Dagur - 22.05.1967, Blaðsíða 5

Dagur - 22.05.1967, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-1166 og 1-1167 Ritstjóri og ábyrgðamiaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓN SAMÚELSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. „FRJÁLSRÆÐISSTEFNA“ SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS í LEIÐARA sínum laugardaginn 6. maí sl. segir Morgunblaðið: „Sjálfstæðisflokkurinn heitir því að halda áfram þeirri frjálsræðis- stefnu, sem upp var tekin 1960 og skapað hefur atvinnuvegum lands- manna frelsi og svigrúm og neytend- um fjölbreytt vöruúrval og mikla velmegun.“ Frelsi er fallegt orð, sem lætur að sjálfsögðu vel í eyra. Allir menn vilja vera sem frjálsastir. En til þess að njóta frelsis þarf jafnréttisaðstöðu innan þjóðfélagsins — og vernd fyrir jafnréttisaðstöðuna. Á árum lieimsstyrjaldarinnar og krepputímunum var gripið til skömmtunar í verzlun og viðskipt- um í því skyni að vernda jafnréttis- aðstöðuna í þrengingum þeirra tíma. Korna í veg fyrir yfirgang hinna sterkari, þegar takmarkað var til skipta. Slík höft eru vitanlega mjög óæski leg, þótt gripið sé til þeirra, sem neyðari'irræða. I»au eru ákaflega vandmeðfarin í framkvæmd. Menn eru yfirleitt misvitrir og hreyskir skömmtunarstjórar. Jafnvel móður- ástin getur gert yfirsjónir í skiptingu milli barna sinna. Sjálfstæðisflokkurinn veit vel, að Iiöft eru óvinsæl og hamrar nú sí- fellt á því í ræðum og ritum, að þau rnuni upp tekin, ef núverandi stjórn arflokkar missi meirihluta sinn í kosningunum 11. júní n.k. Hræsnin og falshyggjan eru þar á háu stigi. Þeim flokki ferst ekki um frjálsræðisstefnu að tala. Menn hljóta að muna, að einmitt Sjálfstæð- isflokkurinn var liandhafi skömmt- unar og hafta í fyrri tíð — og klígjaði ekki við því þá (sbr. formennskuna í fjárhagsráði). Og hvað er svo um „frjálsræðis- stefnu“ Sjálfstæðisflokksins að segja á aflametárunum síðan 1960 — og hinum góðu söluárum íslenzkra vara erlendis á þessu tímabili? Hefir ekki stefnan einkennzt af hinum illkynjuðustu höftum: láns- fjárhöftum, vaxtaokri, bindingu sparifjár? Höftin hafa skipt um heiti og hús- næði. í stað biðraða við dyr fjáirhags- ráðs áður, eru nú biðstofur bank- anna þéttskipaðar bónleiðu fólki með óskir um lánaúrlausnir til at- hafna. Og ekki hrósar þetta fólk, þeg ar það gengur út úr bönkunum, frjálsræðinu og jafnréttinu, sem rík- ir um þessar mundir. (Framhald á bls. 7) Norðlenzk héruð búa yfir landgæðum, orku og auði segir JÓNAS JÓNSSON ráðunautur frá Yztafelli FJÓRÐA SÆTIÐ, baráttusæt- ið, á lista Framsóknarmanna í Norðurlandskjördænii eystra skipar nú glæsilegur fulltrúi yngri kynslóðarinnar, Jónas Jónsson frá Yztafelli. Jónas er fæddur á Yztafelli árið 1930, sonur merkishjónanna Jóns Sig urðssonar og Helgu Friðgeirs- dóttur. Tæplega þarf að kynna æskuheimili Jónasar frekar, því að þar hafa þeir frændur gert garðinn frægan um langt skeið, svo að Yztafell hefur verið þekkt sem eitt lielzta menning- arheimili landsins, allt frá dög- um Sigurðar Jónssonar ráð- herra, sem var afi Jónasar. Jónas Jónsson tók stúdents- próf frá M. A. 1952, og næsta vor lauk hann prófi frá Bún- aðarskólanum á Hólum. Því næst