Dagur - 22.05.1967, Blaðsíða 1

Dagur - 22.05.1967, Blaðsíða 1
HOTEL H.rb.rgli-pantanir. pS| F.rSa-skrtfstoian Túngötu 1. n^h^™£*S Akureyrl. ¦^1 Sími 11475 r * I ¦/ 1 I Túngötu L Skipuleggjum ódýrustu ferðimar M ctnnarra landa. L. árgangur — Akureyri, þriðjudaginn 22. maí 1967 — 40. tölublaö SJÖ METRA SJÖKIKD i HEIÐARHÖFN $&&&&&$>&&M>&§>m>Q>&$>^^ í FEBRÚARMÁNUÐI sl. fann Lúðvík Jóhannsson í Heiðar- höfn á Langanesi sjódýr rek- ið á fjöru. Taldi hann þetta vera béinhákarl og lét kyrrt liggja. Nú fyrir skömmu bar þar gesti að garði, -sem töldu að héi' væri um ánnað dýr að ræða, og eru menn ekki á eitt sáttir um grein ingu þess. Dr. Finnur Guð- mundsson hefur verið beðinn að skreppa austur til þess að skoða þennan sjaldgæfa reka. . Bláðið hafði í gær tal af bónd anum í Heiðarhöfn, Lúðvík Jó- hannssyni, og sagði hann að dýr ið væri sex til sjö metrar á (Framhald á blaðsíðu 7) Óvenjulég ýsugengd á Inn-Eyjafirði á og litlu betur á Húsavík, því að Fiskiðjusamlagið vildi ekki taka á móti meira magni héðan. Virðist þessum þætti veiðanna því lokið, enda jafnan fáa daga á vori, sem ýsan gengur hér í torfum, eins og nú um helgina. UNDANFARNA daga töldu sjó menn sig hafa orðið vara við smásíld innanvert á Eyjafirði. Var loðnunót kastað í von um beitu, en hún fylltist af fallegri ýsu af meðalstærö. Fóru nú fleiri sjómenn á stað á trillum sínum með litlar fiskinætur og öfluðu vel. Stutt var að fara því ýsa þessi veiddist örskammt norðan við Oddeyri. Á sunnu- daginn veiddust 15—20 tonn og var mest af aflanum sent á bíl- um til Húsavíkur, þar sem ekki virtist aðstaða hér á Akureyri til að vinna aflann, svo illa stóð A SKAUTUM 19. MAI Gunnarstöðum, Þistilfirði 22. maí. Á flæðiengjum hér fyrir neðan túnið voru fyrr í vor komnar nokkrar vakir. Síðan fraus þetta allt á ný og voru unglingar þar á skautum 19. maí og var ísinn traustur. Er þetta talið einsdæmi hér um slóðir og sýnir hvað vorkuldarn ir eru miklir. Bátar flýðu undan ísnum um daginn og geta nú ekki sótt á miðin. ísinn er mestur út á miðjum firði þar sem bezt fisk- aðist áður. Ó. H. Hér er Ingólfur Magnússon að plægja bratt garðland með tveim hestum. (Ljósm.: E. D.) ®rQ&$>$><$><3>Q»3><S><$><$>>Í^^ Útlitið er mjög ískyggilegt V segir búnaðarmálastjóri, dr. Halldór Pálsson — KULDINN gerir útlitið ískyggilegt og menn eru sannar lega farnir að vonast eftir vor- inu og gróðrinum, sagði Halldór Pálsson búnaðarmálastjóri, þeg ar Dagur hringdi til hans, og spurði hann um ástandið al- mennt hjá bændum í landinu. — Þetta getur orðið mjög bagalegt, ef langur tími líður enn án þess byrji að gróa. — Heybirgðir eru mjög litl- ar, en fáar kvartanir hafa þó borizt Búnaðarfélaginu um al- gjört heyleysi, því rhenn reyna að bjarga hverjir öðrum. Kjarn- fóðurgjöf hefur verið geysi- mikil handa sauðfé og öllum gripum, þar sem heyin eru Sauðburður - frost og gróíurlaust SAUÐBURÐUR er nú víðast hvar hafinn, en útlitið er ískyggilegt, þar sem hey eru víða á þrotum, og fé er allt á gjöf ennþá. — Hreinn Helgason á Rauf- arhöfn sagði í viðtali við Dag, að bændur þar um slóðir væru svartsýnir orðnir, og sumir hverjir eru orðnir heytæpir, og vita varla hvað þeir gera upp Úr mánaðamótunum. Gróður er enginn. Landið er ein íshella hér í þorpinu og upp um allt. Annað eins fannfergi og verið hefur hér í vetur, hefur ekki þekkzt í 30 ár. — Sauðburður er alls staðar að byrja eða byrjaður, sagði Þorsteinn Þorgeirsson í