Dagur - 20.05.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 20.05.1967, Blaðsíða 1
HOTEL H«rb»rgla- pantanir. Farða- skrifstofan Túngötu 1. Akureyri. Sími 11475 Ferðaskrifsfofan Skipuleggjum ódýrustu ferðirnar til annarra landa. Túngötu 1, Simi 11475 L. árgangur — Akureyri, laugardaginn 20. maí 1987 — 39. tölublað STJÓRNIN.SEM ÆTLAÐIAÐ SPARA JJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJ^JJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJ: ÞRÁTT FYRIR góðan vilja nú- verandi stjórnarflokka .á því að sþara, hefur hið kunna stjórn- leysi sett meiri svip á flesta kostnaðarliði opinberra stofn- ana en hóf er á. Einn af þingmönnum Fram- FISKVEIÐAR VIÐ AFRÍKUSTRENÐUR „ALÞINGI ályktar að fela ríkisstjórninni að láta fara fram athugun á því, hvaða möguleikar eru á, að íslenzk fiskiskip geti hafið fiskveiðar við vesturströnd Afriku.“ Hvar er nú þessa ályktun að finna og frá hverjum er hún? Ályktunin er frá 1960 og var borin fram af sjálfum fiskimálastjóra og stóðu alls 7 „viðreisnar“-postular að þessari sérstæðu ályktun. Og í greinargerð þessara manna stendur m. a.: „Á undanförnum árum hafa ný fiskiskip í bátaflotanum farið stækkandi. Allmikið hef- ur verið byggt af skipum 150 til 250 rúml. Þessi skip eru of dýr bæði í stofnkostnaði og rekstri, til þess að þau geti byggt afkomu sína eingöngu á veiðum hér við land.“ Sjálfstæðismenn vilja litt á þetta minnast nú, enda hefur fátt orðið þeim til meiri minnkunar. Siðan tala fáir um að senda íslenzka fiski- : skipaflotann á Blámannamið. En kannski verður það næsta úrræði íhaldsins að endur- ! vekja málið, ef ekki borgar sig að veiða við Island. □ sóknarflokksins rakti þetta í þingræðu í vetur-.og;fylgja hér nokkur sýnishorn. Geta menn af því séð, hvernig sparnaður- inn er í framkvæmd. Árið 1958 nam allur kostnað- ur við forsetaembættið 1.2 millj. króna. Fyrstu ellefu mánuði árs ins 1966 nam hann 3.3 millj. króna. Þessi kostnaður hefur því vel þrefaldazt. Árið 1958 nam allur kostnað- ur við Alþingi 8.1 millj. kr. Fyrstu ellefu mánuði ársins 1966 nam hann 32 millj. króna. Hann hefur því fjórfaldazt. Árið 1958 nam allur kostnað- ur við stjórnarráðið 14.3 millj. kr. Fyrstu 11 mánuði ársins 1966 nam hann 59.1 millj. kr. Hann hefur því talsvert meira en fjórfaldazt. Árið 1958 nam allur kostnað- ur við utanríkisþjónustuna 11 millj. kr. Fyrstu ellefu mánuði ársins 1966 nam hann 45.1 millj. kr. Þessi kostnaður hefur því (Framhald á blaðsíðu 7) i rfcy i Ihaaiii itttgpt. h |s||: i í3S*v«S.surís.:>í.it \:>v. <*« iiolBlltiSM-sUi 't-ju jjre' Ití' V}g ctttxWttí KSgsr ra.tttttr \ttk: I 8* SKÖMMTUNARSEÐILL SJÁLFSTÆÐISMAHNA ÆSKAN við kjörborðið nefn ist myndskreyttur kosninga- pési, sem Sjálfstæðisflokkur inn lætur bera inn á hvert heimili og er sérstaklega ætl aður þeim, sem nú ganga að kjörborði í fyrsta sinn. í þessum pésa er mynd af skömmtunarseðli og segir í skýringum, að slíkir skömmt unarseðlar hafi verið gefnir út á „valdatímum Framsókn arflokksins og kommúnista". Skömmtunarseðill þessi gildir, eins og myndin ber með sér, fyrir þrjá fyrstu mánuði ársins 1950. En á þessum tíma voru hvorki Framsóknarmenn né konun- únistar við völd, lieldur lirein flokksstjórn Sjálfstæð ismanna. í þeirri stjóm voru: Ólafur Thors, Bjarni Bcnediktsson, Jóliann Þ. Jó- sefsson, Bjöm Ólafsson og Jón Pálmason. Og það voru þeir, sem stóðu á bak við skömmtunarseðilinn, sem myndin er af. Svona er sann leikurinn, sem Sjálfstæðis- flokkurinn ber á borð fyrir unga fólkið, sem nú kýs í fyrsta sinn. Á að láta ógnarsögu mæðiveikinnar endur- taka sig með nýjum búf j ársjúkdómi? NAUTGRIPIR eru sýktir af húðveiki á 9 bæjum við Eyja- fjörð (hringormi eða hrings- kyrfi), sem barst að Grund með erlendum landbúnaðar- verkamanni. Veiki þessi var staðfest af dýralækni í október- lok sl. haust. Frá Grund barst hún á nágrannabæi