stundaði hann nám við landbúnaðarháskólann í Ási í Noregi í fjögur ár og lauk þar prófi 1957. Árið 1957—1962 var hann kennari við Bændaskól- ann á Hvanneyri, að því undan skildu, að hann var við fram- haldsnám í Englandi 1961—62. Síðan starfaði Jónas um skeið við Atvinnudeild Háskóla ís- lands, en í fyrra gerðist hann jarðræktarráðunautur Búnaðar félags íslands í Reykjavík. Jónas er kvæntur Sigurveigu Erlingsdóttur frá Byrgi í Keldu hverfi og eiga þau fjögur böi-n. Eins og vænta má, er Jónas vel kunnugur atvinnumálum landsmanna, og þó sérstaklegá landbúnaðarmálum. Hann hef- ur nú að undanförnu ferðazt mikið um kjördæmið, og Dagur notaði tækifærið, þegar hann átti leið um Akureyri nýlega og lagði fyrir hann nokkrar spum ingar. — Þú hefur væntanlega orð- ið margs vísari á ferðum þínum að undanfömu? — Við Stefán Valgeirsson höfum komið á nokkra fundi síðustu vikumar, allt frá Ólafs- firði og austur á Þórshöfn. Við höfum komið í flestar sveitir, en þó hafa fáeinar enn orðið útundan. — Og þið hafið kynnzt fjölda fólks og margvíslegum mál- efnum? — Að sjálfsögðu hafa þessar ferðir verið bæði lærdómsríkar og skemmtilegar, enda hefur meiningin einmitt verið að kynnast sem flestu fólki og sem flestum áhugamálum þess. Kjör dæmið er mjög stórt og fjöl- breytileikinn mikill innan þess, ekki síður í atvinnuháttum en landslagi. Það, sem mest einkennir kjör dæmið, er hversu miklir mögu- leikar eru hér frá náttúrunnar hendi bæði til lands og sjávar. Landbúnaðarhéruð eru góð, þótt þau séu breytileg frá Eyja firði, sem er að mörgu leyti einna bezt fallið allra héraða landsins til mjólkurframleiðslu og garðræktar. í Fram-Eyja- firði eru sumur hvað bezt á landinu, og fáar sveitir eða eng ar standa sig að jafnaði betur að því er varðar kartöflurækt en Svalbarðsströndin. — Þetta breytist nokkuð, þeg ar austar dregur? Jónas Jónsson. — Austar og norðar er veðr- áttan vissulega nokkru ómild- ari. Þar verður jarðræktin fyrir meiri áföllum og þurrkar eru oft minni á sumrum, svo að sumir telja þar ekki eins vel byggilegt. Þá kemur það hins vegar til á móti, að sauðlönd eru svo góð, t. d. í Þistilfirði og víðar, að þar fást árlega vænir dilkar og yfirleitt mjög góðar afurðir eftir hverja á, aðeins ef vel er fóðrað. — Og þá finnst þér líklega ekki minna til um möguleikana til sjósóknar? — Möguleikarnir til öflunar sjávarfangs eru ekki síður mikl ir. Verstöðvarnar við Eyjafjörð, Skjálfanda og Þistilfjörð búa allar við góð fiskimið, þótt þær liggi ef til vill misvel við. Ein- kennandi fyrir útgerðina á þess um stöðum öllum nema Akur- eyri er mikil smábátaútgerð, sem er tekjudrjúg fyrir staðina allt árið í kring og þess vegna ómissandi atvinnugjafi. Er þessi tegund útgerðar öruggari fyrir heimafólk en útgerð stærri báta, sem verða að leita burtu mestan hluta ársins. Þá skila þessir ’bátar mjög góðu hráefni, og heyrði ég það á mörgum, að þeim finnst verð- ið, sem þessir sjómenn fá fyrir fiskinn, engan veginn nógu hátt. Nú í vor er mjög góður afli a. m. k. á Húsavík, Raufarhöfn og Þórshöfn. En ég heyrði það á mörgum sjómönnum, að þeim finnst stóruggvænleg sókn brezku togaranna í ungfiskinn rétt fyrir utan, og telja þeir þá