Dagur - 13.05.1967, Blaðsíða 5

Dagur - 13.05.1967, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Framboðm FRESTUR til að skila framboðslist- um vegna alþingiskosninganna 11. júní n.k. rann út síðasta miðviku- dagskvöld. Fjórir gömlu stjómmála- flokkamir bjóða fram í öllum kjör- dæmurn landsins eins og áður. Til viðbótar koma fram tveir nýir fram- boðslistar. Flokkur, sem nefnir sig Óháða lýð veldisflokkinn býður fram í Reykja- vík og í Reykjaneskjördæmi og er Áki Jakobsson hæstaréttarlögmaður í efsta sæti þess lista í Reykjavík. Þá hefur Alþýðubandalagið klofnað með þeim afleiðingum, að nokkur hluti þess býður fram sérstakan lista í Reykjavík. Efsti maður á þeim lista er Hannibal Valdemarsson forseti Alþýðusambands íslands. Framboðslisti Áka Jakobssonar og hans manna virðist ekki sigurstrang- legur eða líklegur til þess að hljóta meiri háttar fylgi og ekki sennilegt að þessi listi hafi mikla þýðingu. Hins vegar mun skipting Alþýðu- bandalagsins í tvær fylkingar geta haft veruleg áhrif í þessum kosning- um. Hinn opinberi ágifeiningur og framboðin tvö sem af honum leiddi og „fullur fjandskapur“ milli flokks- brotanna, samanber opinber máls- gögn þeirra, lama samtökin veru- lega. Og þessi ágreiningur veikir að- stöðu Alþýðubandalagsins um land allt. Þúsundir kjósenda hafa undan- farin ár naumast eða alls ekki gert sér grein fyrir veikleika og sundrung flokks síns. Þar hefur fámennur en harðvítugur hópur kommúnista, dýrkendur erlendrar öfgastefnu, ráð- íð lögum og lofum. Minni háttar menn samtakanna hafa svo verið sendir út af örkinni með afneitun kommúnismanns á vörunum til þess að smala atkvæðum. Fyrri fylgjend- ur Alþýðubandalagsins gera sér nú ljóst, að til þeirra hefur verið talað á fölskum forsendum og munu marg ir átta sig á því, sem ekki hafa gert það áður. Eitt er víst, að þetta fólk verður að gera það upp við sig nú fyrir kosningarnar, hvort það vill öðru hvoru flokksbroti Alþýðu- bandalagsins fylgja eða styðja öflug- asta íhaldsandstæðinginn, Framsókn- arflokkinn. Það val verður sumum erfitt, en allir verða að viðurkenna staðreyndir og hin breyttu viðhorf. „Við erum eins og særðir fuglar við veginn“, sagði einn af frambjóðend- um Alþýðubandalagsins á skrifstofu Dags í gær, „en ef þetta verður áfangi að myndun heilsteyptrar vinstri fylkingar í landinu, er ég ánægður þótt við höldum ekki okk- ar fyrra fylgi í þessum kosningum.“ VIÐ SKILUM HRAUSTU ÆSKUFÓLKITIL ALLRA STÉTTA ÞJÓÐFÉLAGSINS SEGÍR JÓN BÓNDI FRIÐRIKSSON Á HÖMRUM í REYKJADAL í EINNI vinalegustu sveit á Norðurlandi, Reykjadal í Su'ð- ur-Þingeyjarsýslu, við suður- enda Vestmannsvatns óx upp sveinninn Jón Friðriksson á fjölmennu heimili Friðriks pósts og bónda. Svanir bg fjöldi annarra sundfugla prýða Vest- mannsvatn skammt frá, á fögr- um sumardögum, laxinn hrygn- ir á sínum vissu stöðum, þar sem dýpi er haefilegt og botn- inn eins og vera ber, ungfiskur, bæði lax og silungur, vakir á kyrrum kvöldum. Ekki kann blaðið frá afrek- um Jóns Friðrikssonar að segja á æskustöðvum hans Helga- stöðum í Reykjadal. Hitt leynir sér ekki, að hin fagra sveit mót aði snemma hugarfar þessa sveins, vann ást hans og tryggð, sem dugað hefur til þessa. Og Jón varð hinn nýtasti maður, óx mjög úr grasi, varð hinn gjörvilegasti að vallarsýn og vaskur maður. Jón á nú að baki 44 ára búskaparsögu, fyrstu 15 árin á Halldórsstöðum en síðan 29 ár á Hömrum og er nú