Dagur - 24.05.1967, Blaðsíða 7

Dagur - 24.05.1967, Blaðsíða 7
7 Svalbakur kom til Akureyrar á mánudaginn með 240—260 tonna afla, sem veiddist á heima- miðum, og er þetta mesta löndun togara hér um langan tíma. Harðbakur landar hér sennilega í dag, miðvikudag, og liefur hann að sögn einnig fengið mikinn afla. (Ljósm.: H. T.) HJÁLPARBEIDNI í ELDSVOÐA hér í bæ fyrir nokkrum dögum, urðu ung hjón fyrir mjög alvarlegum bú- sifjum. Ekki bjargaðist annað af eigum þeirra en fötin, sem þau og tvö börn þeirra, fim.m og þriggja ára, stóðu í. Svo slysalega hafði til tekizt, að eig- urnar voru óvátryggðar. Hjá þeim hjónum Ólafi Guð- mundssyni og Onnu Guðmunds dóttur er því bágt ástand og ekki létt úr að bæta, þar sem heimilisfaðirinn er enn í iðn- námi og drengurinn þeirra oft undir læknishendi. Akui-eyringar hafa oft sýnt það og sannað, að hjálpsemi og náungakærleikur eiga sterk ítök í hjörtum þeirra. Því er mikil von til þess, að margir sjái sér fært að liðsinna hjónun um ungu og eignalausu. Blöðin og undirritaðir munu fúslega veita móttöku gjöfum. Sóknarprestamir á Akureyri. - Síldarfloti stækkar - en kemst hane á miðin Notað MÓTORHJOL til sölu. Upplýsingar eftir kl. 5 í síma 1-28-72. TIL SOLU: Agrotiller jarðvegstætari lítið notaður. Vinnubreidd 60 tomtnur Stefán Julíusson, Breiðabóli, Svalbarðsströnd. TIL SÖLU: Heyblásari, með 10 ha. rafmótor Einnig nokkrir pokar af smáum gullauga kartöflum. ÓTTAR, Laugalandi. TIL SÖLU sem nýr tvöfaldur STÁLVASKUR með blöndunartækjum og bursta. Uppl. í síma 1-25-61. MÓTATIMBUR til sölu. • Selst mjög ódýrt. Steindór Kr. Jóns.son, sími 1-15-05. (Framhald af blaðsíðu 8.) stálskip voru í smíðum hjá Stál vík um áramótin, 200, 320 og 350 rúmlesta, og eitt þeirra er nú fullsmíðað. Eitt 100 rúm- lesta stálskip er í smíðum á Akranesi. Eikarskip 140 rúm- lesta var í smíðum í Hafnar- firði um áramótin, og 35 rúm- lesta eikarbátur í Stykkishólmi. Opnir vélbátar, sem kunna að hafa verið í smíðum um ára- mótin eru ekki taldir hér, en .uþplýsingarnþr -hér ,að framan eru byggðar á nýju Skipa- skránni, sem skipaskoðunin tek BIFREtÐIR TIL SOLU: BIFREIÐIN A-1755, sem er Mo.skvitch, árg. 1961. Uppl. í síma 1-17-83 eftir kl. 7 á kvöldin. OPEL REKORD í góðu lagi, til sölu. Uppl. í síma 1-17-81. 2ja til 3ja herbergja ÍBÚÐ ÓSKAST til leigu strax. Uppl. í síma 1-20-84 frá kl. 8 f. h. til 7 e. h. Óska eftir 2ja HERBERGJA ÍBÚÐ til leigu. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl. í síma 1-21-90. ur saman, svo og fréttum, sem blaðinu hafa borizt síðan. Hér með er raunar ekki öll sagan sögð. 45 skip voru strik- uð út af skipaskrá á árinu 1966, þar af um 40 fiskiskip, þar á meðal eru 5 togarar, sem seldir voru úr landi á árinu. Q - Kosningahandbókm 1967 er komin íit (Fra'mhaltE'áf bla’ðsíðu 5) Þegar þessum upplýsingum lýkur, koma framboðslistar í hinum