auk þess oft hafa sópað frá þeim aflanum. Sjómennirnir þóttust jafnvel hafa orðið varir við betri afla þegar ísinn friðaði grunnin fyrir tveimur árum. — Og enn mundi mega nefna fleiri tegundir landgæða? — Já, ef á það er litið, þá virðist mér, að enn önnur gæði finnist ekki síður í þessum landshluta en í öðrum, og þó jafnvel meiri hér. Má þar fyrst nefna jörmunefldan Dettifoss, og samanlögð orka Jökulsár á Fjöllum, Laxár og Skjálfanda- fljóts er óneitanlega mjög vænn skerfur í orkusjóði landsins. Þessi orka verður örugglega hagnýtt í framtíðinni eins og orka annarra fallvatna, en það skiptir miklu máli fyrir þróun byggðarinnar í landinu í hvaða röð fallvötnin verða virkjuð. Þá eigum við mikla hvera- orku, og er þá meðtalið gufu- aflið og möguleikar á vinnslu ýmissa efna úr því. Loks ber að nefna kísilgúrinn á botni Mý- vatns. Hverasvæðin eru stærst í Námaskarði og á Hveravöllum í Reykjahverfi, og er þar um að ræða ómentanlegar auðlind- ir. Margt getur komið til greina í sambandi við nýtingu þeirra, og þarf þar að koma til bæði hugkvæmni og ýtarlegar rann- sóknir. — Einliverjar liugmyndir bafa þegar komið fram? — Ein hugmyndin er sú, sem nokkuð lengi hefur verið á prjónunum, að reist verði gras- mjölsverksmiðja í Reykja- hverfi, sem geti nýtt hverahit- ann til þurrkunar. Yrði þá hvort tveggja hagnýtt, hinir miklu ræktunarmöguleikar í Reykjahverfi og varmaorka hveranna. Raunar er það verk- fræðilegt atriði, sem leysa þarf og örugglega er hægt að leysa, hvernig nota megi hverahitann á hagkvæman hátt til hrað- þurrkunar á grasi. Allar venju- legar grasmjölsverksmiðjur nota olíukyndingu við þurrkun ina og miklu hærra hitastig en hveraorkan gefur, og því fást ekki vélar til þess nema vanda- málið verði tekið fyrir og leyst. Yfii-leitt má ótal margt tína til um landkostina, en höfuð- einkenni á kjördæminu er, að hér standa grundvallaratvinnu- vegirnir þrír, landbúnaður, sjáv arútvegur og iðnaður, föstum fótum og eiga örugglega glæsi- lega framtíð, ef vel er að þeim búið. — f iðnaðinum er Akureyri þá í fararbroddi? — Já, Akureyri er auðvitað hlutfallslega langmesti iðnaðar- bær landsins, og auk hins gamal þekkta iðnaðar samvinnuhreyf- ingarinnar er margt annað sem Akureyringar reka með prýði. Til dæmis þykir mér merkilegt að sjá stálskipasmíðina í Slipp- stöðinni, en þar er verið að smíða 550 smálesta skip af full- komnustu gerð. Ég skil ekki í öðru en þar liggi stórkostlegt verkefni fyrir íslenzkan iðnað, að við smíðum öll okkar fiski- skip sjálfir. Ég held einnig, að ríkið ætti tvímælalaust að láta smíða skuttogara hér og hefjast strax handa um það. — Hvað fannst þér markverð ast af því, sem kom fram í tali heimamanna á hinum ýmsu stöðum í sambandi við þessa fundi og ferðalög? — Það bar auðvitað margt á góma, og þó furðu líkt, hvar sem var. Yfirleitt voru menn heldur uggandi um framtíðina og töldu hana óráðna, og jafn- vel að samdráttar eða kreppu væri þegar farið að gæta. Flest- ir töldu, að stjórnin leyndi hinu raunverulega ástandi efnahags- málanna vísvitandi fram yfir kosningar. Þá var mörgum lánsfjárskort urinn mjög ofarlega í huga. Var þar m. a. um að ræða bændur, sem stóðu í framkvæmdum, eða