel ást. Öll fjögur leggja þau af stað út í skóginn fyrir utan Aþenu, og þar er það, sem álfarnir koma til sög- unnar. Álfakóngurinn á í erfiðleikum með drottningu sína, og ætlar sér að reyna að ná sér niðri á henni með því að setja í augu hennar safa úr ákveðinni jurt, sem hefur þau áhrif, að sá sem hefur fengið safann í augun fær ást á því eða þeim, sem hann augum lítur. Álfakóngurinn hefur orðið vitni að áhamingju Helenu, og fær Bokka, álf, vin sinn til þess að setja þennan sama vökva í augu Demetríusar til. þess að hann verði þannig ástfanginn af Helenu og vandi hennar sé leyst- ur. Bokka verða á mistök, hann hittir fyrir Hermínu og Lýsa id- er, sem hafa lagzt til hvíldar í skóginum, og þar sem lýsingin á Demetríusi getur eins átt við VIII. ' „Hvað má höndin ein og ein?“ Á öndvei'ðri öld félagshyggj- unnar á íslandi kvað Matthíag Jochumsson: „Hvað má höndin ein og ein?. Allir vinni saman.“ , f dreifðum byggðum okkar íslendinga, er enn í dag og verður á komandi árum engu, minni ástæða en fyrr til að hlusta á þessi heilræði hina skyggna skálds frá 19. öld. Fólk ið til sjávar og sveita í hverju héraði þarf að gera sér grein fyrir því, að ef það vill láta hérað sitt eða byggðarlag halda velli á þeim umrótstímum, sem nú eru, verður það að gæta þess sameiginlega að láta ekki „fjöreggið“ brotna — og vera á verði gegn þeim, sem því vilja Lýsander, fer vökvinn i aug« rangs Aþenings. Þegar Lýsander vaknar, kemur. hann auga á Helenu, sem stend- ur hjá honum, og hann eltir hana í burtu, og skilur Hermínu eftir. Mikil óhamingja uþphefst af þessum sökum, Hermina leitar vinar sins í skóginum, og Helena trúir ekki öðru, en Hermína og Lýsander hafi tekið sig saman um að hæðast að henni á þennaa hátt, og leika sér að tilfinningurn hennar, og enn vissari verður hún í sinni sök, þegar Bokka hefur einnig tekizt að koma ástarvökv- anum í augu Demetríusar, og hann lítur Helenu augum og fell- ir ást til hennar samstundis. Þeir keppinautarnir, sem áður hafa keppt um ást Hermínu, deila nú og liggur við einvígi, en Helena heldur að þau hafi öll þrjú sam- einast um að hæða hana og spotta, og þykir lítið orðið eftir af vináttu æskuleiksystur sinnar, Hermínu. Álfadrottningin hefur einnig verið grátt leikin. Þegar hún vaknar, eftir að hafa orðið ástar- vökvans aðnjótandi, verður fyrir augum hennar hndverksmaður frá Aþenu, sem Bokki hefur lika leikið grátt og látið þreytast í asna. Drottningin lætur meyjar sinar þjóna asnanum, og Bokki og álfakóngurinn hafa gaman af. Þegar álfakóngurinn telur nóg komið af svo góðu, notar hann enn lyfja- og grasafræðikunnáttu sína, og nú til þess að breyta því sem illa hefur verið gert. Lýsand- er fær aftur ást á Hermínu, en þar sem hentast er fyrir alla, að Demetrius haldi áfram að elska Helenu, er hann ekki læknaðut' af þeirri ást. Álfadrottningin sér nú, að hún hefði aldrei átt aSi (Framhald á blaðsíðu 7). G. G. Sviðsatriði úr Jónsmessudraunii. (Ljósm.: Eðvarð Sigurgeirsson) Leikfélag Akureyrar: Draumur á Jónsmessunótt Höfundur William Shakespeare Leikstjóri Ragnhildur Steingrímsdöttir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.