á sextugasta og níunda aldurs- ári. Hann yfirgaf aldrei ætt- byggð sina en helgaði henni starfskrafta sína alla. Hamrar standa austanundir Fljótsheiði og dregur bærinn nafn sitt af fallegum klettabelt- um rétt ofan við bæinn, en ofan þeirra er hin gróðurfagra heiði, þar sem forsjónin virðist hafa lagt sig einna mest fram um lita valið, svo að unun er á að horfa. Og hvernig hefur svo bú skapurinn gengið? Hinar reisu- legu byggingar og stærri töðu- vellir en almennt gerist, svara því. Á þeim bæ hefur verið búið af bjartsýni á framtíðina og trú á landið og fólkið, og hendur látnar standa fram úr ermum. Það hefur alltaf munað um handtök bóndans á Hömrum, hvort sem um var að ræða hin eiginlegu bústörf, byggingar eða ræktun eða liðveizla hans í félagsmálum eða á gleðimótum. Söng, dans, taumhald góðhesta og viðræður um landsins gagn og nauðsynjar er honum kær- komið tómstundarefni og h'fs- nautn, og enginn er hann tæpi- tungumaður, aldrei hálfur mað ur í leik eða starfi. Nú um tíma hefur Jón dvalið á Akureyri vegna veikinda konu sinnar, sem liggur í sjúkrahúsi og lítur stundum á skrifstofur blaðsins. Leynir sér þá ekki áhugi hans á almennum málum héraðs og lands og á kosningum þeim, sem nú eru framundan. Á borð- inu liggur Morgunblaðið og hann rekur strax augun í fyrir sögnina: Framsóknarflokkurinn svertir bændur. Hvað segirðu um þetta Jón? Morgunblaðið hikar ekki við að segja allskonar slúður af flokksþingi Framsóknarmanna í vetur, sem nokkur hundruð manns á því þingi geta borið vitni gegn. Þegar svo stendur á, mætti ætla, að rétt væri frá skýrt. Maður getur látið sér detta í hug hvað áreiðanlegar frásagnir sama blað ber á borð fyrir lesendur sína, þar sem ekki verður slíkum fjölda vitna við komið. í frásögn Mbl. er enn nauðað á því, að Þorsteinn á Vatnsleysu hafi verið felldur úr miðstjórn Framsóknar og að hann hafi vítt Framsóknarflokk inn. Framsóknarmenn munu sjálfir færir um að kjósa sér Jón Friðriksson. menn í miðstjórnina. Þorsteinn var þar eflaust góðm' fulltrúi, enda hefur hann lengi átt þar sæti. En það eru bara margir fleiri, sem þar geta fyllt sæti af mikilli prýði. Kannski Mbl. vilji nefna þá, sem ekki ættu að vera í miðstjóm Framsóknarflokks- ins? Og sama blað segir, að Þor steinn hafi hellt sér yfir Fram- sókn á miðstjórnarfundinum. Þetta er skreytni. Hann stjórn- aði fundi af skörungsskap einn daginn. Og ræðu eina flutti hann, eftir að kosning í mið- stjóm hafði farið fram og eggj- aði Framsóknarmenn lögeggjan til mikillar og drengilegrar kosn ingabaráttu. Þetta veit ég að er satt og er frásögn Mbl. því röng. En ég veit hverjir svert hafa bændastéttina. Hverja viltu nefna í því sam- bandi? Þá myndi ég fyrst nefna Gylfa Þ. Gíslason ráðherra. Mér kemur hann ævinlega fyrst í hug þegar talað er um að ein- hver sverti bændastéttina eða dragi hana niður. Það var hann, sem sagði, að bændur væru hemill á hagvexti þjóðarinnar. Ég veit ekki um annað Ijótara og ósannara, sem 'sagt hefur verið um bændur. Og þar ofan í kaupið vill hann svo fækka þeim til muna. Ég tel, að bænd- ur hafi sýnt það á undanförn- um árum, að aðrir hafi ekki staðið betur í stöou sinni. Þeir hafa á síðustu 15—20 árum byggt upp jarðir sínar, svo að segja frá grunni og ræktað mik ið land. Eftir því, sem ég kemst næst hafa þeir komizt af með minna lánsfé til þessara fram- kvæmda en margir. aðrir. Og þeir hafa alið upp æskufólkið fyrir