Dagur - 18.05.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 18.05.1967, Blaðsíða 1
HOTEL H"b"t pantanlr. F»r5a- skrifstofan Túngötu 1. JUcureyrl. Sími 11475 Dagur L. árgangur — Akureyri, fimmtudaginn 18. maí 1967 — 38. tölubl. Ferðaskrifstofan K«$ Skipulegqjum ódýrustu íerðirnar til annarra landa. JTA TONNA FISKIBÁTUR SÖKK VID GRIMSEY Trillubátar frá eynni björguðu áhöfninni Eldsvoðinn í Strandgötu 39. (Ljósm.: E. D.) Eldsvoði á Akureyri í gærkveldi KLUKKAN 18,52 í gærkvöldi kóm upp eldur í húsinu Strand- gata 39, Akureyri, sem er gam- alt timburhús þriggja hæða, og var búið á öllum hæðunum. — Slökkvilið Akureyrar kom þegar á vettvang og vann ötullega við slökkvistarfið, en þeir sem fyrst- ir urðu varið við eldinn, sáu eld- súlu standa upp eftir húsinu miðju, frá kjallara og upp fyrir þakskeggið. Lengi vel virtist ELDSVOÐIAÐ FÖGRUBREKKU í HRÚTAFIRÐI Melum, Hrútafirði, 17. maí. — í gær kom upp eldur í íbúðar- húsinu að Fögrubrekku í Hrúta firði. Eldsins varð vart kl. 17 í gærdag. Var þegar hringt á næstu bæi og sömuleiðis í slökkviliðið á Hvammstanga og Borðeyri. Einnig var komið m'eð brunadælu frá Reykja- skóla. Dreif brátt að margt manna og voru þrjár bruna- dælur í gangi. Eldurinn kom upp í rishæð hússins og eyðilagðist hún algjör- lega. Topþ-plata hússins var steypt og því tókst að verja hæð- ina með harðfylgi manna við slökkvistarfið, en þó skemmdist hún mikið bæði af vatni og reyk. Innanstokksmunum á neðri hæð tókst að bjarga óskemmdum að mestu, en af rishæðinni var engu bjargað. Var þar margt verðmætt því hluti rishæðar var notaður sem geymsla. Brann þar bæði fatnaður, áhöld ýmiss konar og (Framhald á blaðsíðu 7) ætla að ganga illa að ráða nið- urlögum eldsins, og urðu slökkvi- liðsmenn að vera með súrefnis- grímur þar sem reykurinn var mjög mikill. Ekki eru eldsupptök kunn, en þó er talið áreiðanlegt, að eldurinn hafi komið upp á jarðhæð hússins. Við náðum tali af Marselínu Hansdóttur, 17 ára gamalli. Hún er dóttir Hans Þorsteinssonar sjómanns á Sléttbaki, sem bjó á efstu hæð hússins, ásamt konu sinni og tveim börnum, 17 og 10 ára. Marselína sagði, að fjöl- skyldan hefði verið heima, og móðir hennar fundið reykjarlykt og litið fram á ganginn, en þá var þar allt myrkt af reyk. Kom- ust þau öll út úr húsinu. Á jarðhæð hússins bjó Ólafur Guðmundsson, vélsmiður á Odda, kona hans og tvö ung börn, þriggja og fimm ára. Á miðhæð- inni bjó Rósa Rósantsdóttir með eitt barn þriggja ára, og auk þess bjó hjá henni unglingsstúlka, systir hennar. Mun konan á jarð- hæðinni hafa verið uppi hjá Rósu með bæði börn sín, þegar eldurinn kom upp, og komust þau öll út án þess að verða meint af. ER FRIÐJÓN AÐ FARA? BLADINU hefur verið tjáð, að Friðjón Skarphéðinsson, sýslu- maður og bæjarfógeti á Akureyri, hafi sótt um yfirborgarfógetaem- bættið í Reykjavík, sem nú er laust. Vafalítið er talið, að hann muni fá þetta embætti. Skemmdir á húsinu urðu mjög miklar, en engin