Dagur - 18.05.1967, Blaðsíða 7

Dagur - 18.05.1967, Blaðsíða 7
Heimild íil nýrrar Laxárvirkjunar (Framhald af blaðsíðu 5.) Aflið og orkan í áföngunum yrði þá: I 1. áfanga 6100 kw . og um 50 millj. kwst. í 2. áfanga 14300 kw . og um 126 millj. kwst. í 3. áfanga 24300 kw . og um 213 millj. kwst. í 4. áfanga 48600 kw . og um 249 millj. kwst. Þó kemur það einnig til at- hugunar að virkja 35 m’/sek. + 45 mVsek. = 80 m3/sek., þ. e. að hafa síðari vélina stserri og - ÖFUGMÆLI ÍSLENDINGS (Framhald af blaðsíðu 4) þar sem Sjálfstæðis- og Alþýðu- flokkar deila og drottna? Er á þennan hátt stuðlað að jafnvægi í byggð landsins, af ráðamönnum þjóðfélagsins? Og hlýtur þá ekki vaxtahækkunin að vera til hagræðis fyrir efna- lítið fólk, sem er að brjótast í að eignast eigin íbúð, eða stofna til atvinnurekstrar eftir þessum nýja vísdómi íslendings? — En væri það ekki verðugra verkefni fyrir hinn unga og efnilega rit- stjóra Islendings, að segja les- endum blaðsins eins og er, hvern- ig þessum málum er komið, til að gera unga fólkinu ljóst, við hvaða erfiðleika er að glíma í þessu efni? — Verða þeir ekki nógu miklir þó ekki sé verið að villa um fyrir því? Þrátt fyrir mikla stjómvizku ríkisstjórnarinnar og sérfræðinga hennar og virðingarverða við- leitni til að stuðla að því, að sem flestir geti eignazt eigi íbúð. Þá blasir við öllum í dag: 1. Að Húsnæðismálastofnun rikisins skortir mikið fé og þeir, sem kynnu að viljá 'hefja bygg- ingarframkvæmdir á þessu ári, geta ekki vænzt þess, að fá lán þaðan, fyrr en í fyrsta lagi síðari hluta árs 1968, að óbreyttu ástandi. 2. Þrátt fyrir mikla fjölgun banka og útibúa þeirra er hvergi lán að fá til byggingarfram- kvæmda, a. m. k. ekki á frjáls- um markaði. 3. Og þó að rýmkaðist um, svo lánsfé yrði fáanlegt, þá er svo komið, að árskaup verkamanns gerir ekki betur en að hrökkva fyrir rentunum einum ef bygg- ingarkostnaður er að mestu tek- inn að láni, og miðað er við íbúð af meðalstærð, ef allt stendur óbreytt, — byggingarkostnaður, kaupgjald og rentur. Þannig hefur viðreisnin í verki auðveldað ungu fólki að eignast íbúð! Er nú ekki ráð að verðlauna stjórnarflokkana á réttan hátt í næstu kosningum fyrir það, hvern ig þeir hafa komið þessum mál- um, þrátt fyrir gefin loforð, og fyrir það réttlæti, sem þeir vinna eftir. Auðbrekku 13. maí 1967. Stefán Valgeirsson. yrði þá heildar aflið 55300 kw. Gert hefur verið ráð fyrir því, að hægt verði að auka vatns- rennslið í Laxá um ca. 18 m’/sek. eöa ca. 40% af meðalrennsli. Það þýðir að framleiðslugeta þessarar nýju virkjunar, þegar 2 vélar eru komnar, eykst um 88 millj. kwst. og verður 337 millj. kwst. og alls fallsins við Brúar tæpar 500 millj. kwst. Um tímasetningu einstakra framkvæmda er á þessu stigi erf- itt að segja nokkuð um, og fer framkvæmdahraðinn og innsetn- ing fyrsta áfanga eftir því, hvað orkuveitusvæðið verður stórt. Hins vegar er fyrirhugað að stækka disilstöðina á Akureyri á næsta ári um 3000—3500 kw. Seðlabankinn hefur gert hina fjárhagslegu útreikninga, sem gerðir hafa verið og bráðabirgða- útreikningar á fjárhagsafkomu Laxárvirkjunar næstu tvo ára- tugi sýna, að Laxárvirkjun mun fá það góða fjárhagsafkomu að hún mun geta lagt verulegt fé til næstu framhaldsvirkjana. Um kostnað liggja enn ekki fyrir endanlegar tölur, og eftir er að gera nákvæma athugun á því hvort hægt sé að minnka kostnað 1. stigs. Hins vegar er áætlaður kostnaður 1. stigs um 127.5 millj kr., 2 stigs um 53.5 millj. kr., 3. stigs um 67 millj. kr. og 4. stigs (með stærri vél) um 77 