menn, sem ætluðu að hefja bú- skap. Við heyrðum þess þó nokkur dæmi, að menn gátu fengið jarðir með mjög góðum kjörum, en það, sem strandaði á, var það, að hvergi fæst það lánsfé, sem þarf til bústofns- og vélakaupa. Þá töluðu sjó- menn um það, að þeir þyrftu að endurnýja báta sína, en hins vegar reyndist mjög erfitt að afla þess fjár, sem setja þyrfti til tryggingar svo að smíði gæti hafizt. Kaupfélögin, sem mjög hafa getað styrkt menn, sem standa í byggingum með því að lána þeim efni, eiga nú einkar óhægt um vik, þar eð skorturinn á lánsfé og rekstrárfé kemur mjög hart niður á þeim. Ekki trúi ég því þó, að nokkur vilji þessum héruðum svo illt, að kaupfélögin verði gerð óstarf- hæf, því að víða eru þau einu aðilarnir, sem veita margs kon- ar lífsnauðsynlega þjónustu. — Hvað segja menn um sam göngumálin? — Kvartanir yfir ófullkomn- (Framhald á blaðsíðu 7.) DAGAR I STOKKHOLMI Ólafur Gunnarsson. VORIÐ kom snemma í Svíþjóð að þessu sinni. Fyrstu dagana í marz fór að hlýna og síðan hefur veðráttan verið notaleg þó ein- stöku sinnum hafi komið frost- nætur. Eiginlegur vetur var í ár aðeins liðlega tveir mánuðir. Við eldhúsgluggann hjá okkur var mesta frostið 29 stig. Sl. vetur mældist 45 stiga frost aðeins 1 km frá heimili okkar. I slíku frosti myndi tæpast vera farandi út í Reykjavík, en hér er oftast logn og loftið þurrt. Frost, sem er minna en 15—20 stig, veldur tæpast neinum verulegum óþæg- indum hér. Eg kom til Stokkhólms með lestinni kl. 21 þann 28. apríl. Konan mín hafði farið með morg unlestinni og tók hún á móti mér á járnbrautarstöðinni ásamt Kristjáni Sturlaugssyni, trygg- ingafræðingi, sem fór með okkur beina leið til Continental, sem talið er hafa beztan mat allra veitingahúsa í Stokkhólmi. Á þessu gistihúsi búa einkum vell- auðugir Bandaríkjamenn. Ferða- menn annarra þjóða eru sjald- séðir á þessum stað og sama máli gegnir um Svia sjálfa. Á þessu veitingahúsi kostar einn úrvalskjötréttur 18 kr. sænskar, auk þjónustugjalds, og aðrar veitingar eru eftir því. Matar- gæði eru eins og bezt verður á kosið, svipað því sem gerist í Grillinu á Sögu í Reykjavík, en beztu íslenzku veitingahúsin eru í toppflokki hvað matargæði snertir, enda hafa Islendingar, auk allra kjötrétta, sem hér eru fáanlegir, bezta dilkakjöt Evrópu sem þeir hafa ekki enn lært að selja öðrum þjóðum og geta því notað sjálfir fyrir ótrúlega lítið verð. Við sátum yfir borðum á Continental fram undir eitt og gengum síðan heim á gistihúsið Excelsior á Birger Jarlsgatan. Til þess að komast þessa leið gangandi urðum við að fara um hluta af Kungsgatan, en þar eru vafasamari öfl borgarinnar oft á ferli. Ótrúleg kyrrð ríkti yfir öllu og stakk borgarblærinn mjög í stúf við það sem gerist í mið- bænum í Reykjavík eftir mið- nætti um helgar. Svíar hafa enn ekki lært að hefja skemmtanir seint og njóta þeirra langt fram eftir nóttum. Ólæti sænskra unglinga virð- ast mér vera meiri í blöðunum en í raunveruleikanum. Gagn- stætt Islendingum ræða Svíar | mikið og í fullri hreinskilni það, sem miður fer og telja enga goð- gá, þótt blöð annarra þjóða birti fréttir af því sem gerist í Svíþjóð, * jafnvel þótt sumt standi þar enn til