Dagur - 18.05.1967, Blaðsíða 2

Dagur - 18.05.1967, Blaðsíða 2
í2 Okkar flokkur er llokkur landsbyggðarinnar segir HREFNA JONSDOTTIR Húsavík Á HÚSAVÍK er fagurt um að litast þegar sólin skín á vor- degi og bátarnir kotna drekk- hlaðnir að landi. Ekki eykur það síður ánægju manna þar, þegar söngfólk allt frá fsafirði gerir sér ferð til að skemmía Húsvíkingum með söng sínum. Að kvöldi dags hittum við svo á Húsavxk unga stúlku, Hrefnu Jónsdóttur, sem ætlar að svara fáeinum spurningum. — Hvað starfar þú, Hrefna? — Ég vinn á pósthúsinu íiérna, bæði við afgreiðslu á pósti og móttöku. Við vinnum alls átta nú hjá Pósti og síma liér. Ég get bætt því við strax, að ég er Húsvíkingur og hér vil ég helzt vera. —r Hvað getur þú sagt okkur af félagslífi Húsvíkinga? — -Félágslífið mætti vera tals vert meira, en þó er þegar af ýmsu að taka. Leikfélagið hárna -æfði mikið í vetur og sýndi síðan Lukkut'iddarann alls 13 sinnum, þar af voru tvær sýningar á Breiðumýri og tvær í Freyvangi. íþróttafélagið Völsungur, sem Þormóður Jóns son stýrir, hefur í vetur haldið mjög uppi starfsemi af ýmsum toga. Skíð.aíþróttin hefur verið meira æfð en áður, og bæði stúlkur og piltar hafa æft hand knattleik af kappi í íþróttasaln- um við skólann. Einkum Hrefna Jónsdóttir. kvennalið okkar í handknatt- leiknum hefur þótt mjög gott undanfarin ár. Annars hefur verið svo mikill fiskur síðustu vikurnar, að lítill tími hefur ver ið aflögu. — Eru ekki sjaldan tónlistar- Enn stækkar þéttbýtiskjaminn í Reykjahlíð segir JÓN ILHJGASON í ReykjahlíS FVRIR hvítasunnuna vgr ísinn ekki farinn af Mývatni og því nokkuð kuldalegt unt að iitasl í Mývatnssveit. Mývetningar taka hins vegar jafnan hlýlega á móti gestum. Og útibússtjóri Kaupfélags Þingeyinga í Reykja »hlíð, Jón Illugason, ungur mað- «r, tekur því vel að svara nokkrum spumingum. — Hváð hefur þú gegnt þessu fitarfi lengi, Jón? — Ég hef verið útibússtjóri í sjö ár, eða frá 1960, en áður lauk ég prófi frá Samvinnuskói anum. Þessi ár hafa ýmsar fram kvæmdir staðið yfir hér á staðn ium, og má m. a. sjá það af því, að veltan í útibúinu hefur meh-a en fjórfaldazt þassi ár. — Framkvæmdir við Kísil- iðjuna hafa auðvitað í för með sér aukna sölu? 1 — Já, því er ekki að neita. Einnig hefur ferðamannastraum urinn sitt að segja, en hann eylcst stöðugt, og þó ekki að öllu leyti til aukins ágóða fyrir hótelin, því að æ almennara verður að fólk búi í tjöldum, en þá verzlar það einmitt við okkur. — Framkvæmdum við KísU- iðjuna miðar allvel? — Ekki get ég annað sé.ð. í liitteðfyrra og fyrra var settur út dæluprammi á vatnið, lögð leiðsla þaðan að verksmiðj unni og byggð dælustöð við vatnið, steyptar undirstöður að verk- smiðjubyggingunum, reLstur hár stálgrindaturn, olíutatikur, skrifstofuhús, birgðaskemma og gerðar geymsluþrær, svo að nokkuð sé nefnt. — H voru i fyrra reist tvö íbúðarhús úr timbri, norsk, í nýja íbúðarhverfinu, og það þriðja á vegum Kaupfélags Þing eyinga, og nú þessa dagana er ég að flytja með fjölskyldu mína inn í það. — Hvernig reynast þessi