aðrar stéttir þjóðfélagsins og skilað því hraustu og starf- hæfu til annarra atvinnustétta. Þetta er stórkostlegt framlag til þjóðfélagsins, ánægjulegt og mikilsvert í senn. Það má einn- ig minna á, að oft flytur aldraða fólkið til kaupstaðanna og með því mikið fjármagn. Nei, bænda stéttin og landbúnaðurinn hef- ur aldrei verið hemill á hag- vexti þjóðarinnar heldur hið gagnstæða. En það er nú Ingólfur Jóns- son en ekki Gylfi, sem hefur á hendi æðstu stjórn landbún- aðarmála. Veit ég það og það var sá sami Ingólfur ráðherra, sem sagði fyrir hálfu öðru ári, og lét bæði útvarp og blöð flytja þann boðskap, ásamt nokkrum vel völdum orðum um áhuga sinn fyrir velferð landbúnaðar- ins, að það þyrfti að taka land- búnaðarmálin til gaumgæfilegr ar athugunar til þess að bænd- ur gætu staðið á sínum eigin fótum. Við höfum kannski ekki staðið á okkar eigin fótum, held ur einhverjum gervifótum, eða kannski verið á fjórum fótum. Þá væri illa komið fyrir bænda stéttinni, ef hún stæði á láns- fótum, og svo illa er nú ekki komið fyrir okkur, þrátt fyrir „viðreisnina“. Þessir ráðherrar virðast ekki sjá hvað bænda- stéttin hefur gert fyrir samtíð sína — fyrir þjóðina alla —. Þér er heldur uppsigað við blessaða ráðherrana? Það eru skaplitlir bændur, sem láta bjóða sér annað eins og gert hefur verið allra síðustu árin, enda mun það koma fram í kosningunum, sem nú standa fyrir dyrum. Og svo má nú ekki gleyma forsætisi'áðherranum, Bjarna Benediktssyni. Á síðasta sumri fór hann um landið og smjattaði á þeim möguleika, að flytja bara búvörurnar frá út- löndum, og tók það svo aftur í hinu orðinu og sagði, að auð- vitað kæmi það ekki til greina. Innflutning búvara taldi hann gott læknislyf við verðbólgunni. Þeir menn eru djúpt sokknir, sem misst hafa trúna á atvinnu vegi þjóðar sinnar. Sú þjóð er í vanda stödd, sem kýs slíka menn til ábyrgðarmestu starfa. Nú er sauðburðurinn fram- undan, dreifing áburðar og fleiri vorverk? Já, mikill og oft skemmtileg- ur annatími. Því miður heilsar gróðurinn ekki unglömbunum á þessu vori, framan af sauðburði að minnsta kosti. En auðvitað kemur gróður, eins og ævin- lega, þótt stundum komi hann seint og auðvitað berum við á tún og kappræktum þau með hjálp tilbúins ábm-ðar. En í sam bandi við tilbúna áburðinn er það sorgarsaga, að núverandi valdhafar skuli svo lengi hafa trassað raforkuframkvæmdir, að Áburðarverksmiðjan í Gufu nesi skuli ekki, vegna raforku- skorts, geta framleitt nægilegt áburðarmagn handa okkur bændunum. Ég dreg ekki í efa, að ef nægileg raforka til áburð- arframleiðslunnar væri fyrir hendi, stæðum við betur að vígi, fengjum bæði meiri, betri, fjölbreyttari og ódýrari áburð en nú er. Það hefur eiginlega ekkert teljandi verið gert í raf- magnsmálum okkar í tvö kjör- tímabil og mjög aukinni raf- orkuþörf hefur ekki verið sinnt. Þetta er mjög vítavert og auð- vitað ekki afsakanlegt, að ríkis- stjórnin skuli hafa haldið að sér höndum allan þennan tíma. Við bændur gerum kröfur til þess, að Áburðarverksmiðjan sé endurbætt og stækkuð án taf- ar, svo að hún uppfylli þarfir landbúnaðarins eins vel og verða má. Ég veit, að margir ís- lenzkir bændur, sem um þessar mundir eru að kaupa tilbúna áburðinn og bera hann á, hugsa til þess með sársauka, að hluti verðs hvers áburðarpoka er greiddur fyrir slóðaskap í stjóm þessara mála. Bændur þurfa að taka þátt í stjórn Áburðarverk- smiðjunnar og