Dagur - 17.05.1967, Síða 1

Dagur - 17.05.1967, Síða 1
 Herb»rgi«- paatanir. F»rða- skrifstofan Túngötu 1. Akureyri. Sími 11475 FerðaskrifsfofansfmfnVs Stöðug frost á annesj- uni og liafísinn er ekki langt undan o Varðborg á Akureyri. (Ljósmynd: E. D.) VÁRÐBORG GETUR NÚ TEKIÐ Á MÓTI SJOTIU NÆTURGESTUM Glæsileg nýbygging vígð á laugardaginn HAFÍSINN liggur nú nær landi en liann hefur gert oft áður, þ. e. þegar meðaltal er tekið af legu hans undanfarna áratugi, þrátt fyrir það að hann sé ekki eins nærri og liann var í hitteð- fyrra. Frétzt hefur að bátar hafi hrakizt undan ísnum á miðunum við Kolbeinsey á föstudaginn og skip hafa til- kynnt veðurstofunni um ís víða annars staðar undanfarna daga. Jónas Jakobsson veðurfræðing- ur sagði í viðtali við Dag, að á mánudag hefði skip verið statt úti á Hala, og þar hefðu verið ísjakar og ísspangir. A hádegi í gær, þriðjudag, tilkynnti skip ís um 40—50 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Sagði Jónas, að ísinn væri nær landi en gott mætti teljast. Hann sagði, að samkvæmt upplýsingum frá Bret um, sem kanna ástand sjávar og í kjördæminu ÁKVEÐNIR hafa verið fyrstu framboðsfundir Framsóknar- rnanna hér í kjördæminu. Verð- ur fyrsti fundurinn í Grenivík n.k. fimmtudagskvöld og liefst kl. 9 síðdegis, og annar á Breiðu mýri á föstudagskvöld á sama tíma. Ræðumenn á fundunum verða af hálfu listans: Gísli Guð mundsson, Ingvar Gíslason, Stefán Valgeirsson og Jónas íss, bæði með aðstoð gervihnatta og einnig eftir tilkynningum frá skipum, væri jakahrafl að sjá 40 til 50 mílur norður af annesjum, Gjögri og Sléttu. ís liggur einnig í grennd við Jan Mayen, og er það mun austar, en hann liggur að jafnaði á þessum tíma árs. — Ekki er ísinn hættulegur skipum, nema ef vera skyldi togurum sem eru á veiðum á þessum slóðum, þar sem hann er enn ekki kom- inn inn á almennar siglingaleiðir. ir. Til marks um nálægð íssins sagði Jónas vera hin sífelldu frost á annesjum er væru einna mest áberandi ó Raufarhöfn og Skoruvík á Langanesi, og svo í Grímsey. Þarna hefðu verið lát- laust frost, þegar vindur stæði af hafi, og bendir það til að sjávar- hitinn sé undir frostmarki, og það gerist ekki, nema þegar haf- ísinn er í nánd. □ í þessari viku Jónsson frá Yztafelli. Einnig mun — að öllum líkindum — Ingi Tryggvason og e. t. v. fleiri mæta á öðrum fundinum eða báðum. Fleiri fundir verða boð- aðir síðar. Þetta eru almennir kjósenda- fundir og allir velkomnir. Geta þeir þar tekið til máls, sem vilja, samkvæmt fundarreglum. Á LAUGARDAGINN fór fram vígsla nýrrar viðbyggingar við Hótel IOGT í Varðborg á Ak- líreyri. í þessari viðbótarbygg- ingu er veitingastofa, sem rúm- ar 50 manns í sæti, en auk hennar eru átta tveggja vnanna herbergi í byggingunni, hvert og eitt með sérstakri snyrtingu og svölum. Getur Hótel Varð- borg nú tekið á móti 70 nætur- gestum og séu báðar veitinga- stofurnar notaðar í einu, geta setið til borðs í þeim milli 80 og 90 manns. Framkvæmdastjóri Varðborg- ar, Stefán Ágúst Kristjánsson, skýrði