hús? — Það er ekki exm fullséð hvernig þau koma út eftir vet- urinn, en komið er í ljós, að þau verða dýrari en áætlað var. Þessa dagana eru framkvæmdir að hefjast við fleiri húsgrunna, en Iðja á Akureyri ætlar að reisa hér 10 timburhús í nýja hverfinu í sumar. — Finnst ekki Mývetningum — Já, mér finnst það, enda er ég nú líka fulltrúi hreppsnefnd- arinnar gagnvart Kísiliðjunni. Nú er rætt hér um hitaveitu úr Námaskarði, en óvíst er, hvenær kemst í framkvæmd að leggja hana. Þéttbýli er auðvit- að hér fyrir, bæði í Reykjahlíð og Vogum, og þó að Kísiliðjan verði auðvitað stærsti atvinnu- rekandinn, er þó nokkur at- vinnurekstur fyrir, fyrirtæki eins og hótelin og Léttsteypan, og svo auðvitað landbúnaður. — Að lokum vil ég taka það fram, segir Jón Illugason, að ég fæ ekki betur séð en Fram- sóknarflokkurinn muni bæta við sig fylgi hér um slóðir í þeim kosningum, sem framund an éru. Bj. T. viðburðir hér á borð við komu Isfirðingauna? — Jú, alltof sjaldan. Tónlist- arskólinn hér hefur að vísu haldið skemmtanir á hverju vori undanfarið og fengið jafn- framt einhverja listamenn að. Slíku hefur alltaf verið sérlega vel tekið. Koma ísfirðinganna með alian sinn söng sr hin mestu fagnaðartíðindi, og var gaman að heyra, að þeir skyldu ekkert hafa kviðið viðtökum hér, enda voru þær með mlkl- um ágætum. Húsvíkingar og Þingeyingar yfirleitt hafa ein- mitt orð á sér fyrir að taka vel á móti tónlistarfólki úr öðrum landshiutum, enda fyllist kirkj- an jafnan við þess háttar tæki- færi. — Hvernig hugsa Húsvíking ar til kosninganna? — Húsvík hefur yerið allört vaxandi bær að undanförnu. Þó hefur stefna ríkisstjórnarinnar í þá átt að drepa niður inniendan iðnað komið hér við sögu, og má nefna það, er leggja varð fataverksmiðjuna Fífu niður. Fólkið sér, að ríkisstjórn, sem þannig vinnur að málum, á ekki skilið að sitja lengur. Ekki er heldur vænlegt að kjósa AI- þýðubandaiagið, sem réttilega hefur verið nefnt hækja íhalds- ins, enda ekki sennilegt að þeir, sem ekki geta komið sér saman um hvernig skipuleggja eigi sinn eigin flokk, geti heldur skipulagt stjórn landsmála. Yfir leitt held ég, segir Hrefna Jóns dóttir að lokum, að Framsóknar flokkurinn eigi hér vaxandi fylgi að fagna, enda er hann eini flokkurinn, sem augljóst er, að vinna vill landsbyggðinni vel. Bj. T. Utankjörstaðakosn- ji ing er hafin STUÐNINGSFÓLK Fram- sóknarflokksins, sem ekki verður heima á kjördegi er eindregið hvatt til að kjósa seni allra fyrst. Listi Fram- sóknarflokksins er B-listinn. Samtaka fram til sigurs, x B. - HUSABAKKASKOU (Framhald £if blaðsíðu 8). Á barnaprófi: Soffía Halldórs- dóttir 8,63 og Steinunn Hjartar- dóttir 8,51. í 11 ára aldursfl.: Jón B. Hall- dórsson 7,49 og Soffía Sveins- dóttir 7,31. I 10 ára aldursfl.: Guðrún Þor- gilsdóttir 7,35 og Ragna Sveins- dóttir 6,97. Verðlaunin voru öll í bókar- formi. Skólastjórinn, Ottar Einarsson, flutti athyglisverða ræðu, þar sem hann varaði við kulda og hörku í samskiptum manna, en lagði megináherzlu á að temja sér hjartahlýju, samúð og