Vopna- l * I I I í i t * 1 1 I t i Geysifjölnieimar samkomnr í Olaf sfirði og Freyvangi f <3 t | 1 f i I At'- ? •5- I •)¦ l ¦}- 4- I 1 f 1 firði, og allt fé er í húsi. Útlit er fyrir, að hér verði fóðurskort ur, ef ekki bregður fljótlega til betri tíðar. — Ástandið er að verða slæmt. Hér hefur verið keypt mikið af fóðurbæti og heybirgð- ir eru mjög að ganga til þurrð- ar, þrátt fyrir það að menn reiknuðu alltaf með því, og sáu að hverju stefndi og reyndu að treina sér heyið sem lengst, sagði Óli Halldórsson á Gunn- arsstöðum. — En ef þetta stend- ur fram í júní er hætt við að einhvers staðar verði vandræða ástand. (Framh. á bls. 6) minnst. Erfitt er að segja um með vissu hvar þau eru minnst, því mörg héuð eru tæp með hey, sagði Halldór. — Bændur í hrossahéruðun- um, sem eyddu heyi í hrossin í mestu hörkunum í vetur, standa mjög illa að vígi, og sömu sögu er að segja um hér- uð, þar sem venjulega er nokk- uð treyst á útbeit, því þar var mikið gefið inni í vetur. Arinars er þetta ekki mjög héraðsbund- ið í ár, en skást er ástandið að sjálfsögðu þar sem menn eru vanir hörðum vetrum og lítið reynir á beitina. — Sauðburður er víðast hvar að hefjast, og það sem veldur bændum að sjálfsögðu hvað mestum erfiðleikum er, að víð- ast hvar verður sauðburður að fara fram innan dyra. Vantar bændur þá bæði mannafla og svo að sjálfsögðu hey, og getur það átt eftir að verða þeim erfitt, sem ekki eru vanir að láta bera inni, því til þess þarf mikið húsrými og mikinn mann afla, sagði búnaðarmálastjóri. UM síðustu helgi gengust ungir Framsóknarmenn í Norðurlandskjördæmi eystrá fyrir tveimur skemmtisam- komum, sem báðar heppn- uðust með afbrigðum vel og voru prýðilega sóttar. Fyrri samkoman var í Tjarnar- borg í Ólafsfirði á laugar- dagskvöld, en sú síðari í Freyvangi á sunnudags- kvöldið. Stefán Olafsson, varafor- maður Framsóknarfélags Ol afsfjarðar, setti samkomuna þar. Ávörp fluttu Björn Teitsson, Jónas Jónsson, Stefán Valgeirsson og Ingv- ar Gíslason. Jóhann Kon- ráðsson söng nokkur lög við undirleik Áskels Jónssonar. Einnig skemmti Ómar Ragn- arsson við undirleik Hauks Heiðars. Kynnir samkom- unnar var Aðalsteinn Kavls- son frá Húsavík, gjaldkeri Sambands ungra Framsókn- armanna í kjördæminu, og sýndi hann jafnframt fáein töfrabrögð. Troðfullt hús var og undirtektir áheyr- enda hinar beztu. Á eftir lék hljómsveitin Póló með söngv aranum Bjarka. Var einnig troðfullt á dansleiknum, sem stóð til kl. 2. Guðríður Eiríksdóttir kenn ari á Laugalandi, setti sam- komuna í Freyvangi á sunnudagskvöldið. Ávörp fluttu Jónas Jónsson, Björn (Framhald á blaðsíðu 6) VerSur landið kjarnfóðurlaust? Blönduósi 22. maí. Enn er gjör- samlega gróðurlaust hér um slóðir þó aðeins sjáist græn slikja á stöku túni. Og úthagi er dauður og sést hvergi votta fyr ir nýgræðingi. Hey eru ríú mjög víða að ganga til þurrðar og með hverjum kuldadeginum sem líður verður útlitið skugga legra. Sauðfé er allt á fullri gj'öf, sauðburður stendur yfir og sýnilegt að gefa þárf fénu allan sauðburðínn. Liggur Ijóst fyrir hver tilkostnaðurinn við fóðrunina er mikill og ofaná það bætist svo það afurðatjón, sem jafnan fylgir hörðu vori. Erfiðlega hefur gengið að flytja þungavörur um sveitirn- ar vegna vondra vega, hitt er þó enn ískyggilegra, ef svo fer að landið verði kjarnfóðurlaust, en á því er nú nokkur hætta, (Framhald á blaðsíðu 7)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.