og að Grund í Grýtubakkahreppi. Ilinn 16. maí var svo einnig úrskurðað af læknavísindum, að sauðfé á Grund í Eyjafirði hefði smitazt. En með því höfðu kálfar gengið í húsi í vetur. Dýralæknir hefir unnið að lækningum búfjárins í vetur en full lækning hefur ekki tek- izt. Afgerandi lyf eru engin til nema fukkalyf, sem eru dýrari en svo, að þau séu notuð til lækningar á búpeningi. Nokkuð margt fólk hefur einnig smitazt. Ákveðið hefur verið, af æðsta valdi í þessum málum, að setja upp gripa- og fjárgirðingar í kringum hina sýktu bæi og halda áfram lækningunum. Þannig standa mál þessi í dag. Islendingar hafa mikla og sára reynslu af öðrum búfjársjúkdómi, mæðiveikinni, einnig innfluttum. Þá raunasögu þekkja allir, og nið- urskurð sauðfjár í heilum lands- hlutum, hvað eftir annað. En það er rétt að benda á, að á meðan fJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJÍJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJJ LÁN5FJÁRSK0RTURIHN GETUR SKAPAD HÁLLÆRI segir Guraiar Guðbjartsson, formaður Stéttarsambands bænda GUNNAR GUÐBJARTSSON, formaður Stéttarsambands bænda hefur í blaðaviðtali fyrir fáum dögum frá því sagt, að frá 1. sept. sl. haust til 1. maí nú í vor liafi mjólkur- framleiðslan í lundinu minnk- að um 10.4%, miðað við sama tímabil árið áður. Um kjarnfóðurkaupin sagði hann m. a.: Það er miklum erfiðleikum bundið fyrir bændur að afla sér nægilegs kjarnfóðurs. Þar koma til hin- ar erfiðu fjárhagsóstæður bænda og að þau fyrirtæki, sem annast innflutning og sölu jafn þýðingarmikilla vai-a og kjarnfóðurs og áburðar, eiga við mjög mikinn reksturs fjárskort að búa. Um rekstrarlánin: Rekstrar lán út á sauðfjárafurðir hafa staðið í stað að krónutölu eða því sem næst um 10 ára skeið og þó fremui' lækkað. Verð- mæti sauðfjárafurða var, sam kvæmt verðlagsgrundvelli ár- ið 1959 tæpar 270 millj. kr., en er nú á yfirstandandi verð- lagsári um 850 millj. kr. eða aukizt um 3—400% að verð- mæti. Og um áburðarnotkun segir, að hún hafi aukizt úr 72 millj. kr. að verðmæti í 220 millj. kr., eða þrefaldazt á sama tíma. Þarna er um stór- kostlegar fjórhæðir að ræða, sem bændur geta engan veg- inn án verið. Niðurstaðan verður því sú, að samvinnu- félögin eiga í mjög miklum örðugleikum, þó ekki sé meira sagt, með að útvega þessar lífsnauðsynlegu rekstrarvör- ur, vegna þess að greiðslu- geta bændanna sjálfra er stór- lega skert. Það er þyí að skapast mjög alvarlegt óstand víða um land og getur beinlínis leitt til hall- æris, ef ekki tekst að tryggja nægilegt kjarnfóður. — Þessa dagana en von á skipum með kjarnfóður til landsins, en allt er í óvissu um það, hvort hægt verður að leysa það út nægilega snemma. Sama er að segja um áburðinn. í niðurlagi viðtalsins segir formaður Stéttarsambandsins, að hallæri geti vei'ið fyrir dyrum, ef Seðlabankinn synji óskum Stéttarsambandsins um aukið rekstrarfé til handa bændum. Q sú veiki hafði ekki náð teljandi útbreiðslu og aðeins fáir menn urðu fyrir fjárhagslegu tjóni af henni, var áhugi ekki nægur til (Framhald á blaðsíðu 6). ÞRIÐJA VERKFALLIÐ BOÐAÐ 25. MAÍ YFIRMENN á íslenzka kaup- skipaflotanum hafa boðað verk fall frá 25. maí, ef samningar hafa ekki tekizt fyrir þann tíma. Er þetta þriðji aðilinn, sem boðar verkfall nú í vor. Verkfalli lyfjafræðinga lauk, sem kunnugt er, með lögbanni og skyndiverkföll málmiðnaðar manna standa yfir. Má því segja, að órólegt sé að verða á vinnumarkaðinum og því mið- ur ríkir mikil óvissa í kaup- gjaldsmálum, þar sem flest verkalýðsfélög hafa nú lausa l samninga. Q Kristinn Hallsson FJÓRÐU tónleikar Tónlistarfé- lagsins voru haldnir á fimmtu- dagskvöldið. Kristinn Hallsson, óperusöngvari söng og hreif óheyreiídur sína. Undirleikari var Philip Jenkins. Þetta voru síðustu tónleikar félagsins á þessu starfsári. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.