lífs- gleði. Nemendur í skólanum í vetur voru alls 72, þar af í vor- og haustskóla 23. Fastráðinn kennari auk skólastjóra var Björn Daníelsson. Stundakenn- arar voru 4: Frú Helga Þórsdótt- ir (handavinna), Gestur Hjör- leifsson (söngur), frú Þuríður Árnadóttir (dans) og sr. Stefán Snævarr (lestur 9 ára barna). Auk þess kenndi Jón Halldórsson skíðaíþróttir um nokkurt skeið. Húsrými er nú orðið alltof lít- ið í skólanum, en nú standa von- ir til að í sumar verði unnið að frágangi nýja skólahússins, sem í smíðum er, svo að væntanlega verður hægt að taka það í notk- un á komandi hausti og mun þá starfsemi skólans aukast veru- lega. Matráðskona var enn sem fyrr ungfrú Ósk Þórsdóttir, og bryti Björn Júlíusson, sem nú lætur af því starfi. Q Oíigir Akureyringar sigursælir á Skarðsmófinu Jón Iilugason. að fremur hefði átt að byggja húsin úr steini? — Það er óneitanlega nokk- uð öfugsnúið, að þessi hús skuli byggð að mestu úr innfluttu efni, en ekki úr stejrptum stein- um, sem fi-amleiddir eru í Létt- steypunni hér g staðnum. Verð munurinn var líka sáralítill, þegar til kom, og var honum ekki borið við að lokum, heldur því, að lengri tíma tæki að byggja steinhúsin. Steinninn er nú fluttur í aðra landshluta frá verksmiðjunui. — Það mun vera nóg að starfa hér? Siglufjörður 17. maí. Skarðs- mótið, hið 11. í röðinni, var háð í Siglufirði 13. og 14. maí. Næg- ur snjór var og þátttaka góð, 44 keppendur tóku þátt í mót- inu frá Siglufirði, Akureyri, Isa firði og Reykjavík. Keppt var í svigi, stórsvigi, Alpatvíkeppni, bæði kvenna, karla og unglinga. Brautirnar lagði Hjálmar Stef- ánsson, en mótsstjóri var Július Júlíusson. Knattspyrnukeppni fór fram milli keppenda í mótinu, utan- bæjar og heimamanna, er þátt tóku í því. Heimamenn unnu þá keppni. Verðlaun voru afhent og síðan var mótinu slitið kl. 8.30 á sunnudagskvöldið. Helztu úrslit urðu þessi: Svig karla. sek. 1. Jóhann Vilbergsson S 123.3 2. Kristinn Benediktss. í 123.8 3. ívar Sigmundsson A Keppendur voru 29. 124.0 Stórsvig karla. sek. 1. Kristinn Benediktss. f 125.1 2. Hafsteinn Sigurðsson í 127.1 3. ívar Sigmundsson A 127.5 Keppendur voru 29. Svig kvenna. sek. 1. Árdís Þórðardóttir S 102.0 2. Sigríður Júlíusdóttir S 113.8 3. Hrafnhildur Helgad. R 114.2 Keppenduy voru 6. Svig unglinga 15—16 ára. sek. 1. Árni Óðinsson A 104.5 2. Örn Þórsson A 109.3 3. Bergur Finnsson A 109.4 Keppendur voru 13. Stórsvig ungl. 15—16 ára. sek. 1. Árni Óðinsson A 94.3 2. Ingi Vigfússon S 96.0 3. Örn Þórsson A 97.0 Keppendur voru 13. Svig drengja 13—14 ára. sek. 1. Guðm. Frímannsson A 75.7 2. Þorsteinn Baldvinss. A 76.7 3. Jónas Sumarliðason S 79.4 Keppendur voru 10. Stórsvig drengja 13-14 ára. sek. 1. Guðm. Frímannsson A 78.0 2. Haukur Jónasson A 78.8 3. Þprsteinn Vilhelmss. A 79.0 Alpatvíkeppni karla. 1. Kristinn Benediktsson í. 2. ívar Sigmundsson A. 3. Hafsteinn Sigurðsson í. Alpatvíkeppni kvenna. 1. Árdís Þórðardóttir S. 2. Sigríður Júlíusdóttir S. 3. Hrafnhildur Helgadóttir R.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.