bóta. Þessa daga voru réttarhöld þau, sem kennd eru við brezka heimsspekinginn heimsfræga, Bertrand Russel, mjög á dag- skrá. Alls konar sérfræðingar streymdu til Stokkhólms og var Erlander, forsætisráðherra Svía, ekki meira en svo hrifinn af komu þeirra, en taldi fráleitt, að banna samkomu þeirra, þar eð slíkt hefði ekki haft neina stoð í sænskum lögum eða lýðræðis- venjum. Vitað er, að Olof Palme, sem samkvæmt nýgerðri skoðana- könnun, má telja öruggan eftir- mann Erlander, sem foringja Jafnaðarmanna, hafði ekkert við réttarhöldin að athuga á sænskri grund. I ræðu, sem Palme hélt í Gautaborg hinn 1. maí, dæmdi hann gerðir Bandaríkjamanna í Vietnam mjög hart og harmaði, að þessi volduga lýðræðisþjóð skyldi, með framkomu sinni, vera að glata almennu trausti sínu, samtímis því, sem hún vek- ur hatur á hvíta kynstofninum meðal þjóða með annan hörunds- lit. Klukkan 15 á laugardag fórum við í Stadsteatren til þess að sjá Viet Rock eftir bandarísku skáld- konuna Megan Terry. Stads- teatren heldur til í Folkets Hus í Stokkhólmi, en einmitt í þvi húsi áttu réttarhöldin að fara fram. Ihaldsstúdentar höfðu boð- að kröfugöngu gegn réttarhöld- unum þennan dag og töldum við eins líklegt, að tormerki yrðu á því að komast að húsinu. Við ætluðum okkur því góðan tíma til þess að komast í leikhúsið en ekki var um neinn farartálma að ræða. Við hittum þrjár íhalds- stúdínur á mjög stuttum pilsum, svo íhaldssemin virtist ekki vera almenn hjá þeim. Stúlkur þessar, sem ekki skildu stakt orð í ensku, afhentu okkur prentaða miða, þar sem íhaldsstúdentar hétu Erlander fylgi sínu og hefði stundum þótt saga til næsta bæj- ar. Leikritið Viet Rock er nýjung í leikritagerð. Aðalefni þess er sríðið í Vietnam og hlýtur leik- ritið að vekja jafnvel hægt hugs- andi fólk til umhugsunar. Við töldum, áður en við fór- um í leikhúsið, að fátt nýtt gæt- um við Iært um þetta hörmulega stríð, eins mikið og um það hef- ur verið ritað og rætt. Við kopi- umst þó brátt á aðra skoðun. Sá, sem séð hefur leikkonurnar í Stadsteatren, ýmist sem mæður, unnustur, vitni í yfirheyrslum, hermenn Suðurvietnamstjórnar, mellur í Saigon eða komnar beint frá Bandaríkjunum til þess að leita að sonum sínum á her- OLAFUR GUNNARSSON sálfræðingur frá Vík í Lóni, sem skrifar hér greinina „Dag- ar í Stokkhólmi" starfar um þessar mundir sem skólasál- fræðingur í Svíþjóð. Ólafur vann sem sálfræðingur hér á landi áður en hann fluttist til Svíþjóðar, og m. a. vann hann mikið starf í sambandi við starfsfræðsludagana, sem hann skipulagði bæði í Reykjavík og úti um land, og þóttu tak- ast mjög vel. \ Sænska blaðið Falu-Kurir- en skýrði fyrir skömmu frá störfum Ólafs í Svíþjóð, en Falu-Kuriren er aðalblað Dal- anna í Sviþjóð. Segir blaðið frá því, að Ólafur starfi sem skólasálfræðingur í Verma- landi og aðalbækistöðvar em- bættis hans séu í Hagfors- borg. I umdæmi Ólafs eru alls um þrjátíu þúsund manns í nokkrum sveitarfélögum, en til aðstoðar við störf sín hef- ur Ólafur 12 manns, en hann tók við embættinu 1. janúar 1966. Þess má að lokum geta, að í september viðurkenndi sér- fræðinganefnd sænska s4I- fræðingasambandsins mennt- un Ólafs, og að hún jafngilti sænskri