blaðinu svo frá, að 5. júní í fyrra hafi verið tekin fyrsta skóflustungan að nýju bygging- unni. Skarphéðinn Jóhannsson arkitekt í Reykjavík gerði teikn- ingar í öllum aðalatriðum og lagði á ráðin. — Byggingin er 91/2XII metrar að flatarmáli, og undir henni er fjórskiptur kjall- ari með gangi í gegnum alla bygg- inguna, en allur er kjallarinn neð- anjarðar. Veitingastofan er á jarðhæð, en á miðhæð eru fjögur herbergi, og önnur fjögur á efstu hæðinni. I snyrtingu þeirra er steypibað. Til vígsluhátíðarinnar á laug- ardaginn var boðið öllum helztu framámönnum hér á Akureyri, fréttamönnum blaða, útvarps og sjónvarps og öllum þeim, sem unnið höfðu við verkið. Þar mættu einnig fulltrúar í fram- kvæmdaráði Góðtemplara á Ak- ureyri, en það skipa 12 menn og í stjórn þess eru Arnfinnur Arn- finnsson formaður, en hann er einnig hótelstjóri, Eiríkur Sig- urðsson, Stefán Ág. Kristjánsson, sem er framkvæmdastjóri fyrir- tækisins, Sveinn Kristjánsson og Hjálmar Jóhannesson. Frá Reykjavík komu einnig gestir, Magnús Jónsson fjár- málaráðherra, Olafur Þ. Kristjáns son stórtemplar og Pétur Sig- urðsson ritstjóri Einingar. Fluttu gestirnir ávörp og árnuðu regl- unni allra heilla með þetta fyrir- tæki, sem þeim virtist vera mjög vel og skemmtilega af hendi leyst. Virtust gestirnir, sem voru þarna, mjög ánægðir með það, sem fyrir augun bar og þær veit- ingar, sem fram voru bornar, en þess má geta, að nýr matreiðslu- maður hefur verið ráðinn til Varðborgar Hallgrímur Jóhanns- son frá Hafnarfirði, en hann er nýútskrifavur úr Matsveina- og veitingaþjónaskólanum. Arnfinnur Arnfinnsson hótel- stjóri hefur tjáð Degi, að rekst- ur hótelsins hefjist af fullum krafti upp úr mánaðamótunum, en eins og stendur hefur Mennta- skólinn á Akureyri hótelið á leigu og er þetta annar veturinn, sem nemendur skólans hafa þar að- setur. Skólinn leigir hótelið til 25. maí, og fyrr getur starfsemin ekki hafizt, nema í ráði er að kvöldveitingar verði í nýju veit- (Framhald á blaðsíðu 6). Illfært á öllum leiðum út frá Akureyri ILLFÆRT var fólksbílum á öll- um leiðum frá Akureyri í gær, samkvæmt upplýsingum Guð- mundar Benediktssonar, vega- verkstjóra. Unnið er við að lag- færa vegina eftir beztu getu, sagði Guðmundur, en takmark- aður árangur á meðan tíðin hjálpar ekki eitthvað, og svona sums staðar gerum við varla við meira en við skemmum. Þunga- takmarkanir eru á öllum vegum í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýsl- um, 5 tonna öxulþungi eins og er. Snnnukórinn á fsafirði og Karlakór ísafjarðar koinu til Akur- eyrar með Esjunni á laugardaginn. Á Torfunefsbryggju beið Karlakór Akureyrar og fagnaði hann kóruniun tveim með söng og var stjómandinn Áskell Jónsson. Hér liéldu kórarnir söng- skemmtun fyrir almenning, og var Ragnar II. Ragnar söng- stjórinn, en sigldu síðan áleiðis til Siglufjarðar, þar sem þeir sungu á hvítasunnudag. — Myndina tók E. D. við komu kór- anna á laugardaginn. Fyrslu framboðsfundir B-listans

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.