ýmsu kjördæmum, og eru birtar myndir af efsta manni hvers lista og rúm er fyrir handhafa bókarinnar til þess að skrifa atkvæðatölur í kosningunum, sem í hönd fara. Um leið eru birtar atkvæðatöl- ur úr kosningunum á hverjum stað frá 1946 til 1963. Aftast í kosningahandbókinni er efnt til getraunar um úrslit komandi alþingiskosninga. Þar á að geta um atkvæðatölur hvers lista í heimakjördæmi ágizkanda, heildaratkvæðatölur hvers lista á öllu landinu og heildarþingmannafjölda flokk- anna eftir kosningar. Við mat á úrlausnum til verðlauna verð- ur lagt saman, hve miklu mun- ar á tilgátu og réttum tölum í öllum atriðum, og reiknast þá hver þingmaður í mismun jafnt og 500 atkvæði. Fyrstu verð- laun hlýtur sá, sem lægsta út- komu hefur úr þessari samlagn ingu. Onnur og þriðju verðlaun þeir,' sem næstir koma. Verð- launin eru 2000, 1000 og 500 kr. Getraunaseðillinn á að hafa bor izt til Kosningahandbókarinnar, Tjarnargötu 26, Reykjavík, eigi síðar en 10. júní næstkomandi. MESSAJÐ í Akureyrarkirkju kl. 10.30 f. h. á sunnudaginn. Sjó mannamessa. Sálmar: 318 — 58 — 111 — 681 — 660. GEFIZT EKKI UPP — heldur vinnið lífið! Opinber fyrirlest ur fluttur af Leif Sandstrom að Bjargi, Hvannavöllúm 10, 28. maí kl. 16. Allt áhugasamt fólk velkomið. Vottar jehóva. HLÍFARKONUR! — Munið kirkjugöngudag félagsins n.k. sunnudag. Mætið allar. — Nefndin. LIONSKLÚBBUR AK- ■R UREYRAR. Fundur í Í Sjálfstæðishúsinu 25. maí 1967 kl. 12 á hádegi. LEIÐRÉTTING. í grein Stefáns Valgeirssonar „Öfugmæli fs- lendings" er prentvilla í fyrstu málsgrein, rægja fyrir segja, og leiðréttist það hér með. GAGNFRÆÐINGAR 1962 ath! í tilefni þess, að 5 ár eru liðin síðan við útskrifuðumst úr G. A. hefir verið ákveðið að hittast í SjálfstæðiShúsinu n. k. föstudagskvöld 26. þ. m. Borð tekin frá. Mætum öll, og höldum hópinn. Nefndin. I.O.G.T. Stúkan Ísafold-Fjall- konan no. 1. Fundur í AI- þýðuhúsinu fimmtudaginn 25. maí kl. 8.30 e. h. Fundarefni: Vígsla nýliða. Eftir fund: Bingó og dans. Æt. - BÓT Á BÓT OFAN (Framhald af blaðsíðu 1). verið eða teknir í lög á þessu tímabili: Söluskattur margfaldaður. Þjónustugjöld ríkisstofn- ana margfölduð. Aukatekjur (stimpilgjöld og þess háttar) hækkaðar. Eignaskattur hækkaður með sexföldu fasteignamati. Leyfisgjald af bifreiðum gert víðtækara en fyrr. .. .„Benzíns.kcútui;. .stórhækk- aður. Þungaskattur bifreiða og gúmgjald stórhækkað. Bændaskattur (nýr). Iðnlánasjóðsgjald (nýtt). Gjaldeyrisskattur (nýr). Veitingahúsaskattur (nýr) Ríkisábyrgðarsjóðsgjald (nýtt). Umferðarskattur (nýr). Rafmagnsskattur (nýr). Launaskattur (nýr). Skattur á byggingarefni (nýr). Einnig hafa einkasöluvör- ur ríkisins stórhækkað í verði á þessu tímabili. Til samanburðar við þess- ar tölur má geta þess, að tímakaup verkamanna í al- mennri vinnu hækkaði um 121% frá 1959 til 1966, en kaupmáttur kaupsins var þó