licentiatmenntun. — Hefur hann því hlotið rétt- indi til að gegna hvers konar sálfræðistörfum í Svíþjóð. □ mannasjúkrahúsi, hljóta að sjá, að stríð getur aðeins leitt til óum- ræðilegrar ógæfu. Engin her- stjórnarfrétt, jafnvel þó reynt væri að gera hana rétta, segir nema ófullkominn sannleika um þær skelfingar, sem ganga yfir fátæka smáþjóð í Vietnam. — Litlu Ijósari eru lýsingar á ævi bandarískra ungmenna, sem rek- in eru út í stríð, sem þau skilja ekki hvers vegna er háð og vilja helzt forðast. Franski rithöfundurinn Sartre sagði við opnun réttarhaldanna í Stokkhólmi, að ekki stæði til að dæma neinn, en hins vegar ætti að sanna sekt þeirra, sem ráðast á aðra. Áður fyrr, m. a. að lokinni síðustu heimsstyrjöld, hefðu sigurvegarar dæmt um sekt þeirra, sem töpuðu. Nú yrði fjallað um sekt hinna sterku, án þess að þeir, sem það gerðu, hefðu vald á bak að bakhjarli. Þeir, sem þátt taka í réttarhöld- unum eru þannig eins konar sam- vizka heimsins og íbúum hans er i sjálfsvald sett, hvort þeir vilja hlusta eða ekki. Þetta með að hlusta á það sem er skynsamlegt og rétt minnir mig á atvik, sem gerðist í Reykja vík fyrir nokkrum árum. Norð- maður, sem kominn var á eftir- laun, var fenginn til þess að segja Reykvíkingum, að þeir þyrftu ekki svo mjög að óttast kjarnorkustyrjöld, því kjallarar í borginni væru svo traustir. Ekki væit ég, hversu margir leituðu að fölsku öryggi í kjallarahugsunar- hættinum, en eitt er víst. Enn víkur fjöldi fólks sér undan því, að taka afstöðu til styrjaldarinn- ar í Vietnam á þeim forsendum, að það viti ekki nóg um hana. Klukkan 19.30 á laugardag fórum við í Dramaten og sáum Kirsuberjagarðinn eftir meistar- ann mikla, Anton Tjechov. Vera má, að áhrifin frá Viet Rock hafi verið of sterk til þess, að við gætum notið annars leikrits sama daginn. Eitt er víst, að Kirsu- berjagarðurinn varð okkur mikil vonbrigði og skorti þó hvorki góðan leik né sviðsútbúnað. Þess má geta í sambandi við leikhús hér í Svíþjóð, að þau hafa aldrei orðið almenningseign á sama hátt og Þjóðleikhúsið i Reykjavík. Athugun, sem gerð var s.l. vetur, leiddi í ljós, að það er aðeins fólk með ákveðna fé- lagslega aðstöðu, sem sækir leik- hús í Sviþjóð. Leifar af gamalli stéttaskiptingu hafa einnig sitt að segja. Að undanskildum nokkrum vin- um og vandamönnum söknum við hjónin ekki neins í Reykja- vík eins og Þjóðleikhússins. Þar haldast í hendur list og menning, þannig, að öllum, sem á annað borð fellur við þessar systur, má til unaðar verða. Á sunnudagsmorgun þann 30. apríl bauð Kristján Sturlaugsson okkur í ökuferð til konungshall- arinnar í Drottningsholm og síð- an í Millesgárden. Mikil nátt- úrufegurð er kringum konungs- höllina í Drottningholm og allar byggingar þar glæsilegar. Minn- isstæðari verður okkur samt Millesgárden. Sennilega má telja Milles mesta meistara Norðurlanda á sviði höggmyndalistar þótt læri- sveinn hans, Ásmundur Sveins- son, fylgi þar fast á eftir og eins Altonen hinn finnski. Einna hæst mun hugmynda- auðgi og rismikil snilld meistar- ans rísa í Mármiskan och Pegasvs þar sem andi mannsins er látinn brjóta þyngdarlögmálið og rétt tyllti ristinni á væng skáldfáks- ins. Þar eð