Dagur - 27.05.1967, Blaðsíða 2

Dagur - 27.05.1967, Blaðsíða 2
2 dreiigja segir SVANBERG ÞÓRÐARSON húsasmiður EINN af þekktusíu skíSamöun- um landsins er Svanöerg Þórðar son í Ólafsfirði. Hann hefur orð ið íslandsmeistari í skíðastökki tvö síðustu árin, og þar me3 náð tigninni í þeirri grein af Sigl- firðingum. Við hittum Svanherg fyrir skömmu síðan og hann tek ur því vel að svara nokkrum spumingum. — Þú ert tædduc Ólaísfirðing- ur? — Ég er frá í>óroddsstö$um { Ólafsfirði og ó’st bar upp. Ég fór til Reykjavíkur 1953 cg var var í átta ár. Þar lærði ég húsa- smíði og kom svo aftur heim 1961. Nú er ég kvæntur hér og á þrjá stráka. — Hefur verio talsvert byggt síðustu árin hér í Olaisfirði? — Já, bó nokkuð og horfur á að svo verði áfram. Nú vinn ég hjá Trésmiðju Svavars Magnús- sonar. Hér hefur ekkert sjúkra- hús verið, en nú í vor skilst mér að eigi að byrja á sjúkraskýli, og við það á síðan að koma elli- heimiii. Fólki hefur fjölgað hér nokkuð frá því íyrir 1960, en áð- ur hafði hsldúr fækkað um skeið. Nýju íbúðarhúsin standa mörg sér í snyrtiiegu hverfi. — Byrjaðirðu ekki snemma að gefa skíðaíþróttinni -gaum? — Ég fór á skíði næstum strax og ég var farinn að geta gengið, og fyrstu skíðin eignaðist ég sex ára gamall. Ég keppti fyrst á skíðamóti hjá ungmennafélaginu hér í sveitinni að mig minnir átta ára gamall, svo að þetta byrjaði snemma. Þegar ég var í Reykja- vik fór ég samt fyrst að æfa fyr- ir alvöru: A Islandsmeistaramót fór ég svo fyrst á Akureyri 1955 og hef k-eppt á þeim öllum síðan. — Hvaða greinar hefurðu lagt mesta stund á? — Það hefur fyrs.t og fremst verið svig og stórsvig, þ. e. alpa- greinarnar, en síðustu þrjú árin hef ég snúið mér meira að stökk- inu. Þegar óg vann stökkið á Isa- firði í fyrra kom það mér á óvart, þyí að ég hafði æft hitt miklu msira. kana vanfar í Úlafsfirði — Hvernig er nú aðstaða til íþróttaiðkana hér? — Hún er éngan veginn góð, og þess vegna er hér líka fremur dauft íþróttalíf. íþróttasalurinn við skólann er of litill til'áð þar 60 metra stökkbrekku. Hérlend- is hefur varla verið hugsað um stökkið, en því þyrfti að gefa meiri gaum. Svo þarf að koma upp togbrautinni í sumar vegna unglingameistaramótsins, sem við ætlum að halda næsta' ár. Vegna alpagreinanna hefur mjög mikla þýðingu að hafa togbraut, annars er erfitt að ná góðri æf- ingu. Bæjarfélagið hefur ekki búið nógu vel að unglingunum í þessum efnum, en ég veit ekki, að hverjum er heppilegra að búa vel, enda verða þeir að hafa tæki- færin, ef æfingar eiga að halda áfram. — Þið búið við íhaldsstjórn hér í Ólafsfirði. Hvað heldurðu að gerist nú í kosningunum? — Ég vona, að Framsóknar- flokknum verði vel ágengt í þess- um kosningum, enda tel ég hann tvímælalaust hæfastan til stjórn- arforystu í landi okkar, — segir Svanberg Þórðarson að lokum. Dagur þakkar honum góð svör. Bj. T. (Framhald af blaðsíðu 5) Öfjord-hjónin fluttu til Dan- merkur árið 1919, en skömmu áður en þau fóru utan kom út fyrsta skátablaðið, sem gefið var hér út. Hét það Sumarliljan. og var málgagn skátanna. í því voru sögur og frásagnir af skát- um, og sagt frá starfinu á Akur eyri í heild. Var þetta myndar- legt blað. Öfjord-hjónin komu hingað i boði Akureyrar-skátanna til þess að taka þátt