Dagur - 13.05.1967, Blaðsíða 7

Dagur - 13.05.1967, Blaðsíða 7
7 SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). að ekki megi draga hana lengur. SJÚKRAHÚSIÐ ÁVALLT FULLSKIPAÐ í Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri eru að jafnaði 140-—150 sjúklingar og er þar jafnan hvert rúm skipað. Þessi þýð- ingarmikla stofnun nýtur mik- illar vinsemdar og virðingar. Þar starfa nú um 120 manns. Geta má þess, að af nefndum sjúklingafjölda er geðveikra- deild með 11 sjúklinga. I þessari viku var útskrifaður hópur nýrra sjúkraliða, sem væntan- lega verður hinn þarfasti og vinnur happadrjúg störf að málefnum hinna sjúku. MÁLEFNIN RÁÐA í tilefni af klausu í íslendingi um spurningu til Stefáns Val- geirssonar á fundi og svar Stef- áns hefur Dagur spurt Stefán um þau orðaskipti, sem þar var um að ræða. Stefán sagði að spurningin væri rangfærð í ís- lendingi og sömuleiðis svarið. Fundarmaður spurði með hvaða flokki eða flokkum Framsóknar flokkurinn myndi vinna eftir kosningar. Stefán svaraði á þá leið, að Framsóknarflokkurinn myndi gera grein fyrir því í við ræðuni milli flokka, hvemig liann vildi láta vinna að málum á næsta kjörtímabili og hver samstarfsskilyrði hans væm. Færi það þá eftir undirtektum annarra flokka með hverjum unnið yrði. ÓLAFUR EÐA BJARNI Kona ein kveður sér hljóðs í ís- lendingi og rekur veikindaraun ir Ólafs lieitins Thors í sam- bandi við þau orð hans, að allt væri unnið fyrir gýg, ef verð- bólgan magnaðist. Voru þessi orð hans ómerk eða hvað? Eða er það eftirmaður hans, Bjarni, sem er ómerkur fyrir það að stýra í þá átt, sem Ólafur var- aði við og sagði „voða fyrir höndum“ ef farið yrði? SKRÝTIN NIÐURSTAÐA íslendingur hressir sig og sína menn með því, að segja, að TIL SÖLU: BOSCH ísskápur og HOOVER þvottavél, vel meðfarin 5 ára tæki. Suðurbyggð 29, sími 1-24-28. Til sölu er nýlegur Pedegree BARNAVAGN. Uppl. í síma 1-21-14. Til sölu eru NOKKRAR KÝR. Geirlaugur Sigfússon, Melgerði. „Sjálfstæðisflokkurinn eigi greinilega meiri ítök í Norður- Iandskjördæmi eystra en áður“. Rökstuðningur blaðsins fyrir þessari fullyrðingu fylgir með og hann er sá, „að útgáfudög- um Dags hefur fjölgað um einn í viku“! - MÁLVERKASÝNING Á HÚSAVÍK (Framhald af blaðsíðu 8) ingu hér. Hann helgar sýning- una að nokkru 40 ára afmæli íþróttafélagsins Völsungs, en. það var stofnað 12. apríl 1927. Jakob var hvatamaður að stofn un félagsins, og fyrsti formaður þess. Málverkasýningin verður opn uð eftir hádegi á laugardag og mun standa yfir í nokkra daga. Þ. J. - Rætt við Jón bónda Friðriksson (Framhald af blaðsíðu 4) fullt skoðanafrelsi. Sjálfur hefi ég aldrei farið dult með stjórn- málaskoðanir mínar og ætlast til hreinskilni af öðrum, hvar í flokki sem þeir standa. Hins vegar þreytum við ekki hvor annan með pólitískum kappræð um, ég og tengdasonur minn, enda hefur engan skugga borið á samstarf okkar. Hvað viltu segja um framtíð Þingeyjarsýslu? Héraðið er gott að mörgu leyti og möguleikarnir ótæm- andi. Að vísu er ísinn stundum nálægur, en í fjöllum er eldur. Fjör kenni oss eldurinn / frost- ið oss herði. Víða í héraðinu eru heitar uppsprettur og ekki má gleyma fallvötnunum. Eitt mesta jarðhitáávæði landsins er í Reykjahverfi og þar eru mikl- ir goshverir. Það verður verk- efni framtíðarinnar að virkja hin miklu öfl, jarðhita og fossa, til aukinnar hagsældar. Gaman er að láta sig dreyma um þessa möguleika alla. En framtíðin, jafnvel mjög nálæg