millj. kr. Eins og áður segir eru þetta ekki endanlegar tölur og gætu þær eitthvað breytzt Af ýmsum ástæðum er erfitt að spá um tímasetningu hinna mismunandi virkjunarstiga, en miðað við orkuspá þá, sem gerð hefur verið fyrir Laxársvæðið eins og það er nú, þá má gera ráð fyrir því, að 1. stig komi í notkún 1971—-1973, >2. stig/árið 1975—1977 og 3. stig þ. e. stífl- an fullgerð árið 1982—1984. - Vöxtur og þroski (Framhald af blaðsíðu 5.) honum, vekja þau efni samt æði margar spurningar, sem hér er skilmerkilega svarað ,,með hjálp óviðjafnanlegra ljós- mynda“ eins og þýðandinn seg- ir. Engar tvær lífsverur eru eins, en í bókinni fylgist lesand- inn stig af stigi með þeim marg slungnu athöfnum, sem liggja að baki vaxtar og þroska, og ber þá margt forvitnilegt á góma. Hér er „staldrað við upp- haf lífsins“ og reynt að ráða dulmál þroskans, einnig hins afbrigðilega, svo sem ofvöxt eða vaxtartruflanir. Þarna segir frá „drengnum, sem ekki gat stækk að“ og risanum Robert Warlow, sem tvítugur mældist 273 cm á hæð. Og hvað er það, sem ýmist veldur andlegum seinþroska eða bráðþroska? í bókinni er tekið dæmi af Albert Einstein, ein- um djúpvitrasta spekingi 20. aldar, sem var svo seinn til þroska, að „foreldrar hans héldu, að hann væri hálfviti". I Vexti og þroska er talsvert á annað hundrað myndir, þar á meðal um sjötíu litmyndasíð- ur. Ritstjóri Alfræðasafns AB er Jón Eyþórsson veðurfræð- ingur. - ELDSV0ÐI (Framhald af blaðsíðu 1) fleira. Innbú mun hafa verið lágt vátryggt og því tjón húsráðenda mjög tilfinnanlegt. Að Fögrubrekku búa hjónin Hólmfríður Þorsteinsdóttir og Vilhelm Steinsson. Var húsfreyja í íbúðarhúsinu ásamt yngsta syni þeirra hjóna, þegar eldurinn kom upp, en húsbóndinn var í fjár- húsum. íbúðarhúsið að Fögru- brekku var byggt árið 1962. — Eldsupptök eru ókunn. J. J. Rætt við Jón í Yztafelli (Framhald af blaðsíðu 5) efni. Eg er uppalinn við öra þró- un samvinnuhreyfingarinnar, síð- an þróttmikið hugsjónastarf ung- mennafélaganna. Eiginlega tók ungmennafélagshreyfingin við mér fullorðnum. Hér var um hug- sjónastefnur að ræða. Framsókn- arflokkurinn er vaxinn úr skauti þessara tveggja félagsmálahreyf- inga. Samkvæmt uppruna sínum, stefnu sinni og starfi treysti ég honum betur til forystustarfa í þjóðmálabaráttunni en öðrum stjórnmálaflokkum. Blaðið þakkar Jóni Sigurðs- syni bónda í Yztafelli svörin. E. D. Guðbrandsstofa HIÐ íslenzka Biblíufélag hélt framhaldsaðalfund sinn á bæna degi þjóðklrkjunnar 30. apríl sl. Fundurinn var haldinn í Hall- grímskirkju að lokinni guðs- þjónustu. Forseti félagsins, hr. Sigurbjörn Einarsson biskup þjónaði fyrir altari. Á fundinum skýrði forseti fé lagsins frá því, að Hermann Þor steinsson hefði orðið við tilmæl um félagsstjómarinnar að taka við framkvæmdastjóm Biblíu- félagsins frá 1. marz sl. Bauð forseti Hermann velkominn til starfa fyrir félagið. Jafnframt þakkaði forsetinn fráfarandi framkvæmdastjóra, Ólafi Berg mann Erlingssyni bókaútgef- anda fyrir störf hans í þágu Biblíufélagsins. Biblíufélagið hefur nú fengið aðsetur í Hallgrímskirkju. Hef- ur það fengið eina stofu í nýju húsnæði á 1. hæð í nyrðri turn- álmu kirkjunnar. Hefur þetta nýja aðsetur hlotið nafnið Guð- brandsstofa eftir Guðbrandi biskupi Þorlákssyni, og fer vel á því sagði forseti Biblíufélags- ins. Það var Ólafur Ólafsson kristniboði, sem átti hugmynd- ina að þessu nafni. Eignum og bókabirgðum Biblíufélagsins hefur verið kom ið fyrir í Guðbrandsstofu, og frá 1. maí verður bókasala og afgreiðsla félagsins opin alla - SMÁTT 0C STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8.) los á mannskapnum. Ekki svo að skilja, að það valdi neinum sérstökum straumhvörfum, en það getur brenglazt.