í afmælis- hátíðahöldunum, og verða þau hér fram til 5. júní. Jósefína Öfjord er fædd að Reykjum í Húnavatnssýslu, systir Eggerts Melstað byggingameistara, sem hér bjó. Þau hjón búa nú í Tostrup í Danmörku, rétt utan við Kaupmannahöfn. Q Ræti við Stefán Yaigeirsson bónda í Auðbrekku Svanbexg Þórðarson. sé hægt að æfa handknattleik eða kcrfuknattleik. að gagni, og þó að hér sé að nafninu til knatt- spyrnuvöllur, er hann engan veg- inn nógu góður. Við höfum að vísú tekið þátt i Norðurlands- móti í knattspyrnu bæði 1964 og 1966, og stóðum okkur sæmilega i fyrra skiptið, enda höfðíim við þá þjáifara, en í fyrra gekk það miður. — Er ekki áhugi fyrir skíða- íþróttinni aUmikilt? — Jú, við höfum nú áhuga fyr- ir að kom-j okkur upp • stokk- brekku í svonefndu Kleifarhorni og svo togbraut í fjallinu fyrir ofan bæinn. Þetta vsrður bær- inn að styðja, því að íþróttafélag- ið hefur ekki mikii fjárráð. Áður kom til ta!s að byggja skála í Gvendarskál upp af Rrimnssdal, skammt utan við bæinn, því að þar er mjög gott land fyrir æf- ingar i aipagreinum, en frá því hefux verið horfið í bili og að þvi, sem ég nefndi. — Er undirbúningur við stökk- brautina hafinn? —• Við ætlum nú á næstunni að fá verkfræðing til að teikna stökkbrautina, og við viljum fá Sviðsmynd úr Jónsmessudranmnúirj. Síðastia-sýning er í kvöld, laugardag. Margir eiga enn eftir að sjá þennan skrautlega ævin- týraleik, sem hlotið hefur góða dóma þeirra, er séð hafa, (Ljósm.: Eðvarð Sigurgeirsson) (Framhald af blaðsíðu 4). Það þýðir þörf þjóðarinnar á 100% aukningu kjöts og mjólk-. ur. Vaxandi mannfjöldi og vax- andi neyzla í öðrum löndum fjær og nær, t. d. meðal þjóða, sem enn eru skammt komnar í áttina til velmegunar, en eru á framfaraleið, hlýtur að bæta að- stöðu þeirra, sem framleiða mat- væli, eins og við gerum, Islend- ingar, bæði á landi og sjó. — Þú munt hafa kynnzt sam- býlinu við varnarliðið, þegar þú varst í Kefíavík? — Já, ég var þar í 8 ár, og vsgna staría minna í félagsmál- um þar, hafði ég töluvert náin kynni af sambýlinu við varnar- liðið. Af þvi' ég þekki þetta sam- býli af eigin raun, er ég sann- færður um, að það er mjög háskalegt fyrir okkar litlu og lausmótuðu þjóð, að þetta sam- býli verði langvinnt. Ég tala nú ekki um, ef það yrði varanlsgt. ,Sumir foxysUimeijn- þjóðarinnar reyna að gera lítið ur þeim áhrif- um, sem t. d. sjónvarpið hefur haft á fólk á Suðurnesjum. Hef- ur þetta verið kannað? Og hvern- ig hefur þá sú athugun farið fram? Við höfum um það glöggt dæmi, livernig heilar þjóðir hafa verið mótaðar með kerfisbund- inni uppfræðslu eða áróðri, mið- að við fyriríram ákveðinn árang- ur. Ég gæti komið með mörg dæmi, sem benda til þess, að áhrif .frá varnarliðinu og þá ekki sízt sjónvarpinu, séu ískyggiíeg. Hitt er svo matsatriði, hvort öll áhrif þaðan séu þjóðinni skað- lsg. Ég er mjög þakklátur ung- um Framsóknarmönnum fyrir þeirra. tiilögur um brottfíutning hersins, og mér sýnist, að þar sé um að ræða auðveldustu leiðina til árangurs, og vinna beri að því að fá samstöðu um þessar til- lögur. — Hvað um útlitið í kosning- unum? ' N - — Við Jónas Jónsson erum ..búnir að fara yíða um kjördæm- ið, og höfum hitt niarga að máli. Gkknr er.kunnugt um margt fólk úr stjornárflokkunum, sem