framtíð, hlýtur að njóta hinna miklu auðæfa. Á síðustu árum hef- ur einnig sannast, að unnt er að ná upp heitu vatni með borun, þar sem lítt eða ekki var áður. Þetta er einskonar námugröftur og ekki verðminni fundur en gull og silfur. Já, hann er mikill jarðhitinn í Þingeyj- arsýslu, og einnig töluverður félagsmálahiti á stundum. Viltu segja eitthvað um kosn ingarnar að lokum? Ekki annað en það, að lág- markið er; fjórir þingmenn fyr- ir Framsóknarflokkinn. Að því verðum við að vinna og getum mikið, ef við leggjum saman. Dagur þakkar viðtalið. - BETRI STEFNA (Framhald á blaðsíðu 2.) Þór Jónsson að lokum, enda gera menn sér æ betur grein fyrir því, að Framsóknarflokk- urinn er sá flokkur, sem menn bezt geta treyst, ekki sízt þeg- ar um er að ræða málefni landsbyggðarinnar. Bj. T. BÚFJÁRSJÚKDÓMUR (Framhald af blaðsíðu 8). fund um þessi mál og allar hér- aðsnefndirnar héldu fund 19. júní. Las Stefán síðan upp fund- argjörð þess fundar og skýrði ennfremur frá fundi samtakanna með landbúnaðarráðherra. Af- urðalánin fengust hækkuð í 68,5% og fleiri ráðstafanir voru gerðar. Ljóst var af ræðu Stefáns — enda áðuf kunnugt — hversu mikla vinnu hann, sem formaður samtakanna, og ýmsir aðrir lögðu á sig fyrir þetta málefni. Eins og vikið var að í síðasta blaði voru Jónasi Kristjánssyni þökkuð heillarík störf við stjórn Mjólkursamlags KEA frá stofn- un þess. — Margir ræðumenn minntust þessa og þökkuðu af alhug jafnframt því, sem nýr samlagsstjóri, Vernharður Sveins son var boðinn velkominn til hins nýja starfs. Samþykkt var á fundinum eft- irfarandi tillaga: „Arsfundur Mjólkursamlags KEA 1967 samþykkir að greiða árlega, þar til annað verður ákveðið, 1 eyri á hvern innveg- inn mjólkurlítra til styrktar bú- fjárræktarstöðinni á Lundi og því starfi, sem þar er unnið til eflingar nautgriparæktinni á fé- lagssvæði Mjólkursamlagsins.11 Jónas Kristjánsson, fyrrver- andi samlagsstjóri, kvaddi sér hljóðs, færði fundarmönnum þakkir fyrir langt og gott sam- starf og alla vináttu á liðnum árum. Eftirmánni -sínum, Vern- harði Sveinssyni, þakkaði hann einnig náið samstarf og óskaði honum til hamingju með hið nýja starf. Samvinnan væri sá aflvaki, sem ætíð gæfi þrótt til nýrra átaka og sigra fyrir öll landsins börn. Samþykkt var tillaga Jóns Hjálmarssonar, er hljóðar svo: „Ársfundur Mjólkursamlags KEA, 9. maí 1967, telur uggvæn- legt að búfjársjúkdómur (hring- ormur), áður óþekktur hérlend- is, skuli hafa náð fótfestu í hér- aðinu. Er það álit fundarins, að sjúkdómurinn muni hafa hinar alvarlegustu afleiðingar fyrir landbúnaðinn, ef hann breiðist út. Skorar því fundurinn á land- búnaðarráðherra og yfirdýra- lækni, að beitt verði öllum hugs- anlegum ráðum til þess að út- rýma honum að fullu. í þessu sambandi vill fundurinn árétta samþykkt síðasta Búnaðarþings varðandi vandræðamál þetta.“ □ | , f ý Þakka öllum, sem sýndu mér vináttu og virðingar- ? vott á sextugsafmœli minu 5. maí. | C.UÐMUNDUR BENEDIKTSSON frá Breiðabóli. ? i í MESSAÐ í Lögmannshlíðar- kirkju annan hvítasunnudag kl. 10.30 f. h. Ferming. Sálmar nr. 372, 590, 594, 595, 596, 599, 603, 591. Sóknarprestar. STYRKTARFÉLAG VANGEF INNA hefur móttekið frá G. V. Þ. 1000 kr. minningargjög um Jakobínu Ólafsdóttur. — Kærar þakkir. Jóhannes ÓIi Sæmundsson. FANNARAR Akureyri! Dans- leikur, sem átti að verða 15. þessa mánaðar, fellur niður vegna óhjákvæmilegra ástæðna. Fönn. RÍKHARÐUR VILHJÁLMS verður aðalræðumaður báða hvítasunnudagana