Dagur - 13.05.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 13.05.1967, Blaðsíða 1
HOTEL HMb"t pantanir. F«r3a- skrifstoían Túngötu 1. Akureyrl. Sími 11475 r *• I "f 1 f Túngötu 1. Feroaskrifsfofansimi iu75 SHpuleggjum ódýrustu ferðirnar til annarra landa. L. árgangur — Akureyri, laugardaginn 13. maí 1967 — 36. tölublað. Spretta faukar og gala gaukar Ófeigsstöðum 9. maí. — Hér spretta laukar og gala gaukar, Akureyrartogararnir HARÐBAKUR landaði 159 tonnum fiskjar á Akureyri 8. maí og fór næsta dag á veiðar. Svalbakur landaði einnig í heimahöfn 223 tonnum 10. og 11. maí og hélt þegar á miðin. Kaldbakur og Sléttbakur komu nýlega úf söluferð og munu landa hér síðari hluta næstu viku. Mikil vinna er nú í Hrað- frystihúsi Ú. A. og vinna þar nú engin börn og fáir unglingar. Ólafsfirðingar með góðan afla Ólafsfjörður 12. maí. Hér hefur verið kalt í veðri að undan- förnu, og snjóa leysir mjög hægt. Frost hefur verið á hverri nóttu. Sauðburður er al- mennt að hefjast, en heyfirn- ingar eru óvíða hjá bændum, enda hefur verið algjört jarð- leysi í allan vetur, og varla látn ir út hestar. Heildarafli báta hér frá síð- astliðnum áramótum til sl. mán aðamóta var 1705% tonn, þar af Guðbjörg, Sæþór og Þorleifur með samtals 705% tonn á línu. Stígandi hefur verið á togveið- um og fékk 323.5 tonn og Sigur björg aflaði 179 tonn af neta- fiski. Átta trillur hafa ráið héð- an í vetur, og nemur afli þeirra samtals 41.5 tonn frá áramótum til aprílloka. Aflinn hefur verið frystur, saltaður og spyrtur, og einkum hefur smærri fiskur verið spyrtur vegna verðfalls á honum söltuðum. Um síðustu áramót glæddist afli, t. d. hefur Guðbjörg fengið 38.5 tonn á línu í fimm róðrum, þar af 13.5 tonn í einum róðri. Stígandi landaði 2. maí 101 tonni af tog- fiski og 11. maí fékk hann 70 tonn. Þ. J. í hugum manna, en ég held það sé við frost á hverri nóttu. Sauð burður Jer ekki byrjaður al- mennt, en er alveg að hefjast. Hér er gjörsamlega gróðurlaust, og hér í Norðurkinninni er jörð rétt að koma upp úr snjó. Það er auðséð, að við þurfum að gefa sauðfé allan þennan mán- uð, en útlit er sæmilegt með heyin. Vegirnir slæmir. Vegirnir eru að verða slark- andi, en þeir voru mjög slæm- ir, og skemmdust hér af hlaupi úr Skjálfandafljóti í fyrstu leys ingunum. Enn er nokkurt frost í þeim, en samt þorna þeir nú víða, en eru heldur ósléttir. Verið er að hefla þá smávegis. Gísli Guðmundsson frambjóð andi Framsóknar kom hérna í Fosshól um daginn, og er það helzti viðburður þessa síðustu viku. Hafði hann tal af hátt- virtum kjósendum, sem tóku honum mjög vel, eins og Fram- sókn er nú yfirleitt tekið um þessar mundir. Hvert manns- barn kýs Framsókn, núna, hér um slóðir, og þeir eru þá svo ragir, þeir sem kunna að vera eitthvað tvíbentir, að þeir þora ekki að láta heyra í sér. Og svo heyri ég sagt, að sé á Akureyri líka. B. B. Nú er mikið um að vera í fiskvinnunni á Húsavík, og hefur verið síðustu dagana. HÚSVÍKINGAR AFLA VEL Á SKJÁLFANDAFLÓA Húsavík 12. maí. Frá Húsavík róa nú sjö þilfarsbátar og 15 til 20 trillur. Á þriðjudaginn í þess ari viku lögðu alls 26 bátar afla hér á land. Mjög góður afli hef- ur verið, það sem af er þessum mánuði, og í síðari hluta apríl- mánaðar, og hefur suma dagana Vilja ekki sameiginlega fundi FRAMSOKNARMENN í Norðurlandskjördæmi eystra óskuðu þess við frambjóð- endur hinna stjórnmála- flokkana, að sameiginlegir framboðsfundir yrðu haldnir á hinum ýmsu stöðum í kjör dæminu. Alþýðuflokksmenn svör- uðu þessari málaleitan ját- andi, þó þannig, að hinir óbreyttu, þ. e. hinir almennu kjósendur, hefðu ekki mál- frelsi en fengju að koma skriflegum fyrirspurnum á framfæri. Sjálfstæðismenn féllust á sameiginlega framboðsfundi, en vildu hespa 9—10 fundi af á þrem dögum, þóttust ekki geta offrað kjósendum meiri tíma á þeim vettvangi og aftóku umræður og fyrir