auðvitað á hún að vera ríkiseign. Hvað viltu segja um fræðslu- málin? Um þau væri margt að segja og flest margþvælt. En í því sambandi óttast ég mest, að bændastéttin verði minnst menntaða stétt þjóðfélagsins áður en varir, ef svo heldur sem horfir í skólamálum þjóð- arinnar. En í þessu liggur meiri hætta en margir gera sér grein fyrir. Þá vil ég benda á þann mikla mun á menntunaraðstöðu barna og unglinga í þéttbýli og sveitum. f þéttbýli eru heimagönguskólar og börnin njóta heimila sinna. Sveitafólk- ið verður hins vegar að senda bömin frá sér, jafnvel á bama- skólaaldri, þar sem heimavistar skólar eru komnir, og kosta þau þar, og svo auðvitað í aðra skóla. í þessu liggur mikill að- stöðumunur, sveitafólki í óhag. Þú býrð nú félagsbúi á Hömr um, Jón? Já, tengdasonur minn, Benoný Arnórsson og ég búum félags- búi á Hömrum hin síðustu ár og hefur samvinnan gengið mjög vel. Þið munið ekki á eitt sáttir í stjórnmálum? Nei, hann skipar sæti á lista Alþýðubandalagsins í þessum kosningum. Um það get ég sagt það, sem ég fyrr í vor sagði við nokkra kunna flokksbræður mína yfir kaffibolla, og deildu þeir á mig fyrir það að hafa ekki alið mitt fólk upp á réttan hátt! Ég svaraði því þá á þá leið, að á meðan ég væri hús- bóndanefna á Hömrum ríkti þar (Framhald á blaðsíðu 7) I Þessar stúlkur eru nú á námskeiðinu á Hótel KEA. Frá vinstri: Þuríður Snæbjörnsdóttir, Reynihlíð, Sigríður Sveinsdóttir, KEA, Valgerður Sveinsdóttir, KEA, Védís Stefánsdóttir, Reynihlíð, Bergljót Jónsdóttir, Hótel Húsavík, Steinunn Þorsteinsdóttir, Skíðaskálanum I Hveradölum, Karitas Hasler, Mánakaffi ísafirði og Hjördís Karlsdóttir, sama stað. Fyrir framan sitja Sigurður Gröndal og Jens Otto Mose, kennarar. Aðrir kennarar voru fjarverandi þegar myndin var tekin. (Ljósm.: F. B.) FRÁ BÆJARSTJÓRN Námskeið íyrir framreiðslusfúSk- ur haldið að Hófel KEA NIU stúlkur eru þessa dagana á námskeiði iyiir íramreiðslustúlk- ur, sem Samband veitinga- og gistihúsaeigenda eínir til, og íer kennslan tram hér að Hótel KEA. Námskeiðið skipulagði Tryggvi Þorfinnsson, skólastjóri Mat- sveina- og veitingaþjónaskólans, en yfirumsjón með framkvæmd þess hefur Sigurður B. Gröndal, yfirkennari, sem einnig kennir bóklega framreiðslu. Við ræddum stutttega við Sig- urð og báðum hann um að segja okkur frá tilgangi námskeiðsins og fyrirkomulagi þess. — Sagði hann, að þetta væri fyrsta nám- skeiðið, sem Samband veitinga- og gistihúsaeigenda efnir til fyr- ir framreiðslustúlkur, en í fyrra hefði verið haldið námskeið í Reykjavík fyrir veitingamennina sjálfa. Einu sinni hefði verið nokkra upphæð fyrir dvölina á KEA. Sigurður sagðist vona, að nám- skeið sem þetta yrði fastur lið- ur í starfsemi sambandsins og skólans framvegis, þvi þeir, sem það sæktu, ættu að geta hgft eitthvað gott af náminu, ef þeir á annað borð hefðu áhuga á því og vildu leysa starf sitt vel af hendi. Þarna er framreiðslustúlk- um kennt það hagnýtasta, sem þær þurfa á að halda í starfinu á veitingahúsunum. Sigurður sagðist telja, að mörgu væri ábótavant í framreiðslunni hér á landi. Miklar breytingar hefðu orðið þar á um og upp úr strxðsárunum. Fram til þess tíma hefði íslenzk framreiðsla ein- kennzt af evrópskum áhrifum, formfestu og nákvæmni, en á stríðsárunum hefðu áhrif Banda- ríkjamanna orðið meiri, og nú í FUNDARGERÐUM bæjar- ráðs er m. a. þetta bókað: Framkvæmdir við dráttar- brautina. Frá fundi í