við erum þarna stödd daginn fyrir Valborgarmessu er eðlilegt að nema staðar við lík- neskjuna af gríska sjávarguðin- um Poseidon. Sami guð hét Neptunus hjá - Rómverjum og Njörður hjá norrænum þjóðum. Þegar frá leið hættu norrænar þjóðir að mestu að blóta Njörð en Freyr tók sæti hans. Freyr var guð frjóseminnar og þeir, sem lifað hafa mikinn frosta- og snjóavetur í Svíþjóð eiga hægt með að skilja, hversu mikilvæg frjósemin var þessari gömlu land- búnaðarþjóð. Engin undur, að hofgyðja var látin aka Frey frá Uppsölum til annarra héraða í Svíþjóð, þegar vora tók. Það er einnig í samræmi við frjósemina, að Norðmaður nokkur, sem leit- að hafði halds og trausts hjá hof- gyðjunni, gengi á eftir vagni hennar og Freys. Þannig ferðuð- ust þau þrjú saman unz sá norski fór að þreytast á göngunni. Tók hann þá líkneskju Freys og skildi eftir við veginn en settist sjálfur við hlið hofgyðjunnar. Nokkru síðar veittu S\úar því eftirtekt að hofgyðjan var farin að þykkna undir belti og Iétu menn sér það vel líka, enda komu þá mikil frjósemiár. Nú eru blót i gömlum sið horfin frá Uppsölum, en eins konar arftaki vorblótanna eru vorbátíðir, sem hvergi eru meiri en í Uppsölum. Nú eru þar eng- ar vorgyðjur, sem ganga Frey til handa og sé einhver guð blótað- ur er það Baccus en ekki Freyr eða Oðinn. Þannig breytast nöfn guðanna, en mannlegt eðli stend- ur að mestu leyti í stað. Væru engar vorhátíðir í Svíþjóð myndi frjósemin enn minnka og hver myndi æskja þess í eins víðlendu og tiltölulega fámennu landi. Með kvöldlestinni þann 30. apríl héldum við til Karlstad og þaðan ókum við í okkar eigin bíl heim til okkar um nóttina. Fyrsti maí var runninn upp áð- ur en við kcmumst í háttinn og Svíar farnir að undirbúa kröfu- göngu gegn stríðinu í Vietnam og valdaráni herforingjaklíltu í Grikklandi. En yfir öllu þessu vakir eilífur andi Milles, eins og hann birtist okkur í list, sem enginn gleymir, sem séð hefur. Vermalandi þann 3. maí 1967. Ó. G. Þessi stytta er í Mjllesgarðinum, og nefnist hún Mánniskan och Pcgasus. Vilja frjáisan innflutning veiðarfæra NÍTJÁN togaraskipstjórar hafa sent ríkisstjórninni eftirfarandi áskorun: „Vegna feriginnar reypslu margra togaraskipstjóra óskum við þess eindregið áð ríkisstjóm in hindri ekki innflutning á þeim veiðarfærum, sem bezt reynast á hverjum tíma. Reynslan hefur sýnt að Hamp iðjunetin hafa ekki líkt því sama styrkleika í notkun og portúgölsk net, sem togararnir hafa almennt notað undanfarið. Við erum ekki á móti því að um i afla að togararnir hafi þau net, sem bezt reynast á hverj- um tíma. Samþykkt í maímánuði 1967, Virðingarfyllst: Hans Sigurjónsson, Auðun Auðunsson, Arinbjöm Sigurðs son, Magnús Ingólfsson, Hall- dór Ilalldórsson, Sverrir Er- lendsson, Kristján Rögnvalds- son, Magnús Jóhannsson, Gunn ar Hjálmarsson, Markús Guð- mundsson, Halldór Hallgríms- son, KetiII Pétursson, Sigurður íslenzkur iðnaður sé styrktur, ■ Ámason, Áki Stefánsson, Sverr en mótmælum því eindregið að ir Valdimarsson, Kristján það sé gert á kostnað togaranna, Andrésson, Ingi Hallgrímsson, þar sem það getur skipt milljóai Jens Jónsson, Ásgeir Gíslason.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.