kl. 5 e. h. að Sjónarhæð. Aðeins þessi tækifæri að hlusta á hann. Allir velkomnir. MUSTERISHREINSUN KRISTS er efni biblíulesturs í kvöld (laugardag) kl. 8 að Stekkjargerði 7. Þeir komi, sem vilja og geta. Sæmundur G. Jóhannesson. D R E N G J A DEILD: Þeir, sem vilja æfa kappróður, mæti í kapellunni kl. 10.30 árdegis í dag — laugardag —. Stjórnin. SKOTFÉLAGAR! — Æfing í íþróttskemmunni kl. 9.30 til 11.30 f. h. á annan í hvíta- sunnu. MUNIÐ minningarspjöld Elli- heimilis Akureyrar. Fást í Skemmunni. - ELLIHEIMILI... (Framhald af blaðsíðu 8). Eskifjörður, Fáskrúðsfjarðar- hreppur, Búðarhreppur og lík- lega einhverjir fleiri. Þorvaldur Þorvaldsson arki- tekt mun teikna Elliheimilið, en hann hefur teiknað mikið fyrir Audtfirðinga á <síðustu árum, m. a. félagsheimilið Valaskjálf, Barnaskólann á Hallormsstað, og nú er hann að vinna að teikn ingum á viðbótarbyggingu við skólann á Eiðum. Elliheimilið verður byggt eft- ir danskri fyrirmynd, þar sem elliheimili er byggt upp af mörg um smáhúsum, sem gamla fólk- ið getur fengið að dveljast í eins lengi og það getur séð um sig sjálft að einhverju leyti, enda er allt gert til þess að það geti lifað sem sjálfstæðustu lífi sem lengst, en um leið er því veitt öll sú umönnun og þjón- usta, sem það þarf á að halda og hægt er að veita því. Auk smáhúsanna verður ein aðal- bygging, hjarta elliheimilisins, ef svo mætti segja. Þar verður matur framreiddur, og öll sam- eiginleg þjónusta veitt. Vonir standa til, að í sumar verði hægt að koma upp að minnsta kosti einu litlu húsi. Auk þessara byggingafram- kvæmda má geta þess, að í sumar verður haldið áfram með byggingu nokkurra íbúðarhúsa, sem áður var byrjað á, þar á meðal fjölbýlishúss með átta íbúðum, en á síðasta sumri var lokið við kjallara þess. V. S. FRÁ FERÐAFÉLAGI AKUR- EYRAR. Ferðin um Skaga og Vatnsnes fellur niður vegna ófærðar. Ferðir um helgina: Hvítasunnudag: Gönguferð á Súlur. Annan í hvítasunnu: Höfðahverfi. Skrifstofan opin kl. 5—7 á laugard. FRÁ LEIKFÉLAG INU. Bamasýning og skólasýning kl. 3 á laugardag. Al- mennar sýningar laugardagskvöld og annan hvítasunnudag. FRÁ SJÁLFSBJÖRG. Bazar verður í Bjargi sunnudaginn 21. maí. Félagar og aðrir, er gefa vildu muni á bazarinn, eru vinsamlegast beðnir að koma þeim í Bjarg eftir kl. 8 á laugardagskvöld, 20. maí. FERMINGARBÖRN á Grund á hvítasunnudag klukkan 1.30 e. h. Ingibjörg Hjaltadóttir, Hrafna- gili. Jónína Sigurveig Helgadóttir, Torfum. María Ingadóttir, Stóra-Dal. Rósa Sigurlaug Gestsdóttir, Ytri-Dalsgerðum. Sigrún Þórisdóttir, Munka- Þverárstræti 8, Akureyri. Agúst Arni Stefánsson, Þóru- stöðum. Ásgeir Guðni Hjálmarsson, Hólsgerði. Bjarki Þór Skjaldarson, Leyningi. Helgi Snorrason, Hvammi. Ingvar Kristinsson, Miklagarði. Jakob Tryggvason, Miðhúsum. Jón Karlsson, Dvergsstöðum. Magnús Guðlaugsson, Merkigili. Olafur Guðmundur Tryggva- son, Gilsá. Ragnar Aðalsteinn Tryggvason, Krónustöðum. Úlfar Steingrímsson, Kroppi. Örnólfur Eiríksson, Arnarfelli. FERMINCARBÖRN á Munkaþverá annan hvíta- dag klukkan 1.30 e. h. Ásdís Jóhannsdóttir, Uppsölum. Sigrún Hai-ðardóttir, Rifkels- stöðum. Garðar Rúnar Sigurgeirsson, Staðarhóli. Jón Heiðar Jónsson, Munka- þverá. Kristján Jónsson, Fellshlíð. Sigurður Snorrason, Hjarðar- haga. Þórólfur Gunnar Tryggvason, Litla-Hamri. TERYLENE- KÁPUR NÝ SENDING Pils, blússur, peysur og síðbuxur í miklu úrvali MARKAÐURINN SÍMI 1-12-61

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.