hafnárnefnd segir svo: Pétur Bjarnason skýrði frá því, að stöðugt væri unnið að dýpkun fyrir framlengingu spors dráttarbrautarinnar og væri við það verk notaður flot- krani vitamálastjórnarinnar ásamt krana hafnarsjóðs, en verkið gengi mikið seinna en áætlað var. . Ennfremur, er unnið að und- irbúningi að þilrekstri og geti það verk hafizt strax eftir helgi ef ekki stendur á teikningum frá vitamálastjóra. Saniskipti vitamálastjómarinn- ar og liafnamefndar. Á fundi hafnai-nefndar 13. apríl s.I. var rætt við Svein Sveinsson, verkfræðing vita- málastjóra, um ráðningu yfir- verkstjóra sem hafnarnefndin átti að ráða með samþykki Sveins, samkvæmt samningi frá 8. apríl s.h, gerðum í Reykja- vík. Á þessum ftmdi var tilnefnd- ur ákveðinn maður af hafnar- nefnd, sem nefndin var sam- mála um að væri einn hæfasti maður, sem völ væri á, til þess að stjóma þessu verki. Maðurinn er Áskell Bjama- son, skipasmiður, Ránargötu 22, Akureyri. Sveinn Sveinsson, verkfræð- ingur, óskaði eftir fresti, til þess að ráðfæra sig við sína yfir- nrenn hjá vitamálastjóminni, urn hæfni Áskels til þess að taka að sér nefnt yfirverkstjóra starf og fellst nefndin á að veita Sveini umbeðinn frest. Síðan hefur mál þetta verið í athugun hjá vitamálastjórn- inni í um það bil 3 vikur og hafa átt sér stað fjölmörg sím- töl frá vitamálastjórninni við formann hafnarnefndar, Sefán Reykjalín, og síðar bæjarstjóra, Bjarna Einarsson, og einhverja bæjarfulltrúa, um þetta mál og verður ekki á þessu stigi máls- ins bókað efnislega það, sem um hefur verið rætt. Á þessum fundi hafði bæjar- stjóri, Bjarni Einarsson, tvíveg is símasamband við vitamála- stjóra, Aðalstein Júlíusson, varð andi þetta verkstjóramál og var vitamálastjóra tjáður sá vilji hafnamefndar, að frá þessu máli verði gengið tafarlaust og jafnframt var vitamálastjóra tjáð, að samkomulagið frá 8. apríl yrði haldið af hálfu hafn- arnefndar og þess einnig vænzt af hálfu vitamálastjórnarinnar. í síðai'a samtali bæjarstjóra við vitamálastjóra óskaði vita- málastjóri enn eftir fresti til að ráðfæra sig við ráðuneyti það, sem fer með vita og hafn- armál. Ut að því, sem á undan er gengið í þessu dráttarráutar- máli, lítur hafnarnefnd svo á, að samstarf við vitamálastjórn- ina sé ekki eins og það ætti að vera, þótt ekki sé meira sagt, og tæplega verði við það unað öllu lengur. Hafnarnefnd telur því tíma- bært að hefja athuganir og undirbúning að því að Akur- eyrarhöfn taki allar hafnar- framkvæmdir í sínar hendur, eins og gert er ráð fyrir í nýj- um hafnarlögum, — sem taka gildi 1. janúar 1968. Samkomulag gert. 1 framhaldi af þessu hefur nú verið gert samkomulag (8. apríl) við vitamálastjóra. í því sambandi óskar Aðalsteinn Júl- íusson, vitamálastjóri bókað: „Enda þótt ég hefði talið heppilegra að yfirverkstjóri við umrætt verk, hefði meiri reynslu sem verkstjóri við hafn argerðir við stærri framkvæmd ir samþykki ég val hafnarnefnd ar Akureyrar á yfirverkstjói'a, þ. e. Áskeli Bjarnasyni, skipa- smið, enda hafi Sveinn Sveins- son heimild til að kveðja sér- fræðinga sér til ráðunevtis, eftir því sem hann telur ástæðu til. Slrkir ráðunautar starfa beint undir sf.jórn Sveins, en hafa ekki með verkstjórn að gera.