við- urkennir mistök viðreisnarinnar, og segir, að stjórnin hefði átt að vera búin að segja af'sér fyrir löngu, þar sem hún hafi ekki ráö- ið við þau meginverkefni, sem hún tók að sér. Sumt af þessu fóiki hefur lýst því yfir, að það MUNIÐ minningarspjöld Elli- heimilis Akureyrar. Fást í Skemmunni. vonist eftir, að kosningaúrslitin hafi það í för með sér, að breytt verði til í fjárhags- og atyinnu- málum. I þessum hópi eru menn, sem ekki fara dult með það, að þeir hafi fram að þessu fyigt Sjálfstæðisflokknum, en segja nú, að atvinnufyrirtæki þeirra séu svo hart lsikin vegna lánsfjár- skorts, óðaverðbólgu, og í sum- um tilfellum vegna innflutnings, að ef ekki verði nú þegar breytt um stefnu í þessum málum, sé atvinnurekstur þeirra vonlaus. Þess vegna sé það þeirra eina von, að Framsóknarmenn vinni á í kosningunum og geti þar á eftir haft áhrif á stjórn þessara mála. Það hefði einhverntíma þótt saga til næsta bæjar, ef einhver hefði séð það fyrir, að svo myndi fara, að ónefndir at- vinnurekendur hér í kjördæm- inu, myndu árið 1967 binda all- ar sínar framtíðarvonir við sig- ur Framsóknarflokksins. En þó er þetta staðreynd. . —...Hyað um . AlþiðufJokkinn. og Alþýðubandalagið? — Við höfum mjög lítið orðið varir við Alþýðuflokksmenn í þessum ferðum. Skilningsleysi þeirra á landbúnaðinum hefur eðlilega haft sín áhrif. Það má heita einsdæmi, ef einhver fyrir- finnst, sem fylgir þeim í sveit- um landsins. Ekki hefur mér heldur fundizt fara mikið fyrir Alþýðu-bandalagsmönnum. Það er eins og maður hafi það nú orðið á tiifinningunni, að sá flokkur heyri fortíðinni til, enda ekki óeðlilegt eftir alla ringul- reiðina hjá þessum mönnum, þar sem formaður þeirra býður sig nú fram utanflokka og flokks- menn leggja sig fram um að ófrægja hver annan og lítilsvirða. Slíkt getur varla talizt sigur- stranglegt í kosningum. Svo hefi ég orðið mikið var við það hjá bændum, sem voru taldir Al- þýðubandalaginu hlynntir, að þeim lítist hreint ekki vel á frum- varp Hannibals Valdimarssonar um landbúnaðarmál. Og þetta er þeim vissulegá ékki láandi, því að ef frumvarpið yrði að lög- um, myndi það fullkomna það verk, sem viðreisnarstefnan er nú komin vel á veg með að vinna, að leggja sveitir landsins að mestu i eyði. Og þar sem þetta frumvarp Hannibals er það eina, sem komið hefur frá þessum flokki um landbúnaðar- . mál, og hann er að minnsta kosti enn að nafninu til formaður Al- þýðubandalagsins, er ekki hægt annað en líta á þetta frumvarp sem vitnisburð um stefnu flokks- ins í landbúnaðarmálum. Verka- maðurinn á Akureyri hefur líka lýst yfir því, að þannig beri að líta á þetta mál, segir Stfefán Val- geirsson bóndi í Auðbrekku að lokum og þakkar Dagur viðtal- ið. Q © t I ? Skriístofur f í FR4MS0KNARFL0KKSINS A AKUREYRI | © -i- T f SKRIFSTOFAN HAFNARSTRÆTI 95 er opin alla © | daga frá kl. 9 f. h. til kl. 22 síðdegis. f I Simi 2-11-80 I I ; ? | SKRIFSTOFAN LÖNGUHLÍÐ 2 (Verzl. Fagrahlíð) | ® Glerárhverfi er opin kl. 8—10 síðdegis öll kvöld nema | ý laugardagskvöld. ® Sími 1-23-31 ! % © $..;r - , | © STUÐNINGSFÓLK! Koir.ið á skrifstofurnar og gefið upplýsingar eða hringið. © ! ^ ° f i <?' Samtaka fram til sigurs. xB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.