“ Þorvaldur er ekki einn um það í sínum flokki, að vera svartsýnn. 7 $k$<§k$><$><§><§><$>3><$><$><$><$><$k$h^.<§k§-<$><£k$><$><^<$><3>3>3k$><$><§><^<$><$><$><$><§><$k$><$><^^ Nú er mikið að gera í prentsmiðjum tun allt land, vegna al- þingiskosninganna 11. júní n.k. Allir stjórnmálaflokkar kepp ast við að koma skoðunum sínum á framfæri með aukinni útgáfu blaða og bæklinga. — Þessi mynd er af Þór Þorvalds- sj-ni, vélsetjara í P.O.B. á Akureyri, en hann setur þau blöð, sem þar eru prentuð. (Ljósm.: Hallgrimur Tryggvason). nýtt aðsetur Hins ísl. Biblíufél. virka daga nema laugardaga frá kl. 15 til 17, og símanúmer félagsins er 1-78-05. Stjórn Biblíufélagsins er nú þannig skipuð. Aðalstjórn: dr. Sigurbjörn Einarsson biskup, forseti, Bjarni Eyjólfsson rit- stjóri, ritari, Ólafur Ólafsson kristniboði, gjaldkeri, dr. Ás- mundur Guðmundsson biskup, sr. Sigurbjöm Á. Gíslason, sr. Jóhann Hannesson prófessor, Ólafur Bergmann Erlingsson bókaútgefandi og Þorkell G. Sigurbjörnsson verzlunarmað- ur. Framkvæmdastjóm skipa: dr. Sigurbjöm Einarsson bisk- up, forseti, Ólafur Ólafsson, gjaldkeri, sr. Óskar J. Þorláks- son dómkirkjuprestUr og fram- kvæmdastjóri er Hermann Þor steinsson. Um útgáfustarfsemi Biblíu- félagsins er það að segja, að áfram er unnið að endurskoðun og undirbúningi að nýrri útgáfu Biblíunnar. Er það vandasamt verk, tímafrekt og kostnaðar- samt, en enn er ekki vitað, hvenær hin nýja útgáfa sér dagsins ljós. Til umræðu hefur komið að gefa út einhvem tima á næstunni einstakt rit Nýja Testamentisins til þess m. a. að kynna hinn endurskoðaða texta, sem unnið hefur verið að uad- anfarin ár. í febrúar skrifaði forseti fé- lagsins Brezka og erlenda Biblíufélaginu og óskaði eftir að gert yrði tilboð í Nýja Testa- mentið í útgáfu Biblíufélagsins. Hagstæð tilboð hafa borizt óg eru nú í athugun. Q - TVEIR ALITLEGIR FRAMBJOÐENDUR (Framhald af blaðsíðu 6).‘ venjur og nám fyrir bændafröm- uð. Hann býr að uppvexti á góðu heimili, síðan langri skólagöngu og æfingu i búnaðarskólum lands ins og lokanámi við búvísinda- stofnanir Norðmanna og Breta. Siðustu árin hefur hann verið einn af fremstu fræðimönnum í búnaðarmálum, bæði við At- vinnudeild Háskólans og líka fræðslumaður í Búnaðarfélagi íslands og þar mun honum ætl- aður mikill vandastaður í hinu reisulega búvísindahúsi á Keld- um, þar sem barizt hefur verið við karakúlpestina með góðum árangri. Þessi grein er ekki kosniga- spjall til leiðbeiningar kjósend- um nyrðra. Þar hefi ég margs að minnast frá fyrri tímum, bæti þar ekki við nýrra efni. En ræð- ur tveggja efnismanna í ný- komnum Degi leiddu mig til hugleiðinga utan við kosninga- baráttuna. Framundan eru geysi erfið vandamál, bæði í uppeldi og búnaðarmálum. Þar verða at- hugulir menn að leita að for- dæmum og nota þau með at- hygli og forsjá. Að málfræðingn- um vildi ég skjóta þeirri bend- ingu, að hinn nýi menntaskóli í Hamrahlíð virðist á margan hátt taka tillit til þess, að skólaæsk- an er fyrst og fremst sálræn, en ekki próf-framleiðsla. Þar hefur manni með viti verið beitt með góðum árangri. Sama mun reynd in verða um búvísindamanninn. Hann mun geta sýnt bændum og húsfreyjum norðalands, utan við eiginlega landsmálafundi, — að gömul og ný vísindi munu oft á næstu árum eiga samleið í lífs- baráttu þjóðarinnar. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.