slys á fólki. — Reykur fór um allt húsið, en brunaskemmdir urðu aðeins á neðstu hæð. O Grímsey, 17. maí. — Átta tonna fiskibátur frá Hofsósi, Aldan SK 11, sem'var að fara í róður frá Grímsey, sökk skammt norðan við eyjarfótinn í nótt. Óstöðv- andi leki kom að bátnum og var þá strax haft samband við Siglu- fjarðarradíó, sem tilkynnti Gríms eyingum atburðinn. Sjómenn þar fóru þegar í stað á 3 trillubárum til aðstoðar. En það er af for- manninum á Öldunni, Trausta Bergland og félaga hans að segja, að þeir fóru í björguuarbátinn er þeir sáu að hverju stefndi og síð- an um borð í bát Grímseyinganna og gekk það slysalaust en Aldan sökk og liggur nú í botninum skammt norðvestan við eyna. — Norðankaldi var á, 5 vindstig eða þar um bil. Flugvél frá Norð- urflugi sveimaði yfir slysstaðn- um þar til björgun hafði farið fram. — Aldan var nýkomin til Grímseyjar en hafði áður veitt við Langanes og víðar fyrir Norður- og Norðausturlandi. Snjór er ennþá töluverður og mikill kuldi. Það eru enn skaflar í Sandvíkinni og jafnvel á milli húsa uppi á Eyjunni og er það óvenjulegt. Fuglinn þekur björgin og mun fýlunginn aðeins byrjaður að verpa. Nýr borgari fæddist hér ný- lega, fleiri er von og gleður það okkur Grímseyinga. S. S. TUNNUVERKSMIÐJ- AN ER AÐ HÆTTA Si0ufjörðuT 17. maí. Tunnuverk- smiðjan mun ljúka tunnusmíði nú fyrir helgina. Er þá allt efni búið, sem hér er á staðnum. — Smíðaðar hafa verið um 65 þús- und tunnur. Vinnan hófst í verk- smiðjunni 5. desember, og hafa þar unnið um 40 manns. Siglfirðingur er nú haettur tog- veiðum og er að búa sig á síld- veiðar. Fermd voru 60 börn í Sighi- fjarðarkirkju nú um hvítasunn- una. /. Þ. LÁNAKREPPAN OG KROSSANESVERKSMIÐJAN I TILEFNI af skrifum viku- blaðsins Verkamannsins á Akur eyri varðandi rekstur Krossa- nesverksmiðjunnar vill stjórn og framkvæmdastjóri taka fram eftirfarandi: 1. Framkvæmdastjóri, Guð- mundur Guðlaugsson, skrifaði bankastjóra Landsbankans á Akureyri þar sem óskað var eftir rekstrarfé sem talið var nauðsynlegt áð tryggja, ef starf rækja ætti verksmiðjuna með líkum hætti og undanfarin ár. 2. Hinn 15. apríl boðaði banka stjóri Landsbankans á Akur- eyri stjórn Krossanesverksmiðj unnar á sinn fund ásamt Ingólfi Árnasyni bæjarfulltrúa. Við þetta tækifæri tilkynnti banka- stjórinn að Krossanesverk- smiðjan gæti fengið rekstrarlán að upphæð kr. 1.5 milljón til að taka á leigu síldarflutninga- skip og til að reka verksmiðj- una og væri hér um algert há- mark að ræða. Þar sem verksmiðjan hefur ekkert eigið rekstrarfé er ljóst, að ekki er unnt að reka hana, svo sem gert hefur verið, með 1.5 milljón króna rekstrarláni, enda ekki hægt að fá skip í minna en 3 mánuði sem mundi kosta ca. 2.5 milljónir króna og annar undirbúningur verksmiðj unnar 5—700 þús. krónur. Akureyri 16. maí 1967. Stjórn síldarverksmiðjunnar í Krossanesi. Síldarverksmiðjan í Krossanesi. (Ljósm.: E. D.)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.