spurnir hinna almennu kjós- enda. Alþýðubandalagsmenn höfnuðu tilmælum Fram- sóknarmanna um sameigin- lega framboðsfundi alger- lega. Mun tvennt koma til, veikindi efsta manns á lista þeirra og svo að sjálfsögðu hin opinbera sundrung í Al- þýðubandalaginu. D jafnvel verið mokafli. Aðalafla- magnið fæst á línu. Fimm róðrar voru farnir í fyrstu viku maí-mánaðar, og komu þá alls á land um 364 tonn. Á þeim fimm dögum voru lögð inn í Fiskiðjusamlag Húsa víkur 255 tonn, en að jafnaði telst mjög sæmilegt að fá það aflamagn til samlagsins á heil- um mánuði. Þá sömu daga fékk m.b. Svanur 57.6 tonn, eða 11.5 tonn til jafnaðar í róðri, og m.b. Andvari fékk 45.9 tonn, það er 9.1 tonn að meðaltali í róðri. Eigendur þessara beggja báta verka að jafnaði sjálfir aflann. í þessari aflahrotu hefur m.b. Svanur fengið mestan afla í ein um róðri, 17.9 tonn. M.b. Svan- ur er um eða rúmlega 18 lestir að stærð. Formaður á honum er Ingvar Hólmgeirsson. í gær komu á land alls 54 tonn af 7 þilfarsbátum og 12 trillubátum. Mestan afla í gær hafði m.b. Andvari, 9.1 tonn. Formaður á Andvara er Sigur- björn Sörentsson. Þ. J. Sunnukórinn syngur á Akureyri SUNNUKÓRINN á ísafirði og Karlakór ísafjarðar hafa leigt m/s Esju um hvítasunnuhelgina og áætla að halda söngskemmt- anir á þrem stöðum norðan- lands. Til Akureyrar koma kór- arnir á laugardag. Lagt var af stað frá ísa- firði um miðnætti fimmtudag- inn 11. maí og haldið til Húsa- víkur og sungið þar á föstudags kvöld. Til Akureyrar verður komið á laugardag og haldin Gistihús verður reist austur á Egilsstöðum Egilsstöðum 12. maí. í ráði er að byggja gistihús í tengslum við hið nýja félagsheimili, Vala- skjálf, sem tekið var í notkun á Egilsstöðum 17. júní í fyrra. Er þegar byrjað á því að teikna gistihúsið, og gerir það Þor- valdur Þorvaldsson arkitekt. Ekki er búizt við að bygginga- framkvæmdir hefjist á þessu sumri, enda þótt mikil nauðsyn sé á því, að hægt verði að taka gistihúsið í notkun sem allra fyrst, því ferðamannastraumur er mikill um Egilsstaði bæði í sambandi við Egilsstaðaflugvöll, og einnig yfir sumarmánuðina, þegar síldveiðar standa yfir, og straumurinn liggur um Egils- staði og niður í firðina. í upphafi var fyrirhugað að byggja Valaskjálf í áföngum, og er þegar búið að reisa aðalsam- komusalinn og veitingaaðstaða er þar fyrir hendi. Annar áfangi var fyrirhugaður og átti í hon- um að vera bókasafn, minja- safn og fleira, en nú hefur ver- ið horfið frá þessari hugmynd, en teikning gistihúss hafin í þess stað, og byggingu safna- hússins frestað um óákveðinn tíma. Lítið er um gistihús á Austfjörðum, og mun hér því vera mikið þarfafyrirtæki á ferðinni, setn ferðamenn eiga eftir að njóta góðs af og kunna vel að meta. Rekstur félagsheimilisins hef ur gengið mjög vel þetta fyrsta ár, og skilja menn ekki lengur, hvernig þeir komust af án þess. Þar hafa verið stöðugar leik- sýningar, skemmtanir og alls konar félagsstarfsemi og öll starfsemi félagsheimilisins ver- ið til hinnar mestu fyrirrnynd- ar. V. S. söngskemmtun. Á heimleiðinni verður komið við á Siglufirði á hvítasunnudag og sungið þar um kvöldið. Söngstjóri kóranna er Ragnar H. Ragnar, sem verið hefur söngstjóri kóranna í nær því 20 ár, eða allt frá því Jónas Tómas (Framhald á blaðsíðu 5). Sjómannadagurinn SJÓMANNADAGURINN verð ur sunnudaginn 28. maí. For- maður sjómannadagsráðs, Björn Baldvinsson hafnarvörður á Akureyri lét blaðinu þær upp- lýsingar í té, að kappróður fari fram á Pollinum að kveldi laug ardagsins 27. maí. Á sunnudag- inn verður sjómannamessa, síð- an verður kabarett í Nýja Bíói, en útiíþróttir falla niður. Dans- leikir verða bæði á laugardags- og sunnudagskvöld. Meðal ann- arra atriða á kabarettinum syngur Tónakvartettinn frá Húsavík. Nánar verður sagt frá sjó- mannadeginum síðar. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.