ofurlítið minni 1966 en 1959. Erlend fyrirtæki, sem þurft hafa að semja um skatt greiðslur hérlendis, eins og t. d. svissneska álfélagið, rak í rogastanz yfir skattafjöld- anum, og íslenzkur almenn- ingur er að hætta að botna í kerfinu. Þetta kerfi líkist einna helzt flík, sem sífellt hefur verið bætt nýjum bót- um á en þær gömlu þó látn- ar halda sér. Ríkisstjórnin hefur van- rækt endurskipulagningu á þessu sviði. Væri nú ekki ráð, að hætta að bæta þessa sömu flík og sauma heldur nýja? Q TIL Fjórðungssjúkrahússins. —• Áheit frá Þ. Á. kr. 1000.00 —• Með þökkum móttekið —• G. Karl Pétursson. TIL Fjórðungssjúkrahússins. —• Gjöf frá Jóhönnu Vigfúsdótt- ur og Steindóri Péturssyni tif minningar um dóttur þeirra Petru Sigríði kr. 3000.00. —• Áheit frá Guðlaugu Stefáns- dóttur kr. 500.00. Með þökk- um móttekið. G. Kari Péturs- son. LESSTOFA íslenzk-ameríska félagsins Geislagötu 5, biður alla þá, sem búnir eru að hafa bækur, blöð eða hljómplötur umfram tilskilinn lánstíma, að gera skil hið allra fyrsta. Sérstaðlega eru skólanemend ur, sem eru á förum úr bæn- um áminntir um að láta ekki dragast að skila. Lesstofan er opin: mánudaga og föstudaga kl. 6—8 e. h., þriðjudaga og fimmtudaga kl. 7.30—10 e. h. og laugardaga kl. 4—7 e. h. - SMATT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8). Dag undanfarið. En Björn hef- ur meðal annars unnið að því að eiga viðtöl við ungt fólk hér og þar í kjördæminu og skrá þessi viðtöl til birtingar í blað- inu. Auðsætt er, að stjórnar- mönnum þykja þessar raddir unga fólksins nokkuð margar og ekki í æskilegum tón fyrir fráfarandi ríkisstjóm. Ea Björn má vel við una. Ungur Framsóknannaður, sem and- stæðingarnir flýta sér að ráð- ast á, er að jafnaði liklegur til að láta til sín taka og gott a£ sér leiða í íslenzkum stjórn- málum. SEGJA SKILIÐ VIÐ FLOKK- ....... INN SINN Einar Freyr hefur skrifað póli- tíska yfirlýsingu í Tímann, þar sem hann kveður flokkinn sinn, Alþýðubandalagið. Niðurlags- orð hans eru þessi: „Ég hef skoðað hug minn og dregið ályktun. Af þessum ástæðum og að fenginni tals- verðri reynslu, lýsi ég yfir þvi, að í þeim kosningum sem nú standa fyrir dyrum mun ég ekki kjósa Alþýðubandalagið, hvorki lista M. K. né lista H. V. Forystumenn listanna hafa alliv sýnt mikið jafnvægisleysi og algeran skort á ábyrgðartilfinn- ingu. Hvemig gæti ég trúað slíkum fiokk fyrir því að verða forystusveit í mjög þýðingar- miklum málefnum?“ Mörgum fer nú sem þessum manni, en suma brestur kjark- inn. BYGGINGARKOSTNAÐUR Vísitala byggingarkostnaðar hef ur hækkað um 125%. Bygging- arkostnaður 370 rúmmetra íbúð ar hefur hækkað um 568 þús. krónur undir „viðreisn“. Á sama tíma hafa lán frá Hús- næðismálastjóra hækkað um 180 þús. kr. AUt í haginn fyrir þá, sem þurfa að eignast þak yfir höfuðið!

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.