“ Hafnarnefnd samþykkir ofan ritaða bókun, en tekur fram að nefndin telur Áskel Bjarnason, skipasmið, ágætlega hæfan sem yfirverkstjóra og ber fyllsta traust til hans. - STÆRSTA GJÖFIN (Framhald af blaðsíðu 8). Laxdal frá Nesi, Hlaðgerður Lax- dal fyrrv. símstöðvarstjóri, Jó- hannes Laxdal, Tungu, og Jón Laxdal fyrrum bóndi í Meðal- heimi. Gjöf þessari fylgja ekki aðrar kvaðir en þaer, að henni skuli varið til kaupa á einhverjum þeim tækjum, sem bætt geta þjónustu sjúkrahússins við hina sjúku og ennfremur þarf til að koma samþykki nefndra systkina þegar peningaupphæðinni verður ráðstafað. Enn hefur ekki verið ákveðið, hvernig hinni höfðing- legu gjöf verður varið. Yfirlækn- irinn minnti á, að um margt væri að ræða í þessu efni, sem sjúkra- húsið vanhagaði enn um, en oft- ast hefði staðið á kaupgetunni. Gjöfin væri því mikilsverð á tvennan hátt: Gæfi möguleika til tækjakaupa og sýndi um leið ómetanlegan vinarhug til stofn- unarinnar, sem ljúft væri og skylt að þakka. Q haldið námskeið fyrir fram- reiðslustúlkur, það var í fyrra- haust, að Matsveina- og veitingá- þjónaskólinn í Reykjavík. hélt slíkt námskeið. Stóð það í átta vikur og var kvöldnámskeið, og er þetta námskeið, sem nú stend- ur yfir, sniðið eftir því að mestu. Námskeiðið að Hótel KEA hófst á mánudagsmorguninn kl. 11 og stendur fram í næstu viku. Prófað verður á föstudaginn, en formleg slit verða á láugardag- inn. Á námskeiðinu kennir Sigurð- ur B. Gröndal bóklega fram- reiðslu, Ragnar Ragnarsson, hót- elstjóri KEA, kennir verklega framreiðslu, Aðalgeir Pálsson kennir reikning og Jens Otto Mose kennir ensku, en Jón Sig- urgeirsson tók að sér að útvega þessa menn hér á Akureyri, til þess að annast kennsluna. Upphaflega hafði verið gert- ráð fyrir, að á námskeiðinu yrðu a. m. k. 20 stúlkur, en svo und- . arlega brá við, að áhugi veitinga- manna virðist ekki hafa verið nægilegur, því aðeins 9 stúlkur voru innritaðar. Tvær eru frá Reynihlíð, þrjár frá KEA, ein frá Hótel Húsavík, tvær frá Hót- el Mánakaffi á Isafirði og ein frá Skíðaskálanum í Hveradöl- um. Vakti þessi dræma aðsókn undrun forstöðumanna nám- skeiðsins, ekki hvað sízt vegna þess, að námskeiðið er haldið á nokkuð hentugum tíma, að því er talið er, fyrir veitingamenn, og lítill kostnaður er við að senda stúlkurnar á námskeiðið, t. d. er námsgjaldið aðeins 1000 krónur, en auk þess greiða stúlkurnar virðist allt miðast við, að fram- reiðslan gangi sem hraðast fyrir sig. Það, sem ef til vill kann a8 há veitingamönnum nokkuð hér á landi, er hversu stuttur starfs- tími er hjá mörgum veitinga- stöðum úti á landi, þar sem að- eins er opið yfir hásumarið, en annað kemur líka til, og eru það hin öru skipti á starfsfólki, en reikna má með, að með aukinni menntun starfsfólksins færist framreiðslan í betra horf og veröi landi og þjóð til hins mesta sóma, enda er það vissulega æskilegt. O JÓNSMESSU- NÆTUR- ;| DRAUMUR j| JÓNSMESSUDRAUMUR- INN hjá Leikfélagi Akureyr;! ar vekur verðskuldaða at- j hygli bæjarbúa og nærsveit- !| armanna. Annað eins skraut!; hefur ekki áður sézt á sviði!; Samkomuhússms, og söngv- ;; ar og dansar vekja athygli. ;> Efni leiksins hefur áður ver;! ið rakið að nokkru. Það er á!! mörkum veruleikans og hins !! raunverulega og leikur-;' um tekst að lyfta leikhús-;; gestum upp í heim ævintýr-;! anna um stund. Þrjátíu leik!! arar koma fram og gera flest!; ir hlutverkum sínum góð!; skil, jafnvel svo, að hvar-!; vetna mundi sóma sér. —;; Ljósmyndimar tók Eðvarð;! Sigurgeirsson á liátlðasýn-;! ingu L. A. sl. Iaugardag. ![

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.